Morgunblaðið - 11.09.1980, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 11.09.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 MAÐURí FRÉTTUNUM Kerfisfulltrúi arftaki Giereks Stanislaw Kania, hinn nýi leiðtogi pólska kommún- istaflokksins, er 53 ára gamall og því yngsti valdhafinn í Austur-Evrópu. Hann hefur fengið frama sinn innan kerfis- ins og er svo að segja óþekktur meðal pólsku þjóðarinnar. Nokkur undanfarin ár hefur Kania gegnt starfi ritara í mið- stjórn kommúnistaflokksins og haft á hendi yfirumsjón með hermálum og öryggiskerfi ríkis- ins. Lítið hefur borið á honum í þessu starfi og kastljósið sjaldan eða aldrei beinzt að honum sérstaklega. Það var því engin furða, að biðraðir mynduðust við blaðsölustaði í Varsjá daginn eftir að Kania var skipaður í hið nýja embætti. Fólk vildi sjá myndir af hinum nýja leiðtoga og lesa greinar um hann. í hópi þeirra sem gerþekkja stjórnmálalífið í Póllandi, hefur Kania verið álitinn „sterkur", nánast óhagganlegur leiðtogi. Auk þess hefur hann verið talinn meðal stuðningsmanna fyrir- rennara hans, EdVard Giereks, í framkvæmdastjórn flokksins. En síðan verkföllin hófust vegna hækkana á kjötverði mun Kania hafa varað við valdbeitingu gegn verkamönnum. Efling flokksins Skipun Kania í stöðu flokks- leiðtoga þjónar þeim tilgangi að tryggja flokknum trausta for- ystu meðan hræringa gætir vegna ólgu verkamanna, án þess að eyðileggja sambandið við verkamannanefndirnar sem hafa komið upp á yfirborðið síðan vinnustöðvanirnar hófust. Valdhafarnir í Moskvu hafa lagt blessun sína yfir valið á Kania, enda hlýtur maður, sem er svo nátengdur ríkiskerfinu að vera þeim að skapi. Ummæli í Pravda og frá Tass benda til þess, að Rússar hafi af því þungar áhyggjur, að Pólland kunni að standa frammi fyrir sams konar bylgju frjálsræðis og Tékkóslóvakía á valdadögum Al- exanders Dubceks. Kania er fæddur 1927 í sveita- bænum Wrocanka í suðaustan- verðu Póllandi og þar var hann lærlingur hjá trésmiði í heims- styrjöldinni. Eftir stríðið gekk hann í kommúnistaflokkinn og varð formaður æskulýðsdeildar. Kania tryggði sér stöður í ýmsum æskulýðssamtökum á hinum erfiðu árum þegar komm- únistaflokkurinn tryggði sér yf- irráðin yfir Póllandi. Slík störf voru talin geysilega mikilvæg, þar sem tryggja varð kommún- istakerfinu tiltrú og trúnaðar- traust á meðal landsmanna. Hann stundaði nám um tveggja ára skeið á flokksskóla og hélt áfram að koma sér áfram í mörgum stöðum og embættum unz hann fór til Varsjár 1958 til að taka við forstöðu íandbúnað- arskrifstofu dreifbýlisins. Víðtæk sambönd Árið 1968 var hann hækkaður í tign og skipaður forstöðumaður stjórnunardeildar, sem var mjög þýðingarmikið embætti, þar sem það byggðist að miklu leyti á því að ná samböndum á öllum stig- um flokkskerfisins. Þremur ár- um síðar var hann skipaður ritari í miðstjórn og 1975 var hann kosinn fullgildur fulltrúi í framkvæmdastjórninni. I ræðu þeirri sem Kania hélt, þegar hann tók við embætti, hét hann því að virða hin frjálsu verkalýðsfélög og vinna að auknu lýðræði í Póllandi. Jafn- framt gagnrýndi hann „alvarleg STANISLAW KANIA — óþekktur leiötogi mistök" í stefnu flokksins, er hefðu valdið ólgunni og verkföll- unum i sumar. Hann kvaðst mundu leggja höfuðáherzlu á að endurvekja tiltrú á flokkinn. Því var veitt eftirtekt, að í ræðunni minntist Kania aðeins í framhjáhlaupi á órfc sína um að bæta viðskiptasambönd við lönd „með ólík þjóðfélagskerfi", en lagði áherzlu á stöðu Póllands innan Comecon, markaðsbanda- lags Austur-Evrópuríkjanna. „Ég geri ráð fyrir því, að áherzlan muni færast í austur," sagði vestrænn diplómat. „Eina leiðin til að snúa við efnahags- þróuninni er að fá stjórnina í Moskvu til að veita gífurlega aðstoð." Þróun í hættu Það er því ljóst, að brottvikn- ing Giereks getur stefnt í hættu þróun til bættra samskipta með- alstórra landa í austri og vestri, þróun, sem miðaði að því að verja slökunarstefnuna détente, gegn áföllum af völdum Rússa og Bandaríkjamanna. Gierek, sem dvaldist árum saman í Belgiu og Frakklandi, hafði náið, persónulegt samband við Helmut Schmidt, kanzlara Vestur-Þjóðverja, og Valéry Giscard d’Estaing, Frakklands- forseta. Þetta persónulega sam- band leiddi til víðtækra við- skipta og menningarsamskipta og dró úr ágreiningi í sambúð viðkomandi landa. Þetta sam- band varð til þess, að í maí gat Gierek efnt til hins óvænta fundar Giscards og Leonid Brezhnevs, forseta Rússa, fyrsta leiðtogafundar austurs og vest- urs eftir innrásina í Afganistan. Pólskar heimildir hermdu að Gierek hefði átt hugmyndina að fundinum. Bætt samskipti Póllands og vestrænna rikja virtist rök- styðja þá skoðun vestur-þýzkra sósíaldemókrata og annarra frjálslyndra manna og vinstri manna í Vestur-Evrópu, að þeir gætu myndað brýr til hinna minni landa sovétblokkarinnar, styrkt þannig détente og ýtt undir evrópska hagsmuni og stefnumið utan ramma hags- muna Rússa og Bandaríkjanna. Sjálfstæði Gierek bætti einnig sambúð- ina við Bandaríkin og sýndi mikið sjálfstæði í utanrikismál- um. Gerald Ford, fyrrverandi forseti, kom við í Varsjá á leið til Helsinki og Jimmy Carter for- seti kom í stutta heimsókn rúmum tveimur árum síðar. Gie- rek hafði einnig tryggt sér gott samband við áhrifamenn sam- taka pólskættaðra Bandaríkja- manna. Pólverjar voru líka sein- ir til að styðja innrás Rússa í Afganistan og biðu í nokkrar vikur áður en þeir gáfu út yfirlýsingu. Vestrænir diplómat- ar sögðu, að innrásin hefði gert Gierek órólegan. SNJÓR frumsýnt á morgun Á morgun, 12. september, verð- ur fyrsta frumsýning vetrarins hjá Þjóðleikhúsinu. Hefjast þá sýningar á nýju leikriti eftir Kjartan Ragnarsson og nefnist það „Snjór“ og er þetta öðru sinni sem Þjóðleikhúsið sýnir verk eftir hann. Leikurinn gerist að vetrarlagi í litlu sjávarþorpi á Austfjörðum við snjóþyngsli og snjóflóða- hættu. Leiksviðið er heimili hér- aðslæknisins við næsta óvana- legar aðstæður. Héraðslæknirinn hefur fengið hjartaáfall og honum hefur verið sendur aðstoðarmaður að sunnan. Aðstoðarmaðurinn reynist vera gamall nemandi hans og upp hefjast gamlar væringar sem skoðaðar eru úr fjarska tím- ans. í aðalhlutverkum eru Rúrik Haraldsson, Erlingur Gíslason og Bríet Héðinsdóttir. Leikstjóri er Sveinn Einarsson. UNGLINGADEILD Austurstræti 22. Sími frá skiptiboröi 85055

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.