Morgunblaðið - 11.09.1980, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.09.1980, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 I Formaður Rithöfundasambands Isiands skrifar grein í Þjóðviljann þ. 16. ágúst sl. er nefnist Biti upp í óþægan krakka og fjallar um málefni rithöfunda. Grein þessi er að ýmsu leyti fróðleg og afhjúpar óbeint starfsemi þeirrar pólitísku valdaklíku sem hefur hreiðrað um sig í stjórn sambandsins og ætlar auðsýnilega aldrei þaðan að víkja. Þessi tiltölulega litla klíka hefur með einhverjum hætti náð yfir- ráðum yfir Launasjóði rithöfunda. Að svo er komið er fyrst og fremst að kenna vitlausri reglu- gerð, sem væntanlega verður rækilega endurskoðuð af næsta Alþingi, og á þann hátt að engri fámennri klíku takist að sölsa undir sig fé allra rithöfunda, samtímis því að félagsgjaldið fer stöðugt hækkandi. Það er tilgang- urinn að nota „almúgann" til að standa undir veldi „gáfumanna" og „snillinga" ákveðins stjórn- málaflokks. Þetta ieiðir hugann að löngu liðnum tímum, þegar höfð- ingjarnir kúguðu almenning til að erfiða fyrir sig, að mestu án endurgjalds. En nú kemur til kasta Alþingis að taka öll þessi mál til rækilegrar endurskoðunar, og þó að mennta- málaráðherra hafi tekið undar- lega dræmt í málið í vor, þá hefur félagsmálaráðherra, Svavar Gestsson, krafizt könnunar á mál- inu. Þess ber þó að geta að þetta er ekkert launungarmál einhverrar nefndar. Allir sem hlut eiga að máli og hafa verið beittir órétti af núverandi stjórn launasjóðsins eiga skýlausan rétt á að fá að kynna sér allar styrkumsóknir til að geta áttað sig á stöðu sinni. Sama máli gegnir um þýðingar- miðstöðina í Kaupmannahöfn, en það hefur verið einhver undarleg tregða á að fá öll gögn sem snerta hana hjá íslenzka menntamála- ráðuneytinu, hvernig sem á því stendur. En þar sem ég er ennþá ,,limur“ í Rithöfundasambandi Islands, eins og einhverjum þóknaðist að komast svo smekklega að orði í sambandi við okkur, sem mót- mæltum ranglátri úthlutun launa- sjóðsstjórnar, finnst mér eðlilegt að gera fáeinar athugasemdir við Þjóðviljagrein formanns Rithöf- undasambandsins. Áður en ég vík nánar að grein Njarðar er ekki úr vegi að minna á viturleg orð Jóns úr Vör í Mbl. 6. maí sl. en hann skrifar: „Meðan ekki er til viðunandi launaupphæð til að skipta á milli þeirra rithöf- unda, sem ótvírætt að beztu manna yfirsýn ættu að fá aðstöðu til að sinna ritstörfum að marki, er ekki réttlátt eða skynsamlegt að mínum dómi, að það séu alltaf sömu mennirnir. sem eru í náð- inni og hinir sömu hornrekur (auðk. af mér. J.B:).“ Þetta er kjarni málsins. Síðustu tvær úthlutanir úr sjóðnum benda eindregið til þess að hér sé verið að mynda pólitíska yfirstétt í skjóli ófullkominna reglugerðar- ákvæða. Minnir þetta á aðalsveldi miðaldanna, þar sem yfirstéttin naut allra forréttinda. Mikill meirihluti félagsmanna rithöf- undasambandsins á að greiða 30 þús. kr. í árgjald til þess að standa undir þessari nýju yfirstétt, eins og drepið var á hér að framan. Það er anzi vel af sér vikið! Þá er ekki úr vegi að minna á að í 2. gr. reglugerðar launasjóðs rithöfunda er gert ráð fyrir tveggja mánaða styrkjum til höf- unda sem gefið hafa út bók á almanaksárinu. Við síðustu út- hlutun voru margir sniðgengnir, sem að mínum dómi eru sízt lakari en ýmsir þeirra sem sjóðstjórnin hefur hossað hærra. Þetta, ásamt augljósri pólitískri úthlutun í tveim efri flokkunum, með örfáum undantekningum, sem virðast eiga að vera einskonar „alibí", gerði að ég hikaði ekki við að skrifa undir mótmælalistann og stuðla þar með að því að Alþingi taki málið til rækilegrar endurskoðunar. Jón Björnsson rithöfundur: Jón Björnsson. II En víkjum nú aftur að grein Njarðar'P. Njarðvík. Hið athyglisverðasta í greininni eru ummælin um listamannalaun- in, „sem fáir mundu mæla bót“, eins og hann orðar það. Telur hann að stofnun launasjóðsins „útiloki það pólitíska kvótakerfi" sem hann fullyrðir að eigi sér stað við úthlutun listamannalauna. Þetta er honum nauðsyn til að styðja blekkingarnar í sambandi við listamannalaunin. Að hætti salónkommúnista fullyrðir hann fyrst og dregur síðan ályktanir af eigin fullyrðingum, eins og þær væru órækar staðreyndir. Hann vill að rithöfundar sjálfir velji þá aðila sem eiga að úthluta. Það vill nú svo til að þessi háttur hefur áður verið hafður á því og gafst hörmulega. Eg held að ekki sé unnt að sanna að úthlutun listamanna- launanna hafi verið flokkspólitísk, þó að deilur hafi orðið um einstak- ar úthlutanir, eins og gengur. Þá var það öðruvísi fyrir nokkrum áratugum, þegar Jónasi frá Hriflu datt það snjallræði í hug að láta rithöfundana úthluta sjálfa. Sú úthlutun varð þannig í fram- kvæmd, að nær eingöngu komm- únískir höfundar hlutu hæstu launin, og svo langt gekk ósvífnin að Gunnar Gunnarsson sá sig tilneyddan að segja sig úr rithöf- undafélaginu. Mesta leikritaskáld okkar, Guðmundur Kamban, var alltaf settur skör lægra en ýmsir aðrir hér heima, sem ekki náðu með tærnar þar sem hann hafði hælana. Afleiðing þessarar ráðs- mennsku varð auðvitað að rithöf- undafélagið klofnaði og félögin urðu tvö um nokkurra ára skeið, en mynduðu síðan með sér sam- band unz þau sameinuðust illu heilli fyrir nokkrum árum. Árang- urinn af þeirri óheillastefnu varð sá, að nú úthluta rithöfundar sjálfir sjálfum sér, enda þótt stjórn sambandsins tilnefni menn í sjóðsstjórn að forminu til. En engum sem til þekkir kemur til hugar að núverandi stjórn tilnefni aðra en þá sem hún veit að eru þægir og til þénustu reiðubúnir. Ofan á það bætist svo að formaður sjóðsstjórnar er einnig fulltrúi Islands í þýðingarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn. Slíkt fyrirkomu- lag býður spillingu ög hlutdrægni heim. En víkjum aftur að því sem Njörður segir um listamanna- launin. Skýrslur sanna ótvírætt að úthlutunarnefnd hefur ekki farið eftir pólitík, enda mundi það verða erfitt í 7 manna nefnd kosinni af flokkunum. Flokksmenn Njarðar hafa síður en svo verið hlunnfarn- ir. Enginn, sem hefur sannleikann í heiðri, treystir sér til að halda því áfram. En kannski felst hlut- drægni í því, að mati Njarðar, að aðrir en flokksmenn hans ein- göngu hafa fengið listamanna- laun! Ég þykist vita að launasjóðs- stjórn telji sig hafa bætt úr því nokkuð rækilega með tveimur síðustu úthlutunum sínum! Eitthvað hefur samt stjórn sambandsins þótt málstaður sinn vafasamur, því að á aðalfundi í vor var með miklum flýti sett á laggirnar nefnd undir því yfir- skini að gera tillögur um breyt- ingar á launasjóðsreglugerðinni. Enda þótt þessi nefndarskipan sé sýndarmennskan einber, þá felst þó í því viðurkenning að einhverju þurfi kannski að breyta! Því ber að fagna, þar sem það er stuðningur við málstað þeirra — þótt óvilj- andi sé — sem vilja að Alþingi taki þetta fé úr höndum stjórnar rithöfundasambandsins og kjósi nefnd 7 manna til að annast úthlutunina. Slíkt fyrirkomulag er eini möguleikinn til að koma í veg fyrir áframhaldandi hlutdrægni, eins og þá, sem þráfaldlega hefur átt sér stað. Njörður tekur dæmi af Norð- mönnum í þessu sambandi. Þeir veiti starfsstyrki, stundum til þriggja ára í senn. Norska rithöf- undafélagið hefur hönd í bagga þeð þessum úthlutunum. En þær hafa verið svo einhliða og hlut- drægar að margir höfundar hafa sagt sig úr félaginu, enda er stjórn þess mjög pólitísk — kommúnísk — og getur hæglega farið svo að félagið klofni. Ebba Haslund, Káre Holt og fleiri landskunnir rithöfundar hafa andmælt starf- semi rithöfundafélagsins í blöð- um, því að þar — eins og hér — hefur lítil eiginhagsmunaklíka ráðskazt með sjóði félagsins eftir geðþótta. I lok greinar sinnar segir Njörð- ur réttilega að aldrei verði valið svo öllum líki í nefndir sem fjalla um málefni lista og síðan segir hann orðrétt: „Versta aðferðin er pólitískt kvótakerfi, þingkjörnar nefndir. Af því höfum við langa reynslu (!!). Við þurfum að fá til þessara verka fólk sem hefur til að bera víðsýni (!!) (núverandi stjórn launasjóðs, eða hvað? J.B.) og þekkingu á viðkomandi listgrein," o.s.frv. Ekki er nú tekið upp í sig, var orðtak í minni sveit, þegar fólki blöskraði eitthvað. En formannin- um er fyllsta alvara. Hann vill hafa eintæðisfyrirkomulag á þessu til þess að gæðingarnir geti aldrei átt á hættu að verða jafningjar annarra. Allir vita að Alþingi kýs fjölda nefnda til margvíslegra starfa og engum heilvita manni dettur í hug að þeir velji aðra en hæfa menn til þessara starfa. Það á við um úthlutun listamannalauna. Þessi ummæli formannsins eru því ann- aðhvort algerlega marklaus eða vísvitandi móðgun við Alþingi Islendinga. En slíkt mun nú ekki vera meining hans. Illska hans út í þingkjörnar nefndir er af alit öðrum toga spunnin. Hún stafar af því að hann óttast að Alþingi muni taka af skarið, og svipta pólitískt einhliða stjórn sam- bandsins umráðum yfir því fé, sem skattþegnunum er gert að greiða rithöfundum. Og ótti hans er vissulega á rökum reistur. Fæstum kemur til hugar að Al- þingi láti sig engu skipta hvort það fé sem það veitir til lista (ég á hér eingöngu við rithöfunda af gefnu tilefni) lendi að mestu í vösum póiitískrar eiginhagsmuna- klíku, eins og stjórn launasjóðs hefur látið sér sæma, heldur komi öllum höfundum að einhverju gagni. III I sambandi við ummæli Njarðar um listamannalaunin, auk ýmissa skrifa annarra sem ekki eru svaraverð, vil ég minna á þá staðreynd að listamannalaunin eru viðurkenning fyrir unnin ritstörf og alls ólik starfslaunun- um. Margir þeirra rithöfunda sem komnir eru á efri ár hafa gefið út rit sín löngu áður en nokkur launasjóður varð til og höfðu engar aðrar tekjur af ritstörfum en listamannalaun og ritlaun, sem oft voru af skornum skammti. Ba*kur þeirra voru keyptar af bókasöfnum og lánað- ar út án nokkurs endurgjalds. Þetta á sér að visu stað enn og verður áfram, meðan ekki er tekinn upp sá háttur að greiða samkvæmt útlánafjölda. (En það má af skiljanlegum ástæðum ekki heyrast nefnt!) — Fæstir eldri höfundar njóta styrks úr launa- sjóðnum eins og stjórn hans er skipuð nú. Það verður því að teljast sjálfsagt að Alþingi rétti hiut þeirra með stórauknum launum, að undangengnum nauð- synlegum breytingum á lögum, en þó í aðalatriðum eftir þvi fyrirkomulagi sem notað hefur verið i allmörg ár; þó þannig að ailir eldri höfundar séu i einum flokki. Það hefur verið stefna Alþingis frá þvi fyrir aldamót að umbuna rithöfundum fyrir unnin stðrf, og vonandi verður svo framvegis, þrátt fyrir óp og tannagnístran sjálfskipaðra „snillinga". IV Hið nýja rithöfundasamband var stofnað með miklum hátíðleik. Fornir andstæðingar tókust í hendur og kysstust jafnvel að rússneskum sið. Nú skyldi allt fara fram með góðu samkomulagi, friður ríkja og allir guðs englar syngja. En þessi dýrð stóð ekki lengi. Þrátt fyrir lög sambandsins, sem kveða á um að það taki engan þátt í pólitík, tók fyrsti formaður þess fljótlega að þverbrjóta lögin með því að fara með svonefnd VL-mál út fyrir landsteinana. Síðan hefur alltaf verið ófriður í sambandinu. Sameiningin var illa undirbúin, sumir keyptu friðinn of dýru verði og er það nú að koma í ljós. Það hefði verið sök sér ef við hefðum fylgt dæmi Dana og skipt sambandinu i deildir. Þeir hafa t.d. ljóðskáldadeild og meira að segja „socialistisk fraktion". í slíkri deild ættu þeir heima sem hæst hefur glumið í í vor, en það mundu þeir áreiðanlega ekki kæra sig um. Það er nefnilega mikils- verðast að vera í dularbúningi. Ég minnist á þetta í sambandi við þau biaðaskrif sem urðu vegna mótmæla 45 meðlima sambands- ins. Annar eins flaumur af fúkyrð- um og beint hefur verið gegn okkur er sjaldgæfur. En við getum vel við unað, því það er ekkert annað en skýlaus viðurkenning á því, sem raunar flestir vissu, að sumir félagsmenn okkar telja sig eiga einskonar einkarétt á opin- berum styrkjum. Það kemur ljóst fram í yfirlýsingu svonefnds rit- höfundaráðs (Oddur Björnsson var ekki á þeim fundi), en yfirlýs- ingin er þannig: „Rithöfundaráð átelur þær árásir á skoðanafrelsi rithöfunda er felst í mótmælaskjali 46(45)-menninganna og telur þær til þess eins fallnar að vinna gegn hagsmunum rithöfunda." Jón Óskar fer um þetta eftirfar- andi orðum í grein í Mbl.: „Það er rétt svo að maður trúi því að slík svo heimskuleg ásökun á hendur stórum hópi rithöfunda skuli koma frá rithöfundaráði sem þannig misbeitir valdi sínu, og er vonandi að slíkt dragi ekki langan dilk á eftir sér.“ Ég er Jóni Óskari algerlega samdóma. Ég heid það megi leita lengi í fundargerðum áður en maður rekst á svo fíflalega yfir- lýsingu. Við andófsmenn erum sakaðir um „árásir á skoðanafrelsi rithöfunda". Hvernig það má verða er lítt skiljanlegt. Sé um nokkrar árásir á skoðanafrelsi að ræða í þessu sambandi, þá eru þær fólgnar í rógi rithöfundaráðs og gerðum launasjóðsstjórnar, þegar hún synjar mörgum ágætum höf- undum um starfslaun ár eftir ár meðan aðrir eru í náðinni. Hver læs maður hlýtur að sjá að hér er klíkuskapur allsráðandi. Það er meginástæðan fyrir því að krafizt er gagngerðra breytinga. Aftur á móti lagði Þorgeir Þorgeirsson (hann er í náðinni!) fram aðra tillögu, sem trúlega er meirihiuta sambandsstjórnar fremur að skapi, þó að hún væri ekki samþykkt af skiljanlegum ástæðum. Hann vildi blátt áfram reka okkur öll úr sambandinu (kannast menn við fyrirmyndina!) og leyfa okkur ekki inngöngu fyrr en við hefðum séð að okkur, og yrðum sennilega að biðja flokks- bræður hans fyrirgefningar og iðrast. Ég þarf ekki að taka fram að mér finnst tillaga Þorgeirs eðlilegri og gæti vel trúað honum til að framfylgja henni hefði hann vald til, enda hefur hann reynsl- una frá austantjaldslöndunum, t.d. vegna aðildar að SIA. Um það má Iesa í Rauðu bókinni, sem Heimdellingar gáfu út á sínum tíma. En færi nú svo að við yrðum rekin úr sambandinu yrði mikið starf eftir, sem ég efast þó ekki um að Þorgeir mundi taka að sér, en það er að ala þá sem eftir yrðu í sambandinu upp í sönnum sósí- aliskum anda eins og tíðkast í löndum austantjalds. Hann verður raunar ekki einn um það ábyrgð- arstarf, því samkvæmt frétt í Mbl. 26. ág. að dæma, standa skólarnir vel í stykkinu hvað þetta varðar, því að frá Bókafulltrúa ríkisins hefur borizt listi skólasafnamið- stöðvar, en þar vantar flestar bækur sem ekki eru í sósialiskum (kommúnískum) anda. Eina afsök- un viðkomandi aðila er, að aðrar bækur hafi — gleymzt. Skrítin gleymska það! — Heyrzt hefur að ýmsir telji þessar deilur rithöfundastéttinni til vansa. það er auðvitað rétt að æskilegast hefði verið að geta komizt hjá að ræða þessi mál á opinberum vettvangi, en ég vona að flestir sanngjarnir menn sjái að hjá því varð ekki komizt. Og það er ekki óeðlilegra að rithöf- undar deili um kjaramál sín en aðrar stéttir í þjóðfélaginu, eins og sjá má daglega í blöðunum. Ég fer svo ekki fleiri orðum um þessi mál að sinni. Æskilegast væri að deilurnar yrðu settar niður, en það verður ekki fyrr en Alþingi fjallar vandlega um þings- ályktunartillögu Sigurlaugar Bjarnadóttur og meðflutnings- manna hennar. Verður að ætlast til þess að það verði gert í byrjun næsta þings, og að Alþingi taki þann beiska kaleik frá okkur, sem einræðiskennd yfirráð yfir launa- sjóðnum hlýtur að vera, verði svo fram haldið sem hingað til. „Biti upp í óþægan krakka“ Nokkrar athugasemdir við grein Njarðar P. Njarðvík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.