Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 15
15 vrnpr.ITNRLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 Kjartan Norðdahl: Raunir forstjórans í öllum þeim mikla fréttaflutn- ingi, sem streymt hefir daglega til dagblaðanna, vegna Flugleiða- málsins, hefir af einhverjum ástæðum lítið sem ekkert verið minnzt á Arnarflug. Þessu una þeir Arnarflugsmenn illa og um daginn urðu þeir svo leiðir á þessu umtalsleysi, að þeir kusu að vekja sjálfir á sér athygli og fengu inni í Morgunblaðinu með skoðanir sín- ar og kenningar fyrir skömmu. Þar segja þeir: ... „Viljum vekja athygli á stöðu okkar" og þar sem mér finnst ekki annað en sjálfsagt að þeir fái þessa frómu ósk sína uppfyllta, er ég að hugsa um að gera þá að dálitlu umtalsefni svona smástund. upp á eymingjans Arnarflug. En lítum nú aðeins á þetta. Árið 1977 sömdu Flugleiðir við ísl. ferðaskrifstofur um 111 sólar- landaferðir (þ.e. til Spánar, Portú- gals, Ítalíu og Júgóslavíu). Þetta flug önnuðust Flugleiðir með B- 727 vélum sínum. 1978 sáu Flug- leiðir um svipað sólarlandaflug með DC-8 og B-727 vélum. Svo gerist það 1. sept. 1978 að Flug- leiðir og Arnarflug semja um það, að Flugleiðir eignist 57,5% í Árn- arflugi. — Nú kynni einhver að undrast af hverju þeir Arnar- flugsmenn vildu fallast á yfirtöku Flugleiða (þeir ganga jú með þá kenningu, að Arnarflug væri „stærra í sniðum" án Flugleiða). okkar 720-vél, en hún beið ónotuð á meðan“. Ja, ekki vantar nú brjóstgæðin hjá þeim Arnarflugs- mönnum. Manni vöknar bara um augun. Þeir hreinlega „gáfu“ okkur Flugleiðamönnum verkefn- ið sitt í Guatemala og höfðu svo ekkert að gera með sína vél á meðan! En það var því miður allt annað sem okkur var tjáð, flugm. sem flugu þetta flug þar syðra. Eftir því sem heimamenn sögðu, þá stóð aldrei til að taka 720-vél Arnarflugs í þetta verkefni, þótt þeir hefðu haft það með höndum árið áður. Sögðu þeir, að B-727 væri hentugri, þeir væru sjálfir með slíkar vélar og þar að auki hefðu þeir áhuga á að kaupa þessa vél, hvað hefði sennilega gengið, hefðu þeir átt peninga til að borga hana. Þá kvartar forstjórinn sáran yfir því, að ekki hafi „FÍA mót- mælt vandræðum okkar vegna þessa“, þ.e. að vél þeirra, stráheil og fín, hafi staðið ónotuð á meðan vélar Flugleiða hafi haft nóg að gera. Það verður nú að segjast alveg eins og er, að það kannast enginn við að hafa heyrt, að forstjóri Arnarflugs hafi ekki get- að sofið fyrir áhyggjum, þegar Gullfaxi (B-727) Flugleiða stóð alveg hreyfingarlaus á „Rampin- um“ í Keflavík, meðan þeir Arnar- flugsmenn flugu alla sólarlanda- túra Flugleiða og megnið af öðru leiguflugi, sem eins og að framan greinir hafði verið drjúgur starfs- hlutur flugmanna Flugleiða. — Já, Kjartan Norðdahl svona er lífið. Það er ekki sama hver á í hlut. Nú, þá er lesendum boðaður sá fagnaðarboðskapur, að þeir Arn- arflugsmenn hafi í gegnum víðtæk sambönd sín úti í hinum stóra heimi „reddað" Flugleiðum um pílagrimaflug og verkefni í Sene- gal. Það er nú eins og flögri að manni einhver óljós minning um, að Loftleiðamenn hafi verið nokk- uð svo bjargálna í þessum efnum áður en þeir miklu „sambands- menn“ Arnarflugs komu til skjal- anna. En hver veit? Það skyldi nú ekki fara svo, að Arnarflug ætti eftir að bjarga Flugleiðum frá glötun? Það er bara verst, að þeir Flugleiðamenn virðast alls ekki geta skilið þennan möguleika, því hvers vegna skyldu þeir annars hafa gefið út „yfirlýsingu" sína I júli í sumar, en þar stendur annað eins og þetta: „Félagið mun leggja á það áherzlu, að það annist sjálft áfram þau flugverkefni í innan- lands-, utanlands- og leiguflugi, sem það hefir haft með höndum undanfarin ár og hagkvæm telj- ast. Annist félagið ekki sjálft slík flugverkefni af fjárhags-; rekstr- ar- eða hagkvæmnisástæðum, mun það leggja áherzlu á að flugmenn Flugleiða annist þau verkefni“. Það er hætt við því, ef úr þessu rætist, að forstjórinn, Magnús Gunnarsson, þurfi ekkert að kvarta, eins og fram kemur í fyrrnefndu viðtali, yfir yfirlýsing- um „ýmissa flugmanna úti í bæ, þar sem sagt er að velgengrii Arnarflugs eigi rætur að rekja til þess að molar hafi fallið af borði Flugleiða". Miðað við fjárans yfir- lýsinguna frá Flugleiðum, þá gæti hæglega farið svo, að það yrði tæplega mylsna eftir á gólfinu til að skrapa saman. — En bíðum við! Þegar neyðin er stærst er oft hjálpin næst. Eina leið má eygja út úr öllum þessum „vandræðum", sem forstjóranum sárnar svo að menn ekki skilji, og það er að losna bara alveg við Flugleiðir. Þeir eru nú að fara á hausinn hvort sem er. Og þá gæti gamla góða Arnarflug loks veru- lega hafið sig til flugs og orðið „stórt i sniðum". Við skulum öll vona að þessi dásamlegi draumur geti ræzt. í Mbl. 4/9 er viðtal við tvo Arnarflugsflugmenn sem lýsa þeirri kenningu sinni, að Arnar- flug væri „stærra í sniðum eitt sér, heldur en raunin er, ef ekki hefði komið til þessa samruna við Flugleiði“,(skrifist rétt Flugleið- ir). Þetta er sama kenningin og forstjóri Arnarflugs heldur fram í samtali við Mbl. 30/8 sl. Þar segir hann, að Arnarflug hafi flogið minna sl. tvö ár á Evrópuleiðum en t.d. árið 1978, þegar félagið stóð eitt sér. Já, það er alveg rétt hjá forstjóranum, að það er ekki nema von að flugið minnki, þegar ferða- skrifstofan, sem maður hefir verið að fljúga mikið fyrir, tekur upp á því að fara á hausinn! Þetta er nú allt saman hin athyglisverðasta kenning hjá for- stjóra Arnarflugs, Magnúsi Gunn- arssyni, og raunar er margt í samtali hans við Mbl. vissulega þess vert að vera athugað betur og forðað frá gleymsku. Forstjórinn talar um dylgjur og málflutning „ýmissa aðila" (og er þar með farinn að dylgja sjálfur), sem séu að halda því fram, að Arnarflug taki eitthvert flug frá Flugleiðum. Þarna gæti hinn al- menni lesandi dregið þá ályktun af orðum forstjórans, að einhverj- ir voða vondir menn væru að ljúga En eftirfarandi klausa úr dreifi- bréfi Flugleiða „flugfréttir", okt. ’78, skýrir kannski málið, því að þar stendur varðandi samning Arnarflugs og Flugleiða: „Komið hefir í ljós, að áhættufé Arnar- flugs hf. þurfti að auka, og starfsemi félagsins með tvær flugvélar var mjög áhættusöm, ef um engan stuðning væri að ræða frá stærra flugfélagi". Þessar full- yrðingar eru virkilega athyglis- verðar skoðaðar í ljósi „stór- sniða“-kenninga þeirra Arnar- flugsmanna. Árið 1979 skiptist sólarlanda- flugið milli Flugleiða og Arnar- flugs en um leið flýgur Arnarflug töluvert inn á hefðbundnar áætl- unarleiðir Flugleiða. Um vorið 1980 fá starfsmenn Flugleiða í hendur áætlunarplagg í hverju stendur, að Arnarflugi sé ætlað að fljúga hvern einasta sólarlandatúr Flugleiða þá um sumarið, og megnið af öðru leiguflugi. Á máli forstjóra Arnarflugs heitir þetta eitthvað allt annað en að hafa „tekið upp flug frá Flug- leiðum"! Þá hrósar forstjórinn sjálfum sér fyrir að hafa útvegað Flugleið- um verkefni í Guatemala í vetur leið, en bætir við: „... þótt við hefðum alveg eins getað leigt Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins: Fagnar árangri pólskra verkamanna MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun frá Verkalýðs- ráði Sjálfstæðisflokksins: Fundur framkvæmdastjórnar Verkalýðsráðs Sj álfstaeðisflokksins haldinn 8. september 1980 fagnar þeim árangri, sem pólskir verka- menn hafa náð í baráttu sinni fyrir bættum kjörum og auknum mann- réttindum. Þá vekur fundurinn athygli á viðbrögðum kommúnistaríkja í Austur-Erópu með Sovétríkin í broddi fylkingar sem gagnrýna bar- áttu pólsku verkamannanna og reyna með lítt dulbúnum hótunum að viðhalda þeirri félagslegu kúgun verkafólks sem ríkir og hefur ríkt undir járnhæl kommúnismans í Austur-Evrópu. Fundurinn telur, að sjaldan hafi komið skýrar í ljós en nú í Póllandi, sú takmarkalausa fyrirlitning sem kommúnistaeinræðið sýnir verka- fólki í þeim löridum sem kúguð hafa verið undir það skipulag. Hvort sem litið er á þvottahæfni, efnisgæði, handbragð eða hönnun, er Vöiund í sérflokki, enda fyrsta flokks dönsk framleiðsla, gerð til að uppfylla ströngustu kröfur vandlátustu markaða veraldar. Volund y danskar þvottavélar í hæsta gæðaflokki. Frjálst val hitastigs með hvaða kcrfi sem er veitir fleiri mögu- leika en almennt eru notaðir, en þannig er komið til móts við séróskir og hugsanlegar kröfur framtíðarinnar. Hæg kæling hreinþvottarvatns og forvinding í stigmögnuðum lotum koma í veg fyrir krumpur og leyfa vindingu á straufríu taui. En valið er þó frjálst: flotstöðvun, væg eða kröftug vinding. Trefjasían er í sjálfu vatnskerinu. Þar er hún virkari og handhægari, varin fyrir barnafikti og sápusparandi svo um munar. Traust fellilok, sem lokað er til prýði, en opið myndar bakka úr ryðfríu stáli til þæginda við fyllingu og losun. Sparnaðarstilling tryggir góðan þvott á litlu magni og sparar tíma, sápu og rafmagn. Fjórir litir: hvitt, gulbrúnt, grænt, brúnt. Fjaðurmagnaðir demparar í stað gormaupphengju tryggja þýðan gang. Fullkominn öryggisbúnaður hindrar skyssur og óhöpp. 3ja hólfa sápuskúffa og alsjálfvirk sápu- og skolefnisgjöf. Tromla og vatnsker úr ekta 18/8 króm- nikkelstáli, því besta sem völ er á. Lúgan er á sjálfu vatnskerinu, fylgir því hreyfingum þess og hefur varanlega pakknlngu. Lúguramminn er úr ryðfríum málmi og rúðan úr hertu pyrex- gleri. Annað eftir því. Strax við fyrstu sýn vekur glæsileiki Völund athygli þína. En skoðaðu betur og berðu saman, lið fyrir lið, stillingar, möguleika, hönnun, handbragð og efnisgæði, og þá skilurðu hvers vegna sala á vönduðum vélum hefur á ný stóraukist í nágrannalöndunum. Reynslunni ríkari huga nú æ fleiri að raunverulegu framleiðslulandi og verðleikum fremur en verði og gera sér Ijóst, að gæðin borga sig: strax vegna meira notagildis, síðar vegna færri bilana, loks vegna lengri endingar. Volund þvottavélar-þurrkarar-strauvélar FYRSTA FLOKKS FRÁ| Traust þjónusta Afborgunarskilmálar I /FOnix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.