Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 17 Verjendur GyðinKahverfisins ieiddir til aftöku. handsprengjur og Molotov- kokkteila." 23. apríl krafðist Himmler þess, að enn harðar yrði gengið fram í því að brjóta uppreisnina á bak aftur og má hverfið af yfirborði jarðar. „Ég ákvað því að gjöreyða hverfinu með því að brenna til kaldra kola hverja húsasam- stæðuna á fætur annarri ... Því lengur sem andstaðan varði, því ákafari urðu SS-mennirnir, lögreglan og herinn, sem framkvæmdu skylduverk sín af óþreytandi elju og í sannkölluðum bræðra- lagsanda...“ Þrátt fyrir „skyldurækni" her- mannanna dróst það á langinn, að Stroop gæti tilkynnt, að aðgerðun- um væri lokið. Hér fara á eftir brot úr nokkrum skeytum, sem hann sendi daglega til yfirboðara sinna í Kraká: 25. apríl: ... í kvöld er allt hverfið í ljósum logum og eldtung- urnar teygja sig til himins ... 26. apríl: ... Handteknir Gyð- ingar hafa borið, að mjög margir hafi gengið af vitinu vegna vítis- eldsins ... í dag brenndum við til grunna margar byggingar. Það virðist vera eina leiðin til að neyða Gyðingana fram í dagsljósið... 27. apríl: ... Gyðingarnir héldu áfram að berjast fram til síðustu stundar og stukku jafnvel þá út af svölum og gluggum brennandi húsanna með formælingar á vör- um í garð Þýskalands og Foringj- ans... 8. mái: ... I hvert sinn sem við upprætum eitthvert vígið halda Gyðingarnir áfram að berjast með þeim vopnum, sem þeim eru til- tæk: vélbyssum, skammbyssum og handsprengjum ... 10. maí: ... Mótspyrna Gyð- inganna heldur enn áfram án afláts... Það var ekki fyrr en 16. maí 1943, að Stroop gat tilkynnt yfir- boðurum sínum: „Gyðingahverfið í Varsjá er ekki lengur til.“ Þannig lauk Gyðingauppreisn- inni í Varsjá. Með algerum ósigri þeirra manna, sem aðframkomnir af hungri og harðrétti tóku sér vopn í hönd til að berjast gegn kúgurum sínum. ... en þó með sigri, þeim sigri, sem býr í barátt- unni eins og þeir sögðu sjálfir. (fsaMtett ióífífytttuoljnb^írh ítt ÍDnrffí)úu nifl)r l „Gyðingahverfið i Varsjá er ekki lengur til.“ (Lokaorð Stroop-skýrslunnar). Mats Wibe Lund: Luxemburgar-flugið glatað fyrir iullt og allt Luxembourgflugið er búið fyrir fullt og allt. Því er ekki að kenna lágum fargjöldum annarra félaga né heldur eldsneytishækkunum. Fólk leggur einfaldlega ekki krók á leið sína, þegar það ferðast á milli storborga vestan hafs og austan. Allt tal um að þrauka í Luxembourg er jafn fáránlegt eins og að reyna að halda uppi milli- landaflugi eingöngu frá Akureyri. Menn verða bara að horfast í augu við þá staðreynd að Luxembourg var forréttindi sem fást ekki aftur hversu mikið sem menn vona. Fyrst Luxembourgarar sjálfir treysta sér ekki til að halda uppi Atlantshafsflugi, megum við ekki vera svo heimsk að halda því fram að við vitum betur. Ráðherra- nefndin á því ekkert erindi á þessi uppþornuðu mið. Það væri betra fyrir okkar blanka þjóðfélag að hætta við allan rembing og leita frekar eftir góðri samvinnu við einhvert stóru félaganna austan hafs eða vestan. Það eru tvímælalaust til mýmarg- ir aðrir möguleikar en Luxem- bourg — þó lítð hafi verið á það minnst. Það getur verið eitur að stinga upp á slíku, en því ekki leita hófanna hjá Finnair eða SAS? Höfum við hreinlega efni á því að ferðamannaiðnaðurinn hér á landi leggist niður? Það er makalaust að hlusta á málflutning þeirra aðila hjá Flugleiðum sem með verkföllum og stífni hafa bakað félaginu og þjóðinni ómældu tjóni og al- heims-álitshnekki með hegðun sinni. Það má vera að sundrungin hjá Flugleiðum fæli erlenda aðila frá því að semja við okkur. Ef svo er í pottinn búið — eigum við raun- verulega bágt. Við skulum nú aðeins vona að stjórn Flugleiða takist að semja við erlenda aðila, svo ekki þurfi að koma til þjóðnýting á fluginu. Ekki einu sinni þjóðarstolt rétt- lætir slíka aukabyrði á herðar skattborgaranna. Mats Wibe Lund íslendingar í hópferðum með dönsku flugfélagi til Kanada DANSKA flugfélagið Sterling flutti i síðasta mánuði hóp 50 fslendinga til Toronto og flugmálastjórn hefur nú samþykkt beiðni Samvinnuferða um að danska flugféiagið fái leyfi til að flytja annan slíkan hóp næsta mánudag og kosta ferðir og uppihald um 300 þúsund krónur. Er hér um að ræða hópa á vegum Þjoðræknisfélaganna í Danmörku og á íslandi og í fyrri ferðinni voru um 125 Danir og 50 ísiendingar. Að sögn Björns Jónssonar hjá ævinlega neitað íslendingum um Flugmálastjórn er í þessum til- vikum um svokallaðar félags- ferðir að ræða, en þær má ekki bjóða á almennum markaði, heldur aðeins innan viðkomandi félags. Viðskipti við Danina hefðu verið leyfð samkvæmt svokölluðum fimmta rétti, þ.e. þegar hópur er fluttur milli tveggja landa, þar sem hvorugt er heimaland flugvélarinnar. Björn sagði, að Danir hefðu slíkt og þetta væri m.a. gert nú tii að eiga síðar möguleika á að flytja sambærilega hópa frá Skandinavíu. Björn var spurður hvort ís- lenzk flugfélög hefðu átt kost á þessum flutningum og sagði hann, að um slíkt hefði ekki verið að ræða á þessum grund- velli. Þessi mál hefðu verið rædd við Flugleiðir og Arnarflug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.