Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 „Danir eru eng- in dekurbörn“ — segir Anker Jörg- ensen, vegna ummæla um, að Danir geti ekki staðið við skuld- bindingar sínar Frá Ib Björnbak. fréttaritara Mbl. í Kaupmannahofn. 10. september. Anker Joriíensen, íorsætisráð- herra Danmerkur. hafnaði því alfarið á fundi með frétta- mönnum. að Danir hefðu ekki holmagn til þess að standa við skuldbindinKar sinar erlendis, þrátt fyrir erfiðleika í efna- haKslífi Danmerkur. Sú staðhæf- injí hefur birst í erlendum blöð- um, m.a. í The New York Times, að Danir jja-tu ekki staðið við skuldhindinKar sínar erlendis, (>K hefur ákvörðun Dana um að auka ekki fé til landvarna um Anker Jörvcensen. herra Dana. forsætisráð- 3%, eins ok samkomulaK varð um í NATO, verið kölluð „Dan- merkursering.“ Greind mæld með rafmagnsbylgjum Montreal, 10. september. — AP. GREIND manna er hæjjt að mæla af meiri nákvæmni með rafmaKnshylKjum. sem sendar eru í heilann, en hinum hefðbundnu Kreindarprófum. Munurinn er enn sem komið er ekki mlkill — en meiri nákva mni fæst með rafmaKnsbylKjum. Þessi staðha;finK kom fram hjá brezka sálfræðinKnum Hans Eysenck, en hann er einn 13 þúsund fulltrúa á þinKÍ amerískra sálfræðinKa, scm nú er haldið í Montreal, Kanada. í erindi sem hann flutti sagði hann, að hin hefðbundnu greind- arpróf mæli aðeins greind að hluta til, — inní fléttast menntun einstaklingsins og einnig menn- ing. Hins vegar staðhæfir hann, að greindarmæling með raf- magnsbylgjum mæli einungis greind einstaklingsins. Raf- magnsbylgjurnar nema viðbrögð heilans undir álagi, svo sem hávaða, eða ljósgeisla. Viðbrögðin eru skráð á sírita og af honum má mæla greind viðkomandi. „Hinn prófaði þarf ekki að hugsa um neitt sérstakt — hann einfaldlega situr og nemur utanaðkomandi áhrif," sagði Hans Eysenck. Hann sagði að þó viðkomandi væri mældur á nýjan leik, þá hlyti hann ekki hærri greindar- tölu. Mæling greindar með raf- magnsbylgjum var fundin upp fyrir aldarfjórðungi. Að sögn Eysenck, þá er greinilegt, að heilabylgjur eru erfðar að mikl- um hluta. „Því er haldið fram, að erfðir hafi ekkert að segja. En ég held því fram, að erfðir séu mikilvægur þáttur í ákvörðun greindar, — jafnvel tvöfalt á við umhverfi i ákvörðun greindar." Að sögn Eysenck er síriti greinds barns mjög flókinn en meðal vangefinna er síritinn nánast bein lína. Helstu ríki Atlantshafsbanda- lagsins samþykktu að auka hern- aðarútgjöld um 3%. Danska stjórnin hins vegar hefur ekki viljað fallast á aukningu hernað- arútgjalda, umfram það sem nem- ur aukningu kaupgjaldsvisitölu. Danir verja í ár 7,3 milljörðum danskra króna til hernaðarút- gjaida en hyggjast auka það í 8,1 milljarða. „Danir eru engin dekurbörn," sagði Anker Jörgensen í viðtali við fréttaritara Mbl. í Kaupmanna- höfn. „En sé svo, þá gildir hið sama um önnur ríki á vesturlönd- um. Við stöndum við skuldbind- ingar okkar erlendis en verðum jafnframt að horfast í augu við efnahagsvanda þann, sem nú hrjá- ir okkur. Við stöndum við skuld- bindingar okkar hvort heldur hjá EBE eða NATO. Þar að auki verjum við meira fé samanborið við mörg önnur ríki til þróunar- landa. Orkukreppan og sá aftur- kippur sem hefur orðið í efna- hagslífi iðnríkja hefur komið harðar niður á Dönum en mörgum öðrum þjóðum, vegna þess, að hér i landi finnast ekki orkulindir, né heidur málmar. Því verða Danir að herða sultarólina. Rauntekjur minnka almennt en við vonumst til að takist að halda kaupmætti lægstu launa," sagði Anker Jörg- ensen ennfremur. Harold Brown, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hefur sent Poul Soegard, varnarmálaráð- herra Dana, bréf, þar sem látin eru í ljós vonbrigði með að Danir skuli ekki ætla að hækka útgjöld sín til varnarmála í samræmi við ákvörðun NATO-ríkjanna stórú. „Harold Brown leggur þunga áherslu á aukningu varna okkar, en hefur ekki í hótunum," sagði Anker Jörgensen í samtali við fréttaritara Mbl. Eru Danir reiðu- búnir að heimila staðsetningu hergagna hér í landi, svipað og Norðmenn? „Ákvörðun þar að lútandi hefur ekki verið tekin. Sjálfur er ég ekki andvígur stað- setningu hergagna á danskri grund. Þau yrðu nokkurs konar öryggisventill, ef sú staða kæmi upp, að við þörfnuðumst aðstoð- ar,“ svaraði Ánker Jörgensen. Khomeini skuldar húsaleigu Beirút, 10. september. AP. AYATOLLAII Khomeini trú- arleiðtoga i íran hefur verið stefnt fyrir rétt í Najaí-héraði i írak. Húseigandi þar i landi kærði Khomeini á þeim for- sendum. að hann skuldaði sér enn húsaleigu frá þvi að hann dvaldi þar i útlegð frá íran. í kærunni segir húseigand- inn, að Khomeini skuldi sér jafnvirði 3.500 Bandaríkjadala, eða um tvær milljónir króna, fyrir húsaleigu, vatnsskatt, rafmagn og síma. Khomeini bjó í Najaf-héraði á árunum 1963 til 1978 er hann hvarf til Parísar, en þaðan stjórnaði hann baráttunni gegn keisar- anum. í Najaf-héraði er graf- hýsi Imams Ali, stofnanda trúarhreyfingar Shiite múha- meðstrúarmanna. Libby látinn Loh Angeles, 10. september. AP. Nóbelsverðlaunahafinn Will- ard F. Libby lézt í fyrradag, 71 árs að aldri, að því er tilkynnt var i dag. Libby átti þátt í smíði kjarn- orkusprengjunnar í síðari heims- styrjöldinni og tók þátt í áætlun um friðsamlega nýtingu hennar einum áratug síðar. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir aldursákvörðunaraðferð með geislavirku kolefni, sem er ómiss- andi fornleifafræðingum. Með þessari aðferð er hægt að aldurs- ákvarða allt að\50.000 ára hluti. Á fimmtíu árá ferli sem vís- indamaður og kennari tók Libby þátt í könnun geimsins, sólkerfis- ins og tunglsins og rannsóknum á veðurfarsbreytingum og á sviðum umhverfisvísinda, almannavarna, varna gegn jarðskjálftum og mengunareftirlits. Karl á kvennafari NÝJASTA ástin hans Karls Bretaprins er lafði Diana Spencer, „yndisleg ensk rós“ og jarlsdóttir að auki. Hún er 19 ára að aldri. Þessar fréttir birtust í blaðinu The Tabloid Sun í dag. Karl prins, sem er 31 árs gamall, hefur oft verið kallaður „heimsins eigulegasti pipar- sveinn", og hefur verið orðaður við ýmsar fagrar konur. Þau Diana eyddu helginni saman í Balmoral þar sem þau vörðu tímanum til útreiða, að því er segir í Tbe Tabloid Sun. Fagna nor- rænni tillögu New York, 10. september. AP. BANDARÍSKIR embættismenn fögnuðu i dag tillögu utanrikis- ráðherra Norðurlanda um um- ræður á Allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna um öryggi sendi- ráðsstarfsmanna. 68% Norðmanna telja varnirnar of veikar Ósló. 10. september — AP STAÐSETNING handarískra vopna á norskri grund virðist geta valdið alvarlegum klofningi í norska Verkamannaflokknum. I>CKar hafa átt sér stað harðar deilur innan flokksins. Norð- menn ok Bandaríkjamenn ræddu um það á sinum tíma, að koma fyrir vopnaKeymslum í Norður- Noregi. sem grípa mætti til ef til innrásar ka-mi í landið. Nú virð- ist hins vegar sem stjórnin sé að gefa eftir í þessu máii af ótta við andstæðinga NATO í flokknum og til að koma i veg fyrir deilur — jafnvel klofning innan flokks- ins. John Jörgen Holst aðstoðarut- anríkisráðherra og Björn Bruland, aðstoðarvarnarmálaráðherra fóru í síðustu viku til Washington og meðferðis höfðu þeir tillögur Norðinanna um hergagnageymsl- ur í Þrændalögum — um 1000 kílómetra frá sovésku landamær- unum. Að sögn Knut Frydenlunds, utanríkisráðherra væri þá ekki hægt að ásaka Norðmenn um ögrun við einn eða neinn, með hergagnageymslum í Þrændalög- um. Formaður flokksins, Reiulf Steen hefur nýlega sagt, að um- Knut Frydenlund — utanríkis- ráðherra Noregs. ræður um hergagnageymslur í Noregi hafi ekki farið fram í stofnunum flokksins utan stjórn- ar. Tveir ráðherrar, menntamála- ráðherrann, Einar Förde og neyt- endamálaráðherrann, Sissel Rön- back, gengu af fundi áður en gengið v&r til atkvæða um áfram- haldandi samningaviðræður við Bandaríkjamenn. Áhrifamenn innan flokksins, með þá Einar Gerhardsen og Jens Einar Gerhardsen. Evensen í broddi fylkingar, hafa hvatt til þess, að utanríkis- og öryggismálastefna Norðmanna verði tekin til gagngerrar endur- skoðunar. I hópi með þeim eru nokkrir þekktir andstæðingar að- ildar að Atlantshafsbandalaginu. Yfirmaður herafla Norðmanna, Sverre Hamre hershöfðingi lét hafa eftir sér, að besti kostur Norðmanna væri, að koma her- gagnageymslum upp í N-Noregi. Hann sagðist geta sætt sig við vopnageymslur í Þrændalögum en aðeins gegn því skilyrði að Norð- menn ykju viðbúnað sinn í N-Nor- egi. Almennar umræður hafa farið fram í Noregi um varnarmálin. Talsmenn borgaraflokkanna hafa kallað málamiðlun Frydenlunds og félaga um vopnabúr í Þrænda- lögum „merki um veikleika". Aft- enposten hefur tekið í sama streng og sagt í leiðara, að bygging vopnageymslna í Þrændalögum gæti verið tekin sem vísbending um, að Norðmenn væru að láta undan þrýstingi frá Sovét- mönnum. Sú skoðun hefur verið látin í ljósi, að með því að staðsetja vopnageymslurnar í Þrændalögum sé ve'rið að veikja varnir Noregs. Norska blaðið Morgenbladet lét framkvæma skoðanakönnun með- al almennings. Spurt var hvort fólk áliti varnir Noregs nægilega öflugar: 68% spurðra sögðu að varnir Noregs væru of veikar til að standast utanaðkomandi árás þar til hjálp bærist. 27% sögðu varnir Norðmanna nægilega öfl- ugar til að standast utanaðkom- andi árás. 5% höfðu enga skoðun á inálinu. Utanrikisráðherrarnir, Ólafur Jóhannesson, íslandi. Knut Fryd- enlund, Noregi, Kjeld Olesen, Danmörku, Ola Ullsten, Sviþjóð og Matti Tuovinan, Finnlandi, funduðu i siðustu viku i Osló. Þeir sögðu í yfirlýsingu, að von- andi yrði frumkvaéði Norðurland- anna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna undir heitinu: „Umræð- ur um virkari reglur vegna verndunar, öryggis og sjálfstæðis sendiráða og starfsfólks þeirra“ til þess að auka virðingu fyrir sendiráðum og málum sem snerta sendiráð. Það var lögð áherzla á meðal norrænna embættismanna, að gíslatakan í íran yrði ekki í brennidepli þessara umræðna, — heldur yrði rætt um ráðstafanir til að auka öryggi sendiráðsstarfs- manna. Undanfarin ár hafa nokkrir bandarískir sendiráðs- menn verið myrtir. Má þar nefna í Súdan, Afganistan, Líbanon og á Kýpur, — utan gíslatakan í Teher- an. Flóðá Indlandi A.M.K. 181 maður týndi lífi um helgina á Norður- og Austur- Indlandi í miklum flóðum og rigningum. Ár hafa flætt yfir bakka sína og mikið hefur verið um skriðuföll. Alls hafa 1450 manns farist í flóðahéruðunum. Búist er við að ástandið eigi eftir að versna enn. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.