Morgunblaðið - 11.09.1980, Side 19

Morgunblaðið - 11.09.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 19 Ziyang kjörinn forsætisráðherra PekinK. 10. september — AP. KÍNAÞING kaus í dag Zhao Ziyang í embætti forsætisráðherra landsins, en hann er sagður hallur undir Deng Xiao-ping, er lét af embætti varaforsætisráðherra á þinginu, en verður áfram varafor- maður Kommúnistaflokksins. Á þinginu voru einnig kjörnir þrír nýir varaforsætisráðherrar, og hafa þá farið fram sögulegar breytingar á landsstjórninni sem stefnir ótrauð að því að færa kínverskt samfélag nær nútíman- um. Einnig féllst þingið á afsögn Dengs og sex annarra varaforsæt- isráðherra. Hua Guo-feng lét af embætti forsætisráðherra á þing- inu, og einnig varð annar „góður Maoisti“ að víkja, ólæsi bóndinn Chen Yonggui, er frægur varð fyrir að ljúga til um mikla upp- skeru er aldrei var til. Zhao Ziyang SDECE-yfirmaður víkur í Frakklandi Paris, 10. september. AP. ANNAR æðsti maður frönsku leyniþjónustunnar, Alain de Marolles, yfirmaður gagnasöfn- unar og úrvinnslu leynilegra upplýsinga. hefur sagt af sér embætti eftir aðeins ársdvöl, sem yfirmaður deildarinnar. Það var franska blaðið Le Monde, sem skýrði frá þessu. Blaðið gat þess. að de Marolles hefði verið fimmti yfirmaður deildarinnar á 10 árum. Yfir- maður ieyniþjónustunnar frönsku. SDECE, síðastliðin tíu ár hefur verið Alexandre de Maranches. Opinberlega hefur engin skýr- ing verið gefin á afsögn de Marolles — aðeins að hann hafi Stóðu Frakkar á bak við upp- reisnina í Tobruk? sagt af sér embætti af tækni- legum ástæðum. Le Monde hefur iðulegá á liðnum árum skýrt frá vandamálum innan SDECE. Blaðið sagði, að svo virtist, sem ágreiningur hefði komið upp innan SDECE vegna stefnu leyniþjónustunnar í Afríku — einkum N-Afríku. Blaðið sagði, að de Maranches hefði þegar tekið afsögn de Marolles gilda. Áður en de Marolles tók við næst æðsta embætti innan SDECE var hann yfirmaður þeirrar deildar SDECE, sem sér um „aðgerðir á erlendri grund". Að sögn Le Monde hafði de Marolles endurskipulagt úrvinnslu og gagnasöfnun, auk þess að hafa aukið áhrif deildarinnar. Le Monde sagði, að ísraelsmenn hefðu ásakað de Marolles um að aðstoða Egypta í skærum við Líbýumenn. Israelsmenn héldu því fram, að de Marolles hefði aðstoðað við að mynda líbýska útlagastjórn, sem átti að snúa til Líbýu eftir uppreisn í Benghazi. Blaðið benti á, að fregnir hefðu borist í ágúst síðastliðnum um uppreisnartilraun líbýskra her- manna gegn Khadafy í Tobruk. Hula leyndar hefur verið sveipuð um þá uppreisnartilraun. Verða geimferðir f arnar með lyftu? Eondon. 10. septembor — AP. BREZKI spámaðurinn Arthur C. Clarke. sem spáði fyrir því m.a. að farnar yrðu geimferðir, að menn ættu eftir að lenda á tunglinu löngu áður en atburðir af þessu tagi áttu sér stað. sagði í dag, að ekki væri ótrúlegt, að byggð yrði á næstu öld 36 þúsund kílómetra há lyfta til að flytja fólk út i geiminn. Clarke sagði, að talsvert ódýr- ara yrði að flytja fólk um lyftuna út í geiminn en með eldflaugum eins og nú væri gert. Fyrir hendi væri tækni til að hanna lyftu af þessu tagi, en vandamál yrði að finna og framleiða nógu sterk byggingarefni. Hugmynd Clarkes gerir ráð fyrir því, að lyftuhúsið verði reist nálægt miðbaug, og endi úti í geimnum í gervitunglapalli, sem verði ætíð yfir sama stað á jörðinni. Þaðan væri hægt að flytja fólk milli staða í geimnum eða á braut umhverfis jörðu með geimskipum. Byrjað yrði á lyftu- byggingunni með því að „slaka“ taug frá gervihnetti til jarðar, að sögn Clarkes. Hann hefur ritað bók um lyftu- kenninguna og nefnist hún „The Mountains of Paradise", eða Para- dísarfjöllin, og kemur hún út á næstunni. Javits fallinn Ronald Reagan á fram- boðsfundi í New Orleans fyrir skömmu. Carter afþakkar boð um kappræður Frá önnu Bjarnadóttur. blada- manni Mbl. í Washington, i jcær. SAMTÖK kvenkjósenda i Bandaríkjunum ákváðu á þriðjudag að bjóða John B. Anderson, sem býður sig sjálf- stætt fram til forseta, til kapp- ræðna í Baltimore 21. septem- ber nk. ásamt frambjóðendum stóru stjórnmálaflokkanna. þeim Ronald Reagan og Jimmy Carter. Anderson og Reagan þáðu boðið. en Carter afþakk- aði það. Hann vill takast á við Reagan einan í fyrstu kappræð- um kosningabaráttunnar. þar sem hann telur, að þeir tveir séu einu alvarlegu frambjóð- endurnir i kosningunum. Boð samtakanna getur skipt sköpum fyrir framboð Andersons. Það sýnir, að samtökunum þykir rétt að taka framboð hans alvar- lega og mun væntanlega hafa áhrif á kjósendur. Samtökin settu í sumar þau skilyrði fyrir þátttöku Andersons, að hann væri í fram- boði í nægilega mörgum ríkjum til að geta unnið meirihluta atkvæða kjörfundar, sem endanlega kýs Bandaríkjaforseta, og hefði 15% fylgi í skoðanakönnunum 10. sept- ember. Anderson hefur fullnægt báðum skilyrðunum, en hann hef- ur nú 13—18% fylgi í skoðana- könnunum. Anderson og Reagan gagnrýndu báðir Carter fyrir afstöðu hans. Anderson höfðar til sömu kjós- enda og Carter, og því hefur Carter-hreyfingin reynt að gera sem minnst úr framboði Ander- sons. Carter sagði á þriðjudag, að Anderson væri að miklu leyti tilbúningur fjölmiðla. Hann hefði aldrei unnið forkosningu, ekki haldið landsþing, hefði engan flokk, og hann og kona hans hefðu sjálf valið varaforsetaefnið. Reagan sagði, að Carter væri einfaldlega ófús að eiga kappræð- ur, og minnti á, að Carter neitaði að eiga kappræður við Edward Kennedy í forkosningabaráttunni. Reagan sjálfur tók ekki þátt í kappræðum repúblikana í Iowa í janúar sl. Hann var gagnrýndur fyrir það og tapaði prófkjöri þar. Reagan var fús til þátttöku í New Hampshire í febrúar, en George Bush vildi þá hitta hann einan. Reagan bauð öðrum frambjóðend- um flokksins einnig til þátttöku og stóð með pálmann í höndunum að þeim loknum, en álit á Bush ■ ■■ 1 ERLENT . minnkaði mjög, og hann tapaði forkosningum í New Hampshire. Ákvörðun Carters að vera ekki með í kappræðum frambjóðend- anna getur því reynst honum dýrkeypt á næstu vikum. Veður víða um heim Akureyrf 6 akýjað Amtterdam 17 akýjaó Aþena 30 heióakirt Berlin 16 akýjaó BrUtael 21 akýjaó Chicago 23 heióakirt Feneyjar 18 iéttakýjaó Frankturt 17 rigning Faereyjar vantar Genf 19 akýjaó Helainki 20 akýjaó Jerúsalem 27 heióakírt Jóhanneaarborg 12 heiðakírt Kaupmannahöfn 16 heiöakirt Laa Palmaa 24 akýjaó Liaaabon 28 heióakírt London 19 akýjaó Loa Angelea 24 akýjaó Madrid 29 akýjaó Malaga 26 lóttakýjaó Mallorca 24 akýjaó Míami 29 akýjaó Moakva 21 heióakírt New York 26 heióakírt Oalo 17 heiðakírt Paria vantar Reykjavík 9 skýjaó Rió de Janeiro 33 akýjaó Rómaborg 23 skýjaó Stokkhólmur 17 skýjað Tel Avfv 29 heióskírt Tókýó 23 skýjaó Vancouver 19 skýjaó Vínarborg 22 rigning New York, 10. september — AP. JABOB Javits, hinn áhrifa- mikli öldungadeildarþing- maður repúhlikana. varð óvænt að lúta í lægra haldi fyrir nánast óþekktum flokksbróður sinum um út- nefningu flokksins fyrir kosningar til öldungadeildar- innar i haust. Alphonso D'Amato, 43 ára gamall borg- arstarfsmaður, sigraði Javits í forkosningum í New York. Þegar liðlega 80% atkvæða höfðu verið talin hafði D’Am- ato hlotið 260 þúsund atkvæði gegn 206 þúsund atkvæðum Javits. D’Amato lagði áherzlu á það í kosningabaráttu sinni, að Javits væri orðinn gamall maður og gæti því ekki gegnt starfi sínu sem skyldi. Javits er nú 76 ára gamall og hefur átt við taugasjúkdóm að stríða. Þá lagði D’Amato áherzlu á, að Javits væri of frjálslyndur fyrir sinn smekk. Þrátt fyrir ósigur Javits í for- kosningum repúblikana munu þeir D’Amato mætast í kosningunum í nóvember. Það er ljóst, að Javits verður útnefndur fulltrúi Frjáls- lynda flokksins. Frambjóðandi demókrata í kosningunum í New York verður fulltrúadeildarþing- maðurinn Elizabeth Holtzman. Geislavirkt plútóníum týndist London, 10. september. AP. GEISLAVIRKT plútóníum hvarf úr skoskum kjarnakljúfi og veit enginn hvað um það varð. Þessar upplýsingar komu fram í sjón- varpsþætti sem sýndur var í BBC. Sagt er að geislavirku efnin hafi verið í tveimur hylkjum og hafi annað horfið árið 1973 og hitt 1977. Yfirmaður kjarnakljúfsins segist vera sannfærður um að hylkjunum hafi ekki verið stolið heldur hafi efnin verið endurunn- in. Þetta geróist_________________________________//. sept. 1975 — Tillaga Rússa á Allsherj- arþinginu um bann við öllum kjarnorkutilraunum. 1973 — Stjórn Salvador Allende steypt í herbyltingu í Chile. 1967 — Hörð landamæraátök Indverja og Kínverja í Himalaya- fjöllum. 1952 — Sameining Erítreu og Eþiópíu staðfest. 1945 — Hideki Tojo, fv. forsætis- ráðherra Japans, reynir að fyrir- fara sér (seinna líflátinn fyrir stríðsglæpi). 1944 — Bandarískt herlið sækir yfir þýzku landamærin nálægt Trier. 1922 — Lýst yfir brezkri umboðs- stjórn í Palestínu. 1914 — Ástralíumenn taka Þýzku-Nýju-Guineu herskildi. 1909 — Halastjarna Halleys sést fyrst í Heidelberg. 1883 — Evelyn Baring, síðar Cromer lávarður, kemur til Egypta- lands sem stjómarfulltrúi Breta. 1877 — Þriðja orrustan um Plevna. 1860 — Innrás Sardiníumanna í Páfaríkin. 1855 — Bandamenn sækja inn í Sebastopol eftir uppgjöf Rússa. 1840 — Brezk flotaárás á Beirút til að neyða Mehmet Ali til upp- gjafar. 1830 — Ecuador lýðveldi og hiuti sambandsríkis Kólombíu með Btjórnarskrá. 1814 — Bandaríkjamenn taka brezka flotadeild á Champlain- vatni. 1777 — Sigur Breta í orrustunni við Brandywine, Delaware. 1709 — Orrustunni við Malplaquet lýkur með sigri Marlborough á Frökkum. 1697 — Eugen prins af Savoy sigr- ar Tyrki við Zenta, Ungverjalandi. 1557 — Páll páfi IV semur frið við Filippus II af Spáni. 1499 — Frakkar taka.Mílanó. Afmæli. Henri de Turenne, fransk- ur hermaður (1611—1675) — O. Henry, bandarískur rithöfundur (1862—1910) — D.H. l^wrence, brezkur rithöfundur (1855—1930). Andlát. 1823 David Ricardo, hag- fræðingur — 1950 Jan Christian Smuts, hermaður og stjórnmála- leiötogi — 1971 Nikita Krúsjeff, stjórnmálaleiðtogi. Innlent. 1755 Tugir húsa hrynja og margir drukkna í jarðskjálfta á Norðurlandi — 1816 Rýmkað um verzlun hér á landi — 1848 Ávarp Þingvallafundar með kröfu um rétt- arbót sent konungi — 1952 Bannað að auglýsa danssamkomur í út- varpinu. 1953 Fjórða ráðuneyti ólafs Thors skipað — 1967 Síldar- leitarskipið „Árni Friðriksson" kemur — 1970 Auður Auðuns tilnefnd dómsmálaráðherra. Orð dagsins. Sannleikurinn er það dýrmætasta sem við eigum. Förum sparlega með hann — Mark Twain, bandarískur rithöfundur (1835— 1910).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.