Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 n$|j«tl>Mii^ Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aoalstræti 6, sími 22480. Afgreiosla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Eru opinberir starfsmenn áhugalausir um kjör sín? Nýir kjarasamningar BSRB og ríkisvaldsins hafa nú verið samþykktir. Tæpur helmingur þeirra, er á kjörskrá voru, eða 48%, neyttu atkvæðisréttar síns. Það hefði að vísu ekki þótt mikil þátttaka í prestskosningum, þar sem um tvo kosti hefði verið að velja. En Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB, er ánægður og segir, að vilji félagsmanna sé „ótvíræður". I prestskosn- ingum hefði þetta ekki verið lögmæt kosning, svo að aftur sé tekið dæmi þaðan. Og í mörgum öðrum tilvikum er atkvæðagreiðsla ekki talin gild, nema a.m.k. helmingur atkvæðisbærra manna greiði atkvæði, og í þessu tilviki var það aðeins rúmlega þriðjungur félagsmanna, eða 36%, sem guldu samningunum jáyrði sitt. Svo að ekki hefur hrifningin verið mikil. Menn getur greint á um skýringar á hinni dræmu þátttöku í atkvæðagreiðslunni og varpað fram spurningu eins og þeirri, hvort opinberir staffsmenn séu svo ánægðir með sín kjör, að þeir láti lönd og leið um hvað hafi verið samið. Varla þykir það nú samt trúleg saga. Þess hefur líka gætt, að ýmsir þeir, sem harðast börðust fyrir „samningana í gildi" á sínum tíma una þessum úrslitum illa og þykjast grátt leiknir. Eða hvernig stendur á því, að ekki skuli betri árangur nást en þetta, úr því að Alþýðubandalagið átti sína fulltrúa við báða enda samningaborðsins, spyrja þeir. „Hefur það ekki alltaf verið skoðun og stefna Alþýðubandalagsins að launakjörin mætti bæta stórlega að skaðlausu fyrir þjóðarbúið í heild og hvers vegna er það þá ekki gert?" Þannig geta menn spurt. Og það er líka hægt að benda á það, að lokun frystihúsanna í sumar ásamt með erfiðleikum Flugleiða hf. og illa þokkaðrar refskákar Alþýðubandalagsins í kringum þá, hafa kveikt kvíða fyrir framtíðinni í brjóstum manna. Þess vegna sætta menn sig við minna en áður. Og eitt er víst, að hvað sem þessum vangaveltum líður, þá er það ljóst, að eini árangur Alþýðubandalags- ins í ríkisstjórn er að halda launahækkunum niðri. Það segir sína sögu. Á að innleiða innflutningshöft á ný? Skriffinnum Þjóðviljans er gjarnt að snúa staðreyndunum við. Það getur þess vegna verið býsna skoplegt að virða atburðarás- ina fyrir sér, eins og hún raunverulega gerðist, og bera hana síðan saman við lýsingar Þjóðviljans. Gott dæmi um þetta er t.a.m. sú árátta að reyna að telja íslendingum trú um, að síðasti áratugur hafi verið einhver sældartími og að stjórn landsins hafi jafnan verið styrk og sterk þegar vinstri stjórnir hafi verið við völd, en annars ekki. Það er nú svo — og hverjum þykir sinn fugl fagur. Menn reyna að bera í bætifláka fyrir afkvæmi sitt í lengstu lög. En gjarnan hefðum við nú kosið, að verðbólgan hefði ekki orðið nema 10% eða svo síðasta áratuginn eins og hinn næsta á undan. Og ólíkur var viðskilnaður viðreisnarstjórnarinnar viðskilnaði þriggja síðustu vinstri stjórna eins og menn muna. En hvað um það, nú er farið að boða það á síðum Þjóðviljans, að haftastefnan skuli aftur upp tekin hér á landi. Loksins séu pólitískar forsendur fyrir hendi að þessi gamli draumur framsóknarmanna og kommúnista frá því að viðreisnarstjórnin var sett á laggirnar geti rætzt — eða hvað? Trauðla verður því trúað fyrirfram, að forsætisráðherra hafi svo snúið við blaðinu, að þessi skrif hafi við rök að styðjast. En boðskapurinn er ótvíræður. Og sú vantrú á íslendingum að þeir geti ekki staðizt samkeppni við aðrar þjóðir, þótt verkþekking og tækni sé hin sama, er áberandi á síðum Þjóðviljans. Vitaskuld getur íslenzkur iðnaður staðizt samkeppni við aðrar þjóðir og hefur sýnt það, þegar hann hefur búið við viðunandi aðstæður. íslendingar eru engir eftirbátar annarra þjóða, ef þeir fá að vinna við sömu skilyrði. En nú er því ekki til að dreifa. Þess vegna sígur á ógæfuhliðina. Ríkisstjórninni væri nær að taka á sig rögg og reyna að ná samstöðu um markvísar aðgerðir gegn verðbólgunni og annarri þeirri óáran, sem atvinnulífið verður nú að búa við. I staðinn elur ríkisstjórnin á því, að úrelt vinnubrögð, sem gengu sér til húðar fyrir mörgum áratugum, geti komið að gagni nú. Sjúkt efnahagslíf verður ekki læknað með höftum og bönnum. En viðreisn efnahags- lífsins tókst á sínum tíma. Það skyldu menn muna. Og hún getur tekizt aftur, ef rétt yrði að henni staðið. Við það binda æ fleiri sínar vonir að sú tíð komi, að þau sjónarmið ráði aftur ferðinni í íslenzku þjóðlífi. Með glampa í augum í síldinni að nýju Kskifirði. 10. soptcmber. TALSVERT hefur borizt af síld til Eskifjarðar síðustu vikur. Fyrst voru það minni bátarnir héðan, sem komu með afla, sem þeir fengu í lagnet í firðinum. Sá afli fór allur í frystingu og verður síðar notaður í beitu. í síðustu viku fengu Hornafjarðarbátar ágætan afla í reknet á Reyðarfirði og var hann að mestu saltaður á Eskifirði. Stærri bátar héðan eru þessa dagana að tygja sig á síldina. Síld er nú söltuð í þremur söltunar- stöðvum, þ.e. Sæbergi, Auðbjörgu og Friðþjófi. Eskfirzkar húsmæður hlaupa gjarnan undir bagga þegar síldin berst að á haustin og með glampa í augum lifa þær að nýju síldarævintýri liðinna ára. Meðfylgjandi myndir eru teknar í sölt- unarstöð Sæbergs á Eskifirði. — Ævar. Hinar nýju lífeyrisreglur BSRB: Hefnr starf 16 ára, fær 91% ef tirlaun sjötugur Hættir greiðslu í sjóðinn 48 ára gamall OPINBER starfsmaður, sem hættir vinnu vegna aldurs, hóf störf hjá ríkinu 16 ára tiamall og hættir sjötugur, fær nú verð- tryggðan lífeyri, sem er 91% miðað við 10 beztu ár ævinnar. Fyrir samkomulagið, sem fjár- málaráðherra gerði við BSRB nú nýverið, fékk þessi starfsmaður 85% af laiinum sínum miðað við siðasta starfsár. áður en hann hættir. Áður gilti sú regla, að greitt var í lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins frá því er starfsmaður náði 20 ára aldri. Hæfi hann starf 16 ára, greiddi hann á biðreikning fram að tvítugu. í framtíðinni skal greitt frá 16 ára aldri í Hfeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Gjaldskylda til sjóðsins var áður 30 ár og greiddi sjóðfélagi 4,25% launa. Nú verður gjaldskylda 32 ár og greiðsla sjóðfélaga 4%, sem þýðir að heildargreiðsla í sjóðinn helzt nær óbreytt yfir lengsta starfs- tíma. Heildargreiðslan samkvæmt nýja kerfinu verður lægri en samkvæmt því gamla, ef starfs- maður hefúr verið innan við 31,9 ár í starfi, þegar taka lífeyris hefst. Á meðan greitt er í sjóðinn ávinnst lífeyrisréttur, 2% fyrir hvert ár. Að lokinni greiðslu- skyldu heldur sjóðfélagi áfram að vinna sér lífeyrisrétt, 1% fyrir hvert ár fram að 65 ára aldri og 2% á aldrinum frá 65 ára til sjötugs. Þessar reglur haldast óbreyttar. Breytingin er því sú, að maður, sem ræður sig um leið og hann nær tvítugs aldri, fékk þegar hann náði sjötugu samkvæmt gamla samkomulaginu 85%, en fær nú 87%. Sá sem hefur störf 16 ára ávinnur sér í starfi til sjötugs 91% rétt, en hann hættir greiðslu til sjóðsins 48 ára gamall. Samkvæmt gamla samkomulaginu var við- miðun lífeyris síðasta kaup sem starfsmaðurinn tók, en samkvæmt nýja samkomulaginu skal miðað við 10 beztu ár ævinnar, gefi það hærri viðmiðun en síðasta árið. 95 ára reglan er nú tekin upp að nýju, en fram að þessu samkomu- lagi náði hún aðeins til þeirra, er gengu í lífeyrissjóðinn fyrir 14. maí 1955. I ofangreindum útreikn- ingum hafa áhrif 95 ára reglunnar ekki verið tekin með. Úr fiskverkunarstöð Sæbergs, þar sem kolmun Kolmunni að verðmæ Kskitirfli. 10. Heptember. HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Hafþór hefur undanfarið verið á kolmunnarannsóknum og veiðum fyrir austan land, en leiðang- ursstjórar eru Guðni Þorsteinsson og Sveinn Sveinbjörnsson. Hafþór landaði um 40 tonnum af kolmunna á Eskifirði á laugardag og var aflinn ísaður um borð í skipinu. Hafrannsóknastofnun hefur feng- ið aðstöðu hjá Fiskverkunarstöð Sæbergs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.