Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 21 Karl Steinar Guðnason um tillöguna, sem ekki fékkst samþykkt: „Lægst launaða fólkið olnboga- börn verkalýðshreyfmgarinnar44 „TILGANGUR okkar með tilloKU- gerðinni var að lexnja áherzlu á þau félagslegu atriði, sem tillagan fjallar um,“ sagði Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verka- mannasambands íslands og for- maður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur og nágrennis, er Morgunbiaðið spurði hann i gœr um tillöguna, sem felld var á 43ja manna nefndar-fundi ASÍ i fyrra- dag. „Þessi mál hafa fengið allt annað og nýtt vægi nú eftir samn- ingsgerð fjármálaráðherra og BSRB vegna þeirra auknu lífeyris- réttinda, sem i þeim samningi felast.“ Auk Karls Steinars voru flutn- ingsmenn að tillögunni: Karvel Pálmason, formaður Verkalýðsfé- lagsins í Bolungarvík og varafor- maður Alþýðusambands Vestfjarða, Jón Helgason, formaður Verka- mannafélagsins Einingar á Akur- eyri, Þórunn Valdimarsdóttir, for- maður Verkakvennafélagsins Fram- sóknar í Reykjavík, Guðríður Elías- dóttir, formaður Verkakvennafé- lagsins Framtíðarinnar í Hafnar- firði, Hallsteinn Friðþjófsson, for- maður Verkamannafélagsins Fram á Seyðisfirði, Gunnar Már Kristó- fersson, formaður Alþýðusambands Vesturlands, Hreinn Erlendsson, formaður Alþýðusambands Suður- lands, Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík og Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. „Okkur finnst það hreint hneyksli," sagði Karl Steinar Guðna- son, „að lægst launaða fólkið skuli fá hundsbætur á meðan hið opinbera greiðir félögum innan BSRB þau ágætu eftirlaun, sem þessi samning- ur kveður á um. Okkur finnst samræming á þessu mjög sjálfsögð og áttum við satt að segja ekki von á ágreiningi í þessum efnum. Menn sögðust raunar ekki vera ósammála tillögunni á fundinum, en mig furðar samt á því að þessu skyldi þá vera vísað frá.“ „Hvaða skattbreytingar eru það, sem þið leggið til?“ „Það er hugmynd okkar að nota neikvæðan tekjuskatt til þess að auka kaupmátt og bæta stöðu hinna lægstlaunuðu. Oft er sagt, að það fólk hafi enga skatta. Það er rétt, en hugmynd okkar er að ríkið greiði þessu fólki sérstakar bætur. Slíkt tíðkast víða erlendis og við erum sannfærðir um að hér sé hægt að koma á slíku kerfi á réttlátan hátt. Þetta yrði kjarabót þeim, sem nú hafa 270 til 290 þúsund króna mánaðarlaun. Þarna myndu þeir fá kjarabót, sem yrði ekki af þeim tekin. Eg tel að lægst launaða fólkið sé ekki aðeins olnbogabörn þjóðfé- lagsins, heldur einnig verkalýðs- hreyfingarinnar, náist ekki sam- EINS og getið var í Morgunblaðinu i gær, urðu mikil átök innan 43ja manna nefndar Alþýðusamhands íslands um tillögugerð allmargra nefndarmanna og var tillögunni visað til 14 manna viðræðunefndar ASÍ, sem flutningsmenn telja að sé hið sama og visa tillögunni frá. Tillagan er svohljóðandi: „Kjarasamningar hafa nú verið lausir í rúma 9 mánuði og hafa samningaumleitanir staðið í svipað- an tíma. Öll viðleitni til samninga- gerðar hefur strandað vegna óbil- girni atvinnurekenda og eru verka- lýðssamtökin nú næstum i sömu sporum og við upphaf samninga- gerðar. Mjög er óliklegt að peninga- launahækkanir tií allra lands- manna færi launþegum varanlegar kjarabætur. Líklegra er að slíkar almennar hækkanir hverfi jafnóð- um i gengisfellingu og óðaverð- bólgu. Reynslan er ólýgnust i þeim efnum. Varanlegar kjarabætur verður þvi að sækja eftir öðrum leiðum, enda höfðu kröfur ASÍ hliðsjón af þessum viðhorfum. Kjarasamningar ríkisvaldsins við BSRB fela í sér nokkrar peninga- launahækkanir og með þeim hefur staða um að trvggja þessu fólki bætt lífskjör." „En voru ekki skattalækkanir og bætt lífeyrisréttindi meðal krafna ASÍ í upphafi?" „Skattalækkunarkrafan er ein af kröfunum, en hún hefur hlotið litlar undirtektir. Sama er að segja um lífeyriskröfuna og því var það hugs- un okkar, að auka nú þrýsting á hana í ljósi nýrra viðhorfa við gerð samnings BSRB. Það kemur okkur á enn breikkað bilið milli aðildarfé- laga ASÍ annarsvegar og hinsvegar BSRB-félaga, sem vinna hliðstæð störf. Auk þess felur samkomulagið við BSRB í sér bætt lífeyrisréttindi fyrir opinbera starfsmenn og voru þau þó ærið betri fyrir en hjá ASÍ-félögum. Þá má nefna ýmis önnur atriði eins og t.d. fræðslusjóð, sérstaka desember-uppbót o.fl. Vitaskuld eru það sjálfsögð mannréttindi að félagar ASI búi ekki við lakari kjör bæði hvað varðar peningalaun og félagsleg málefni. Til þess gerum við afdráttarlausa kröfu og þarf að sjálfsögðu launa- breytingar til að tryggja sömu laun fyrir sömu vinnu hvort sem unnið er hjá ríkinu eða öðrum. Hitt er jafnljóst að ASÍ hefur meginskyldum að gegna við þá hópa, sem lökust hafa kjörin. Þeirra að- stöðu verður að bæta með varanlegri kaupmáttaraukningu. Reynslan sýn- ir að það verður bezt gert með aðgerðum í skattamálum og á fé- lagslega sviðinu. Með hliðsjón af þessu samþykkir fundurinn að sérstök áherzla verði nú lögð á eftirfarandi atriði: 1. Að leita eftir tafarlausum viðræðum við ríkisstjórnina um lækkun á sköttum hjá launafólki óvart, að menn geti ekki samþvkkt tillögu um að þrýsta á stjórnvöld og krefjast skýrra svara, því að greini- lega hefur komið fram hjá öllum launþegaforingjum innan ASÍ ótrú á aukinn krónufjölda á meðan dýrtíðin æðir áfram án nokkurrar fyrirstöðu og allar kauphækkanir eru afgreidd- ar með gengissigi. Við teljum að lagfæringar í þessum málum myndu auðvelda samningsgerð og er tómt mál að fullyrða um hið gagnstæða," sagði Karl Steinar að lokum. með lágar tekjur og hjá barnafjöl- skyldum. Þetta verði gert með sér- stökum skattafslætti, sem komi til útgreiðslu á þessu ári. Heildarupp- hæð skattafsláttarins miðist við að aftur verði skilað til þeirra, sem lökust kjör hafa, þeirri hækkun á greiðslubyrði einstaklinga í beinum sköttum, sem nú liggur fyrir að verður á þessu ári, en það svarar til um 6 milljarða króna. 2. Að þess verði krafizt að ríkis- valdið tryggi félagsmönnum al- mennra lífeyrissjóða sama lífeyris- og eftirlaunarétt og ríkisvaldið hef- ur samið um við starfsmenn sína.“ Þegar ljóst var, að tillagan hlyti ekki hljómgrunn, en allar athuga- semdir, sem við hana voru gerðar, beindust að kaflanum: „Mjög er ólíklegt að peningalaunahækkanir til allra ... enda höfðu kröfur ASÍ hliðsjón af þessum viðhorfum," buðu flutningsmenn að við þann kafla bættist setningin: „ ... á meðan við búum við ríkisvald, sem fellir gengið í takt við kauphækkanir." Sú breyt- ingartillaga fékk heldur ekki hljómgrunn. Buðu þá tillögugerð- armenn, að kaflinn yrði allur felldur niður. Þrátt fyrir það hlaut tillagan engan hljómgrunn alþýðubandalags- fulltrúanna í nefndinni. Tillagan, sem fékkst ekki samþykkt i ASI unninn er slægður og siðan þurrkaður. gerður etri vöru hf., sem sér um verkun kolmunnans. Er þessi fiskur, sem ýmsir vona að geti orðið mikil búbót í framtíðinni, slægður í þremur vélum, síðan þurrkaður og loks seldur til útlanda, m.a. Nígeríu. Mjög góður markaður er fyrir þurrkaðan smá- fisk víða erlendis og margfalt verð, sem fæst fyrir fiskinn þannig miðað við fiskimjöl. _ Ævar. Skýlaust brot á E F T A - samn ingi — sagði Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður FII, um ríkisstyrki Norðmanna til fiskveiða, á EFTA-fundi í Lissabon RÍKISSTYRKIR Norðmanna til fiskveiða eru skýlaust brot á EFTA-samningum, sagði Davíð Scheving Thorsteinsson, for- maður Félags islenzkra iðnrek- enda, á fundi ráðgjafanefndar EFTA i Lissabon í vikunni. A fundinum, sem haldinn var í Lissabon 8.-9. september sl., sagði Davíð m.a. að auk ríkis- styrkja til almenns iðnaðar, sem viðgengizt hafi um árabil innan ýmissa EFTA-ríkja, ætti ís- lenzkur fiskiðnaður nú í vaxandi samkeppni við ríkisstyrktan sjávarútveg í Noregi. Slíkir styrkir væru skýlaust brot á EFTA-samningum og sköðuðu hagsmuni íslendinga. Auk Davíðs sátu fundinn, Agnar Tryggvason, Ragnar Halldórsson, Jóhannes Sig- geirsson og Valur Valsson. I umræðu um ársskýrslu EFTA flutti Davíð ræðu þar sem hann lagði áherzlu á mikilvægi þess, að EFTA-ríkin vinni af öllu afli gegn ríkisstyrkjum og niður- greiðslum til iðnaðar. Hann fagnaði því, að nú virtist loks nokkur hreyfing vera komin á þessi mál innan EFTA, m.a. með skýrslu, sem nýlega hefur verið dreift innan EFTA um margvís- legar styrktaraðgerðir ýmissa aðildarlanda. Skýrsla þessi væri þó ófullnægjandi þar sem í hana vantaði ýmsar upplýsingar. í raun væri aðeins lítill hluti ísjakans sjáanlegur. Davíð upplýsti, að nýlega hafi FÍI sent EFTA sem dæmi upp- lýsingar um tvö tilvik innan ullar- og veiðarfæraiðnaðar á Islandi, sem sýndu greinilega, að ríkisstyrkir skapa óeðlilegan samkeppnisgrundvöll og hindra fríverzlun. Hann benti því næst á, að eitt EFTA-ríkjanna, Noregur, hefði í mjög ríkum mæli tekið upp ríkisstyrki til fiskveiða. Árið 1978 hefðu þessir styrkir numið um 90 milljónum Bandaríkja- dollara, en í ár væri áætlað, að þeir yrðu allt að 290 milljónum dollara. Þetta þýddi að fisk- vinnslustöðvar í Noregi fengju hráefni sitt á niðurgreiddu verði og kepptu því við íslenzkar fiskvinnslustöðvar á erlendum mörkuðum, m.a. innan EFTA og EBE, á óeðlilegum grundvelli. Hraðfryst fiskflök eru fríverzl- unarvara og því liti ríkisstjórnin þessa þróun mjög alvarlegum augum og nýlega hafi sjávarút- vegsráðherra íslands talið ástæðu til á norrænni ráðstefnu að mótmæla kröftuglega þessum styrkjum. Davíð sagði að lokum, að upplýsingar, þær sem lægju fyrir, gæfu fyllsta tilefni til að EFTA léti fara fram ítarlega rannsókn á öllum ríkisstyrkjum innan EFTA-ríkjanna með það að markmiði, að fá ríkisstjórnir viðkomandi landa til að falla frá styrkjastefnu sinni. Eftir ræðu Davíðs var þess sérstaklega óskað, að henni yrði dreift til fulltrúa og var það eina ræðan á fundinum sem slíka athygli vakti. í almennri umræðu á fundin- um um starfsemi EFTA kom fram víðtækur stuðningur við þá skoðun, að EFTA eigi að beita sér gegn styrktar- og stuðnings- aðgerðum í aðildarlöndunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.