Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 23 BOKHLAÐAN A ISAFIRDI 60 ARA: Dreifbýlisverslun býr við þrengri kjör en þéttbýlisverslun BÓKAVERSLUN Jónasar Tóm- assonar á ísafirði er 60 ára um þessar mundir, en það var Jónas Tómasson tónskáld og organisti á ísafirði sem opnaði búð sína hinn 20. ágúst 1920. Rak Jónas Bókhlöðuna, eins og hún er jafnan kölluð meðal ísfirðinga, i yfir 30 ár, en þá tók sonur hans, Gunnlaugur Friðrik, við rekstrinum. Er Bókaverslun Jónasar Tómas- sonar nú eina bóka- og ritfanga- verslunin á ísafirði, en um skeið rak Helgi Guðbjartsson bókabúð, sem Matthias Bjarna- son alþingismaður keypti og rak þar til fyrir nokkrum árum. Bókhlaðan var fyrstu árin til húsa að Aðalstræti 26a, en siðan 1928 hefur hún verið að Hafnarstræti 2. — Fjórir kaupmenn hér í miðbænum tóku sig saman og létu byggja húsasamstæðuna Hafnarstræti 2, 4 og 6, en þeir voru ásamt föður mínum Þórður Jóhannsson úrsmiður og klæð- skerarnir Einar Guðmundsson og Kristján Tryggvason, upp- lýsti Gunnlaugur er Mbl. spjall- aði stuttlega við hann á dögun- um. — Þetta þóttu miklar fram- kvæmdir hér og notuð ýmis ný tækni að því er mér hefur verið tjáð. Til gamans mætti nefna tölur um byggingarkcatnað, sem var í fyrstu áætlaður um 30 þúsund krónur fyrir Hafnar- stræti 2, en varð 60 þúsund krónur áður en yfir lauk og hefði faðir minn trúlega ekki ráðist í þessar framkvæmdir hefði hann vitað hversu mikill kostnaðurinn yrði. Ritfangalager var upphafið Upphaf Bókhlöðunnar var það að Jónas Tómasson keypti sumarið 1920 gamlan lager af ritföngum af Oddi Guðmunds- syni kaupmanni, sem rak um skeið ritfangaverslun, en áður hafði Guðmundur Bergsson póstmeistari verslað með þenn- an varning. Bætti Jónas við bókum og opnaði verslun sína sem fyrr segir hinn 20. ágúst 1920. Milli 1930 og 1940 flutti hann inn orgel og fleiri hljóðfæri frá Þýskalandi og víðar og gekk sú hljóðfærasala allt fram undir stríðið. Þarna kom til tónlistar- - segir Gunnlaug- ur Jónasson áhugi Jónasar, en hann stofnaði Sunnukórinn á ísafirði, átti sinn þátt í stofnun Tónlistarskóla Isafjarðar og var tónskáld þar fyrir utan. Bókhlaðan er ekki elsta versl- unin á ísafirði, kringum alda- mótin voru þar starfandi ýmis fyrirtæki, m.a. Bökunarfélag ís- firðinga, sem nýlega hefur hætt starfsemi sinni og finna má þar ennþá gamlar búðir eins og Björnsbúð og Gamla bakaríið og fleiri, sem enn eru í fullu fjöri. Og nefna má nafn fyrstu af- greiðslustúlku Bókhlöðunnar, Kristínar Magnúsdóttir, sem enn lifir á ísafirði, en þau eru orðin allmörg, sem staðið hafa við afgreiðslu í Bókhlöðunni gegnum árin. En Gunnlaugur hefur orðið áfram og ræðir verslunarreksturinn: Bókhlaða og Sporthlaða — Við seljum bækur, pappírs- vörur, ritföng og skrifstofu- áhöld, skólavörur og ljósmynda- vðrur og síðustu árin höfum við smám saman bætt við okkur sölu í hvers kyns íþrótta- og útilífs- vörum. Hefur sú deild tekið æ meira rými í versluninni og sl. haust var opnuð sérstök deild í húsnæði við hlið Bókhlöðunnar, Silfurtorgi 1, og þar sem nafnið Bókhlaðan er orðið mönnum hér tamt í munni varð að ráði að nefna hina nýju deild Sporthlöð- una. Hvernig gengur verslunar- rekstur úti á landsbyggðinni? — Að undanförnu hefur verið rætt um vandamál dreifbýlis- verslunarinnar bæði í blöðum og á fundum hjá hinum ýmsu samtökum kaupmanna og víst er að dreifbýlisverslun býr að mörgu leyti við þrengri kjör heldur en verslun í þéttbýli. Kemur þar fyrst og fremst til að vörubirgðir þurfa að vera meiri, en veltuhraðinn er jafnframt minni, en í dýrtíðinni er sífellt erfiðara að halda við stórum lager þegar langt líður á milli þess að varan er pöntuð. Þarfir neytandans jafnmiklar Nefna má að núna er ég að panta ákveðna tegund af pappír, sem ég gerði síðast fyrir sex mánuðum og er hann nú 18% dýrari heldur en núverandi út- söluverð þessa pappírs án sölu- skatts. Hins vegar eru þarfir neytandans jafnmiklar hvort sem um er að ræða 100 menn eða tiu þúsund, vöruvalið þarf að vera svipað. Verslunum ber að framfylgja settum reglum um álagningu og birgðahald, sem sníða þeini nokkuð þröngan stakk þegar svona er í pottinn búið og er álitamál hvort ekki eigi að endurskoða þessar reglur, ef menn hafa þá ekki þegar breytt þeim í reynd. Búðir úti á landi geta ekki leyft sér að hafa eins mikla sérhæfingu og búðir í þéttbýli, en þó verðum við að reyna að hafa flest það sem menn þurfa á að halda. Við þyrftum í rauninni að hafa eins mikið úrval af ritföngum og Penninn í Reykjavík og eins mikið af bókum og verslun Sigfúsar Eymundssonar, en slíkt er að sjálfsögðu ekki hægt í þessu tilviki. Við þessa erfiðleika bætist við síma- og flutnings- kostnaður svo nokkuð sé nefnt og öll innkaup verða jafnan erfið þegar um svo miklar fjarlægðir er að ræða. Þá má benda á það að söluskattur af flutnings- kostnaði er lagður við vöruverð úti á landi og rennur drjúgur hluti af veltu verslunar úti á landi umfram þéttbýlisverslanir til ríkisins. Auka þarf lánafyrirgreiðslu Almennt er viðurkennd nauð- syn verslunar í atvinnulífi dreif- býlisins og eru þess dæmi er- lendis að slík verslun sé styrkt. Ég vona að til þess þurfi ekki að koma hér á landi, en þessi þröngu kjör þurfa m.a. kaupfé- lögin að glíma við. í þessu sambandi mætti velta fyrir sér hvort ekki væri hægt að aðstoða nokkuð hér með því að dreifbýi- isverslun hefði aðgang að hag- kvæmum lánum til að bæta rekstur sinn bæði starfsmönnum og viðskiptavinum til hagsbóta, segir Gunnlaugur einnig. Þannig mætti halda áfram að ræða um vandamál dreifbýlis- verslunar, en hér verður látið staðar numið og Gunnlaugur hefur lokaorðið: — Ég hef ánægju af þessu Gunnlaugur Jónasson og Anna Gunnlaugsdóttir við afgreiðslu i Bókhloðunni. Jónas Gunnlaugsson verslunarstjóri í Sporthlöðunni. Vegfarendur glugga i skreytingu þar sem afmælisins er getið. starfi og áhuga fyrir því, við umgöngumst marga og kynn- umst mörgum og held ég að svona starf sé ólíkt fjölbreyttara og meira lifandi en skrifstofu- starf þar sem alltaf eru sömu andlitin. Við komumst í snert- ingu við mannlífið í bænum og vona ég bara að við getum átt ánægjuleg samskipti við bæjar- búa og gesti áframhaldandi og vil ég þakka þeim viðskiptin á liðnum árum. Sjálfsagt má búast við því að ísfirðingar og aðrir, sem erindi eiga í Bókhlöðuna haldi áfram að venja komur sínar þar, ef ekki til að versla, þá ganga við í kaffi- og matartímum eða á leið heim eftir vinnu, til að líta í blöðin og spjalla. Og á afmælisdaginn bár- ust versluninni blóm og kveðjur frá bæjarbúum og reyndar urðu blómvendirnir svo margir, að einhver, sem kom inn í verslun- ina, spurði á hvað blómin væru seld! j. Ármann Kr. Einarsson: Du, som kom - ný ljóðabók ef tir Þorstein Stef ánsson Eins og kunnugt er starfar í Danmörku útgáfufyrirtækið „Bir- gitte Hövrings Biblioteksforlag", sem eingöngu gefur út bækur eftir íslenska höfunda. Stofnandi for- lagsins Birgitte Hövring bóka- vörður og maður hennar Þor- steinn Stefánsson rithöfundur unnu á stuttum tíma þrekvirki á sviði þýðinga íslenskra bók- mennta, kynningu þeirra og út- gáfu í Danmörku og fleiri löndum. Eftir að Birgitte andaðist fyrir 2 árum tók Þorsteinn einn við rekstri forlagsins. Nú skráir hann fyrirtækið „BHB Icelandic world literature". Þorsteinn er mikill málamaður, en hann skrifar jöfnum höndum á íslensku, dönsku og ensku. Bækur Þorsteins munu verða orðnar alls þrettán að tölu, og nær sama fjölda bóka hefur hann þýtt eftir íslenska höfunda, þar á meðal mörg verk Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar. Þorsteinn er víða þekktur. Sög- ur hans hafa komið út í mörgum löndum. Auk Norðurlandanna má nefna: Holland, Frakkland, Þýska- land, Austurríki, Sviss, Ameríku, Kanada, England, Rússland og Búlgaríu. Þorsteinn hefur skrifað skáld- sögur, smásögur og leikrit og nú hefur hann snúið sér að skáldskap í bundnu máli. Á síðastliðnu ári kom út fyrsta ljóðabók hans sem ber heitið „Du, som kom". Efni sækir skáldið í eigin lífsreynslu, ástir karls og konu, brothætta, ljúfsára hamingju, sem erfitt er að túlka í orðum, en er þó svo sterk að hún lyftir Grettistökum. Nú er komið út annað bindi ljóðabálksins „Du, som kom". Bókin er 148 blaðsíður og skiptist í 8 kafla. Á kápusíðu bókarinnar er getið ummæla danskra gagnrýn- enda um fyrsta bindi ljóðanna og eru þau nær undantekningarlaust mjög lofsamleg. Þá er þess getið Þorsteinn Stefánsson. að 3. og síðasta bindi verksins komi út á næsta ári. Það er BHB Icelandic world literature, sem gefur bókina út. Á. E. Deildakeppni S.í.í Munaöarnesi DEILDAKEPPNI Skáksam bands íslands hefst í Munaðar- nesi helgina 19. —21. september n.k. og verða þá tefldar fyrstu þrjár umferðirnar. I fyrstu deild keppa átta manna sveitir frá Akureyri, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Hafnarfirði, Tafl- félaginu Mjölni, A-sveit Taflfélags Reykjavíkur og sveitir Skáksam- banda Austurlands og Vestfjarða. I annarri deild keppa sex manna sveitir frá Keflavík, Akranesi, Húsavík, Taflfélaginu hans Nóa, Taflfélagi Hreyfils og B-sveit Taflfélags Reykjavíkur. AI'lil.YSINI. \SI\HW KH: j=7\ 7J4ÍQ kji> jRUrnnnblabifc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.