Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 75 ára í dag: Lárus Salómonsson f v. lögreglumaður og skáld Margir munu þeir vera hér í Reykjavík, sem minnast þess er Lárus Salómonsson fyrrum lög- reglumaður og skáld var í lög- regluliði Reykjavíkur, — um langt árabil. — í dag er Lárus 75 ára. Nafn hans er einnig tengt íþróttaafrekum og ljóðelskir þekkja nafn hans. Hann er mikill kunnáttumaður um hina afar- mörgu bragarhætti. — Mun fer- skeytlan alla tíð hafa verið eftir- læti hans. Þess má geta að 25 ára gamall var Lárus er út kom eftir hann ljóðabók og önnur ljóðabók hans kom út árið 1958, sem heitir Strokið um strengi. Sem íþróttamaður var það eink- um glíman sem hann helgaði sig. Þar náði hann miklum árangri og varð Glímukóngur íslands þrisvar sinnum. Þá var hann frábær skytta. Lögreglumaður var Lárus fyrst árið 1935 og var þá einn síns liðs suður í Keflavík. — Var hann þar um eins árs skeið. — Var það erfiður tími og eftirminnilegur fyrir hinn unga lögregluþjón og fjölskyldu hans. Rétt er að skjóta því inn hér að Lárus hafði er þetta gerðist starfað sem lögregluþjónn. Hann var einn þeirra lögreglu- manna sem komu til starfa í sambandi við Alþingishátíðina 1930. - Árið 1936 er hann hætti í Keflavík varð Lárus lögregluþjónn í Reykjavíkurlögreglunni. Þar var hann hinn ótrauði liðsmaður allt til ársins 1965. — Þá flutti hann sig um set. Hann varð lögreglu- maður í ört vaxandi byggð, vestur á Seltjarnarnesi. Þar starfaði hann næstu níu árin. — Fékk bréf upp á það að hætta á afmælisdegi sínum 1974. í rúm 40 ár var hann þá búinn að vera lögregluþjónn. Morgunblaðinu er kunnugt um að Jóhannes Helgi er að vinna að síðara bindi æviminninga Agnars Kofoed-Hansen, það eru lögreglu- stjóraár Agnars á stríðsárunum. Og hefur Jóhannes leitað fanga hjá mörgum lögregluþjónanna frá þessum árum. Blaðið sló því á þráðinn til hans til að forvitnast um Lárus Salómonsson, hvort hann kæmi ekki víða við sögu þessara ára. Jóhannes brást vel við og svaraði: „Jú, heldur betur. Lárus er allstaðar í forgrunni þessara ára, fyrir nú utan að mér er þessi kempa í barnsminni, og svo mun raunar vera um alla Reykvíkinga af minni kynslóð. Þegar maður heyrir Lárus nefndan kemur manni auðvitað fyrst í hug hve afrenndur hann var að afli, enda segja mér aldnir starfsfélagar hans, sem allir voru vel að manni, að hugaðri og sterkari manni hafi þeir aldrei kynnst og varasamt sé hvort annar sterkari hafi nokkru sinni verið uppi í landinu. Og það sem færri vissu, hann var gæddur einstökum fortöluhæfileikum og beitti þeim ætíð þar sem nokkur von var til að stilla mætti til friðar án valdbeitingar. Og það dugði raunar langoftast að Lárus sýndi sig. Ég kann skemmtilega sögu til marks um það. Það var eitt sinn á gamlárskvöld á stríðs- árunum að múgur manns, her- menn og Islendingar, var saman- kominn á Lækjartorgi og ærsl uppi höfð og nokkuð um ölvun. Nokkrir lögregluþjónar og þar á meðal Lárus voru á vettvangi og höfðu vakandi auga á að ekki slægi í brýnu. Og þar kom að vopnaður liðþjálfi við skál þótti sér ögrað, enda stutt í misskilning þegar menn mæla ekki á sömu tungu, og seildist til byssunnar. Lárus brá við hart og stilti sér upp fyrir framan hermanninn og gerði honum skiljanlegt með augnaráð- inu að honum væri best að hörfa. Það dugði. Hermaðurinn hörf- aði lémagna undan Lárusi, ekki aðeins út úr mannþrönginni, held- ur alla leið inn á lögreglustöð. Það fór auðvitað ekki hjá því að Lárus og aðrir kraftamenn væru öðrum fremur látnir gegna útköll- um á staði þar sem hættulegar róstur urðu. Eitt sinn var það að landgönguliði, ekki aðeins heljar- menni að burðum, heldur einnig þrautþjálfaður fjölbragðaglímu- maður, gekk berserksgang í Pól- unum svokölluðu, hafði brotið og bramlað mublur og hurðir innan- dyra og hlaðið fjölda manns utan- dyra og leikið grátt, þegar Lárus kom á vettvang. Fjölbragðaglíman dugði skammt á íslandströllið. Lárus var fljótur að taka jarðsam- bandið af berserknum og taka hann því taki sem dugði til að keyra kauða í gólfið á þeim fræga lögreglubíl, Svörtu Maríu. Ekið var á Kirkjusand þar sem herinn hafði réttarsal og fangageymslur. Þar tók herlögreglan við landa sínum og réttur var umsvifalaust settur yfir honum, en Lárus hvarf úr salnum. Hann var ekki kominn langt þegar veggirnir léku á reiði- skjálfi og æpt var á Lárus í dyragættinni. Það var ljót að- koma. Fjölbragðaglímumaðurinn var ekki aðeins búinn að hlaða dómurunum, heldur einnig varð- mönnunum og húsgögnunum í kös í einu horni skálans. En þegar hann sá móta fyrir Lárusi í gættinni féllust honum hendur. var eins og lamb meðan Lárus stóð við og vandalaust að koma bönd- um á hann. Eða eins og einhver sagði: Engan fýsti að komast tvisvar í greipar Lárusar. En Lárus var ekkert að sýsla við járn að nauðsynjalausu við hand- töku manna, hann tók óeirðaseggi, jafnvel stórvaxna, undir hand- legginn og bar þá inn á lögreglu- stöð. Og hingað komu iðulega aflraunamenn utan úr heimi að sýna listir sínar. Lárusi var ekkert að vanbúnaði að leika þær eftir, lyfta grettistökum eða svipta sundur símaskrám á þverveginn. Ég gæti haldið áfram í allan dag að segja afrekssögur af Lárusi og mörgum fleiri kempum á stríðsár- unum. Þetta var einvalalið, aðeins fjörutíu, fimmtíu manns að halda uppi lögum og reglu og vernda íslendinga fyrir tugþúsundum vopnaðra hermanna, þegar verst lét, og þá oft lítið um svefn, jafnvel sofið í fötum á dýnum á logreglustöðinni um tíma. Það verður aldrei hægt að reikna hve mörgum manndrápum vökul augu og vaskleg framganga lögreglu- mannanna gömlu afstýrði á stríðsárunum. Á nóttunni voru gengnar svokallaðar hjálmvaktir; flokkar lögreglumanna, fjórir til sex saman, gengu þá undir hjálm- um um borgina, með táragas- sprengjur við belti og bardaga- kylfur um öxl, borgurunum til verndar. Ég hef séð þessa lögreglumenn útslitna á þeim aldrei sem menn almennt lifa notalega elli. Ég hef séð þá lamaða og kreppta og ég hef séð þá leyna riðu með heljar- taki og heyrt þá segja: Maður hefði betur farist ungur í heiðar- legri baráttu fyrir ísland heldur en áð lifa þrotinn að kröftum. Og svo hafa þeir hlegið kaldranalega, óbugaðir á sálinni. Þeir hafa kennt mér lexíurnar tvær og þrjár. Ef þessir menn eiga ekki skilið virðingu þjóðarinnar, þá veit ég ekki hverjir eiga hana skilið — og sú tíð rennur vonandi upp að þjóðin geri sér ljóst hve gífurlegt og ósérplægið verndarstarf þeir inntu af hendi á örlagastundu, ef það skyldi geta orðið henni til eftirbreytni, ungum og gömlum, sem stundum virðast hvorki eiga sér mark né mið. En Lárus hefur af fleiru að státa en kröftum, svo sem yfir- burðaþekking hans á fornum kveðskaparháttum er til vitnis um. Hann er vitmaður og snjall hagyrðingur. Hún er ein af mörg- um fallegum þessi. Ég hef hana eftir einum félaga hans: ViAkvvmni skal vikja frá — valdnlns boAorA gilda. Takant stundum tnkum á tilfinning og skylda. Má ég svo ekki, sagði Jóhannes Helgi að lokum, biðja Mbl. fyrir beztu heillaóskir til Lárusar og fjölskyldu hans. Undir þessi orð munu margir taka í dag. Lárus er að heiman í dag. Flugleiðir bjóða sérstök jólaf argjöld FLUGLEIÐIR hafa gefið út sér- stök jólafargjöld, sem gilda milli íslands og nágrannalandanna. bau ganga i gildi 1. desember og gilda allan þann mánuð. Ástæðan fyrir því hve snemma jólafargjöldin eru kynnt er sú að yfirleitt skipuleggur fólk nú ferða- lög sín fyrr en áður með tilliti til náms og vinnu, segir í frétt frá Flugleiðum. Jólafargjöld Flugleiða gilda til og frá öllum viðkomustöðum fé- lagsins í Evrópu skv. vetraráætl- un. Þau eru sérstaklega hagstæð, segir í fréttinni, um 70% af annarrar leiðar fargjaldi. Skilyrði fyrir fargjaldinu er að keyptur og notaður sé farmiði báðar leiðir. Þar sem öll fargjöld milli landa eru háð gengi geta þau breyst við gengisbreytingar ísl. krónu. í dag eru þau sem hér segir frá Keflavík til eftirtalinna borga fram og aftur: Til Kaupmannahafnar kr. 129.400 Til Glasgow kr. 96.400 Til London kr. 111.500 Til Luxemborgar kr. 137.400 Til Oslo kr. 117.900 Til Stokkhólms kr. 147.600 Eins og öðrum sérfargjöldum fylgja jólafargjöldunum vissar reglur og eru þessar helstar: Keyptur og notaður sé miði báðar leiðir. Viðdvöl sé minnst 10 dagar og mest 45 dagar og miðast eingöngu við endastöð. Útgáfa farmiða og greiðsla fari fram að minnsta kosti 14 dögum áður en ferð hefst. Endurgreiðsla farmiða, sem ekki verður notaður, er aðeins leyfileg 14 dögum fyrir brottför og má þá endurgreiða 50% miðans. Hækki fargjaldið eftir að miði hefur verið greiddur en 14 dögum áður en ferð hefst og sé viðbót- argreiðslu krafist, má endurgreiða allt fargjaldið að fullu, sé þess óskað. Jólafargjöldin verða til sölu hjá skrifstofum félagsins og ferða- skrifstofum. Þess skal sérstaklega getið að auðvelt er að greiða jólafargjald í söluskrifstofum fé- lagsins hér fyrir t.d. námsfólk sem dvelst erlendis, segir ennfremur í frétt Flugleiða. Gengið vel í sumar „Veiðin hefur gengið ágætlega í sumar, þó ekki hafi veiðst sérlega vel síðustu daga tíma- bilsins. Hjá okkur komu 1543 laxar á land og á þó eftir að bóka eitthvað af fiski," sagði Helga Halldórsdóttir ráðskona í veiði- húsinu að Laxamýri í viðtali við Mbl. í gær. Helga bætti því við að í laxamýrabókina væri aðeins bókuð veiði tólf stanga í ánni, en mikið magn af fiski veiddist auk þess fyrir Nes-landi, á svoköll- uðu Múlasvæði og svo í sumar fyrir ofan virkjun. „Magnið er því mun meira heldur en 1500 stykki, kanski hátt í annað eins í viðbót. í fyrra komu um 1700 laxar á land á okkar svæði þannig að aflinn er dálítið minni nú. En hann er mun fallegri. Meðalþunginn í fyrra var eitt- hvað rúm 9 pund, en í sumar er hann áreiðanlega milli 13 og 14 pund, það vantar algerlega smá- lax," sagði Helga. Stærsti lax sumarsins var 26 punda og einn 23 punda. Vafal- aust hefur eitthvað af slíkum boltum. veiðst á öðrum svæðum Laxár. „Þeir eru nú að veiða í klakið og verða að því til 10. september," sagði Helga og bað að lokum fyrir kveðjur til allra þeirra veiðimanna sem gist hefðu hjá sér í sumar ... „Veiðin frem- ur treg" „Veiði hefur verið fremur treg í Flóku í sumar, en þó alltaf einhver reytingsafli. En það er heldur minna magn af fiski í ánni en oftast áður. Enginn hópur hefur þó fengið minna en fjóra laxa í úthaldi og oftast hafa hóparnir haft 7—12 laxa upp úr krafsinu, en veitt er á 3 stangir," sagði Ingvar Ingvars- son á Múlastöðum við Morgun- blaðið í gær. Voru þá komnir 230 laxar á land. Veiði lýkur 18. september og vonast áreigendur tl þess að veiðin verði þrátt fyrir allt ekki í Iágmarki. Arið 1970* veiddust nefnilega milli 250 og 270 laxar yfir sumarið. Vel má vera að veiðin í ár skríði fram úr því. Að sögn Ingvars hafa hefð- bundnar laxagöngur ekki skilað sér í sumar, „smálaxagangan sem alltaf hefur komið í júlí lét ekkert á sér kræla nú. Fyrir vikið er minna af laxi í ánni en oftast áður, en það sem veiðist fyrir vikið mun vænna. Það hafa til dæmis varla nokkurn tímann veiðst í Flóku jafn margir 10 punda laxar og stærri miðað við heildarafla og í sumar. Stærsti til þessa var 16 pund og veiddist á pokabreiðu á maðk." ' Kraðak veiðiþjófa við Elliðaár Veiði hefur verið fremur dauf það sem af er sumri í Elliðaán- um, þó auðvitað hafi komið glefsur þegar vel veiddist. Þó að mikill lax sé í ánni, er minna um hann en oft áður. Þannig sýnir teljarinn aðeíns rúma 2000 laxa sem farið hafa þar í gegn. Stundum hefur mátt margfalda þá tölu með tveimur. En laxinn tekur illa og ein skýringin fyrir því er augljós. Mbl. hefur það nefnilega fyrir satt, að vart verði þverfótað fyrir veiðiþjófum sér- staklega í efri hluta árinnar og helst að næturlagi. Eru huldu- mennirnir vopnaðir þríkrækjum og spúnum sem mætti hræra með í steypukerjum. Laxinn fær því yfirleitt ekki þá næturhvíld sem hann ætti að fá samkvæmt landslögum um veiðitíma. En þjófarnir eru ekki aðeins á ferli á nóttunni. Mbl. hefur haft spurnir af veiðimönnum sem hafa jafnvel orðið fyrir aðkasti er þeir ætluðu að stugga við þrjótunum. Einn átti fótum fjör að launa er grjóti rigndi yfir hann. Yfirleitt eru þetta ungl- ingar úr nærliggjandi hverfum, en ekki þó einungis. Sá sem varð fyrir grjóthríðinni lýsti því fyrir Mbl. hvernig ð þrír fullorðnir menn hefðu staðið um hábjartan dag við Kisturnar svonefndu, Breiðholtsmegin, og kastað spónum fram og til baka. Að- spurðir viðurkenndu þeir að þeir væru reyndar ekki með veiði- leyfi, en þeir væru hins vegar á „leiðinni upp í Elliðavatn". Tveir veiðiverðir starfa við árnar og virðast samkvæmt heimildum Mbl. hafa lítil tök á leyfislausum veiðimönnum. „Hélt mig vera með 15 til 20 punda bleikju" „Hann tók alveg voðalega í og ég hélt að ég væri með 15—20 punda bleikju á önglinum," sagði Finnbjörn Hjartarson í viðtali við Morgunhlaðið, en hann veiddi stórurriðann sem með- fylgjandi mynd sýnir. Hann dró fiskinn í Skorradalsvatni 25. ágúst síðastliðinn. Var Finn- björn úti á báti og beitti spæni að nafni „Reflex", 12 gramma. Fiskurinn reyndist vera 8 pund, 61 sentimeter á lengd og 41 sentimeter að ummáli. Að sögn Finnbjörns fékk hann þær upp- lýsingar hjá Veiðimálastofnun, að hún hefði sleppt urriðaseiðum í vatnið fyrir fáum árum í tilraunaskyni. Virðist sem að seiði þessi hafi dafnað vel, a.m.k. ef marka má þennan einstakling.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.