Morgunblaðið - 11.09.1980, Side 28

Morgunblaðið - 11.09.1980, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 Jón Þ. Árnason: — Lífríki og lífshættir LV. yyHin takmarkalausa fjölbreytni mann- legra eiginleika — hinn gifurlegi mis- munur á hæfileikum og möguleikum einstaklinganna — er einhver fortaks- lausasta staöreyndin um mannlegar líf- verur. “ — Friedrich A. von Hayek. •'iVkWíSi'i'’1' Hvergi í heimi er tækni og þekking til þess að vinna olíu úr kolum á hærra stigi en i Suður-Afríku. BLINDIR LEIÐA HALTA Draumar vara aðeins örfáar sekúndur í einu, einkum rétt fyrir svefnrof, að áliti sérfróðra flestra. Þetta getur vel verið satt, þó að ýmsum finnist oft annað. En eins víst er og hitt, að langir draumar eru algengir. Okkur hefir öll dreymt þess kyns drauma, t.d. um að hljóta bless- un hamingjudísarinnar. Marga dreymir um mikinn og góðan afla, háan happadrættisvinning, hærra kaup og fleiri frístundir. Enn aðra dreymir um nýja og hraðskreiðari bíla eða að færa út kvíar fyrirtækisins — nú, eða að komast hjá gjaldþroti. Slíkir draumar eru mjög hag- bundnir og því alþýðlegir og ásæknir. Annars fylgja draumar einstaklingnum yfirleitt í einni eða annarri mynd úr vöggu í gröf. Sumir rætast, aðrir ekki. Martröð og veruleiki Einn draumur er þó mikiu lengstur. Hann hefir lifað ein- staklinginn, kynslóðirnar, heil menningarskeið og öll heims- veldi. Þetta er hinn svonefndi „draumur mannkynsins", sem sagður er sameign allrar Adamsættar. Hann er ákaflega víðfeðmur og fjölsáinn: æviiöng æska, óforgengileg fegurð, eilíf- ur friður, allsnægtir handa öll- um, himneskt bræðralag, speg- ilsléttur jöfnuður, líf eftir dauð- ann og sitthvað fleira, sem ofbýður mannlegum skilningi á hinum hugsanlega. Þessi draum- ur nærist á vitund okkar um eigið fallvelti og ótta við örlaga- dóminn. Þetta er draumurinn um sæluríkið. Hann mun lifa á meðan múgur þrúgar mcnn og loddarar leika sér að lýð. Hann er martröð. En hvaða draumur, sem ekki verður umsvifalaust vísað í ríki stað- og stundleysunnar, skyldi vera líklegur til að eiga álíka langt líf fyrir höndum og sælu- ríkisdraumurinn — og geta hugsanlega orðið veruleiki? Sá draumur er talsvert yngri, og þann draum hefir tiltölulega fáa dreymt, en þessir fáu hafa hreint ekki getaö talizt til van- hæfari hluta mannkynsins. Líka þeir munu iáta sinn draum ganga í arf eftir sig frá kynslóð til kynslóðar, óbreyttan að öllum líkindum lengi enn, því að sára- fátt bendir til annars, hvaðan sem til spyrzt úr veröldinni, heldur en að hann muni eiga óralanga leið ófarna til raunveru- leikans. Þetta er draumurinn um lífið fyrir dauðann; draumurinn um endurlífgun og verðveizlu nátt- úruríkisins, draumurinn um bærilega lífshætti til styrktar og eflingar viturlegum samskiptum einstaklinga, þjóða og ríkja. Og einmitt af því, að daglegir at- burðir eru órækur vitnisburður þess, að helferðaröflin allt um kring leitast sleitulaust við að gera hann að engu, hlýtur hann að lifa og verða um langa hríð enn, það sem hann frá upphafi hafi verið: draumur — — en draumur, sem verður að rætast, ef lífið á að geta átt framtíð, verið líf í stað skrimts. Á valdi peningahyggjunnar Undir þöndum seglum sælu- draumsins hefir heimurinn brunað með feiknahraða og gjör- bylt sér í nær algeran ofátsheim á síðastliðnum nærfellt 200 ár- um. Heróp peningaheimsins hef- ir verið: Hagsmunir — umfram allt annað sérhagsmunir — eru hugsjónum æðri! Auðvitað, og það ætti raunar að vera óþarfi að taka fram, er langur vegur frá, að ég hafi tilhneigingu til að gera of lítið úr þætti og þýðingu efnahags- starfsemi í þjóðfélaginu. Heil- brigt efnahagslíf tel ég vissulega vera eina þýðingarmestu burð- arstoð réttarríkisins. Því síður hefi ég horn í síðu eðlilegrar sjálfsbjargarviðleitni, þ.á.m. gæzlu eiginhagsmuna. Eg tel mig ekki hafa minni skiining en aðrir á þeim áskapaða og lífs- nauðsynlega eiginleika, að sér- hver manneskja sé og verði sjálfri sér næst. Á hinn bóginn álít ég, að staður verði að vera ætlaður sérhverjum hlut og að sérhver hlutur verði ávallt að vera á sínum stað. Þessi regla ætti að mínu viti ekki síður að gilda um menn og málefni heldur en dauða hluti. Og m.a. af þeim sökum, sýnist mér ekkert álita- mál, að öll efnahagsmál og afleggjarar þeirra hljóti ávallt að verða að lúta húsbóndavaldi réttarríkisins, sem aldrei má nefna í sama orði og vinstrarík- ið, og þjóna því, þegar þörf krefur, enda sé vernd þess stöð- ugt vís. Nú er hins vegar þannig komið á Vesturlöndum, að peninga- hyggjan, nálega eins taumlaus og hún getur orðið, drottnar á flestum sviðum þjóðlífsins, þannig að aðrar greinar þess hjara við eymdarkjör. Sumar eru reyndar orðnar ímynd niður- lægingarinnar, fyrst og fremst stjórnmálin, sem að öllu skap- legu ættu að skipa hinn æðsta sess í stað þess að gegna ambátt- arhlutverki af vaxandi þýlyndi eins og nú er raunin. Af því hefir Draumar og draumarugl Baráttuleti er seig- drepandi sjálfsmorð Ef Suður- Afríka glatast síðan m.a. leitt, að allri skuld af öfugþróun og afglöpum er skellt á hagvísindi og efnahagssér- fræðinga, enda hefir því miður ekkert skort á, að ábyrgðinni hafi verið tekið opnum örmum í þeim herbúðum og ekki mjög borið á öðru en að öllum hag- vaxtartrúuðum þætti sér sómi sýndur. Þ.e.a.s. allt þangað til ljósið hagvaxtarrisans tók að dofna og fyrirheit „stjórnmála- manna“ um gull og græna skóga rættust í sandi og ösku. Ástæða þess mun óefað vera sú, að „stjórnmálamenn" gerðu sér aldrei það ómak, að hugleiða andartak, að verksmiðjuvél- menni iðnaðaraldar eru sjálf smákríli í náttúruríkinu og að það eitt leggur þeim öll efni, sem þau fóðra framleiðslubákn sín með, upp í hendurnar — einnig þau, sem kallast „gerviefni" — á meðan endast. Og sú staðreynd ein sér sannar, að svokallaðir stjórnmálamenn Vesturlanda eru engin gerviflón. Hinn afkastamikli, enski rit- höfundur og tilvistarfræðingur, Gordon Rattray Taylor, skýtur því áreiðanlega ekki yfir mark, þegar hann staðhæfir (í bók sinni „How to avoid the Future", London 1975), „að mergurinn málsins er samt sem áður van- hæfni stjórnvalda til þess að bregðast við eða jafnvel sýna merki þess, að þau skilji, hversu ískyggilegt ástandið í raun og veru er.“ Hann telur þess vegna einsýnt, að hugsandi fólk verði að taka frumkvæðið af lýð- bundnum „stjórnmálamönnum". En þá vaknar spurningin mikla: Hafa þjóðfélög og þegnar Vesturlanda enn nægilega sterka blóðvitund til þess að takast á við úrkynjunar- og stjórnleysisöflin, sem ógna til- veru þeirra, af nauðsynlegum sannfæringarkrafti, dirfsku og róttæku byltingarhugarfari? Þann draum verðum við að varðveita unz rökstuddar vonir festa rætur, því að ef hann nær ekki að þroskast til raunveru- leika, getur ekkert hindrað að Vesturlönd sökkvi dýpra og dýpra niður til vinstri og verði enn eitt dæmi þess á síðum mannkynssögunnar, hvernig göfugar og gjörvilegar þjóðir fara fremur forgörðum sökum baráttuleti en bardaga. Ljós og hiti af náð Araba Engum öðrum en ólæknandi fáráðlingum hefir getað dulizt, að Vesturlönd — og þess vegna heimsbyggðin öll — horfast nú í augu við afleiðingar ófyrirgefan- legra yfirsjóna, sem eiga að miklu leyti rætur að rekja til þess, að Vesturlandabúar hafa látið kommúnista telja sér trú um, að það væri sérlega ókristi- legt að njóta yfirburða, ávaxt- anna af eigin áræði og sköpun- amætti. Viðbrögð vestrænna leiðtoga í aðfanga heimsþreng- inga, sem fjöldi málsmetandi manna telur að verða hljóti með svo ógnvænlegum hætti, að heimskreppan mikla á árunum 1929—1939 muni sýnast sem dans á rósum í samanburði við þær, hafa verið og eru því engu líkri en að þeir þrái ekkert heitar en grafarfriðinn. í gröf, sem þeir hafa tekið sér sjálfir. Víst er hér tekið djúpt í árinni, en þeir, sem telja orði ofaukið ættu að líta upp úr vösum sínum og spyrja tíðinda. Ekki orkar tvímælis, að eins og sakir standa skipta þróun mála og úrslit átaka við Persa- flóa og í sunnanverðri Afríku meginmáli varðandi afkomu- möguleika Vesturlandabúa. Mestu jarðolíulindir, sem nú er kunnugt um, eru í löndum við Persaflóa, og sunnanverð Afríka geymir hráefni, eins og t.d. króm-, platin-, vandín-, og mangan-forða, sem hvergi eiga sinn líka, og ekki er vitað til að neitt geti komið í staðinn fyrir, þannig að teljandi gagn gæti orðið að. Á þessum hráefnum hvílir efnahagslíf Vesturlanda, það er þeim svo gjörsamlega háð, að bara fárra vikna skortur þeirra myndi hafa hinar hroða- legustu afleiðingar í för með sér. Og ekki einungis að því er venjulega framleiðslu til borg- aralegra þarfa varðar, heldur einnig það sem ömurlegra er til að hugsa: Vígbúnaðariðnaðurinn yrði fyrir nánast óbætanlegu tjóni. Vesturlönd hafa fyrir alllöngu látið ræna sig olíuauðæfum Arabalanda með ósköpum, sem öllum eru kunn og ekki verður nánar farið út í að þessu sinni. aðeins skai minnt á, enn einu sinni, að nú er það að mestu á valdi þeirra, er ekkert áttu nema eyðimörkina og aumingjaskap- inn, hvort Vesturlandabúar njóta Ijóss og hita í híbýlum sínum. Rhodesía er glötuð — heitir nú Zimbabwe — og heimtar ölmus- ur. Marxistinn Mugabe, sem þar ræður lögum og lofum, kom til Washington í sl. mánuði og bað góðfúslega um $ 5.350.000.000 til að byrja með. Suður-Afríka hefir enn sem komið er staðizt ofsóknir Sam- einuðu þjóðanna (yfir 150 tals- ins) undir forystu yfirforstjór- ans, Kurt Waldheim (lengd 188 cm, árslaun jafngildi kr. 78.600.000), öðru nafni Mr. Third World. Framtíð Suður-Afríku hangir á bláþræði. Þarlend stjórnvöld eru tekin að íhuga „sættir ólíkra sjónarmiða", m.ö.o. sjálfsmorð í áföngum. Sovétríkin bíða róleg eftir að Vesturlönd knýji meirihluta- forráð „þeldökkra" yfir þjóðina, sem hefir numið og byggt Suð- ur-Afríku, og gert að menning- arríki. Af nýjustu fullfrágengnum skýrslum um heimsframleiðslu hráefna, sem mér eru kunnar, þ.e. fyrir árið 1977, má gera sér þess dágóða grein, hvers Sovét- ríkin mega vænta sér til handa, ef og þegar vestrænum „stjórn- málamönnum" tekst að hrekja Suður-Afríku undir svartan sósíalisma. Hundraðshluti Suður-Afríku af heimsframleiðslu nokkurra ómissandi hráefna árið 1977, og staða hennar í þeim efnum miðað við önnur lönd (og sam- anlögð hundraðshluta-fram- leiðsla Suður-Afríku og Sovét- ríkjanna í 3. dálki): Antimon, .17%, 3. sæti; 28% Króm,.... 34%, 1. sæti; 56% Gull......57,% 1. sæti; 77% Mangan,.. 23%, 2. sæti; 62% Platin....47%, 1. sæti; 91% Vanadín, . 37%,1. sæti; 67%. Þetta eru tölur, sem æpa. Allri fyrirhöfn og fjármunum, sem varið hefir verið til að kenna þeim að lesa, er þær ekki skilja, hefir verið fórnað til einskis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.