Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 29 Minning: Guðbjörg Þorsteins- dóttir Egilsstaðakoti Fædd 29. marz 1894. Dáin 31. ágúst 1980. hrislur minn ég kalla á þiij komdu að rúmi minn. Gjörðu svo vel og Keymdu mitt iruð i faðmi þinum. Þessa bæn og margar aðrar fallegar bænir kenndi amma okkur barnabörnum sínum. í dag kveðjum við hana í hinsta sinn, og það er okkur huggun í sorginni að henni líður vel og allar þjáningar að baki, því við vitum að nú hefur hún öðlast hið eilífa líf með Guði. Amma hafði mjög sterka trú sem hún miðlaði okkur öllum sem með henni vorum og marga stund- ina sátum við hjá henni og hún kenndi okkur bænir og miðlaði af sínum mikla fróðleik. Amma var mikill dýravinur og marga fallega vísu orti hún um þau, eins og svo margt annað sem hún sá í daglegu lífi, en hún var vel hagmælt og hafði mikið yndi af fallegum ljóðum og sálmum, og kunni hún felst af þessu utanbók- Blóm voru í miklum metum hjá henni og átti hún alltaf mikil og falleg blóm, sem prýddu húsið hennar. Hún talaði við blómin sín, og fór um þau mjúkum höndum, og svo virtist sem þau döfnuðu betur við þessa umhyggju hennar. Öll börn sem umgengust ömmu hændust að henni, hún átti alltaf nóg að hlýju og vissi hvað hverjum kom hverju sinni. Hún var alltaf tilbúin til að hugga og styrkja þá sem minnimáttar voru, og ekki þurfti sárið að vera stórt til að fá skjótan bata hjá henni, og alltaf átti hún eitthvað gott í skúffunni til að stinga upp í börnin sem hjá henni voru. Amma var orðin 86 ára gömul, og var vel ern og hress þangað til á síðasta ári, er hún veiktist. Hún var alla tíð kvik í hreyfingum og létt á fæti, og hljóp oftast frekar en gekk, enda hafði hún ákaflega mikið yndi af tónlist og virtist það koma fram í fasi hennar. Á yngri árum, átti hún oft til að grípa harmonikkuna og taka lagið, þeg- ar skemmtanir voru í sveitinni. I áratugi er hún búin að sjá *" Sf'^fci.......n;t' okkur afkomendum sínum fyrir sokkum og vettlingum, og ekki er ótrúlegt að mörg okkar geti notið þeirra næstu árin þó hún sé fallin frá, svo vel sá hún fyrir þessu. Við söknum ömmu okkar, en huggum okkur við allar fagrar minningar sem við eigum um hana og samverustundirnar með henni. Við þökkum elsku ömmu okkar allan sinn kærleik og hlýju og biðjum Guð að geyma hana. Elsku afi, á þessum tímamótum biðjum við algóðan Guð að styrkja þig í sorg þinni. Guð blessi minningu hennar. Soffía, Guðmundur og Silja. Magnús Pálsson Hafnarfirði - Kveöja I dagsins önn og amstri stígur hugsunin sjaldan það hátt yfir gráan hversdagsleikann að nokk- uð breytist alvarlega, að því er virðist. Og enn síður að nokkrar slíkar breytingar vari til frambúð- ar. Þegar undirritaður kom heim utanlands frá bárust honum þær fregnir að Magnús Pálsson hefði flutt sig um set héðan úr þessum heimi þ. 12. ágúst sl. Ósjálfrátt er þá staldrað við og litið um öxl. Gamlar sýnir og sagnir renna eins og hversdagsleikinn fram og aftur um hugann. Jú, það er víst bláköld staðreynd að Magnús er farinn. Farinn hvert? spyrst eins sjálf- krafa og að dagur kemur eftir þennan dag. Um það eru víst deildar meiningar hvernig þeim flutningi sé háttað, þó nær allir geti fallist á ákveðið form á framhaldinu hver í sínu lagi. En óneitanlega myndast töluvert tómarúm þegar einhver samferða- manna flytur þannig fyrirvaralít- ið í burt. Og þó reyndar ekki svo fyrirvaralítið. Langan aðdraganda mun nafni hafa haft að þessu þótt ekki hátt færi. Á þeim bænum var nú ekki verið að hlaupa með hversdagsbaráttuna og baslið á torg hverju sinni. Nei aldeilis ekki. Slíkt var ekki Magnúsi að skapi. Sárafáir gerðu sér reyndar grein fyrir hvernig raunverulega ástatt var, og var undirritaður ekki þeirra á meðal. En nú blasir grjóthörð staðreyndin við okkur og ekki verður aftur snúið með hana. t fyllsta sannleika veit ég ekki hvort nafna mínum heitnum hafi verið, né sé nokkuð um svona pár gefið. Samt rennir mig í grun að margir samferðamanna Magnúsar vilji taka undir þakkir með mér fyrir samganginn, þótt stuttur væri, með sumum okkar a.m.k. Magnús var nefnilega slík persóna að litur var af. Þótt hver marki sitt mark á samtíðina og sé að stórum hluta bergmál umhverfis síns, þá voru persónueinkenni Magnúsar eilítið sérstök.Óumdeil- anlega mun skarpari og litríkari en vegið meðaltal. Alls staðar komu áhrifin fram við að hafa nafna sér nálægan. Því verður ekki heldur neitað að oft gustaði þar allrækilega einnig. Og stund- um all hressilega. En aldrei vissi ég af því að það hefði neina eftirþanka. Þegar Magnús tók til máls var skafið inn í merg í fyrstu lotu umræðnanna og þurfti hann yfirleitt ekki að hafa neinn glansmyndarbrag á því ef svo bar við. Oft voru menn nú ósammála Magnúsi þegar skafið var í botn, en innundir leyndist haldgott brjóstvit sem sumum fannst þó einstaka sinnum jafnvel vera djúpt á þegar óskipt hreinskilni sat í fyrirrúmi. En fjarlægðin gerir fjöllin blá hjá sumum. Magnús Pálsson var lengst af sjómaður frá Hafnarfirði. Bar hann þess ætíð merki síðan. Menn veðrast vel á slíkum erfiðisstöðum sem skipin voru á þeim tímum. Líklega mun meira andlega en líkamlega ef grannt er skoðað. Oft hefur blásið hraustlega á sálina við hin margvíslegustu skilyrði þar. Voru öll þessi mál Magnúsi afar hugstæð alla tíð síðan, þó hann væri orðinn landkrabbi hin síðari ár eins og hann orðaði það sjálfur einu sinni. Hin seinni ár starfaði hann hjá olíufélaginu Esso af miklum dugnaði og sam- viskusemi svo eftirminnilegt var. Mættu margir taka sér hugsana- gang hans sér til fyrirmyndar. Að vinna fyrir sínu. Bjarga sér sjálf- ur. Nudda og berjast eftir því sem við varð komið án þess að vera að juða á jötunni stóru sem er víst orðin lenska hér á landi nú á dögum. Magnús heitinn skilaði upp- skeru sinni heilu og höldnu svo eftirtektarvert var. Hann lifa 3 uppkomin börn hans og halda keðjunni miklu gangandi áfram samkvæmt lögmáli lífsins. En með þessum fátæklegu orð- um þakka ég fyrir mig og sam- verkamenn Magnúsar Magnúsi heitnum fyrir samganginn meðan Handritasýningin í Árnagarði lokar á laugardag í ÁRNAGARÐI hefur að venju verið opin handritasýning í sumar. Aðsókn hefur verið góð, en þar eð ævinlega dregst mjög úr aðsókn með haustinu, hefur Stofnun Árna Magnússonar ákveðið að hafa sýn- inguna opna almenningi í síðasta sinn nk. laugardag, 13. september kl. 2—4 síðdegis. Sá háttur verður þó á, sem undanfarin ár, að setja upp sýn- ingar fyrir skólafólk og ferða- mannahópa, sé þess óskað með nægilegum fyrirvara. á honum stóð. Umtalsvert tóma- rúm stendur eftir og verður það víst seint fyllt af eins litríkum persónuleika og þar sat áður í öndvegi. Gangi nafna allt í haginn við umskiptin. Við aðstandendur votta ég mína óskiptu samúð við fráfall hans. Megi þeir vel lifa. Magmis H. Skarphéðinsson. Bryndís döttir — I dag 11. september verður elskuleg tengdamóðir mín Bryndís Helgadóttir til moldar borin. Það kom sem reiðarslag yfir alla er til þekktu, er andlát hennar fréttist að morgni sl. föstudags, þar sem hún hafði, að talið var, náð sér svo vel eftir langvarandi veikindi á síðastliðnum vetri. Bryndís var fædd hinn 18. febrúar 1918 og var því 62 ára er hún lést. Árið 1942 giftist hún eftirlifandi manni sínum Halldóri Ág. Gunnarssyni og eignuðust þau sjö börn. Áður hafði Bryndís eignast einn son. Þau hjón Bryndís og Halldór eignuðust indælt heimili, nú síðast að Ljósheimum 6 í Reykjavík, þar sem gott var að kom? og þar mættust oft systkinin og börn þeirra, sem áttu góðar stundir hjá ömmu og afa. Henni leið illa ef hún hafði ekki daglegar fréttir af börnum sinum og barnabörnum og alltaf var hún reiðubúin að koma til hjálpar ef eitthvað bar út af. Bryndís var einstaklega hjarta- hlý kona og kom það sérstaklega fram á því hvernig hún reyndist fólki, sem átti við veikindi að stríða og lá á sjúkrahúsum, en hún átti ótaldar ferðirnar að heim- sækja þetta fólk til að stytta því stundir í veikindum sínum. Þá er aðdáunarvert hversu annt hún lét sér um tengdamóður sína, sem nú liggur á elliheimilinu Grund í hárri elli, en hún taldi ekki eftir sér að heimsækja hana oft dag- lega jafnvel þótt hún væri sárlasin sjálf. Ég lýk þessum fátæklegu orðum mínum með því að biðja algóðan Guð að styrkja eiginmann hennar, born þeirra og aðra nákomna í þeirra miklu sorg. Hvíl í friði. Auðunn S. Hinriksson. Það kom mér mjög á óvart er ég frétti lát Bryndísar Helgadóttur. Hún hafði lengi átt við vanheilsu að stríða, en núna virtist vera að birta til. Það var fyrir 9 árum að ég hitti hana fyrst. En þá var ég að koma í mína daglegu heimsókn til Helgu dóttur hennar, á móti mér tók brosmild kona sem sagðist vera mamma hennar. Oft átti ég eftir að hitta hana og drekka með henni kaffi og ræða við hana um lífið og tilveruna. Bryndís giftist Halldóri A. Gunnarssyni árið 1942 og saman eignuðust þau 7 börn en áður hafði Bryndís eignast 1 son. Þannig að oft hefur verið mikið að gera á svo barnmörgu heimili. En börnuiium var hún góð móðir og barnabörnin áttu alltaf athvarf hjá ömmu Dísu og ég veit hvað hún bar hag þeirra fyirir brjósti. Bryndís átti sína léttu lund og ég veit að það hefur hjálpað henni mikið í hennar veikindum. Bryn- dís var að eðlisfari kát og broshýr en um leið viðkvæm. Þó kynni mín af henni væru ekki löng, aðeins 9 ár, þá minnist ég hennar sem konu sem öllum vildi gott gera. Hanna. íbúasamtök vesturbæjar: Húsið á Suðurgötu 7 standi kyrrt MORGUNBLADINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning: „íbúasamtök Vesturbæjar hafa kynnt borgarráði þá skoðun sam- takanna að þau kysu helzt að húsið á Suðurgötu 7 fengi að standa þar sem það er. Ef þess þyki hins vegar enginn kostur, vænta samtökin þess, að húsinu verði fundinn staður í miðbænum þar sem það megi áfram prýða bæinn og fái þar hlutverk sem eigi við húsið og umhverfi þess. Sam- tökin benda á, að þá kæmi vel til greina að nýta húsið sem listhús eins og verið hefur undanfarið." Almennur kynningarfyrirlestur um innhverfa íhugun er í kvöld, (fimmtudag) kl. 20:30 að Hverfisgötu 18 (gengt Þjóöleikhúsinu). Tæknin er auölærö, auöstunduö, og losar spennu í huga og líkama. Allir velkomnir. Maharnhi Mahash Yogi íslenzka íhugunarfélagiö, sími 16662. BENCO 01-600A 2x40 rásir, fullur styrkur. Sérsmíðað fyrir ísland. Verð kr. 138.600 Toppurinn í CB Talstöövum í dag BENCO, Bolholti 4, sími 21945.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.