Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 31 miðjum dalnum stendur bærinn Snartartunga. Þar bjó Ásmundur Sturlaugsson um hálfrar aldar skeið. Það er sumarfallegt og búsældarlegt í Snartartungu, en þar getur orðið kalt á vetrum þegar blæs af Húnaflóa. Asmundur átti heima í Snart- artungu alla ævi og hélt mikilli tryggð við býli sitt og sveit. Þar var ævistarf hans unnið. Hér verður ekki rakin ætt eða æviferill Ásmundar frá Snartar- tungu. Til þess eru aðrir hæfari og fróðari. Ásmundur var fríður maður sýnum og vörpulegur á velli. Svipur hans bar vott um innri ró og góðmennsku. Friðsamari og hlýrri mann er yarla hægt að hugsa sér. Þótt Ásmundur væri hægur í framgöngu, var hann harðduglegur verkamaður og lag- hentur enda lærður smiður. Hann var bóndi goður og sinnti mjög vel búfé sínu. í einkalífi sínu var Ásmundur gæfumaður. Hann var kvæntur hinni ágætustu konu, Svövu Jóns- dóttur og þau áttu mörg og mannvænleg börn. Við áttum sumardvöl í æsku í Snartartungu hjá þeim Ásmundi og Svövu. Sá eldri okkar kom þangað fimm ára gamall, ókunn- ugur húsbændum og flestu heimil- isfólki. Með okkur tókst vinátta sem síðan hefur haldist. Ásmund- ur gerði aldrei viðmótsmun á eigin börnum og aðkomubörnum. Hjá honum leið ungmennum vel. Við munum minnast Ásmundar þegar við heyrum góðs manns getið. Um leið og við kveðjum þennan vin, færum við Svövu og börnum þeirra hjóna innilegustu samúð- arkveðjur okkar allra og þökkum samveruna. Stefán Bencdiktsson. Guðmundur Benediktsson. Minning: Atli Baldvinsson Hveravöllum Fæddur 31. október 1905. Dáinn 17. águst 1980. Laugardaginn hinn 23. ágúst sl. var Atli Baldvinsson fv. fram- kvæmdastjóri, Hveravöllum, S- Þing til moldar borinn frá Húsa- víkurkirkju að viðstöddu fjöl- menni. Ýmsir voru þar langt að komnir og töldu ekki eftir lang- ræði til að kveðja hann hinstu kveðju og votta aðstandendum hans samúð sína. Veðrið þennan dag var svo gott sem á verður kosið og kveðjuathöfnin hlýleg svo hvorutveggja minnti á þann, sem kvaddur var. Atli var fæddur á Húsavík 31. okt. 1905, sonur hjónanna Sigríðar Stefánsdóttur og Baldvíns Frið- laugssonar. Bæði voru þau af góðu þingeysku bergi brotin en ég læt ógert að rekja ættir þeirra hér. Þau voru vel menntuð að sinnar tíðar hætti og ágætir fulltrúar aldamótakynslóðarinnar. Sigríður var kona skáldmælt og listfeng svo af bar. Baldvin var einnig skáldmæltur og óumdeildur for- ystumaður í héraði. Guðsgjafir Atla voru góðar bæði til sálar og líkama auk þess sem hann hlaut vegarnesti gott úr heimahúsum, þótt lítinn fengi hann þar veraldarauð, enda var honum ekki safnað þar á bæ því hugsjónirnar sátu í fyrirrúmi. Honum mátti því vel farnast enda varð svo. Hann var námsmaður góður og stóð hugur hans til mennta. Búfræðinámi lauk hann ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Stefanía Guðmunds- dóttir Neskaupstað Fædd 26. ágúst 1907. Dáin 1. ágúst 1980. Stefanía Guðmundsdóttir varð bráðkvödd 1. ágúst síðastiðinn á heimili sínu Tröllanesi, Neskaup- stað. Hún hafði ekki gengið heil til skógar hin síðari ár þótt hún flíkaði því ekki. Það er hins vegar mikil guðsblessun að fá að kveðja með þessum hætti þótt nokkuð séu það snögg umskipti fyrir aðstand- endur. Stefanía var fædd í Vaðlavík, Helgustaðahreppi, 26. ágúst 1907. Foreldrar hennar voru Guðmund- ur Magnússon og kona hans Sól- veig Benjamínsdóttir. Stefanía ólst upp í Vaðlavík til sjö ára aldurs. Hún var yngst sex systk- ina. Árið 1912 fluttist fjölskyldan búferlum til Neskaupstaðar. Þar tok Stefanía þátt í hinum marg- víslegu störfum við sjávarsíðuna. Veturinn 1931 fór hún á hús- stjórnarnámskeið Kvennaskóla Reykjavíkur. Minntist hún þeirrar dvalar með ánægju. Eftirlifandi manni sínum, Jó- hanni Jónssyni, kennara á Nes- kaupstað, giftist hún árið 1932. Heimili þeirra hjóna á Tröllanesi var annálað fyrir gestrisni og rausnarskap. I blómagarðinum á Tröllanesi undi hún sér vel á góðviðrisdögum til hinztu stundar. Þegar tími vannst til greip hún oft í handavinnu og bar heimili þeirra hjóna þess glöggt vitni. Stefaníu og Jóhanni varð þriggja barna auðið og eru þau talin upp hér í aldursröð: Halldór dr. med., læknir við Landspítalann í Reykjavík, giftur Ingibjörgu Ingvarsdóttur, Lilja, húsmóðir og sjúkraliði, gift Tryggva Vilmund- arsyni, stýrimanni, Neskaupstað; Sólveig, húsmóðir, gift Sævari Guðmundssyni, starfsmanni hjá Kaupfélaginu Fram, Neskaupstað. Þau systkin hafa fengið í arf frá foreldrum sínum manndóm og drengskap. Ég og eiginmaður minn, Sveinn Jónsson, vorum í sambúð við Stefaníu og Jóhann í tíu ár á Tröllanesi. Varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni mjög vel þennan áratug. Hún átti þá auðlegð, sem felst í hlýju og göfugu viðmóti. Stefanía var félagslynd og tók þátt í þróttmiklu félagsstarfi á Neskaupstað. Þegar kvennadeild Slysavarnafélagsins á Norðfirði var stofnuð fyrir 45 árum, var hún ein af stofnendum hennar og ætíð virkur félagi síðan. Einnig starf- aði hún í Leikfélagi Neskaupstað- ar og fleiri félögum. Hún hafði yndi af söng og sígildri tónlist og söng í nokkrum kórum á yngri árum, meðal annars í kirkjukór Norðfj arðarkirkj u. Ég á margar góðar endurminn- ingar frá samstarfi okkar frá liðnum áratugum. Varðveiti ég þær dýrmætu perlur í djúpi minn- inganna. Við hjónin þökkum Stefaniu ánægjulegar samverustundir frá liðnum árum og sendum eigin- manni, börnum og fjölskyldum þeirra og systrum þínum inniiegar aamúðarkveðjur. Þórunn Jakobsdóttir frá Neskaupstað. frá Hvanneyri vorið 1928 og stundaði síðan nám i tvo vetur á Statens hagebruksskole á Stop í Noregi og útskrifaðist þaðan vorið 1930. Árið 1938 tók Atli við fram- kvæmdastjórastöðunni af föður sínum hjá Garðræktarfélagi Reykhverfinga og gegndi hann henni við góðan orðstír allt til þess að heilsu hans þraut fyrir rúmum þrem árum. En fleiri trúnaðarstörf féllu honum í fang er tímar liðu. Hann var um langt árabil oddviti sveitar sinnar, hreppsstjóri og sýslunefndarmað- ur, auk þess sem hann var formað- ur ýmissa félaga og í stjórnum og nefndum. Öll þessi trúnaðarstörf 'féllu honum í skaut án þess að hann sæktist eftir þeim og öll rækti hann þau af stakri trúmennsku og óeigingimi. Allt bar þess vott að samferðamennirnir tryðu honum og treystu. Atli var maður vel gefinn, bókhneigður og listrænn, fáskipt- inn um annarra hagi, en fyrst og fremst viðkvæmur og svo dulur að fáir munu hafa þekkt hann að fullu og öllu. Hitt duldist engum, að hann hafði sínar skoðanir á hlutunum og lét ekki undan síga ef svo bar undir. Hann var jafnan heils hugar og bar þar hæst umhyggju hans fyrir þeim, sem næstir honum stóðu. Honum var eðlilegt að gefa af sjálfum sér og safnaði ekki verald- arauði. Á síðari árum kenndi hann heilsuleysis, en bar svo hljóðlega að ýmsum duldist. Svo kom þar að hann hlaut heilablóðfall og mátti þar enginn mannlegur máttur bót á ráða hversu sem eftir var leitað og var það hans nánustu illt uppá að horfa. í rúmlega 3 ár lá hann á sjúkrahúsum ósjálfbjarga og svo slitinn úr tengslum við umhverfið að enginn þekkti hans hugarheim. Hver þjáning hans var veit enginn, en þá yfir lauk hygg ég að dauðinn hafi verið honum líkn- samur og þakkir flyt ég þeim, sem önnuðust hann af alúð og ósér- plægni. Árið 1931 gekk Atli að eiga eftirlifandi konu sína, Steinunni Ólafsdóttur, Davíðssonar, stór- bónda á Hvítárvöllum í Borgar- firði. Hjónaband þeirra var jafnan með ágætum og sýndi Steinunn manni sínum slíka umönnun allt til hinstu stundar að til sóma er. Þeim Steinunni og Atla varð fimm barna auðið og eru fjógur á lífi, Sigríður gift undirrituðum, María gift Unnsteini Jóhannssyni lög- regluvarðstjóra og búsett í Garða- bæ, Ólafur framkvæmdastjóri giftur Öldu Pálsdóttur garðyrkju- fræðingi, búsett að Hveravöllum og Baldvin garðyrkjufræðingur búsettur að Hveravöllum. Þegar ég nú sé Atla Baldvinsson hverfa fyrir feigðarbrún, þá hef ég þetta að segja: „Ég þakka þér fyrir allt Atli." Svo hygg ég að margur mundi mæla vilja og ekki hvað sist barnabðrn hans, sem hann rækti öðrant fremur. Vigfús B. Jénsson. Polýfonkorinn Kórskóli Pólýfónkórsins hefst 29. september. Kennt verður í Vöröuskóla (á Skólavöröuholti) á mánudags- kvöldum kl. 20—22 — 2 stundir í senn í 10 vikur. Kennslugreinar: Raddbeiting og öndun Heyrnarþjálfun Rytmaæfingar Nótnalestur. Kennarar: Ingólfur Guöbrandsson, söngstjóri Herdís Oddsdóttir, tónmenntakennari Siguröur Björnsson, óperusöngvari Ruth L. Magnússon, óperusöngvari. Kennslugjald aðeins kr. 15.000 — Notfærið ykkur þetta tækifæri til aö taka upp þroskandi tómstunda- starf og njótið leiösagnar fyrsta flokks kennara. Þátttaka tilkynnist í síma 21424 og 26611 á daginn en 43740 og 72037 á kvöldin. Blað- burðarfólk óskast Austurbær Freyjugata 1—27 Lindargata Ármúli Samtún. Vesturbær Skerjafjöröur fyrir sunnan flugvöll. Hringið í síma 35408 |H*¥0ISSlMttfcÍfe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.