Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL 13-14 FRÁ MÁNUDEGI essonar „Myglað eyrnakonfekt" sem birtist í Mbl. 18/7 1980. Það voru orð í tíma töluð og þó fyrr hefði verið. • Fyrir hverja er Ríkisútvarpið Ég tel það stórfurðulegt að þessi þungmelta tónlist sem krefst algers næðis og einbeitingar skuli vera send út í tíma og ótíma þegar vitað er og stutt með skoðana- könnun að yfir 90% þjóðarinnar hunsar þessa tónlist algjörlega í flutningi ríkisútvarpsins. Fyrir hverja er Ríkisútvarpið, þjóðina eða örsmáan þrýstihóp? Ég vona að fólk átti sig á þessu ófremdar- ástandi og mótmæli kröftulega, bæði í ræðu og riti. Minnist þess að ríkisútvarpið á að vera fyrir okkur öll. • Ekki ljósglæta í sósialismanum Húsmóðir skrifar: „Nú er ekki lengur hægt að saka mann um pólitískt ofstæki þótt maður hafi í rúma hálfa öld haldið því fram, að ekki væri ljósglæta í sósíalismanum. Nú lýsir sjálfur Gierek því yfir, að það sé ekki hægt að veita verka- mönnum Póllands almenn mann- réttindi, því að þá sé stoðunum kippt undan kommúnismanum. • Lítið brauð — ekkert réttlæti I kommúnismanum finnst sem sé ekkert réttlæti. í 40 ár hefur hann ekki getað brauðfætt alþýðuna, og valdníðsla og póli- tískar ofsóknir eru það eina sem fólkið fær. • Blekkingar- postular Mig langar til að spyrja það fólk, sem stærir sig af því að vera ópólitískt, hvort ekki sé nálægt sanni, að kalla þá, sem hafa haft af því sitt lifibrauð og ýmsan frama að prédika þessa helstefnu sem einu sáluhjálp heimsins, ofstækisfulla bleWkingarpostula. Hvaða sannleikur finnst í þeirra munni? • Ekki fyrr en eftir jól Af því að verkföllin í Póllandi standa sennilega framyfir skóla- setningu, þá mætti fara fram á það við þessa, sem stunda heila- þvottinn á unglingunum í staðinn fyrir lögboðna kennslu, að byrja nú ekki fyrr en eftir jól að láta verkamannabörnin trúa því, að verkfallsrétturinn sé af hinu illa og frjáls verkalýðsforysta sé ósamrýmanleg sósíalismanum og þess vegna bönnuð í sósíalísku ríkjunum. • Eins og kærleiks- rik móðurhönd í kolaverkfallinu í Englandi árið 1926 fór Freda Utley frá Moskvu til þess að stappa stalinu í verkfallsmenn. Stjórnin í Eng- landi hafði sigur og mig minnir að kolanámaverkamennirnir hafi lít- ið fengið í sinn hlut, en Utley sagði, að íhaldsstjórnin hefði verið eins og kærleiksrík móðurhönd í garð verkamanna, miðað við það sem alþýða Rússlands mætti búa við, og átti þó Stalín eftir að gera kjör hennar miklu verri. Ætlar hinn frjálsi heimur að dæma alþýðu manna í sósíalísku ríkjunum til eilífrar kúgunar, af því að það kostar stríð við Rússa að frelsa hana? • Eins og í frjálsu blöðin i A-Evrópu Ég heyrði mér til mikillar ánægju leiðara Þjóðviljans í út- varpinu hinn 30. ágúst, en allir vita, að svona skrifuðu sósíalist- arnir í frjálsu blöðin í Austur- Evrópu, áður en þeir sviku löndin í hendur Stalíns, með þeim árangri sem núna sést í Póllandi. Hvað eru margir verkamenn á meðal þeirra 334 milljóna manna, sem núna eru ofurseldir Rússum? Enginn getur nokkurn tíma treyst orði sem sósíalistar segja, þegar þeir tala um pólitík." Þessir hringdu . . • Hringjarinn í ham? íbúi við Eiríksgötu hringdi og undraðist leikgleði hringjarans í Hallgrímskirkju undanfarið. Ég held mikið upp á þetta guðshús og hlakka til að sjá það fullgert að utan sem innan. En ég get ekki gert að því að stundum finnst mér nóg um bjöllutónlistina, sérstak- lega á sunnudagsmorgnum. Ég hélt jafnvel núna á sunnudaginn að túristi eða unglingsprakkari hefði komist í „græjurnar", slík var leikgleðin, og í milli heyrðust ferlegar orgelhrinur. Er nú ekki hægt að fara mildilegar með þetta spilverk? SKAK Umsjón: Margeir Pétursson í undankeppninni fyrir meist- aramót Moskvu í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Smeljy, sem hafði hvítt og átti leik, og Lepeshkins. 27. He8! - Hxe8, 28. Hxe8 - Dxe8 (Ef 28.... Dd7 þá 29. Bg4 - f5, 30. Bxf5! - gxf5, 31. De5 - Dg7,32. Dxf5+ - Dg6, 33. Hh8+ og vinnur). 30. Dxc7 og svartur varð að gefast upp, því riddarinn á a5 fellur óbættur. HÖGNI HREKKVÍSI SIEMENS Uppþvottavélin ¦ <nw • Vandvirk. LMU Y « Sparneytin. SMITH & NORLAND HF., Nóatúni 4, sími 28300. Islenzka fyrir útlendinga Vinsamlegast segið erlendum vinum yðar frá íslenzku- kennslu Mímis Nemendur eru þjálfaðir í talmáli allt frá upphafi. Málfræðin er kennd með dæmum. Sími 11109og 10004 (W. 1 — 7e.h.) Hino 1980 Vörubílsstjórar, verktakar, fiskverkendur. Þessi bíll er til sölu árg. 1980, ekinn 6 þús. km. Nýr álpallur, skjólboröahæö 65 cm. 11.500 kg. Uppl.ísíma 97-7541. Burðarpol GETIÐ ÆTÍÐ TREYST GÆÐUM ROYAL LYFTIDUFTS Firmakeppni K.R. í knattspyrnu utanhúss 1980. Hin árlega firmakeppni knattspyrnudeildar K.R. veröur haldin helgina 20.—21. sept. Keppt verour í riölum, en úrslitakeppnin veröur viku síöar. Keppt veröur utanhúss. Skulu 7 leikmenn vera í hverju liöi auk 3. skiptimanna. Leiktími er 2x15 mín. Þátttaka tilkynnist fyrir 18. sept. í síma 22194 á priöjud., miövikud. og föstud. milli kl. 2—4 eftir hádegi og nánari upplýsingar. Knattspyrnudeild K.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.