Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 39 Dunbar leikur með ÍS í kvöld EINS OG flestir körfuknattleiks- unnendur muna lék Bandarikja- maðurinn Dirk Dunbar með liði ÍS fyrir tveimur árum. Vegna meiðsla varð hann að halda til síns heima og læknar skipuðu honum að hætta öllu körfubolta- sprikli, að viðlögðum staurfótum og öðrum álika skemmtilegheit- um. Síðan hefur hann haft hægt um sig en þó stolist í boltaleik við og við. í sumar fór hann í keppnis- ferð til Mexíkó með liði frá heimafylki sínu. Liðið lék átta leiki á jafnmörgum dögum og kappinn Dunbar lét sig ekki muna um að skora 35 stig að meðaltali í leik. Nú er Dirk á förum til Þýska- lands þar sem hann mun þjálfa 1. deildarliðið Darmstadt. Á leiðinni þangað heilsaði hann upp á vini og kunningja hér á landi; og ætlar að leika einn leik með sínum gömlu félögum í ÍS. Ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur því að mótherjarnir verða íslands- og bikarmeistarar Vals. Bæði liðin tefla fram öðrum bandarískum leikmönnum en síðastliðið ár. Með Val leikur Roy Johns, fjallgrimm- ur miðherji, en með stúdentum Mark Coleman, eldsnöggur og skæður framherji. Full ástæða er til að hvetja fólk til að sjá allar þessar kempur eigast við. Leikurinn fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans nk. fimmtudag og hefst kl. 20.00. Volvo-mót á Skarövelli LAUGARDAGINN 13. sept. nk. verður opna VOLVO-golfmótið haldið á Sauðárkróki, og hefst það kl. 10 f.h. Keppt verður í karlaflokki með og án forgjafar. Volvo-umboðið hefur gefið verð- laun og að auki farandbikar, sem verður þó eign þess, sem sigrar án forgjafar i þriðja sinn. Aukaverðlaun hlýtur sá sem verður næst holu eftir teighögg á 5. braut. 10 fara á NM-mót í kraftlyftingum Norðurlandameistaramótið í kraftlyftingum fer fram í Dramm- en í Noregi dagana 12., 13. og 14. september nk. Lið íslands skipa eftirtaldir: Fl. 67,5 kg Kári Elísson ÍBA Fl. 67,5 kg Daníel Olsen KR Fl. 75,0 kg Skúli Óskarsson UÍA Fl. 82,5 kg Sverir Hjaltason KR Fl. 90,0 kg ólafur Sigurgeirss. KR Fl. 100,0 kg Hörður Magnúss. KR Fl. 100,0 kg Halldór E. Sigur- björnsson KR Fl. 110,0 kg Viðar Sigurðsson KR Fl. 125,0 kg Jón Páll Sigmarss. KR Fl. 125,0 kg Víkingur Traustason ÍBA Ársþing BSÍ ÁRSÞING Borðtennissambands íslands verður haldið laugardag- inn 8. nóvember 1980 í félags- heimili Rafmagnsveitu Reykja- vikur og hefst kl. 14:00. Dagskrá samkvæmt lögum. Lagabreytingar og tillögur sem sambandsaðilar vilja leggja fyrir þingið þurfa að hafa borist stjórninni eigi siðar en 18. októ- ber. I 0PIÐ FRÁ KL. 1-10 e.h. Wl afsláttur hefur varla verið gef- inn né jaf n stórt úrval af vörum sést á jafn stóru "? Vægast^ sagt Þú getur legumjM , allra markaða sem nú er haldinn á landinu. * Herrafatnaöur • Dömufatnaöur • Unglingafatn- aöur • Barnafatnaöur • Nærfatnaöur — herra — dömu og barna • Dömu — herra — barnaskór • Efni og bútar — ullar, denim, kakhi, poplín, fóöur, gardínuefni, stórisar o.m.fl. • Tilleg (s.s. tölur, rennilásar, tvinni o.fl. þ.h.) • Hljómplötur — kassettur gert stórkostleg innkaup á stórglæsi- rum í stórbrotnum husakynnum * V fyrirtæki verzlanir, saumastofur, heildverzlanir, hljómplötuútgefendur t.d. Saumastofa Karnabæjar, Steinar hf., Skóverzlun Þóröar Péturssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.