Morgunblaðið - 11.09.1980, Page 40

Morgunblaðið - 11.09.1980, Page 40
' Síminn á afgreiöslunni er 83033 JtUrgnnblfibife Núopnum öllkvöld kl.18.00 r FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 Gífurlegt tjón varð í eldsvoða á Árskógsströnd GÍFURLEGT tjón varð í elds- voða. þegar tvö bílaverkstæði við bæinn Illíðaiand á Ár- skógsströnd í Eyjafirði hrunnu til kaldra kola í gærdag, en það voru bílaverk- stæði Hjalta Sigfússonar og Þorsteins Marinóssonar. Að sögn Sigurðar Jónsson- ar, slökkviliðsstjóra á Dalvík, sem fór á staðinn, stóð ekki steinn yfir steini og má segja, að aðeins grunnur hússins sé heillegur eftir ósköpin. Hann sagði að a.m.k. fjórir bílar hefðu gjöreyðilagst í eldsvoðanum, auk þess mikið af tækjum og tilheyrandi. Þegar slökkviliðið kom á staðinn um 25 mínútum eftir upptök eldsins var allt alelda og ekki um annað að ræða en að hemja frekari útbreiðslu eldsins. — „Við enduðum svo á því að slökkva í rústunum. Annars verður að viðurkenn- ast, að vatnsskortur háði okkur nokkuð við slökkvistörf- in. Við gátum ekki notað nema 2—3 slöngur, en erum með 8 slöngur til taks,“ sagði Sigurð- ur ennfremur. Húsavik: Slátra mun minna í ár Húsavik. 10. septpmber. SLÁTRUN hefst hjá Kaupfélagi Þingeyinga nk. mánudag og er áætlað að slátra 41 þúsund fjár, sem er um 10 þúsund færra en á síðasta ári. Á síðasta ári var óvenjulega miklu slátrað vegna mikilla harð- inda sem gengu yfir. Menn vona, að dilkar vegist vel í haust, en þungi þeirra má verða mun meiri heldur en í fyrra ef heildarinnlegg á að verða svipað. Sauðfé reyndist mjög lélegt til frálags á sl. ári. Menn telja eina ástæðuna fyrir þessari miklu fjölgun vera þá, að sl. vor var mun minna um tví- lembdar ær en oft áður. Þá verður nokkru meira sett á í haust þar sem menn hafa almennt heyjað mjög vel. — Fréttaritari. Ríkisstjórnin f jallar áfram um tillögur sam- gönguráðherra í dag Fundir með forráðamönnum Flugleiða og fulltrúum þingflokkanna RÍKISSTJÓRNIN mun í dag fjalla áfram um tillögur Stein- gríms Hermannssonar sam- gönguráðherra varðandi stuðn- ing við áframhaldandi Atlants- hafsflug. Mbl. tókst ekki í gær að ná tali af samgönguráðherra, en Svavar Gestsson félagsmálaráð- herra sagði i samtali við Mbl. í gærkvöldi að áframhaldandi fundahöld yrðu um málið næstu daga, þar sem margt þyrfti at- hugunar við áður en lengra yrði haldið. Forráðamenn Flugleiða áttu í gærmorgun fund með forsætisráð- herra, samgönguráðherra og fé- lagsmálaráðherra og sagði Sigurð- ur Helgason, forstjóri Flugleiða, í samtali við Mbl. í gær, að þessi fundur hefði staðið í um hálfa klukkustund og hefðu þeir svarað ýmsum fyrirspurnum ráðherra varðandi skýrslu þá, sem Flugleið- ir sendu samgönguráðherra. Sagði Sigurður, að annar fundur hefði verið ákveðinn á föstudaginn. Þá ræddu samgönguráðherra og félagsmálaráðherra í gær við full- trúa þingflokkanna, sem fjölluðu um ríkisábyrgðina fyrir Flugleiðir í vetur, en þeir eru: Olafur Ragnar Grímsson frá Alþýðubandalagi, Eiður Guðnason frá Alþýðuflokki, Guðmundur G. Þórarinsson frá Framsóknarflokki og Matthías Á. Mathiesen frá Sjálfstæðisflokki. Annar fundur var ákveðinn á föstudaginn. ELDSVOÐI — Það brann hreinlega allt sem brunnið gat í bílaverkstæðunum að Hlíðalandi á Árskógsströnd í Eyjafirði í gær, eins og þessar myndir, sem ljósmyndari Mbl., Páll Pálsson á Akureyri, tók í gær, sýna glögglega. Innfellda myndin er tekin inni í öðru verkstæðinu. Birgðavandi frysti- húsanna úr sögunni BIRGÐIR frystihúsa innan Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna voru um síðustu mánaðamót um 4 þúsund tonnum minni en á sama tima í fyrra. Birgðavandamál húsanna er þvi úr sögunni. en á timabili í sumar þurftu nokkur frystihúsanna að hætta rekstri, m.a. af þeim sökum. Hjalti Eínarsson, framkvæmda- stjóri hjá SH, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að um síðustu mánaðamót hefðu birgðir SH hér á landi verið 20.600 tonn, en á sama tíma í fyrra voru þær 24.600 tonn. Sagði Hjalti að þessar birgð- ir samsvöruðu innan við 2% mán- aða framleiðslu og það væru í raun ekki miklar birgðir. Hann sagði að samanburður sem þessi væri ekki nákvæmur því inn í reikninginn þyrfti að taka hvernig hefði staðið á afskipunum, en þó væri ljóst að birgðir frystihúsa væru nú verulega minni en í fyrra og birgðavandamálið væri úr sög- unni. í Bandaríkjunum á SH rúmlega 2 þúsund tonn af fiski. Undanfarnar vikur hefur miklu af fiski verið afskipað og einnig dróst framleiðsla húsanna saman í sumar vegna sumarleyfa og rekstrarerfiðleika. Þá sagði Hjalti, að sala á frystum fiski hefði gengið vel í ágústmánuði og allt hjálpaðist þetta að við að leysa birgðavandamálið. Hins veg- ar væri rekstrarvandinn enn óleystur, 8,57% launahækkun hefði orðið 1. september, nýtt fiskverð ætti að koma 1. október, kjarasamningar væru framundan og daglega væru tilkynntar nýjar hækkanir. Allt gerði þetta sitt til að gera stöðuna erfiðari. Kjaradeila ASÍ og VSÍ: Yerður sáttatillaga lögð fram á morgun? ALLT útlit benti til þess í gærkveldi, að sáttasemjari rikis- ins og sáttanefnd myndi leggja fyrir aðila vinnumarkaðarins, Alþýðusamhand fslands og Vinnuveitendasamhand íslands, sáttatillögu eða svokallaða inn- anhússtillögu á sáttafundi á morgun. föstudag. Sáttatillagan mun að öllum líkindum fjalla um röðun i launaflokka, en á þvi atriði og einkum að þvi cr varðar Verkamannasamband ís- lands, strönduðu viðræður aðila rétt fyrir síðustu mánaðamót. Ríkisstjórn Luxemburg: Leggur ríka áherzlu á að Lux- air leggi fram nýjan samning „RÍKISSTJÓRN Luxemburg litur ekki svo á, að viðræðum flugfélaganna um áframhald Atlantshafsflugsins sé endan- lega lokið, heldur var forráða- manni Luxair falið að koma með tillögur að nýjum samningi til að leggja fyrir Flugleiðir og vegna fyrirhugaðra ráðherra- viðra>ðna hefur verið óskað eft- ir því, að gerð þessara nýju samningsdraga verði hraðað,“ sagði André Claude, blaða- fulltrúi ríkisstjórnarinnar i Luxemburg, i samtali við Mbl. i gær. „Okkur er ljóst, að við eigum Flugleiðum maigt að þakka og jafnframt er okkur það kapps- mál að halda í þá starfsemi og þekkingu, sem fyrirtækið hefur. Ríkisstjórnin er hikandi við beina þátttöku í flugrekstrinum, eða of mikil afskipti, en leggur ríka áherzlu á að reynt sé til þrautar að finna Atlantshafs- fluginu nýjan grundvöll, sem ríkisstjórnin er tilbúin til að styrkja," sagði Claude. „Þess vegna hefur Barthel samgöngu- ráðherra falið Luxair að gera tillögu að nýjum samningi, sem gæti tryggt áframhaldandi þátt- töku Flugleiða og sjálfstæðan rekstur flugs milli Luxemburg og Ameríku. Innanhússtillaga, sem svo er nefnd, því að sé hún sáttatillaga, verður að leggja hana fyrir hvert aðildarfélag fyrir sig, mun því ekki leysa kjaradeiluna, heldur aðeins þann ásteytingarstein, sem viðræður strönduðu á. Eftir er þá að ræða um grunnkaups- hækkanir og annað er varðar samningsgerðina, en vonir standa til, samþykki aðilar innanhúss- tillöguna, að viðræður geti hafizt á ný. ~ Sáttanefndin átti í gær all- marga fundi með hinum ýmsu sérgreinasamböndum innan heildarsamtaka aðila og var að safna upplýsingum til þess að geta mótað tillöguna. Er svo búizt við því að hún verði lögð fyrir aðila á morgun, eins og áður sagði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.