Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 205. tbl. 68. árg. FOSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Brezhnev heitir Kania stuðningi Moskvu. Varsjá. VV'ashinKton. 11. september. AP. FUNDI BREZIINEVS. íorseta Sovétríkjanna, og Jagielskis, aðstoðarforsætisráðherra Póllands, lauk í dag í Moskvu með samkomulagi um aukin kaup Pólverja á matvælum og tækjum frá Sovétríkjunum á næstu mánuðum. Að sögn Tass-fréttastofunnar var fundur leiðtoganna mjög vinsamlegur. en auk viðskipta var á honum fjallað um „alhliða samskipti ríkjanna“. Ekki hefur verið látið uppi með hvaða kjörum Pólverjar kaupa umræddar vörur. Kania, hinn nýi leiðtogi pólska kommúnistaflokksins, upplýsti í dag, að hann.hefði raett við „félaga Brezhnev" daginn sem hann var útnefndur flokksleiðtogi og að Brezhnev hafi heitið honum full- um stuðningi. Kania greindi einn- ig frá því, að Austur-Þjóðverjar myndu í auknum mæli láta Pól- verjum í té fullbúnar neyzluvörur. Jafnframt skýrði Kania frá því, að a-þýzkir og sovézkir verkamenn hefðu aðstoðað við að losa úr pólskum skipum í síðasta mánuði, þegar pólskir hafnarverkamenn voru í verkfalli. Hin opinbera verkalýðshreyfing í Póllandi hóf í dag herferð til að vinna verkamenn á sitt band með loforðum um aukið lýðræði innan verkalýðsfélaganna. Leiðtogi hreyfingarinnar, Romuald Jank- owski, sagði á fundi með frétta- mönnum í dag, að hin opinbera pólska verkalýðshreyfing þyrfti róttækra breytinga við. Lofaði hann ýmsum umbótum innan hreyfingarinnar. Ýmsir hópar menntamanna og verkamanna héldu í dag áfram að reyna að koma á frjálsum verka- lýðsfélögum víða í Póllandi á grundvelli samninganna, sem gerðir voru í Gdansk og Stettin. Tékkóslóvakía: Símamynd AP. Handaband í Kreml Brezhnev forseti Sovétríkjanna og Jagielski aðstoðarforsætisráð- herra Póllands takast í hendur við upphaf viðra>ðna þeirra í Moskvu í gær. Mynd af Karli Marx blasir við i baksýn. Fyrrverandi ráð- herrar handteknir Fondon. 11. september. AP. TÉKKNESKA leynilögreglan hef- ur handtekið níu framámenn úr röðum andófsmanna, þeirra á með- al tvo fyrrverandi ráðherra. vegna bréfa, sem talið var að þeir hygð- ust senda til verkfallsmanna i Póllandi og Ilusaks forseta TékkiV- slóvakíu. Að sögn Palaeh Press, fréttastofu tékkneskra útlaga í London, hafa yfirheyrslur yfir mönnunum heinzt að því að kanna hvort þeir hafi skaðað tékkneska hagsmuni erlendis. Tveir aðrir andófsmenn voru handteknir með hinum níu á þriðjudag, en látnir lausir í gær. Ráðherrarnir fyrrverandi, sem handteknir voru, eru Jiri Hajek, sem var utanríkisráðherra á árinu 1968, þegar Sovétríkin gerðu innrás í Tékkóslóvakíu og Vladimir Kad- lec, en hann var menntamálaráð- herra á sama tíma. Báðir hafa þeir verið háskólakennarar undanfarið. Að sögn Palach Press var í fyrra bréfi andófsmannanna fyrirhugað að lýsa yfir stuðningi við verk- fallsmenn í Póllandi, en í bréfinu til Husaks var fjallað um mannrétt- indabrot í Austur-Evrópu og áhrif þeirra á samskipti austurs og vest- urs. Andófsmennirnir, sem handtekn- ir voru, hafa allir verið virkir í hreyfingu þeirri, sem hvatt hefur stjórnvöld í Tékkóslóvakíu til að hlíta mannréttindaákvæðum Hels- inki-sáttmálans frá 1975. Grís í afmælisgjöf Símamynd AP. Franz Josef Strauss kanzlaraefni kristilegra demókrata i þing- kosningunum i V-Þýzkalandi i október átti 65 ára afmæli í gær og fékk þá m.a. þennan fagra gris i afmælisgjöf frá einum stuðningsmanni sínum. Deilur um dag skrá í Madrid Madrid. 11. soptomber. AP. , EFTIR nokkurt þref hefur náðst samkomulag á und- irbúningsfundi Madrid- ráðstefnunnar, sem fjalla á um framkvæmd Ilels- inki-sáttmálans frá 1975, um hvað kalla skuli ráð- stefnuna formlega. Búizt er við töluverðum deilum um fundarsköp og dag- skrá ráðstefnunnar, en um þetta verður fjallað næstu daga á undirbúningsfund- inum í Madrid. Ráðstefn- an sjálf hefst í nóvember. Fulltrúum Noregs og Ung- verjalands hefur verið falið að gera drög að dagskrá. Bandaríkjamenn hafa gert kunnugt að þeir vilji ræða innrás Sovétmanna í Afg- anistan sem og mannrétt- indabrot þeirra heima fyrir. Búizt er við harðri andstöðu Sovétmanna við þetta og talið að þeir muni vilja ræða vandamál blökkumanna og indíána í Bandaríkjunum auk afvopnunarmála og skipta stórveldanna. sam- Gullskip í Barentshafi? Osló, 11. soptomhor. frá frottaritara Mbl.. Jan-Erik Lauró. BREZK yfirvöld hafa nú í undirhúningi að senda sér- stakan leiðangur til að hafa upp á gullfarmi brezks her- skips, sem var sökkt á Bar- entshafi árið 1942. Haft hefur verið samband við norskt fyrirtæki um að- stoð við að ná upp 10 tonnum af gullstöngum sem talið er að séu í flaki skipsins „Edin- burgh" utan við 12 mílna landhelgi Noregs á Barents- hafi. Þar sem skipið liggur á hafsbotni utan norskrar lög- sögu þarf ekki heimild norskra yfirvalda til þessa leiðangurs, en norska utanrík- isráðuneytið hefur engu að síður fylgzt með málinu. Gert er ráð fyrir að leiðangurinn verði farinn í vetur. Afganistan: Framrás sovézka hersins í Panjshir-dalnum stöðvuð Nýju Dolhi, 11. soptombor — AP. FRELSISSVEITIR afganskra múhameðstrúarmanna hafa stöðvað framrás sovézka hersins í Panjshir-dalnum fyrir norðan Kahul m.a. með þvi að koma af stað skriðuföllum I fjallshliðunum við mynni dalsins. Stórar sveitir sovézkra hermanna hafa lokazt inni á þessu svæði vegna aðgerða Afgana. Sovézki herinn hóf mikla árás á stöðvar frelsissveitanna i daln- um fyrir um viku, en dalurinn þykir hernaðarlega mjög mikil- vægur og hefur verið á valdi frelsissveitanna frá 1978. Heim- ildir herma að Sovétmenn hafi misst 20 skriðdreka, 13 þyrlur og 2 MIG-þotur í bardögunum um dalinn. Framrás þeirra var stöðvuð eftir að þeir höfðu náð um 30 kílómetra inn í dalinn, sem er 180 kílómetrar að lengd. Með sprengingum tókst afgönsku sveitunum að loka hluta sovézka liðsins inni og hafa Sovétmenn sent mikið lið á vettvang til hjálpar m.a. flugleiðis. Hafa orðið snarpir bardagar á þessu svæði undanfarna daga og herma heimildir að Sovétmenn hafi beitt napalm-gasi gegn frelsissveitunum. Panjshir-dalurinn nær þvert yfir austurhluta Afganistans og um hann liggja margar mikil- vægar leiðir frá höfuðborgar- svæðinu til norðausturhéraða landsins. Syðri endi dalsins er skammt frá Bagram-flugstöð- inni, sem er Sovétmönnum mjög mikilvæg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.