Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980 3 Síldin dyntótt „SÍLDIN er dyntótt eins og venjule(?a,“ sagði Egill Jónassun verkstjóri á Höfn í gær. Sáralítil veiði hefur verið hjá Hornarfjarðarbátum undanfarna tvo daga þrátt fyrir að 17 bátar séu byrjaðir á veiðum. I gær komu á land 300 tunnur og 700 tunnur í fyrradag. Bezta veður er á miðun- um. Nokkrir aðkomubátar eru þegar komnir til Hafnar. Aðeins Belgar á miðunum FJÓRIR belgískir togarar eru nú á veiðum við landið og halda þeir sig á Síðugrunni, samkvæmt upplýs- ingum Landhelgisgæzlunnar. Bæði Færeyingar og Norðmenn eru búnir að veiða upp í kvóta sinn og munu því færeysk og norsk veiðiskip ekki sjást á Islandsmið- um fyrr en á næsta ári. Óvenju margir árekstrar í gærmorgun ÓVENJU margir árekstrar urðu í gærmorgun og kann lögreglan enga skýringu á því enda voru aðstæður allar eins ug bezt verður á kosið. Á tímabilinu frá klukkan 6 til 12 á hádegi urðu 12 árekstrar í umferðinni, en í engu tilfellinu var um alvarleg meiðsli að ræða. Venjulega er lítið um árekstra á þessum tíma nema þá að akst- ursskilyrði séu mjög slæm, snjór og hálka. Frá hádegi til klukkan 6 í gær urðu fimm árekstrar. Hátölurum stolið af happdrættisbíl í FYRRINÓTT var stolið tveimur hátölurum af happdrættisbíl Hjartaverndar, þar sem hann stóð í Austurstræti. Hátalararnir eru ófundnir. Ef einhverjir geta gefið lögreglunni upplýsingar, sem gætu komið henni á sporið, eru þeir beðnir að hafa samband við hana sem allra fyrst. * Asmundur félagi V.R. ÁSMUNDUR Stefánsson. hagfræð- ingur, framkvæmdastjóri Alþýðu- samhands Islands. sem verið hefur félagi i Bandalagi háskólamanna. hefur sagt sig úr handalaginu og gengið i Verzlunarmannafélag Reykjavikur. Samkvæmt heimildum, sem Morg- unblaðið hefur aflað sér, munu aðeins félagar í Alþýðusambandi íslands og aðildarfélögum þess vera kjörgengir í trúnaðarstöður sambandsins. Á næsta ASÍ-þingi fer fram kjör forseta ASÍ. Þess má geta, að samkvæmt sérstökum ákvæðum eru starfsmenn Alþýðusambands íslands félagar í lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. 'k Herrafatnaður ★ Dömufatnaöur ★ Ungl- ingafatnaöur ★ Barnafatnaöur ★ Ungbarna- fatnaður ★ Nærfatnaöur herra-, dömu- og barna ★ Dömu-, herra- ogbarnaskór. Efni og bútar — ullar, denim, kakhi, poplín, fóöur, gardínuefni, stórisar o.m.f. Tilleg (s.s. tölur, rennilásar, tvinni o.fl. þ.h.) Verð sem margfalda verðgildi krónunnar þinnar Hljómplötur og cassettur, bæöi innlent og erlent efni. Mesta úrval og hagkvæmasta | verö sem um getur. — Sjón er sögu ríkari. í smásöluversl., framleiöslu heildverslun og útgáfu. MÁRKAÐURINN | hefst í dag kl. 1 e.h.1 kí Sýningarhöllinni j . Bíldshöfða!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.