Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980 5 Persónuleg skoðun mín — segir Jón Kjart- ansson.formaður Verkalýðs- félags Vestmannaeyja „ÞETTA ER fyrst og fremst mín persónulega skoðun," sagði Jón Kjartansson, formaður Verkalýðs- félags Vestmannaeyja, er Mbl. innti hann eftir því hvort það væri skoðun stjórnar félagsins, að seinagang í samningamálum ASÍ og VSÍ, megi fyrst og fremst rekja til veikrar stöðu ASI, sem sé til komin vegna innbyrðis sundrung- ar innan ASI, eins og kemur fram í nýlegu fréttabréfi verkalýðsfé- laganna í Vestmannaeyjum og birt var í Þjóðviljanum í vikunni. Jón vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Hvers er að vœnta? - Afl siillsogfmTr þessi dríttur óþolandi me6 öllu og veröur aö taka enda. Þaöer t.d. ekki fanö aö hugsa fyrir gerö samninga um slldar^ vinnslu þótt ákveöiö hafi venö aö leyfa veiöar 1 reknet mánu- daginn 25. ágúst. Þaö er mikiö i húfi fyrir verkafölk i byggöar- | lögum eins og Vestmannaeyj- I um sem hafa oröiö aö þola at- I vinnuleysi aö undanförnu, aö I gerö samninga um sUdarvmnu | veröi hraöaö.” _ekh Hafnarfjörð- ur sigraði í sumar fór fram annað árið í röð skákkeppni fjögurra skákfélaga. svokölluð „Litla deildarkeppn- in“. Teflt er á 10 borðum, baeði í flokki fullorðinna og unglinga. Urslit urðu þau að Hafnarfjörð- ur sigraði með 36 '/2 vinningi, Kópavogur hlaut 34 vinninga, Seltjarnarnes 31 vinning og Kefla- vík 18Vi vinning. I unglingaflokki sigraði Seltjarnarnes með 10 vinn- inga, Hafnarfjörður hlaut 6'/2, Keflavík 4 og Kópavogur 2 V2 vinning. Hákarl rak upp í f jöru á Selt jarnarnesi ÞAÐ VARÐ uppi fótur og fit í Mýrarhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi í gærdag þegar það fréttist, að stóreflis há- karl hafði rekið upp í fjöru neðan við skólann. Börnin iðuðu í skinninu að fá að sjá þessa stóru skepnu og að ráði varð, að gefa börnunum leyfi úr tíma og marseraði öll hersingin niður í flæðarmál- ið, nemendur og kennarar. Eins og þessar myndir, sem Ólafur K. Magnússon, ljós- myndari Mbl. tók bera glöggt með sér, ríkti mikil eftir- vænting í svip ungmennanna þegar þau marseruðu niður í fjöru. Góð sala VÉLBÁTURINN Sæljón frá Eski- firði landaði afla sinum í Hull i Englandi í gær og andstætt þvi sem svo algengt hefur verið undanfarið fékkst mjög gott verð fyrir aflann. Sögðu fiskkaupmenn, að fiskur- inn hefði verið í háum gæðaflokki. Sæljónið seldi 52,3 lestir fyrir 39,6 milljónir, meðalverð 757 krónur á kíló. Meðfylgjandi mynd er tekin á Sæljóns Eskifirði síðastliðinn laugardag og sést greinilega á myndinni, að talsvert er af fiski í Sæljóninu, en til Eskifjarðar kom báturinn inn með trollið fyrir siglinguna. Kristján Guðmundsson, nýkeypt- ur bátur til Eskifjarðar er til vinstri á myndinni, en í baksýn má greina Hafrannsóknaskipið Hafþór. (Ljósm. Ævar.) Vetrarstarfið að hefjast hjá Hvöt: Sjálfstæðiskonur gefa út bók um f jölskylduna VETRARSTARFIÐ er nú að hefj- ast af fullum krafti að loknum sumarleyfum hjá Ilvöt, félagi sjálfsta'ðiskvenna í Reykjavik. sagði Björg Einarsdóttir, formað- ur Hvatar. er blaðamaður Morg- unblaðsins hitti hana að máli i gær. Útgáfustarf mun einkum setja svip sinn á félagsstarfið fyrst um sinn. „Félagstíðindi“ hefja göngu sína að nýju, en þau hafa nú komið út í tvö ár og með haustinu er væntanleg á markaðinn papp- írskilja, þar sem fjallað verður um málefni fjölskyldunnar. Landssamband sjálfstæðis- kvenna og Hvöt standa að útgáfu bókarinnar, en ritnefnd skipa, auk formanns Hvatar og Margrétar Einarsdóttur, formanns Lands- sambandsins, þær Ásdís J. Rafn- ar, Bessí Jóhannsdóttir, Ingibjörg Rafnar og Jóna Gróa Sigurðar- dóttir. í októberbyrjun munu nokkrir umræðuhópar fjalla um „tema“ bókarinnar og í framhaldi af þeirri umræðu verður haldinn sérstakur félagsfundur, þar sem m.a. verður minnst að nú er hálfnaður „kvenréttindaáratugur" Sameinuðu þjóðanna og 5 ár liðin frá Kvennafrídeginum 24. október 1975. Síðastliðið vor kom út bækling- ur um neytendamál á vegum samtaka sjálfstæðiskvenna og er hann enn fáanlegur á skrifstofu félaganna í Valh'öll, sjálfstæðis- húsinu að Háaleitisbraut 1. Eins og jafnan verður fjáröflun eitt af fyrstu haustverkum félags- manna í Hvöt og stendur fjáröfl- unarnefndin fyrir markaðshaldi á Lækjartorgi föstudaginn 19. sept- ember næstkomandi. Að lokum, sagði Björg, að hjá stjórn Hvatar væri mikill áhugi fyrir samstarfi við önnur félög sjálfstæðismanna, bæði í Reykja- vík og utan, en Hvöt hefur góða reynslu af slíku samstarfi um fundi og ráðstefnur um ýmsa málaflokka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.