Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980 7 Krefst afsagn- ar Baldurs Jón Baldvin Hanni- balsson krefst þess í Al- þýðublaðinu í gasr að Baldur Oskarsson, eftir- litsmaður fjármálaráð- herra hjá Flugleiðum, segi tafarlaust af sór. Jafnframt lœtur hann í Ijós þá skoðun, að „blaðr- ið í Olafi Ragnari sé oröið milliríkjavandamál", eins og hann kemst að orði. Jón Baldvin segir m.a.: „Blaörið í Ólafi Ragnari Grímssyni og pólitískum erindreka Alþýðubanda- lagsins, Baldri Óskars- syni, um málefni Flug- leiða undanfarna daga, er orðið aö margföldu hneyksli. Sú ófyrirleitni í vinnubrögðum, og mis- notkun á opinberum trúnaði, sem þeir hafa gert sig bera að undan- farna daga, gengur út yfir velsæmismörk. Pólitísk ófrasgingarherferð þeirra á hendur Flugleiöum á ekkert skylt viö hlutlæga, sérfræöilega rannsókn á málefnum fyrirtækisins. Þessi ófrægingarherferð er komin á það stig, að hún er orðin stórskaðleg hagsmunum ríkisins gagnvart samningum við erlenda aðila. Menn geta haft skiptar skoðanir á rekstri og stjórnun Flugleiða. Það réttlætir hins vegar eng- an veginn þau óheiðar- legu vinnubrögð, sem þeir félagar eru uppvisir að, og bera vott glóru- lausu pólitísku ofstæki. Baldur Óskarsson hefur framið trúnaðarbrot sem embættismaður fjár- málaráðuneytisins, þann- ig að útilokað er, að málsaöilar geti borið nokkurt traust til hans. Úr því sem komiö er, er óhjákvæmilegt, að fjár- málaráöherra leysi hann frá störfum. Vinnubrögð Baldurs Oskarssonar sem sérlegs eftirlitsmanns fjármála- ráðherra i málefnum Flugleíða eru forkastan- leg. Hann er einn tveggja eftirlitsmanna. Hinn, Birgir Guðjónsson, deild- arstjóri í samgönguráðu- neytinu, er fulltrúi sam- gönguráöherra. Þessir eftirlitsmenn, ásamt ráð- herrum, fá f hendur skýrslu um eigin fjár- Jón Baldvin Hannibals- son krefst þess aö Baldur Óskarsson segi af sér. stööu og rekstrarstööu Flugleiöa. Skýrslan berst þeim í hendur síðdegis á þriöjudag. Skv. ummæl- um Birgis Guðjónssonar, höfðu eftirlitsmennirnir tveir ekki lokið við neina sameiginlega greinar- gerð um fjárhag Flug- leiða. Hvernig bregst eftir- litsmaður fjármálaráö- herra við? í stað þess að Ijúka sínu verki og skila trúnaöarskýrslu til fjár- málaráðherra, rýkur hann í fjölmiðla, útvarp og málgagn sitt, Þjóðviljann, með lítt hugsaöar einka- skoðanir sínar. Sam- starfsmaöur hans, Birgir Guðjónsson, neyðist af þessu tilefni til að lýsa því yfir, að fjölmiðlastríö Baldurs sé „hans einka- skoöanir og sjónarmið, en ekki sameiginlegt álit okkar“. Hér er m.ö.o. um að ræða áróðursherferö Alþýðubandalagsins. Næst gerist það að Ólafur Ragnar Grímsson, pólitískur farandverka- maður Alþýöubandalags- ins, fær að líta á skýrsl- una hjá Baldri fóstbróður, hringir því næst í trúnað- armenn sína á Oagblaði og Vísi, sem hafa eftir honum stríðsyfirlýsingar með heimsstyrjaldarletri: „Falskt og ómerkilegt auglýsingaplagg ...“ Daginn eftir er fullyrðing Ólafs Ragnars um að DC 10-flugvél sé í skýrslu Flugleiöa eignfærö, rekin ofan í hann aftur, af Ólafi Níelssyni endurskoö- anda. Aðrar fullyrðingar og gífuryröi þeirra fóst- bræöra eru, þegar betur er að gáð, vangaveltur um matsatriði sem ekk- ert tilefni gefa til slíkrar herferðar. Þeirri spurningu verður að beina til fjármálaráö- herra, á hvaða forsendum hann hafi ráöið sérstakan áróðursstarfsmann Al- þýðubandalagsins sem endurskoðanda sinn í málum Flugleiða. Síöan hvenær er þessi flokks- starfsmaöur sérfræöing- ur í alþjóðaflugmálum? Er hann kannski löggiltur endurskoðandi með sér- hæfða þekkingu og mikla reynslu?" Lyftingasett 4 3 Nú er rétti tíminn til að huga að líkamsrækt fyrir veturinn □ Handa- og fótabekkur H EIMAVALTðfPÚNTUNARSÍMI44440 Öllum þeim sem minntust m'iná áttrœðisafmœlinu rned heimsóknum, skeytum, bókum, blómum o.fl. þakka éy innilega. Megi Guös blessun vera með ykkur öllum. Bergþór N. Magnússon. Hvassaleiti 11. Þakka öllum af alhug sem glfíddu mig með heimsóknum og gjöfum á áttatíu og fimm ára afmælinu mínu 9. september að Hamraborg 1. Lifið heil i Guðs friði. Salóme Björnsdóttir, AHhólsveg 69. Kópavogi. óskar eftir 2ja herb. íbúö til leigu fyrir erlendan þjálfara. Æskileg staösetning nærri miöbæ. Upplýs- ingar gefur Halldór Einarsson, sími 31515 og 31516. Utsala Kjólar frá 12.000.-. Nýtt og fjölbreytt úrval af kvöldkjólum í öllum stæröum, hagstætt verö. Úrval af ódýrum skólapeysum. Mussur frá kr. 8.000.-. Jakkapeysur og vesti í úrvali. Opiö frá 9—18. Fatasalan, Brautarholti 22, inngangur frá Nóatúni. Nýtt Nýtt Plíseruö pils, fellt pils, bein pils, tvískiptir kjólar. Glugginn, Laugavegi 49. Flísaskerar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.