Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980 Frávísunar- tillagan MORGUNBLAÐINU barst í «ær svofelld fréttatilkynninK frá Al- þýðusamhandi fslands: Af marggefnu tilefni telur Al- þýðusambandið rétt að birta opin- berlega frávísunartillögu þá, sem samþykkt var á fundi 43 manna samninganefndar ASI þriðjudag- inn 9. þ.m. Fer hún hér á eftir: „Jafnframt því, sem samninga- nefnd ASÍ leggur áherslu á að 14 manna viðræðunefndin knýi fram svör af hálfu ríkisvaldsins um skattalækkun lágtekjufólks, úr- bætur í lífeyrismálum og öðrum félagslegum atriðum í kröfugerð samtakanna, samþykkir hún að vísa framlagðri tillögu Karls Steinars o. fl. til 14 manna nefnd- ar til meðferðar." A. JSKIPAUTGCRB Rl K I SI N S m/s Coaster Emmy fer frá Reykjavík 16. september vestur um land til Húsavíkur og snýr þar við. m/s Baldur fer frá Reykjavík 16. september til Patreksfjaröar, Þingeyrar og Breiöafjaröarhafna. m/s Esja fer frá Reykjavík 18. september austur um land í hringferö. Viðkomur samkvæmt áætlun. GLÆSILEGIR - STERKIR - HAGKVÆMIR Lítum bara á hurðina: Færanleg fyrir hægri eða vinstri opnun, frauðfyllt og níðsterk - og í stað fastra hillna og hólfa, brothættra stoða og loka eru færanlegar fernu- og flöskuhillur úr málmi og laus box fyrir smjör, ost, egg, álegg og afganga, sem bera mó beint dönsku neytendastofnunarinnar DVN um rúmmál, einangrunargildi. kæli- svið, frystigetu, orkunotkun og aðra eiginleika. Margar stærðir og lltir þeir sömu og á VOSS eldavólum og viftum: hvítt-gulbrúnt-grænt-brúnt. Einnig hurðarammar fyrir llta- eða viðarspjöld að eigin vali. GRAM BÝDUR EINNIG 10 GERDIR AF FRYSTISKÁPUM OG FRYSTIKISTUM /FO nix HÁTÚNI SA • SÍMI 24420 Stærsta atvinnufyrirtæki Grenivikur er frystihúsið Kaldbakur, sem stofnað var fyrir rúmlega 12 árum af um 80 hluthöfum og eru flestir þeirra innan Grýtubakkahrepps. Frystihúsið hefur starfað sleitulaust síðan og var eitt af þeim húsum, sem ekki sendu fólk alfarið i „sumarfrí“ i ár. Framkvæmdastjóri frystihúss- ins er Knútur Karlsson og sagði hann hlaðamanni Mbl. frá því sem helzt væri þar að gerast. 16 tonna hámarks- afköst á dag „Frystihúsið fær aðallega hrá- efni af dekkbátum héðan af Grenivík, en einnig fáum við af og til afla af einstaka togbátum og einnig frá Útgerðarfélagi Akureyringa. Eins og er, er hámarksafkastagetan í fryst- ingu 16 tonn á dag, sem tak- markast af frystigetunni, en hana erum við nú að auka og Grenivik. frystihúsið Kaldhakur fremst á myndinni. Aukning viðbótarlána ger- ir aðeins kleift að halda taprekstrinum áfram mun þá afkastagetan tvöfaldast. Við vinnum einnig nokkuð af fiski í salt og skreið, en það er mestmegnis umframfiskur, sem við höfum ekki náð að frysta. Við erum með vélflökun fyrir þorsk, ufsa, ýsu og steinbít, enda mjög lítið um aðrar fisktegundir. Þetta gengur eins og er og það er ekki mikið um birgðasöfnun, en hægt hefur gengið að fá greiðslu fyrir það, sem útskipað hefur verið, en það er þó ekki óeðlilegt. Undanfarin ár hefur það hins vegar gengið mjög vel. Hér er ekkert raunverulegt „sumarfrí", en segja má að vinnslan hafi verið í lágmarki í júlí og fram í miðjan ágúst, við sáum okkur ekki fært að loka, því það hefði verið mjög slæmt fyrir smábátaútgerðina. Sami vítahring- urinn framundan Það virðast vera erfiðir tímar framundan, kauphækkunin nú um mánaðamótin eykur auðvit- að kostnað fiskvinnslunnar og svo er væntanlegt nýtt fiskverð um næstu mánaðamót og varla þarf að búast við því að það lækki. Eg sé ekki fram á neina allsherjarlausn á þessum vanda- málum, og það er varla við öðru að búast, en að sami vítahring- urinn sé framundan. Aukning á viðbótarlánum bætir reksturinn ekki á nokkurn hátt, heldur gerir bara kleift að Knútur Karlsson, framkvæmdastjóri. halda taprekstrinum lengur áfram. Ýmislegt hefur að vísu verið gert og má þar benda á niður- fellingu aðflutningsgjalda og söluskatts af fiskvinnsluvélum, en ríkið tekur þó ennþá sitt. Ég var að fá senda krana í frysti- kerfið hjá okkur, en þeir koma frá Noregi og ofan á verð þeirra leggur ríkið 113%. Það myndi einnig hjálpa okkur talsvert ef launaskattur yrði felldur niður, það myndi lækka launagjöld okkar um 1% og það munar svo sannarlega um hvert prósentið. Rætt við Knút Karlsson framkvæmda- stjóra frystihússins Kaldbaks á Grenivík Ætlum ekki að leggja árar í bát Það er að sjálfsögðu ekki ætlun okkar að leggja árar í bát, heldur munum við berjast eins og hægt er, þrátt fyrir þá erfiðleika sem framundan eru. Eins og er hefur eðlilegum grundvelli verið kippt undan rekstrinum. Það er eins konar regla að hráefniskostnaður megi vera allt að 50% framleiðslu- kostnaðar, vinnulaun 25% og það sem eftir er þá fari í annan kostnað. En þessum hlutföllum hefur nú verið verulega raskað og því erfitt um vik. Auk þess byggist allt nú á Bandaríkja- markaðinum, aðrir markaðir geta ekki borgað meira, Bret- landsmarkaðurinn er oft góður, en ekki nógu stöðugur. Eins og nú er ástatt getum við ekki framleitt vöruna á kynningar- verði, sem nauðsynlegt er ef reyna á að afla annarra mark- aða. Við komumst heldur ekki inn á almennan búðamarkað í Bandaríkjunum vegna þess að þá þyrfti að lækka verðið um 60 cent. Það er orðið nær ómögulegt að standa í nokkurri fjárfestingu eða uppbyggingu, því enginn fæst til að fjármagna slika hluti fyrr en þeir eru orðnir starfhæf- ir. Þetta stafar af fjármagns- skorti viðskiptabankanna og fyrir vikið verðum við að búa við vísitölu- eða gengistryggð lán, setn oftast eru einnig á hærri vöxtum en önnur lán. Vaxtalið- urinn hefur undanfarið hækkað mest af útgjaldaliðum okkar og finnst mér mjög óeðlilegt að borga mikla vexti af verðtryggð- um lánum. Erum að taka fóð- ureldhús í notkun Við erum nú að byrja með fóðureldhús þar sem ætlunin er að framleiða tilbúið loðdýrafóð- ur og einnig verða þar fryst bein til útflutnings. Hér eru nú á milli 60 til 70 manns á launaskrá og lætur nærri að það sé helm- ingur vinnukrafts þorpsins og svo er útgerðin með helming þess sem þá er eftir. Það má því segja að þetta sé lífæð þorpsins og því mjög brýnt að starfsemin leggist ekki niður. Hér er einnig verið að byrja á hafnarfram- kvæmdum og þegar þeim verður lokið munum við geta skipað hér út fiskinum, en hingað til höfum við orðið að keyra hann til Akureyrar með nokkrum til- kostnaði, en auk þess er mikið óöryggi fylgjandi því, sérstak- lega yfir vetrartímann," sagði Knútur Karlsson að lokum. HG. SKÓLAVÖRUR áttttUskóUms! BÓKAHÚSIÐ Laugavcgi 178, s.86780. Hætt við kolabrennslu hjá SR á Siglufirði FRÁ ÞVÍ var greint á sínum tima að Sildarverksmiðjur ríkisins hefðu í athugun að nota kol til orkunotk- unar i verksmiðjunni á Siglufirði i stað svartoliu. Frá þessari hug- mynd var fljótlega horfið þar sem kostnaður við nauðsynlegat breyt- ingar var talinn meiri en svo að þær borguðu sig. „Miðað við svartolíunotkun er notkun á kolum talin mjög hag- kvæm, en hins vegar er kostnaður við breytingu yfir í kolabrennslu talinn nær óyfirstíganlegur miðað við ekki lengri vinnslutíma en var hjá verksmiðjunni á síðasta ári,“ sagði Jón Reynir Magnússon fram- kvæmdastjóri SR í samtali vií Morgunblaðið. „Við reiknuðum vext- ina, sem hefðu orðið samfara þess- um framkvæmdum og það var langl í frá að mismunurinn á olíu- og kolanotkun dygði fyrir vöxtuip a) framkvæmdinni, hvað þá að borgé hana niður. Við miðuðum við rekstui verksmiðjunnar á síðasta ári og þ(' svo að sú verksmiðja væri starfrækt í lengri tíma en aðrar slíkar þá vai það ekki nema hálft árið. Þetta ei heldur óviss iðnaður og því þótti ekk rétt að fara út í fjárfestingu sen þessa,“ sagði Jón Reynir Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.