Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980 15 Rúmenar óttast pólskt ástand Veður víða um heim Akureyrí 10 skýjaó Amsterdam 16 skýjaó Aþena 30 heiðskírt Berlín 16 rigning BrUssel 20 skýjað Chicago 24 heiðskírt Feneyjar 20 skýjað Frankfurt 17 rigning Færeyjar 9 alskýjað Genf 19 skýjað Helainki 17 skýjað Jerúsalem 27 heiðskírt Jóhannesarborg 17 heiðakírt Kaupmannahöfn 17 skýjaó Las Palmas 22 súld Lissabon 34 heiðskírt London 16 skýjað Los Angeles 25 skýjað Madrid 30 heiðskírt Malaga 26 heiöskirt Mallorca 27 skýjað Miami 29 skýjað Moskva 25 skýjað New York 26 heiðskirt Oslo 16 skýjað Paris 19 skýjað Reykjavík 9 skýjað Rió de Janeiro 30 skýjað Rómaborg 26 heiöskírt Stokkhólmur 15 skýjað Tel Aviv 28 heiðskírt Tókýó 31 heiðskirt Vancouver 20 skýjað Vínarborg 14 rigning Samruna lýst yfir Damaskus. 10. sept. — AP. SÝRLAND <>k Libýa Íýstu í da« yfir sameininu rikjanna i sameig- inlexri yfirlýsingu. sem var lesin í Damaskus-útvarpinu. Hafez Assad Sýrlandsforseti og leiðtogi Líbýu, Moammar Khadafy ofursti, samþykktu að mynda sameiginlega ríkisstjórn innan eins mánaðar. „Byltingarþing" tekur við lög- gjafarvaldinu. Komið verður til leiðar „algerri efnahagslegri, póli- tískri og hernaðarlegri samein- ingu,“ segir í yfirlýsingunni. ERLENT Þetta gerðist Dúkarrst. 2. sept. AP. RÚMENAR hafa ákveðið að skera niður útgjöld tii varnar- mála um 16% og jafnvel um meira í sumum greinum stjórn- sýslunnar. Hin opinbera frétta- stofa Agerpress sagði. að þessar ráöstafanir væru gerðar til að „bæta lífskjör fólksins“. Ákvörðunin um niðurskurðinn kemur í kjölfar verkfallanna í Póllandi, sem enn sér raunar ekki fyrir endann á. Matvælaskortur hefur verið áberandi í Rúmeníu lengst af á þessu ári og fréttir hafa borist um einöngruð verkföll af þeim sökum í sumar. Þegar verkföllin í Póllandi færðust í aukana jókst hins vegar mjög framboð á matvælum í verslunum í Búkarest án þess að á því væri gefin nokkur opinber skýring. Margt bendir til þess, að ráða- menn í Rúmeníu hafi miklar áhyggjur af hugsanlegum afleið- ingum af verkföllunum í Póllandi og ákvörðunin um niðurskurðinn var tekin eftur að Ceausescu forseti hafði heimsótt matvöru- verslanir í Búkarest. Sú skýring var gefin, að hann væri að fylgjast með framkvæmd þeirrar stefnu stjórnvalda, að matvælaframboð yrði aukið. Simamynd — AP. Um 40 þúsund hermenn frá Varsjárbandalagslöndunum tóku þátt i miklum heræfingum í Austur-Þýzkalandi. Hér má sjá sovézka hermenn æfa landtöku úr þyrlu í fla'ðarmálinu á Eystrasaltsströnd A-Þýzkalands. Nordli hyggst skera niður fískiskipaflotann Sá Galileo Neptúnus? WashinKton. 9. september. AP. Stjörnufræðingurinn Gaiileo sá, að þvi er bandariskur stjörnufræðingur heldur fram, reikistjörnuna Neptúnus. án þess að gera sér grein fyrir því að þar hafi verið reikistjarna. Hann hafi ályktað að þarna hafi verið á ferðinni sól. Það var bandariskur stjörnufræð- ingur, Charles Kowal, sem skýrði frá þessu á alþjóðlegu þingi i Washington i dag. Kowal segist hafa rannsakað athuganir og útreikninga Gali- leo. Að minnsta kosti tvisvar hafi Galileo séð Neptúnus í stjörnukíki sínum, þann 28. des- ember 1612 og 28. janúar 1613. Fundur Neptúnusar hefði ver- ið enn ein skrautfjöður í hatt þessa mikla frumherja. Neptúnus — aðeins Plúto er fjær sólu — fannst árið 1846. Það var Johann Galle, ungur þýzkur stjörnufræðingur, serti fyrstur bar kennsl á Neptúnus. — vill forðast árekstra við íslendinga ^ Ósló, 11. sept. írá fréttaritara Mbl. Á LANDSÞINGI samtaka sjó- manna og útgerðarmanna i Nor- egi (Norges Fiskariag), sem hald- ið er þessa dagana. sagði Odvar Nordii forsætisráðherra. að ríkis- stjórnin teldi það óforsvaranlegt. að gerður væri út allt of stór fiskveiðifloti. Hann taldi nauð- synlegt að fækka skipunum til að vernda siminnkandi fiskstofna. Sjómenn hafa gagnrýnt ríkis- stjórnina mjög fyrir að gæta ekki hagsmuna þeirra gagnvart öðrum þjóðum en Nordli sagði, að sú fullyrðing væri ósanngjörn. Norð- menn væru ekki einir um hituna og gætu ekki komið í veg fyrir veiðar annarra þjóða. Hann varaði sérstaklega við öllum aðgerðum, sem gætu valdið árekstrum við Islendinga. Johan J. Toft, formaður sam- taka sjómanna og útgerðarmanna, sagði að sjávarútvegurinn gæti ekki leyst sín mál upp á eigin spýtur og nefndi einkum til auk- inn eldsneytiskostnað, sem nú næmi priðjungi af heildartekjum útgerðarinnar. Hann sagði, að þetta væri undarlegt í því ljósi, að Norðmenn væru olíuútflutnings- þjóð. Eivind Bolle sjávarútvegs- ráðherra svaraði þessu og sagði, að ríkisstyrkurinn væri nú meiri en nokkru sinni fyrr — nærri 150 milljarðar ísl. króna. Chad leitar ásjár hjá vesturveldum 12. september París. 11. soptember. AP. ABDELKADER Kamcmgue hers- höfðingi. varaforseti Afríkuríkis- ins Chad. sagði í dag að stjórn landsins hygðist fara fram á hernaðar- og fjárstuðning vest- rænna rikja og draga úr tengslum sinum við Líbýu. Chad er efna- hagslega illa á vegi statt eftir næstum tveggja áratuga sam- fellda borgarastyrjöld. Kamoogue sagði, að útséð væri með að samningar tækjust með st;órmnm og uppreisnarmönnum. „Ur því sem komið er verðum við að láta vopnin tala,“ sagði varaforset- inn. Bardagar brutust síðast út í Chad fyrir sex mánuðum, en í landinu stríða sveitir Goukouni Oueddei forseta og sveitir uppreisn- armanna sem Hissene Habre fyrr- um forsætisráðherra veitir forystu. Kamoogue sagði að tugþúsundir manna hefðu fallið í síðustu bar- dögunum í landinu. Hefði höfuð- borgin, N’djamena, orðið illa úti. 1971 — Samkomulag Bandaríkja- manna og Rússa um viðbrögð við kjarnorkuslysum. 1970 — Palestínskir skæruliðar sprengja upp þrjár flugvélar sem þeir rændu í Jórdaníu. 1%4 — Misheppnuð herbylting í Suður-Víetnam. 1%2 — Kúbanskur strokuflugmað- ur segir að Rússar hafi sent rúmlega 200 orrustuflugvélar til Kúbu. 1953 — John F. Kennedy kvænist Jacqueline Lee Bouvier í Newport, Rhode Isiand. 1950 — Aukaþing í Bretlandi um ráðstafanir vegna Kóreustríðsins. 1943 — Scorzeny bjargar Mussolini úr fangavist. 1940 — Fimm drengir finna myndskreyttan helli steinaldar- manna í Lascaux. 1932 — Þýzka ríkisþingið leyst upp. 1919 — Sókn d’Annunzio til Fiume. 1914 — Orrustunni við Marne lýkur og Þjóðverjar hörfa 1890 — Brezka Suður-Afríku-félag- ið grundvallar Salisbury í Rhódesíu. 1842 — Sviss verður sambandsríki með sterkri alríkisstjórn samkvæmt nýrri stjórnarskrá. 1814 — Vörn borgarbúa í Baltimore gegn Bretum. 1801 — Alexander I Rússakeisari kunngerir innlimun Grúsíu. 1772 — Rússar taka Baku og Derbent við Kaspíahaf af Persum. 1683 — Jóhann III Sobieski af Póllandi og Karl af Lothringen leysa Vín úr umsátri Tyrkja. 1649 — Hermenn Cromwells ræna Drogheda, írlandi. 1609 — Henry Hudson finnur Hud- sonfljót. 1571 — Karl IX af Frakklandi og Húgenottaleiðtoginn Cologny aðmír- áll sættast — Tyrkneskur floti ræðst á kaupskip á Adríahafi og Don Juan af Austurríki dregur saman flota. Afmæli. Franz I Frakkakonungur (1494—1547) — Herbert Henry Asquith, brezkur stjórnmálaleiðtogi (1852—1928) — Maurice Chevalier, franskur leikari (1888—1971) — Jesse Owens, bandarískur íþrótta- maður (1913—1980). Andlát. 1733 Francois Couperin, tónskáld — 1764 Jean-Philippe Rameau, tónskáld — 1819 Gebhard von Bliicher, hermaður — 1874 Francois Guizot, sagnfræðingur og stjórnmálaleiðtogi. Innlent. 1712 d. Gísli bp. Magnússon — 1658 d. Halldóra Guðbrandsdóttir (Þorlákssonar) — 1731 Kristjáni VI svarin tryggð á fjölmennustu sam- komu á Þingvöllum í nær 200 ár — 1882 Ár riðnar á is í Skagafirði, Dölum og víðar — 1%2 Davíð Ben-Gurion í heimsókn — 1966 „Rifsnes" sekkur vegna ofhleðslu út af Langanesi — 1%7 Bjarni Bene- diktsson heimsækir Bonn. Orð dagsins. Ef maður er svartsýn- ismaður áður en hann verður 48 ára er það af því að hann veit of mikið. Ef hann er bjartsýnismaður eftir þann aldur er það af því hann veit of lítið — Mark Twain, bandarískur rithöfundur (1835—1910). Návist eiginmanns auðveldar f æðingu Boston. 11. sept. AP. VINGJARNLEGT, traustvekj- andi andlit i návist konu. sem er að ala barn, auðveldar (æð- inguna og styttir hríðirnar. segir í niðurstöðu rannsóknar. sem á þessu hefur verið gerð. Auk þess er fullyrt, að ef eiginmaður eða annar ástvinur er við hlið konunnar þegar hún fæðir, muni hún sýna afkvæm- inu meiri ást og umhyggju en ella. Skýrsla um rannsóknirnar birtist í dag í hinu virta tímariti New England Journal of Medi- cine. Rannsóknirnar leiddu í ljós, að þegar einhver ástvinur kvennanna var viðstaddur voru hríðirnar helmingi skemmri en venjulega. Á fyrstu þremur stundarfjórðungunum eftir barnsburðinn töluðu mæðurnar til barnanna og brostu miklu oftar en þær, sem ólu börn sín einar, þ.e. að undanskildum læknunum. Það kom einnig í ljós, að þegar konur fæða einar og ástvinalausar gengur fæðing- in miklu erfiðlegar. Þá er átt við að taka þurfi barnið með töngum eða keisaraskurði, falskar hríðir eða öndunarerfiðleika hjá börn- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.