Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980 17 Útgefandi iIiIatuL> hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Gúlag og gasklefar Nú er Helförinni lokið í sjónvarpinu. Og nú er Rauði kross íslands að hefja söfnun fyrir 8—12 milíjónir sveltandi Afríkubúa. En hafa menn áttað sig á því, að hörmungar fjölda fólks eru þær sömu nú og á hitlerstímanum, bæði af manna völdum og náttúru? Hafa menn áttað sig á því, að framhald gyðingaofsókna er víða um heim, t.d. í arabalöndunum, Sovétríkjunum og víðar? Og hafa menn áttað sig á því, að enn eru hörmungar fanga í Sovétríkjunum, að dómi andófsmanna sem hafa lagt staðreyndir á borðið, með svipuðum hætti og í Þýzkalandi Hitlers, að gasklefunum undanskildum? Hafa menn áttað sig á því, að samúð með marxismanum er þátttaka í þessari hliðstæðu við hitlerismann? I sjónvarpinu hefur ekki verið á það minnzt, en það er kaldhæðni örlaganna, að þáttur um „Rauða keisarann", Stalín, var kynntur þegar að Helförinni lokinni og á það minnt, að hann og félagar hans létu útrýma einni milljón manna 1936 og milljónir hafa verið sendar í þrælabúðir. í Gúlaginu hafa milljónir manna verið drepnar á hræðilegan hátt. Og víða um heim ríkir „terror". Menn segja nú um útrýmingarbúðir nazismans: Hvernig gat þetta gerzt? En þetta er alls staðar að gerast — allt í kringum okkur, þó að gasklefarnir hafi vonandi verið teknir úr umferð. Þýzka þjóðin átti annað betra skilið en nazistana. Og rússneska þjóðin á annað betra skilið en kommúnistana, svo ekki sé talað um kúgaðar þjóðir í Austur-Evrópu. Þeir, sem vilja ekki vera samsekir, þegar sagan kveður upp dóm sinn um það, sem nú er að gerast allt í kringum okkur, ættu t.d. að lesa Gúlagið eftir Solzhenitsyn. Nazisminn fæddi af sér alræði og kúgun. Kommúnisminn fæðir af sér alræði og kúgun. Þeir sögðust „bara“ hafa tekið við skipunum í Þýzkalandi. Þeir sögðust ekkert hafa vitað. En nú er það ekki afsökun. Nú vita menn um glæpina gegn mannkyninu — m.a. í Gúlagi kommúnismans. Eða spyrjið gyðingana, sem tókst að komast frá Sovétríkjunum til Israels. Og spyrjið samvizku ykkar. Ömerkileg iðja alþýðubandalagsmanna Pólitísk aðför Alþýðubandalagsins að Flugleiðum á erfiðleikatím- um í starfi þess fyrirtækis hefur vakið almenna andúð. í fyrradag fjallaði Örn 0. Johnson, einn af brautryðjendunum í íslenzkum flugmálum, um þessar athafnir alþýðubandalagsmanna í samtali við Morgunblaðið og sagði þá m.a.: „Það vekur fyrst athygli, að Baldur Oskarsson, annar eftirlitsmaður ríkisins með fjárhagslegum skuldbindingum Flugleiða, en hann er jafnframt trúnaðarmaður fjármálaráðherra, geysist fram á ritvöllinn í viðtali við Þjóðviljann sl. laugardag. Hann ræðir þar, gagnrýnir og dæmir ýmsar aðgerðir Flugleiða að undanförnu. Þrátt fyrir þær fregnir, sem ég sagði, að við hefðum fengið um stefnu Alþýðubandalagsins í þessu máli, þ.e. að koma félaginu á kné og þjóðnýta síðan flugið, verð ég að viðurkenna, að þessi skrif trúnaðarmanns fjármálaráðherra komu mér á óvart, sé það haft í huga, að skýrslan um fjárhagslega stöðu félagsins var rétt ókomin. Okkar skilningur hefur verið sá, að hann væri' í þessu starfi til að gefa sínar upplýsingar til ráðherra, en ekki til fjölmiðla. Félagið hefur áður búið við að ríkisstjórn hafi skipað sérstakan eftirlitsmann með fjárhagslegum rekstri félagsins. Það var fyrir nokkrum árum, þegar við fengum ríkisábyrgðir vegna kaupa á DC-8 vélum okkar, svo og vegna rekstrarlána. Þeir menn skiluðu sínum skýrslum til viðkomandi ráðherra, ólíkt því, sem nú gerist hjá öðrum eftirlitsmanninum. Þessi sami maður heldur síðan iðju sinni áfram í Ríkisútvarpinu í dag. Þar koma reyndar fram mjög svipaðar ályktanir og felast í ásökunum og dylgjum, sem fram koma hjá Ólafi Ragnari Grímssyni í viðtölum við síðdegisblöðin, Dagblaðið og Vísi, í dag. Þar segir Ölafur m.a., að skýrsla okkar sé „falskt og ómerkilegt auglýsingaplagg“, og hún sé „auglýsingabrella byggð á fölsunum". I þessu sambandi vaknar óneitanlega sú spurning, hvernig í ósköpunum Ólafur Ragnar Grímsson geti fjallað um skýrslu Flugleiða við dagblöðin í morgun, þegar það er haft í huga, að skýrslan var ekki send frá félaginu fyrr en seinni partinn í gær og þá aðeins til ráðherra og eftirlitsmannanna. Annars er fréttaflutningur Ríkisútvarpsins það, sem hefur komið mér mest á óvart í þessari umfjöllun allri. Þar hefur vísvitandi mistúlkun átt sér stað. Maður hefur verið alinn upp í þeirri góðu trú, að sá fjolmiðill ætti helzt allra að gæta hlutleysis, en þær missagnir og ósannindi, sem þar hafa komið fram að undanförnu, sýna svo ekki verður um villzt, hverjir ráða þar ríkjum." Ástæða er til að gefa gaum að þessum orðum merks brautryðjanda og hugsjónamanns í íslenzkum flugmálum. Langt er síðan veitzt hefur verið að frjálsum atvinnurekstri í þessu landi á jafn ómerkilegan hátt og þeir alþýðubandalagsmenn gera nú. í þessu húsi er fóðurblöndunin og frystigeymslur auk ýmislegs annars. sem þörf er á við umhirðu dýranna. Ljósm. Mhl. IIG Fáum ekki lög- bimdin stofnlán Rætt við Þorstein Aðalsteinsson minkabúseiganda á Dalvík Minkabúið að Böggvistöðum við Dalvik er eitt af fyrstu og stærstu húunum sem sett voru á stofn. Það hefur starfað í 9 ár og þolir nú um 3.300 læður. Þegar hlaðamaður Mbl. var á ferðinni á Dalvik hitti hann Þorstein Aðal- steinsson eiganda búsins að máli og ræddi við hann um búið og afkomu þess. Þetta hefur gengið vonum framar miðað við aðstæður „Þetta er níunda árið sem ég rek búið og það hefur gengið vonum framar miðað við aðstæður, nema í fyrra varð ég fyrir verulegu tjóni, er dýrin fengu lungnabólgu. Þá drápust á milli 5 og 6 þúsund dýr og það kemur anzi mikið niður á þessu í ár og tekur. reyndar nokkur ár að jafna sig að fullu. Búið þolir nú orðið um 3.300 læður og til þeirra þarf svo um 700 högna. Það er svona nokkurn veginn eðlilegt að fá fjóra hvolpa að meðaltali undan læðunni svo þegar flest er af dýrum ættu þau að verða um 17.000. Við vinnum hér að jafnaði 6 til 8 og nú erum við að ljúka við byggingu fóður- blöndunarhúss, frystigeymslna og annars í sambandi við umhirðu dýranna." Ef rétt er staðið að refaræktinni ætti hún að geta gengið vel Hefur þú ekkert hugsað þér að fara út í refaræktina? „Ég hef aðeins farið út í það að kanna möguleika á refarækt og fékk í því tilefni í hitteðfyrra mann frá Skotlandi hingað til skrafs og ráðagerða. Á útleiðinni kom hann svo við hjá Steingrími Hermannssyni, sem þá var land- búnaðarráðherra. Upp úr því frétti ég svo úr blöðunum, að einhverjir hefðu fengið leyfi til refaræktunar. Þrátt fyrir að ég hafi verið meðal þeirra fyrstu sem sóttu um, hef ég ekki enn fengið ákveðið svar og það er að verða ár síðan. Það er vitað mál, að verð á refaskinnum er mun óstöðugra en á minkaskinnum og nú er það fremur lágt. Minkurinn er því nokkuð öruggari og stöðugri, en ef vel er staðið að refaræktinni og svigrúm næst til að byggja hana upp, ætti hún einnig að geta gengið vel. Refabúin, sem nú hafa verið stofnuð, hafa notið nokkuð góðrar lánafyrirgreiðslu og það finnst mér bara eðlilegt og gott, en mér finnst, að það mætti taka það til athugunar í leiðinni að í þeim minkabúum, sem nú eru starf- rækt, eru þegar miklir fjármunir og uppbygging komin mjög vel á veg og ef þau fá ekki nauðsynlega lánafyrirgreiðslu er hætt við því að þau lognist útaf og þá er verulegum fjármunum spillt. Ég hef ekkert við það að athuga, að refabúin fái lán, mér finnst bara að yfirvöld ættu að vera sjálfum sér samkvæm og láta okkur minkabúamenn sitja við sama borð.“ Öílum gjaldeyris með því að nýta úrgang „Það er tekið fram í málefna- samningi ríkisstjórnarinnar að hún sé hlynnt loðdýrarækt, svo að ég er að vona, að eitthvað verði gert í þessum málum, en sannleik- urinn er sá, að ástandið hefur verið anzi skuggalegt undanfarið og stofnlán ófáanleg síðustu ár. Allt, sem við gerum, verðum við að fjármagna úr eigin vasa án nokkurrar lánafyrirgreiðslu og það bitnar náttúrulega á rekstrin- um og umhirðunni. Og þetta viðgengst þrátt fyrir að við séum í þeirri sérstöðu að skapa verulegan gjaldeyri, nær eingöngu úr úr- gangsefnum og eyðum nær engum gjaldeyri við reksturinn. Mér finnst full ástæða til þess að yfirvöld fari að hugsa um það að gera gjaldeyrisskapandi atvinnu- vegi spennandi og búa þannig að þeim að menn hafi virkilegan áhuga á að fást við þá, fremur en aðrar atvinnugreinar sem minni gjaldeyris afla og því ætti það að vera sjálfsagður hlutur, að við sætum við sama borð og aðrir, Þorsteinn Aðalsteinsson hvað fyrirgreiðslur og annað snertir. Við erum til dæmis nú að ljúka við að byggja upp fóðurblöndunar- hús og fleira þess háttar í sam- bandi við hirðingu dýranna, en fáum ekki nokkra fyrirgreiðslu eða stofnlán, þó svo eigi að vera samkvæmt lögum; 35% stofn- kostnaðar eiga að fást á lánum samkvæmt þeim. Þetta fékkst fyrir 9 árum, þegar byrjað var að stofna minkabúin. Þá voru 30 milljónir lagðar í þetta og þeim eytt og rúmlega það, en síðastliðin 4 til 5 ár hafa þau svör fengizt, að ekkert sérstakt fé sé til í þessa starfsemi. Þetta fyrirtæki hér, sem heita má uppbyggt, gerir ekki meira en rétt að rúlla og segja má, að það vanti rétt herzlumuninn til að gera það að alvörufyrirtæki og það tækist örugglega ef lögbundin lánafyrirgreiðsla fengist og þeir sem ráða færu að hugsa málin af viti.“ Bú eins ok þetta ætti með fullum afköstum að geta skilað 200 til 250 milljónum í gjaldeyri „Minkabúin hafa átt í nokkrum erfiðleikum undanfarin ár vegna þessara erfiðleika í sambandi við eðlilega lánafyrirgreiðslu og kem- ur það í veg fyrir eðlilega upp- byggingu þeirra og raunverulega stofnun. Til þess að geta borið uppi fóðurblöndun, frystiklefa og annað sem þarf við hirðu dýranna, verða búin að vera af vissri stærð. Það þýðir til dæmis ekkert að ætla sér að standa undir öllum til- kostnaði með aðeins þúsund læð- ur. Það má reikna með að bú eins og þetta, ef allt gengur eðlilega fyrir sig, ætti að geta aflað 200 til 250 milljóna í gjaldeyri árlega og þeirri afkomu myndum við örugg- lega ná ef við fengjum þá lánafyr- irgreiðslu sem við þyrftum. Ég hef annars tröllatrú á þessu og við ættum, ef þessir lausu endar í sambandi við fjármögnun og annað verða hnýttir saman á viðeigandi hátt, að geta náð langt í loðdýraræktinni. Við búum hér við þá sérstöðu að fá ódýrt fóður, sem er verulegur munur miðað við það sem erlendis er. Ég held að, að vissu marki ætti þetta að geta orðið framtíðaratvinnugrein og fyllilega samkeppnisfær við er- lenda aðila. Verði lausu endunum kippt í lag, mun árangurinn ör- ugglega koma í ljós innan fárra ára. HG „Bautasteinar standa brautu nær“ Haugurinn við Hurðarbök. Ljósm. VilhjAlmur. TÍU ÁR eru síðan ég kom fyrst ásamt öðru fólki að Fagrafossi í Geirlandsá. Með okkur í bílnum var Árni Jónsson er síðast bjó i Eintúnahálsi, en sá hær var um 10 kílómetra fyrir ofan Kirkju- bajarklaustur. Þar er nú hús fyrir afréttarmenn. Við ókum sem leið liggur gömlu afréttargötuna norðan Eintúna- háls, en þar liggur vegurinn eftir dal, tæpl. tveggja kílómetra löng- um. Þar heita Sund og rennur áin Stjórn eftir dalnum og kemur inn í hann nyrzt. Fjalllendi lokar dalnum í norðri. Það heitir Hurð- arbök. Mér fannst dulúðugur svipur hvíla þarna yfir og ekki minnkuðu þau áhrif er Árni segir: „Þarna er sagt að sé fornmannahaugur," og bendir á sker, rétt nyrst í dalnum. Við fórum að skoða þetta. Þetta virtist vera hringhleðsla sem kom saman að ofan í topp. En grjótið er svo stórt í þessu að mér fannst með ólíkindum, að menn hefðu valdið því. Seinna fór ég að hugsa meir um þetta. Á ísöld hlaut jökullinn að hafa komið þarna niður og hefur sennilega myndað dalinn að ein- hverju leyti. Ekki hafði hann hlaðið upp stórgrýti eins og skyni gædd vera. I gær fórum við Árni Jónsson Er drangur þessi hlaðinn af mannahöndum? norður í Laka. Við áðum auðvitað við hauginn. Ég hafði áður þóst sjá að væri þetta fyrirbæri af manna völdum, þá hlyti grjótnám- an að vera á skerinu norðan við hauginn. Og þarna gengum við að henni. Og við sáum meira. Norðan í skerinu er hamrabelti. Þar er drangur nokkur fyrir miðju. Efst er hann hlaðinn upp af mönnum. Það er a.m.k. ekki hægt að sjá Haugurinn við Hurðarbök annað. En þótt aðstæður hafi verið eitthvað betri þarna fyrir 1000 árum, hafa þeir ekki verið öfundsverðir sem það gerðu og sami trölldómur í vinnubrögðum og við hauggerðina. Jarðvegur hefur sýnilega hlaðist að haugn- um undan brekku, en klöpp eða sker hlýtur að vera undir haugn- um, sérstaklega að sunnanverðu. Nyti hann sín betur ef hreinsað væri snyrtilega frá honum og rofið þá um leið grætt sem er austanvið. Ekki væri það að ástæðulausu að gera eitthvað fyrir svo sérstætt mannvirki, því fá siík munu vera hér á landi. Hvernig stendur á því, að ekki er almennt vitað um þetta? Hefur ekki fleirum en mér fundist þetta allt óraunverulegt? En svo fannst mér við fyrstu sýn. Einnig hefur margur fróðleikur glatast í móðu- harðindunum. En hver er heygður þarna? Mér dettur fyrst og fremst í hug Eysteinn digri, er land nam á Geirlandi og fyrstur átti Meðal- land, eftir því sem skrifað er í Landnámu. Hann hefði getað séð við Miðjarðarhafið, hversu þar var mikið á sig lagt, til að varðveita grafarróna. En minnisvarðinn á drangnum? Dó húsfreyjan fyrst og voru bautasteinarnir látnir þarna er höfðinginn var borinn í hauginn? Eða var þetta öfugt? Enginn veit. Þau rök hníga að því að haugur- inn sé frá Geirlandi, að í heiðni varð hver bóndi að grafa þá dauðu á sinni eigin jörð. Árni Jónsson segist alltaf hafa heyrt það fyrst, að Eintúnaháls hafi verið byggður úr Geirlandi. Sama segir Eiríkur Skúlason í grein í Goðasteini. Heitir og Geirlandshraun fjallið þar til útnorðurs. Hitt mun nýtt að Eintúnaháls sé úr Klaustur- landi. Einnig var þar kristið fólk frá öndverðu og með sína greftr- unarsiði. Þess má geta að ferðafélaginn sem ég hafði til viðmiðunar á myndunum er vel í meðallagi stór. Ilnausum í Moðallandi, 9. sept. 1980, Vilhjálmur. Anker Jörgensen — vinsælastur stjórnmálamanna í Danmörku en sætti gagnrýni innan Jafnaðarmannaflokksins og Thomas Nielsen — formaöur LO. Krafðist afsagnar Jörgensens ef ekki tækist aö ná fram fleiri stefnumálum krata í efnahagsmálum. Nielsen krafðist af- sagnar Jörgensens Frá Ih Bjornhak. fréttaritara Mhl. I Kaupmannahofn. 11. Neptrmhrr. STAÐA Anker Jörgensens í Jafnað- armannaflokknum danska er nú mjög sterk og hann er án nokkurs vafa vinsælasti stjórnmálamaður Dana. Engin breyting varð því á flokksþingi jafnaðarmanna hvað þetta snertir. Jörgensen stóð þó í ströngu en undir lokin var hann hylltur sem ótvíræður foringi flokksins. Þingið varð um margt sögulegt. Það bauð upp á drama. Glögglega kom í ljós, að lýðræði innan flokksins er virkt. í fleiri en einum málaflokki tóku þingfulltrúar fram fyrir hendurnar á flokksforust- unni og sýndu að engin já-mennska ræður þar ríkjum. Nýir varafor- menn skutu upp kollinum og margra mál er, að Knud Heinesen gæti í framtíðinni orðið valkostur gegn Anker Jörgensen. Jafnaðarmannaflokkurinn er einn 10 flokka á danska þinginu, og sá sem er lýðræðislegastur. Þetta kom berlega í Ijós á þinginu. í nokkrum málaflokkum var stefnu flokksfor- ustunnar hafnað. Þegar í upphafi þings jafnaðarmanna var ljóst, að ágreiningur ríkir milli Anker Jörg- ensens og Thomas Nielsens, for- manns danska Alþýðusambandsins, LO. í ræðu sem Thomas Nielsen — ef ekki næðust fram fleiri stefnu- mál krata í efna- hagsmálum. Stormasömu þingi danskra krata er lokið Minnkandi rauntekjur Stjórn Anker Jörgensens á við vaxandi vandamál að stríða. Þar ber efnahagsmálin hæst — Danir sigla nú mikinn öldudal í efnahagslegu tilliti. Einmitt um þessar mundir halda mörg samtök þing sín. Þar er lögð þung áherzla á viðræður um kaup og kjör. Áherzla hefúr verið lögð á nauðsyn þess að styrkja verkfallssjóði. Samningar vinnu- markaðarins renna út 1. apríl á næsta ári. Lögð er áherzla á samn- freista þess að halda frið á vinnu- markaðinum — þjóðin hefur ekki efni á dýrum verkföllum og flokka- dráttum. Alþýðusambandið krefst þess, að verkafólk fái sem bætur fyrir minnkandi rauntekjur eignarétt í atvinnufyrirtækjum og hluta af gróða þeirra. Þarna stendur hnífur- inn í kúnni — Anker Jörgensen veit, að þingmeirihluti er ekki fyrir hendi fyrir slíkum aðgerðum. Hann verður að freista þess að ná samkomulagi. Freista þess að ná fram sem mestu af stefnumálum jafnaðarmanna. í ræðu sinni í upphafi fiokksþingsins var lykilorð Jörgensens án nokkurs vafa „samstaða“ — 16 sinnum í ræðunni sagði hann þetta töfraorð — samstaða. Og það hefur greinilega hrifið því í lok þingsins var hann endurkjörinn með miklu lófataki. Tveir varaformenn Flokksforustan varð að lúta í lægra haldi fyrir meirihluta þings- ins í vali á varaformanni. Af hálfu flokksforustunnar var Knud Heine- sen stillt upp og þá, að varaformað- urinn yrði aðeins einn. Hann var kjörinn án þess að nokkur byði sig fram gegn honum. En þingið ákvað Halle Virkner — hún veröur nú aö velja á milli þess aö vera í borgarstjórn Frederiksberg eöa á þinginu í Kristian- íuborg. flutti, sagði hann að vegna stefnu stjórnar Anker Jörgensens myndu rauntekjur launamanna minnka um 12% á árunum 1979 til 1984. Anker Jörgensen bar ekki brigður á þessi ummæli Nielsens. Það varð til þess, að um kvöldið kom Nielsen fram í sjónvarpi og krafðist þess — upp á eigin spýtur — að Jörgensen segði af sér embætti forsætisráðherra ef honum tækist ekki að koma fram fleiri stefnumálum jafnaðarmanna í efnahagsmálum. Ummæli Nielsens vöktu reiði með- al leiðtoga LO. Það var áréttað af LO, að ummæli Nielsens væru hans eigin — það væri ekki á stefnuskrá LO að Jörgensen viki úr embætti. Spennan minnkaði næstu daga en hins vegar var greinilegt, að sam- band Jörgensens og Nielsens var stirt — að ekki hafði gróið um heilt og sjálfsagt verður svo í bráð, að minnsta kosti. Kr. Albartsen, — hann hefur þegar valiö. Hann tekur þingmennskuna fram- yfir setu í þorgarstjórn Frederiksberg. að varaformennirnir vrðu tveir — nokkuð sem forustan hafði ekki hugsað sér. Heinesen skyldi vera stjórnmálalegur varaformaður — hinn varaformaðurinn skyldi snúa sér meira að flokksstarfinu. Vinstri mönnum í flokknum tókst að fá því framgengt, að hinn varaformaður- inn skyldi vera kona. Fyrir valinu varð þingmaöurinn Inge Fischer- Möller. Varaformannsefni forust- unnar féll fyrir henni. Loks samþykkti þingið — þvert ofan í vilja forustunnar, að jafnað- armenn skyldu ekki gegna fleiri en einu starfi í senn á vegum flokksins. Þingmaður fær ekki að vera meðlim- ur á EBE-þinginu. Sveitastjórnar- maður fær ekki að gegna þing- mennsku — hvorki í Kaupmanna- höfn né í Rrússel. Margir þingmanna flokksins voru á móti þessari tillögu. Þeir halda því fram, að hún sé þung í vöfum og skapi glundroða. Lasse Budtz, — hefur þegar hatn- aó setu á EBE- þinginu. Erik Holst, — ráó- herradómur hans toröar honum nú frá því aö taka þátt í þingi EBE. inga án afskipta og íhlutunar ríkis- valdsins. Anker Jörgensen er ekki einn um að vara við of háum launakröfum. Það hefur Thomas Nielsen formaður LO einnig gert. Báðir viðurkenna, að eins og málum sé háttað í landinu, sé ekki svigrúm til mikilla launauppbóta. Takist að koma í veg fyrir miklar launaupp- bætur fellst Jörgensen á að draga úr skattheimtu ríkissjóðs. LO hefur haft að slagorði: „Stönd- um vörð um rauntekjur“ og „Sam- stöðu í kaupkröfum“. Næsta misseri verður Anker Jörgensen erfitt — það er ljóst. Hætta á verkföllum er mikil. Umfram allt annað verður að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.