Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980 Stjórnun í skól- um endurskoðuð Fáar þjóðir eru frjálsari en Danir. Hvert sem litið er blasir frelsi við. Öll réttindi og kröfur einstaklingsins efst á blaði. I stjórnmálum, félagsmálum, sið- ferði og ástum. Allt skal frjálst. Allt skal jafnt. Hvergi er þó talið, að frelsið gangi lengra en í skólunum. Enda mætti segja, að þar væri upphafið, uppeldi og lífsstefna mótað í deiglu kennara og leið- toga. Við vitum raunar öll, þótt við unnum frelsi flestu meira sem einu eftirsóttasta og dýrmæt- asta hnossi mannlífs, að það er sem tvíeggjað sverð. Það þarf aðhald, aðbæzlu, manngildi, skynsemi og aga, til þess að verða ekki að taumleysi. En taumleysi, aðgæzluleysi og agaleysi í mótun frelsis er áþreifanlegast í umferð í sveit og borg. lausn, öngþveiti og slysum meðal nemenda bæði í skólum og á heimilum. Svo iangt gengur þessi hruna- dans í skólum og prófum, ef próf skyldi kalla, að fréttir bárust nær daglega í blöðum síðastliðið hendi Guðs eða náttúrunnar," segir hann — ekki einhver óskmynd. Við verðum að taka þau eins og þau eru gerð, og skilja það, sem nefnt hefur verið dýrið í manninum, með sina hégómagirnd, samkeppnislöng- *'"iii*n ■iniiimiiiBr^'iiiniii iimniii |ii>iiui(iii|is:ifimii! HHHhHMHHHHHHNhNHHMI 01 '»■*«mm B 10 m Þar veldur taumleysið tjónum, slysum, hörmum, þjáningum og heilsuleysi, sem enginn gæti mælt né vegið. Þar sést glöggt í skóla veru- leikans, hve hættulega tvíeggjað hnoss frelsið getur verið og mikill sannleikur í orðum: “Mér gersemin dýra var gefin í hönd. I gáskanum héldu mér engin bönd.“ Hvernig mundi fara um fjögra ára barn án handleiðslu á fjöl- förnu borgarstræti, hvað þá yngra barni? En þarna hafa Danir sett frelsinu skorður af framsýni og festu. Enginn má vera án bílbelta. En þetta var aðeins útúrdúr sem dæmi um hættur á brautum frelsis. Hvergi er frelsið meira að sögn en í dönskum skólum. Þar vantar bílbelti. Þar er talið vandséð, hvort ræður meira, börnin eða skóla- stjórinn. Raunar hefur maður heyrt skólastjóra á Islandi segja hið sama. Margir segja: I dönskum skól- um ríkir algjört agaleysi. Þar veldur frelsið oft algjörri upp- vor um bæði morð og sjálfsmorð meðal nemenda við skólaslit. I tilefni slíkra hörmunga tók til máls bæði í blöðum og á þingum geðveikralæknir sá og sálsýkis- fræðingur sem nú nýtur mikillar athygli og raunar hylli og virð- ingar í Danmörku. Hann heitir Kurt H. Keiter og er yfirlæknir í Nyköbing, 46 ára að aldri. Kenningar hans hafa vakið svo mikla athygli, að foreldra- samtök, sem hafa stefnubreyt- ingu í skólamálum sitt aðalmál- efni, hafa verið stofnuð og eru tekin til starfa. Takmark þessara samtaka er: meiri íhlutun foreldra um allt starf í barna- og unglingaskólum og þá sérstaklea hvaða lífsstefna lögð er til grundvallar fræðslu og aga. Þarna telur þessi forystumað- ur heilbrigðismálanna heppi- legast og fljótast til bóta, að stjórn og stjórnun skólanna hverfi 30 ár aftur í tímann og leiti þar liðsinnis og fyrirmynda til skólastarfsins að ýmsu leyti. „Grunnur starfsins eru börn — mannabörn eins og þau eru af un, eigingirni og fleira. Þessu má breyta og beina því á brautir fullkomnunar. En fram hjá því verður ekki gengið né lokað augum fyrir eðli verkefnis í hverjum skóla. Það verður að skapa jafnvægi milli okkar frumstæðu tilfinn- inga og þess lífsstíls, sem móta skal í samfélagi nemandans, manneskjunnar." Þetta er sem sagt kjarninn í kenningum þessa fræðimanns, Kurt H. Keiter læknis. Satt að segja mjög athyglisverð kenn- ing, ekki ný, síður en svo, en vanrækt til viðmiðunar í skóla- starfi síðustu áratuga. Aður kannski ofmetin. Þar verður að finna millileið og mundangshóf. Hér skal svo bent á nokkur atriði, sem gætu valdið stefnu- breytingu til góðs í starfi skól- anna í náinni framtíð. Hann segir: „Kynslóð foreldra er kynslóð hins sigraða.sem horfir uppgef- inn á sigurvegarann. Foreldrar láta börnum sínum eftir, ekki einungis sitt eigið uppeldi, held- ur láta þau börnin ala upp foreldra sína líka. Við erum þjóð hinna sigruðu. Enginn fær ráðrúm til að sigra, segir hann. Sigurgleði við prófborð er eðli- leg og eðlislæg hverju barni. Sömuleiðis metnaður til dáða, jafnvel ágirnd er jákvæð fyrir einstakling, þótt hún geti verið neikvæð fyrir heildina. Þarna þarf rétt tök til heilla fyrir samfélagið. Ekki bælingu sem leiðir af sér hræsni, niður- bældan hroka, hefnigirni, streitu og síðar uppgjöf og sálsýki. Börn verða að finna sigurgleði sem oftast. Ósigrar eru líka nauðsynlegir og eðlilegir. Nauð- syn að læra að taka þeim á réttan hátt. Það er hlutverk skólans að kenna bæði að sigra og tapa til aukins manngildis. En ekki hitt að útrýma tækifær- um til sigurs og ósigurs.“ Þetta eru kenningar læknisins í hnotskurn um starfsaðstöðu skólans. En þar mætti til áherzlu minna á orð íslenzka skáldspek- ingsins Ein. Ben: „Veikt og sterkt í streng er undið stórt og smátt er samanbundið." Og þá ekki síður hitt: „Hver er hér stór og hver er smár? I hverju strái er himingróður í hverjum dropa reginsjár." Þess má geta til aukins skiln- ings á dr. Keiter að hann á 15 ára dóttur og 8 ára son í skóla. Hann talar því út frá reynslu foreldra nútímans. Og um aðferðirnar, aftur- hvarfið, stefnubreytingu skóla- kerfisins segir hann: „Agi og myndugleiki verður aftur að skipa öndvegi, auðvitað með gagnkvæmri virðingu, al- vöru og tillitssemi." „Barn sem kemur út úr skóla og gerir gys að lögreglu og umferðarreglum er gott dæmi um skortinn í skólunum. En er um leið í stöðugri hættu í sjálfum veruleika lífsins. Þar verður að hlýða.“ „Verðlaun skal veita fyrir námsafrek og þá ekki síður háttvísi, hjálpsemi og heiðar- leika. Aftur skal taka upp ein- kunnagjöf og skipulögð próf.“ „Löðrungar, flengingar og barsmíð, með tilheyrandi fasi kemur auðvitað ekki til greina, en vel gæti óþokki fengið að sitja eftir eina klukkustund, þegar hin hlaupa heim.“ Þarna vil ég bæta inn í orðum skáldsins: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar." Enda bætir Keiter um og segir: „Agi og taumhald, tamn- inginí skólum skyldi fram- kvæmd með orðum en ekki handalögmáli. Hins vegar skil ég vel foreldra, sem skella á bossann." Og að síðustu skal vitnað í Keiter, þennan sérstæða sál- fræðing og lækni í Nyköbing, er hann segir: „Gleymið svo ekki morgun- söng og bænastund af tveim meginástæðum: 1. Við erum að glata þjóðleg- um hefðum og ómetanlegum andlegum verðmætum, og verð- um að blása nýju lífi í auðlindir söngs og speki. 2. Morgunsöngurinn ætti að hefjast nákvæmlega klukkan 8 á hverjum morgni. Þá er auðvelt að kanna hvaða kennarar — og nemendur — koma of seint." Kæru íslenzku kennarar og skólastjórar, gætum við ekki ýmislegt lært af hversdagslegum kenningum þessa danska sál- fræðings? Reykjavík, 14.8.1980. Árelius Nielsson. + ÞORVALOURSTEFANSSON, ■týrimaöur, trá Grindavík, til heimilis aö Gnoöarvogi 14, Reykjavík, lést 8. september. Synir, systkini og aörir vandamenn. t Úttör eiginmanns mfns og fööur okkar, HJALTA BJÖRNSSONAR, Grundartúni 2, Akranesí. fer fram frá Akraneskirkju, laugardaginn 13. september kl. 14.15. Sigrföur Einarsdóttir, Birna G. Hjaltadóttir, Halldór Hjaltason. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför PÉTURS SIGURDAR ÁGÚSTSSONAR, Laugarnesvegi 83, Jóhannes Pétursson, Soffía Felixdóttir. Guömundur Pétursson, Ingibjörg Pétursdóttir, og barnabörn. Gunnar Smith Minningarorö Gunnar Smith er horfinn af sjónarsviðinu. Hans er saknað af vinum og vandamönnum enda maður ljúfur og góður. Hann fæddist 15. okt., 1908 í Reykjavík og ólst upp hjá foreldr- um sínum Oktavíu og Paul Smith, en þau bjuggu þá i Miðstræti 7. Hugur minn hvarflar því fyrst til bernskuáranna þegar ég átti heima á Laufásvegi 6 og lék mér við krakkana þar í kring. Við litum upp til Smith strákanna, en þeir voru þrír: Thorolf kallaður Túlli, Gunnar og Erling. Það var ævintýraljómi í kringum þá — alltaf eitthvað að gerast, enda urðu þeir að standa sig til þess að vesturbæjarstrákarnir yrðu ekki um of uppvöðslusamir fyrir aust- an læk. Oft heyrði ég Gunnar minnast á smáglettur unglingsár- anna og það var gaman að heyra hann segja frá. Samt var hann talinn maður fámáll. Ég held ég muni betur eftir ýmsu sem hann sagði heldur en aðrir sem aldrei lokuðu munni. Árið 1948 fengu ung hjón með 3 litla drengi lánaðan sumarbústað við Selvatn á Mosfellsheiði. Þann bústað átti Harald Faaberg — norðmaður eins og Paul Smith. Þannig urðu þau hjónin Soffía og Gunnar nágrannar okkar hjón- anna í Selmörk. Þarna á Mosfells- heiðinni hófst kunningsskapur sem aldrei hefur fallið skuggi á. Sporin voru ekki talin eftir milli bústaða, jafnvel ekki þó að fjöl- + Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför HARALDAR LÍNDALS PÉTURSSONAR, akrifstofumanns. Guörún Kristín Pétursdóttir, Pétur Steingrímsson, Anna Pétursdóttir. skyldan færði sig út að Króka- tjörn og reisti þar sitt eigið sumarhús. Alla tíð síðan hefur vinátta haldist og þakka ég tryggð þeirra hjóna við mig. „Viltu ekki kaffi?" „Fáðu þér bita með okkur.“ „Komdu inn í stofu.“ „Láttu fara vel um þig.“ Þetta hljómar svo kunnuglega í hugskoti mínu þegar ég minnist Gunnars. Maður var alltaf vel- kominn. Gunnar vann alla tíð hjá fyrir- tæki því er faðir hans stofnaði en heitir nú Smith og Norland. Hann gekk ekki heill síðustu árin, en naut umhyggju konu sinnar í ríkum mæli. Samvistarár þeirra voru 38 og 4 syni eignuðust þau, sem allir eru drengir góðir og vel giftir. Guð veri með ykkur öllum. Sonja Ilelgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.