Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980 23 íslendingar stjórna samtökum tollstarfs- manna á Norðurlöndum Tollvarðafélag íslands gerðist aðili að norrænum samtökum tollstarfsmanna (Nordisk Toll- tjenestemanns Organisasjon) fyrr á þessu ári. Aðild félagsins var síðan formlega staðfest á aðalfundi norrænu samtakanna. scm haldinn var í Gcilo í Noregi 27.-29. ágúst. Fund þennan sátu af ísiands hálfu þeir Sveinbjörn Guðmundsson. formaður Toll- varðafélagsins. og ólafur Aðal- steinn Jónsson, ritari. Helztu umræðuefni á fundinum voru samninga- og réttarmál tollvarða á Norðurlöndunum. Rætt var um starfsemi hinna ýmsu félaga í heimalöndunum og samanburður gerður á stöðu þeirra innbyrðis og gagnvart öðr- um löndum. Fundinn sátu 19 fulltrúar félaganna á Norðurlönd- um og 3 gestir norsku gestgjaf- anna. A fundinum var skipt um stjórn í Samtökum tollstarfsmanna á# Norðurlöndum og var Sveinbjörn Guðmundsson kjörinn formaður þeirra og Ólafur Aðalsteinn Jóns- son ritari. Gegna þeir þessum embættum frá 1. október 1980 til 30. september 1981. Ákveðið var á fundinum að næsta ársþing „Nordisk Tolltjeneste manns Organisjasjon“ verði haldið hér á landi í september á næsta ári. I ár eru 45 ár liðin frá stofnun Tollvarðafélags íslands og verður þeirra tímamóta minnst í haust. (Fréttatilkynning) Aðalfund- ur SUNN 1980 AÐALFUNDUR Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, (SUNN). var haldinn í Mennta- skólanum á Akureyri dagana 23. og 24. ágúst sl. Var fundurinn sérstaklega tileinkaður umhverf- ismálum Akureyrar og nágrenn- is, jafnframt því að minnst var 10 ára afmælis samtakanna. Formaður samtakanna, Helgi Hallgrímsson, setti fundinn á laugardagsmorgun og ræddi með- al annars um stöðu samtakanna. Síðdegis var farið í skoðunarferð um bæjarland Akureyrar. Um kvöldið voru síðan flutt nokkur erindi um náttúruvernd og um- hverfismál og litskyggnur sýndar. Á sunnudag var dagskrá haldið áfram, tillögur ræddar og af- greiddar. Meiri hluti fráfarandi stjórnar baðst undan endurkjöri og í næstu stjórn voru kosin: Árni S. Jóhannsson, Bjarni Guðleifs- son, Áslaug Kristjánsdóttir, Guð- mundur Gunnarsson og Jón Fornason. I ályktun fundarins er gerð sú krafa m.a. að tekin verði ákvörðun um að friða viss útvalin svæði í landi Akureyrar og veita öðrum takmarkaða vernd. Aðalfundur SUNN leggst eindregið gegn þeim fyrirætlunum Vegagerðar Ríkis- ins að leggja hraðbraut þvert yfir utanverðar Leirurnar við Akur- eyri og í gegnum Vaðlaskógarreit- inn. I stað þess er mælt með því að leggja veginn yfir Hólmasvæðið, sunnan við Stórhólma. Þá er einnig ályktað um mengunarmál á Akureyri og eflingu náttúruvernd- armiðstöðvar sem þegar er til vísir að í Náttúrugripasafninu, þannig að hún geti orðið fær um að annast ýmis aðkallandi störf fyrir ýmsa náttúruverndaraðila í fjórðungnum. kvöld til kl. 01 Gestur kvöldsins hinn þekkti Bobby Harrison (Procol Harum) kemur fram og syngur við undir- leik Jónasar Þóris. A, Austurbær Lindargata Ármúli Úthverfi Tunguvegur Kópavogur Holtageröi Vesturbær Skerjafjörður fyrir sunnan flugvöll Selbraut Hringið í síma 35408 fMwgttitlrliifrUÞ Tilboö óskast í: 1. Flutningavagn (2ja hásinga) meö 40 tn. burðargetu. 2. Dráttarstól (Dolly) á einum öxli. 3. Bedford vörubifreiö árg. 1972 (Diesel) með sturtu. Tækin veröa til sýnis þriðjudaginn 16. sept. milli kl. 12—15 aö Grensásvegi 9. ga|a varnaliðseigna. Einkaritaraskólinn Starfsþjálfun skrifstofufólks Pitmans-próf í ENSKU Enska — ensk bréfritun — verzlunarenska. Þrjú átta vikna námskeið Þrjár kennslustundir á dag fjóra daga vikunnar. (má. þr. fi. og fö.) auk vélritunar. Mímir Brautarholti 4 . simi 10004 og 11109 (kl 1—7 Nýjung Allt til skólans Skólavörur og ritföng í miklu úrvali. Opið til hádegis laugardag. HAGKAUP Reykjavík og Akureyri. ALLT TIL AÐ S0FAÁ Hjá okkur er geysilegt úrval af hverskonar rúmum, breiöum og mjóum, sófum, bekkjum, kojum og öðrum húsgögnum í svefnherbergi og unglingaher- bergi. Opið í kvöld til kl. 20.00 og á morgun laugardag frá kl. 8—12. r»a rv fííldshöfða 20 - S (91)81410-81199 Svningahnllinni - Artúnshöfða Það borgar sig aö líta til okkar. f EFÞAÐERFRÉTT- * | ^T?/ / NÆMTÞÁERÞAÐÍ 2? v MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.