Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980 29 • Menningarplássin komi fyrir blómabeðum Sem sagt: Að dómi þessa fólks eru alltof fáir staðir í landinu þar sem menn geta birgt sig upp af þessum gleðigjöfum. Enda ber borgarráði að auka velsæld og bæta hag borgaranna. Ég teldi í samræmi við viturlegar athafnir borgarráðs á áfengismálum að leggja nú á það áherslu að vínveit- ingaleyfi verði bundin því skilyrði að þessi menningarpláss komi fyrir blómabeðum í nágrenninu til að auka á gleðina og svo að ekki verði langt að fara af barnum í blómin." • Þannig liðu árin Ásgeir Eggertsson skrifar: „Það sem við hugsum það vex. Þau voru ung að árum, skemmtu sér við að fara á dansleiki og drekka áfengi og lifa í gjálífi. Þannig liðu árin. Dag einn töluðu þau um að lífsmáti þessi væri ekki lengur skemmtun. Þau voru farin að slá slöku við vinnu. Taugarar voru farnar að gefa sig. Þau voru farin að nota róandi lyf sem slævðu starfsemi hugans og einnig svefnlyf sem gerði þau síður vakandi yfir því ástandi sem þau voru í. Það var eitthvað að. Þau fóru að leita sér lækninga á meðferðarstofnunum, og í nokkur ár voru þau í meðferð á hinum ýmsu stofnunum, mikið var reynt að hjálpa þeim en gekk heldur illa. Kröfur þeirra til starfsfóks stofn- ana voru miklar, þau gerðu sér ekki grein fyrir því að lækningin varð að koma frá þeim sjálfum en aðstoðin frá þeim sem réttu þeim hjálparhönd. • Viðhorfsbreyting- in hjálpaði Tíminn leið. Þau voru farin að finna að vandamálin voru ekki allsstaðar í kringum þau, heldur voru þau sjálf mesta vandamálið. Þau tóku það til bragðs að breyta viðhorfi sínu til fólks og eigin erfiðleika. Þau fundu að á liðnum árum höfðu þau orðið föst í hugsanamynstri sem var orðið ósjálfrátt og ekki gott að losna við þegar á reyndi. Þegar þau skildu þetta var eins og opnaðist leið út úr ógöngunum. • Eitthvað varð að koma í staðinn Þau tóku þá ákvörðun að hreinsa til í hugskoti sínu. En þá varð eitthvað að koma þar í staðinn. þau völdu þá leið að fylla hug sin með jákvæðu viðhorfi til Almættisins og að Guð er kærleik- ur, að maðurinn uppsker eins og hann sáir, en það gekk á ýmsu hjá þeim, þeim fannst Guð vera eitt- hvað stórt og fjarlægt og að hann skildi þau ekki. Þau hrösuðu og hrösuðu. Þau höfðu heyrt talað um fagnaðarerindið og Jesúm Krist og Kristur hefði lifað hér á jörðu og væri því kunnugur böli og þjáningu manna. • Guð er góður Þau fóru að reyna að lifa samkvæmt boðskap Fagnaðarer- indisins og það sem þau hugsuðu og framkvæmdu það óx. Enn í dag eru þau ekki fullkomin, en það sem þau hugsa og framkvæma það vex og Guð er góður. E.s. Rósailmur berst ekki á móti vindi, en góðar hugsanir berast á móti öllum vindum. Fyrirfram þakkir fyrir birtingu, kæri Velvakandi." Þessir hringdu . . Óætt skyr í Reykjavík St.Sv. hringdi og sagði skyrið ólíkt betra fyrir norðan en hér fyrir sunnan. — Við fórum þrjár systur í ferðalag norður núna fyrir skemmstu og dvöldum í sumarbústað nyrðra. Tókum við með okkur skyr að heiman og settum strax í kæli í sumarbú- staðnum. M.a. gerðum við ferð okkar til Akureyrar og Dalvíkur og keyptum af rælni smá skyr- pakka á báðum stöðunum. Er ekki að orðlengja það að skyrið að heiman þótti ekki matur eftir þetta, norðanskyrið var svo gott, að okkur fannst ekki einu sinni þurfa sykur í það, og sömu sögu var að segja er við keyptum þetta SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á Evrópumeistaramóti ungl- inga í Groningen um áramótin kom þessi staða upp í skák þeirra Santo-Roman, Frakklandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Sanna, Ítalíu. Svartur hótar máti á hl, en hvítur var fyrri til: dýrindisgóða skyr í Borgarnesi á leiðinni heim. Hvernig stendur á þessu kirnubragði að skyrinu hérna? • Draslaralegt í miðbænum Þá verð ég að koma því að, sem mér finnst óhæfa, sagði St. Sv. ennfremur, og það er hvernig fólk gengur um í miðbænum. Ég horfði á það fyrir helgina, að stúlkur tvær, sem voru að háma í sig eitthvert kruðerí, tóku umbúð- irnar utan af því og hentu því í nærliggjandi ruslakörfu. Og vit- anlega var ekkert við þetta að athuga. En sagan var ekki öll. önnur stúlknanna virtist ekki ánægð með þessi málalok og gekk að ruslakörfunni, tók upp úr henni umbúðabögglana og fleygði þeim á gagnstéttina. Ég spyr: Er ekkert athugavert við þetta? Erum við ekki allt of lin við sóðana hérna. Ég held ég megi segja, að það liggja jafnvel stórsektir við svona athæfi erlendis, þar má fólk ekki einu sinni fleygja frá sér sígar- ettu. HÖGNI HREKKVÍSI þND fcB h\\k.LO BefTBA MÚ-MOA0 fie£J2©ie©o &ZP SlGeA V/öGA í Á/LVEgAM Royal INSTANT PUDDING pii Ml“"C Unjjir og aldnii n jóta þess að borða köldu Royal búðinfrana. Braa'ðtejrundir: — Súkkulaði. karamellu, vanillu og jarðarberja. J ^ Einhneftir tvíhneftir og með belti Opiö laugardaga GEfsíR H 38. Hg7+ - Kh8, 39. Hxh7+ og svartur gafst upp, enda stutt í mátið. Núverandi Evrópumeistari unglinga er Rússinn Alexander Chernin. 9-/ L\WN 49 ^\(0L9A 1'MÖ l ^ALiod tvö mw \ v/wtfr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.