Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980 31 Karl hættir með Fram, Axel tekur við „ÉG LAGÐI fast að Axcl Axels- syni að taka við Framliðinu. Ilann hefur nú fallizt á það,“ sanði Karl Benediktssun. hinn gúðkunni þjálfari Fram. Ilann hefur nú látið af störfum eftir aðeins að hafa verið aðeins eitt ár með lið Fram. „Axel hefur allt til að bera til að, verða góður þjálfari. Hann hefur mesta reynslu íslenzkra hand- knattleiksmanna. Hefur náð lengst í handknattleik erlendis, á því er ekki vafi. Ég tel að hann muni njóta góðs af þessari reynslu. Ég treysti Axel fullkom- lega til starfsins," sagði Karl Benediktsson ennfremur. Aðspurður hvort hann nú myndi endanlega leggja þjálfun á hilluna svaraði Karl: „Ég veit það ekki — maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér.“ |{ Hails. • Þekktasta lið Tékkóslóvakíu í dag. Banik Ostrava. mun leika n.k. miðvikudag gegn íþróttabandalagi Vestmannaeyja á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 17.30. en þetta er fyrri leikur liðanna í Evrópukeppni meistaraliða. Banik Ostrava varð Tékkóslóvakíumeistari sl. ár og ÍBV íslandsmcistarar. I liði Banik Ostrava. sem er á meðfylgjandi mynd. leika margir kunnustu leikmenn Tékkóslóvakiu og m.a. eru í liðinu 5 leikmenn sem voru í gullliði Tékka á síðustu ólympíuleikum í Moskvu og munu þeir allir leika gegn íþróttahandalagi Vestmannaeyja. Leggur ÍR niður fimleikadeildina? Arni fer ekki til Halifax BLIKUR eru á lofti hjá íþróttafé- lagi Reykjavíkur (ÍR) um þessar mundir. og hefur jafnvel verið alvarlega um það rætt, að leggja niður eina af deildum félagsins, þar sem félagið hefur ekki að- stöðu í íþróttahúsum borgarinn- ar svo að um lágmarksstarf geti verið að ræða i hinum ýmsu deildum félagsins. Að sögn Þóris Lárussonar, formanns ÍR, krepp- ir svo að hjá félaginu, að rætt hefur verið í alvöru um að leggja fimleikadcild félagsins niður. svo að hand- og körfuknattleiksdeild- ir félagsins fái þann lágmarks- tímafjölda sem þær þurfa. „Það er illt ef við þurfum að lcggja niður fimleikadeildina. ÍR er frumkvöðull fimleika hér á landi. Og ef af verður, þá er um algjört neyðarúrræði að ræða.“ sagði Þórir. Það er slæmt til þess að vita, að íþróttafélög þurfi að leggja niður starfsemi sína að hluta, því þá er um leið stór hópur ungmenna útilokaður frá heilbrigðu æsku- lýðsstarfi. Vandamálið er í raun og veru fólgið í því, að félagið hefur ekki íþróttaaðstöðu til að sinna þeim fjölda ungmenna sem sækir að félaginu. Á sama tíma á samfélagið við fjölda unglinga- og fjölskyldu- vandamála að stríða, vandamál sem áreiðanlega myndu mörg hverfa ef íþróttafélögunum væri sköpuð meiri aðstaða til að geta haft ofan af fyrir þeim unglingum sem vilja verja frístundum í hollum og heilbrigðum leik. Forsvarsmenn íþróttafélaga hafa tjáð blm. Mbl., að borgaryf- irvöld hafi lítinn áhuga á að koma upp íþróttamannvirkjum, þrátt fyrir það t.d., að viðurkennt sé á sviði heilbrigðismála, að iðkun íþrótta sé ein árangursríkasta leiðin til að fyrirbyggja alls kyns vandamál á sviði heilbrigðismála, sjúkdóma o.þ.h. Öllu verra þykir forsvarsmönn- um íþróttafélaga, að til eru í borginni íþróttahús sem íþróttafé- lögin fá ekki aðgang að, þótt fegin vildu. I þessu sambandi er íþrótta- hús Kennaraskólans tekið sem dæmi. Iþróttafélög höfðu þar eitt sinn tíma, en hefur nú verið úthýst og salurinn í staðinn leigð- ur ýmsum einkaaðilum á kvöldin. Éinnig hefur Mbl. fregnað, að dæmi séu um, eða hafi a.m.k. verið, að íþróttafélög endurselji einkaaðilum úthlutaða tíma sína í einstökum íþróttahúsum, þrátt fyrir að það brjóti í bága við allar reglur íþróttahreyfingarinnar. „ÉG REIKNA ekki með því að taka tilboði þvi sem Kirby sendi mér, það var ekki aðgengilegt fyrir mig. Ég sendi gagntilboð og þvi hefur hann ekki svarað svo að það bendir allt til þess að ég fari hvergi enda má kannski segja að þetta sé nú ekkert sérlega spenn- andi lið að fara til. Ilalifax er i fjórðu deild og gcngur frekar ísalmótið í golfi ÍSALMÓTIÐ í golfi fer fram á Grafarholtsvclli um næstu helgi. Keppt verður i fimm flokkum. meistaraflokki. 1. fl.. 2. fl., og 3. fl. Þá verður keppt i kvenna- flokki með forgjöf. Auk þess verða veitt verðlaun fyrir besta skorið. Skráning fer fram hjá Golfklúhhi Reykjavíkur og lýkur henni kl. 18 í kvöld. Búist er við að keppcndur verði um 150 tals- ins og þvi ekki vanþörf á að ræsa sncmma. Allar upplýsingar varð- andi kcppnina er hægt að fá hjá GR. illa, sagði Árni Sveinsson. ÍA, er Mbl. r.i'ddi við hann um tilboð það sem enska 4. deildar liðið Ilalifax gerði honum. Það bendir þvi allt til þess að Árni leiki áfram hér heima með liði sínu, ÍA. — þr. Formanna- fundur BSÍ FORMANNAFUNDUR BSÍ verð- ur haldinn á Ilótel Esju á morgun og hefst hann klukkan 14.00. Stjórn BSÍ hvetur alla formenn badminton-félaga og deilda til þess að mæta, en fundarefni verður m.a. fjárhagsáætlun og mótaskrá. Haukar AÐALFUNDUR handknattlciks- deildar Ilauka verður haldinn í Ilaukahúsinu. laugardaginn 20. september og hefst hann klukkan 14.00. Skallagrímur og Reynir í 2. deild Skallagrimur frá Borgarnesi vann sér sæti i 2.deild Islands- mótsins í knattspyrnu, er Tinda- stóll sigraði Grindavik 3—0. Hefði Tindastóll sigrað með meiri mun, hefði liðið flust i 2. deild í stað Skallagrims. Grindavik hefði hins vegar nægt jafntefli til þess að hrcppa efsta sætið i riðlinum. svo jöfn var keppnin á þessari vígstöð. Lokastaðan í riðlinum varð sú, að öll liðin hlutu 4 stig. Marka- hlutfall Skallagríms var 8—7, hlutfail Tindastóls 9—8 og hlut- fall Grindavíkur 3—5. Skalla- grímur hreppti því sætið í 2. deild, en Tindastóll og Grindavík sitja eftir með sárt ennið. Úrslit voru annars þegar kunn í hinum riðlinum, þar sigraði Reyn- ir , en liðið hlaut fimm stig og markatöluna 8—5. Einherji sigr- aði HSÞ 4—2 í fyrrakvöld og varð í öðru sæti í riðlinum með 4 stig og markatöluna 9—8. Lestina rak síðan HSÞ með 2 stig. Skallagrím- ur og Reynir eiga nú aðeins eftir að leika innbyrðis um það hvort liðið telst 3. deildar meistari. Glæsilegt met hjá Sigurði Sigurður T Sigurðarson setti í fyrrakvöld nýtt og glæsilegt ís- landsmet í stangarstökki. Var vettvangur metsins innanfélags- mót ÍR, sem haldið var á Fögru- völlum í Laugardal. Sigurður lyfti sér þá yfir 4, 75 metra, sem er mun betri árangur en gamla íslandsmetið, sem Sigurður átti reyndar sjálfur. Það hljóðaði upp á 4, 62 metra. Þá má einnig geta þess, að Ingólfur Gissurarson náði góðum árangri í stangarstökkinu, sínum besta. Kristján lyfti sér yfir 4, 42 metra, sem er þriðji besti árangur Islendings í greininni frá upphafi. / Vörumarkaðsverð Okkar verö Leyft verö Kaaber kaffi Vi kg. 985.- 1.185,- Ritz kex 1 pk. 500.- 553,- Emmess ís 1 líter. ' 785.- 870.- Libby’s tómatsósa 340 gr. 490.- 543,- Hveiti Pilsbury’s 5 Ibs 835.- 926.- W.C. pappír 4 rúllur. 580.- 646,- Lambalifur 1 kg. 1.500.- 2.411 - Rófur 1 kg. 250.- 276.- Hvítkál 1 kg. 370.- 414,- Bananar 1 kg. 800.- 897.- Opið föstudaga til kl. 8. Opið laugardaga kl. 9—12. Vörumarkaðurinn hf. Ármúia i A Matvörudeild. Sími 86111.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.