Morgunblaðið - 18.09.1980, Síða 3

Morgunblaðið - 18.09.1980, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 3 Kaffiverð fer lækkandi: _ Kemur Islending- um þó ekki til góða VEGNA mikillar kafíiuppskeru í heiminum í ár er útlit fyrir að verð á kaffi á heimsmarkaðs- verði fari lækkandi á næstu mánuðum. í dönskum blöðum hefur þegar verið skýrt frá lækkandi kaffiverði, og sömu söguna mun vera að segja víðar. Ekki er þó víst að lækkandi verð á hinum vinsæla drykk komi okkur íslendingum til góða í vetur. Ástæðan er sú, að verðlagsyfirvöld hafa verið treg á að veita umbeðnar hækkanir kaffiinnflytjenda, og liggja yfir- leitt einhverjar óafgreiddar hækkunarbeiðnir fyrir. Yrðu hefur kaffikílóið vérið selt á 3900 þær afgreiddar, myndi verð- krónur íslenskar, en til saman- hækkunin að öllum líkindum burðar má geta þess að kíló af gera meira en að vega upp á móti Ríó-kaffi kostar hér 5160 krónur. lækkuninni. I því dæmi verður þó að taka í Danmörku hafa borizt fréttir tillit til fjölmargra atriða ann- um að verð á hverju kílógrammi arra en krónutölunnar einnar, lækki um allt að 3,20 krónum, og svo sem tolla og annarra gjalda, að 250 gramma pakkar verði nú auk þess sem gæði eru mjög seldir á 10,25 krónur danskar í mismunandi og verð því mis- stað 11,05 áður. í Danmörku jafnt. Billigere kaffe Mandag gár prtsen pá den mest solgte lcaffe ned med 3,20 kr. pr. kllo. Dette vll sl at velledende prls for pak- ker pá 250 gram reduseres fra 11,05 kroner tll 10,25 kroner. Prlsreduksjonen har sln ársak 1 store kaffe- lagre I verden og med det 1 synkende prlser. Ragnar Guðjónsson kennari látinn Ragnar Guðjónsson LÁTINN er í Reykjavik Ragnar Guðjónsson kennari. Hann var fæddur á Saurum í Álftafirði hinn 1. ágúst 1911. Foreldrar hans voru Guðmundur Daviðsson á Brekku og kona hans Þuriður Hagalinsdóttir. Ragnar var við nám í Alþýðu- skólanum á Núpi í Dýrafirði 1929 til 1931, og kennaraprófi lauk hann 1935. Hann var kennari á Siglufirði og um tíma fram- kvæmdastjóri Bifreiðastöðvar Siglufjarðar. Verkstjóri var hann um hríð við Síldarverksmiðjurnar og bæjarstjóri um skeið. Um tima var Ragnar skólastjóri og kennari á Sandi á Snæfellsnesi, og siðar í Vopnafirði. Hann var um árabil fréttaritari Morgunblaðsins á Vopnafirði. Eftirlifandi kona Ragnars er Kristín Ágústa Guðmundsdóttir. Vetrarkoma á Húsavík Húsavik 17. september 1980. NÚ hafa veður skipast í lofti. í morgun þegar út var litið var Húsavikurf jall grátt niður í miðj- ar hliðar og hefur svo verið í dag. Er haustlegt um að litast, og norðan kuldagjóla. Almennt munu menn vera búnir að taka upp kartöflur. Fyrstu göngur eru gengnar í lágsveitum, og gengu þær vel svo óvenjulega fátt fé mun vera á afréttum Dalabúanna. En Mývetningar eiga eftir sínar aðalgöngur, en þeir hafa frestað göngum í dag vegna veðurs. Hér er ekki vitað til að veðrið hafi valdið neinu beinu tjóni. Húsagarðar og torg á Húsavík hafa verið sérstaklega vel hirt í sumar og fallega blómum skreytt, en nú munu þau skipta um svip. — Fréttaritari. Þingflokkur sjálfstæðismanna: Ekki verði stefnt í ríkisrekstur f lugs ÞINGFLOKKUR sjálfstæð- ismanna kom saman til fundar i gær, og var þar meðal annars samþykkt eftirfarandi ályktun: „Þingflokkur sjálfstæðismanna telur einsýnt að stjórnvöld geri ýtrustu tilraunir til þess að tryggja flugsamgöngur yfir Norður-Atlantshafið og lýsir sig reiðubúinn til samstarfs í þeim efnum, enda sé ekki stefnt í ríkisrekstur flugs og gagnslausar fjárskuldbindingar skattgreið- enda. Þingflokkurinn vítir vinnubrögð fulltrúa Alþýðubandalagsins og telur að þau hafi valdið Flugleið- um hf. miklu tjóni, stefnt í hættu atvinnu fjölda fólks, sem að flug- málum vinnur, og skaðað þjóðar- hagsmuni." Félag íslenzka prentiónaðarins Áríöandi félagsfundur veröur haldinn í dag, fimmtudaginn 18. september kl. 4 síödegis í fundarsal félagsins aö Háaleitisbraut 58—60. Fundarefni: Ný staöa í samningamálunum Viöbrögö viö viö verkfallshótun Stjórn Félags íslenzka prentidnaðarins T0Y0TA saumavélafjölskyldan ' "'“““"'lf oyota 8000 meö sauma- armi Hásjálfvirk zig-zag. Haegt er að velja um 22 spor, beina sauma, glæsileg mynstur og allt þar á milli, 12 spor með sjálfvirkum afturábaksaumi og 10 venjuleg sjálfvtrk spor. Ótrúlega margbrotin en einföld í notkun. VeröCænESÍB T0Y0TA saumavélar fyrir alla Á verði fyrir alla A greiðslukjörum fyrir alla 2ja ára ábyrgö og saumanámskeiö innifaliö í veröi. Fullkomin viögeröar- og varahlutaþjónusta. TOYOTA varahlutaumboðið Ármúla 23, sími 81733.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.