Alþýðublaðið - 01.05.1931, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.05.1931, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Til hildar? Á leið mannkynsins eru stóru imgsjónirnar vegarmerkin. Af fylgi pví, er þær njóta með ein- sitökum þjóöum, verður það ráð- ið, hvort þjóðunum er að skiJa fram á leið, eða þær eru á vegi til grafar. Eftir því hvort slíkar hug- sjónir eru sigrandi eða fara höll- um fseti má lesa út úr þjóðun- um feigðarsviþ eða fyrirbeit um komandi hamingjudaga. En það má með sanni segja sem varpað hafa virðuleik og dýrðarblæ á viðleitni mannanna, er engin fegurri en sú, að gera jörðina, bústað mannanna, að ríki réttlætis og friðar, engin virðu- legri en jafnaðarstefnan. En það má með sanni segja um jafnaöarstefnuna, að það hef- ir orðið hlutskifti hennar „að hrekjast af háum, en hýsast aí þeim smá“ eins og skáldið kvað forðum. Hvarvetna hefir það orð- ið liennar hlutskifti að vera tekið með fögnuði af vanmáttugum. dreyfðum, xákunnandi smælingj- um, hinum undirokaða lýð allra þjóða, en fjandskap og blóðugri óvild af yfirstéttinni. Hún hefir sigað á jafnaðarmenn fjármála- valdi sínu, lögregluvaldi sínu, dómstólavaldi sínu, borgarlegu og spiltu almenningsáliti, roíinni trú, siðferðishræsni, öllum þeim afturhaldsr og ánauðar-öflum, sem finnast í spiltu þjóðfélagi. En ekkert hefir dugað. Jafnaðar- stefnan hefir farið sigrandi um heiminn í hinum ýmsu myndum sínum. Og hjá öllu því, sem á greinir xmeðal ýmsra flokka jafn- aðarmanna, má þetta aldrei gleymast, að bilin milli skoðana þeirra og aðferða eru hégóminn ednn á móts við það, sem aila jafnaðarmenn greinir á við hína borgaraJegu valdstreituflokka. Þar er og verður jafnan baráttan um aðalatriðin, baráttan um líf og dauða, — öðrum megin bar- átta fávíss og fámenns hóps fyr- ir yfirráðum sínum yfir auði og framleiðsiutækjum, löggjöf og réttarfari, sál og skoðunum al- mennings, lxinum megin viðleitni hins stéttvísa alþýðumanns til þess að skipa þessum málum á grundvelli réttlætis og mannúð- ar með allsherjarheill fyrir aug- xim. Og í þessari baráttu er ekki unt að þekkja mennina nema að edns á einu. Koma þeir fram sem fulltrúar hinna snauðu, vinnandi sveita Iandsins, eÖa koma þeir ■ fram sem fuiltrúar fjármagnsins, auðvaJdsins, sem er samt við sig hvort heldur baö bir, iíit í sam- vinnuhringum, með háfjárvald ríkisins og vernd stjórnarvald- anna að bakhjalli, eða gráðugum einkafyrirtækjum, sem á tírnum glapsýnna og hlutdrægra stjórn- enda hafa dregið undir sig aJt veltufé landsins, sogið blóðio úr bönkum og lánsstofnunum og gint þingið tii þess að taka ófor- svaranleg veltufjárlán í nafni landsins til þess að kreppa enn hetur að kosti verkamanna og smáframleiðenda. En í öllum þessum gauragangi skammsýnna og valdgráðugra borgaraflokka, þar sem persónu- Leg hatursmál foringjanna, inn- byrðis væringar, öfund, ávirðing- ar og drykkjuskapur eru aðal- árása- og umræðu-efnin, og brigsl koma í stað röksemda, á- lygar og þvættingur í stað hiein- ski-linnar afstöðu til málefna, er að eins einn flokkur í landinu; sem hefir haft margliðaða um- bótastefnuskrá með raunhæf fé- lagsleg markmiö fyrir augum. Það er Alþýðufiokkurinn. Á öll- um sviðum þjóðlífsins hefir hann reist, — ekki umbóta kröfurnar einar — heldur endursköpunar- kröfurnar, — myndun nýs og réttlátara þjóðfélags. Fámenni það, sem flokkurinn hefir átt á að skipa til þingstarfa, er orsök þess, að ekki hefir meira unnist á en raun ber vitni. Og þó er það engan veginn lítið. Það má með fullum sanni . segja, að hagur hvers einasta sjómanns og verka- manns og fátæklings og rnn- komulauss æskumanns, er leita vill sér mentunar, er nú miklu betri en vera myndi, ef starfsemi Alþýðuflokksins hefði ekki notið við. Og þetta gildir jafnt um þá, sem. enn hefir skort giftu og skarpskygni til þess að skipast í sveit stéttarbræðra sinna. Inn í heimkynni hinna mörgu, sem ekki þektu sinn vitjunartíma meðal vinnandi almennings á fs- landi, hefir blessunin komið af fórnum og erfiði hinna, sem báru byrðar hinna ungu alþýöusam-, taka á herðum sér, og létu ekki fagurgala og tyllimál borgara- legra su n nudaga s k ó la f lokka stinga samvizku sinni svefnþorn með „hófLegu" umbótahjali, sam tvístigulir tækifærabraskarar nota sér í þjóðjmálabaráttunni. En það mun nú sanni næst, að Alþýðuflokkurinn hafi slitió barnsskóm sínum, og sé í þann veginn að láta þjóðmál og verk- lýðsmál til sín taka með öörum og styrkari hætti en tök hafa verið á til þessa. 1 fimtán ár hafa kröfur hans og stefnuskrár- atriði blasað við augum almenn- ings í landinu. 1 fimtán ár hafa mannféLagshugsjónir hans verið að plægja hugi mannanna. I fimtán ár hefir háðið, illkvitnin, hrópin, tortrygnin, sem fyrrum skákuðu sér gegn honum í skjóli vanmegu og fáfræði, verið að gerast lágværari og umsvifa- minni. f fimtán ár hefir féLags- , Leg samvizka þjóöarinnar verið að vakna og gLæðast fyrir at- beina hans. í fimtán ár hefir æsk- an í landinu verið að verða hlustnæmari og hlustnæmari á hinar stóru mannféLagshugsjónir og fúsari og fúsari til þess að skipast þar í sveit, sem krafist er hins mesta og stefnt að því bezta, — í sveit Alþýðuflokksins. 1 hverri einustu bygð á fslandi eru ungir menn og konur, sem á síðari árum hafa horft á eftir einstökum tillögum og frumvörp_ um Alþýðuflokksins inn í þing- salinn, þar sem valdstreitulýðiur- inn skipar enn þá flest sætin. Og þau hafa hrokkið upp við það að þessi samhenti and- spymulýður gekk af velferðar- málum, réttlætiskröfunum og hugsjónum alþýðúnnar dauðum. Það hefir brýnt egg í skap og vilja miklu fleiri manna og kvenna en andspyrnulýðinn dreymir um nú, 'þar sem hann vegst á með óþvegnum munn- söfnuði um vegtyllur sínar og bein. Áður en varir verður heilög óbeit þessa fólks búis að kveða upp dóm sinn í þessum málum. Vera má, að þá verði margra hlutur illur, en engis góður nema þeirrar stefnu, sem jafnan hefir fylgt fram hinum sjálfsögðustu mannréttindakröfum, en látið sér að því skapi ótíðara um völd og persónulegar illdeilur. En þetta vita hinir flokkarnxr ofurvel. Eftir margra ára ósæmd og hrakfarir í eiginiegum mál- um sinum veit t. d. Ihaidsflokk- urinn það mæta vel, að hann þarf a'ð gera yfirskinsþvott á sinni pólitísku ásjónu. Haldleysi áframhaldandi nafnaskifta og grunur um þverrandi árangur þess að senda tungumjúkar kjaftaskjóður á atkvæðaveiðar í nafni kristinnar trúar 'og siðgæð- is, veldur þvi, að hann sér sér ekki annað fángaráð en að beygja sig fyrir þeim. þjóðvilja í einstökum málum, sem allsherjar- réttlætiskröfur Alþýðuflokksins hafa skapað í landinu. Þar er ekki um neina yfirbót að ræða, heldur það eitt að kaupa sér stundargrið í þjóðfélagi, sem er að verða þess alráðið að xieka andspyrnulýðinn af höndum sér. Og enginn getur ætlast til að Al- þýðuflokkurinn fari að skiljast við sín eigin mál, þó að þeir gerist nú til að ljá þeim fylgi sakir ótta við félagslegan þroska í Jandinu, sem annars dreymir um undirokun alþýðunnar í skjóli vinnudóma, ríkislögreglu og annarar óhæfu. En hitt veit alþýða landsins, að þeirri ósvinnu verður að því skapi sí'ðar komið á, sem kjördæmaskipun landsins, kosningarrétti og þegnlegum rétt- indum. almennings þokar meira í réttlætisátt. Og enginn hugsandi maður lætur Alþýðuflokkinn gjalda þess, þó að málefni hans gerist svo umsvifamikil í vitund þjóðarinnar, að andsfæðxngar hans þora ekki annað en unna bonum réttlætis af málum sín- um. Sú glettnislega tilviljun hefir orðið hér, að sá flokJcur hefir öðrum fremur ýfst við væntan- legri úrlausn þessara mála, sens öllum öðrum hefir verið óspar- ari á faguryrði og frómar bolla- leggingar um mannréttindi og fé- lagslega þróun. Hefir hann gripið til þess ráðs að xnagna til fjand- skapar alþýðu landsins innbyrðis fyrir það eitt, að nokkur hluti hennar leitar sér viðurlífis með ræktun landsins í dreif'ðum bygð- um, en hinn við harðræði sjó- sóknar og störf þau, er til falla í bæjum við sjávarsíðuna. En hér er áreiðanlega skotið yfir mark. Þessar ýfingar, sem blað- ritarar hyggja að hægt sé að stofna til með gleiðgosalegum skrifum, verða ekki annað í augum óspiltra manna en undrun yfir dularfullri ógæfu þeirra manna, sem hugðust að bjarga þjóðmáLastefnu sinni með því að kljúfa með hatri lífsmeið þjóðarinnar, — hina vinnandi stétt. Þetta mun og ekki takast, af því að í hugum fólksins er enginn hljómgrunnur fyrir slíkar bekkingar. f gegnum erfiði og þrautir þúsund ára hefir skapast með vinnufýð á Islandi samúð og nærfærni, sem stendur dýpra en svo að eydd verði, þó verið sé að 'jhvísla því í eyru sveitamanna, að bæirnir séu þeim fjandsamiegir. Þeir vita, að verkamaðurinn á enga sök á svalli, óhófi og ríki- læti braskaranna aðra en þá, að hafa framleitt með erfiði sínu verðmætið, sem ranglát þjóðfé- lagsskapun dró úr höndum hans. 0g miklu er íslenzk bóndalund djarfari og drengiLeigri en svo, að hún kunni því til lengdar að vera beiningamaöur í þjóðfélaginu um þegnréttindi meiri en aðiir menn, og réttsýnni en svo, að hún viljí gerast þrándur í götu sjálfsagðr- ,ar þróunar, og mun svo verða meðan uppi standa menn af ætt- iegg Ingimundar gamla. Þessar kosningar, sem iyrir dyrum standa, eiga meðal annars að leiða það í ljós, hvort hægt er að magna upp svo lágkúru- legan hugsunarhátt hjá alþýðu í sveitum, að hún gangi á bróður- grið við stéttarsystkini sí.n í bæj- unum og treysti meir á fagurhjal stéttkljúfendanna og ranglæti í kjördæmaskipun en gott mál og þá sterku samhygð, sem innst inni býr með allmœ f eim, sem vita, að þeir skapa með erfiði handa sinna hvem bita brauðs, sem neytt er í landinu. Fyrir því göngum vér út í þessar kosningar glaðir og góðs hugar. Samtökum stéttar vorrar og heilbrigðri mótspyrnu veih- lýðssamtakanna ætlum vér að sjá fyrir þvi, að ekki verði komið að tómum kofum þegar nokkuð tekur að falla gróm á hinn póli- tíska andlitsþvott íhaldsins, • en átökunum um stærstu þegnrétt- indamál íslenzkrar alþý'ðu að forða því, að hún kúrist niður í sauðrórri spekt undir værðarhjali þeirra ,sem geta velgjulaust talað um „Eyðingu öreigamenzkunnar"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.