Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 3 Halldór Jónatansson aðstoðarframkvæmdastj. Landsvirkjunar: Rafmagnsskömmtun til stóriðjufyrirtækja í vetur Samkomuhús í Garðabæ SAMKOMUHÚSIÐ að Garða- holti er komið í gagnið að nýju, eftir endurbætur og lagfæringar. Kvenfélagskonur í Garðabæ munu þess vegna gefa fólki kost á því að sjá samkomuhús- ið, um leið og þær skenkja gestum veitingar. Það verður opið í dag, sunnudag, í samkomuhúsinu að Garða- holti frá kl. 14—17. SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Garða- bæjar og Bessastaðahrepps er þessa dagana að hefja vetrarstarf- ið. Fyrst á vetrardagskránni er almennur félagsfundur, sem hald- inn verður í Kirkjuhvoli, nýju húsnæði safnaðarheimilisins á Hofsstaðarhæð nk. fimmtudag 25. sept. kl. 20.30. Gestur fundarins „Guðmundur Sigurjónsson hefur tjáð okkur, að ýms vandkvæði séu á því að hann geti tekið þátt í Olympíuskákmótinu og það hefur verið gengið frá því, að ef hann ekki verður með, sem okkur þætti Geir Hallgrimsson. verður Geir Hallgrimsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins og heldur hann framsögu um fundarefnið „Stjórnmálaviðhorfið og hvað er framundan". Kaffiveitingar verða á fundin- um og vonast stjórn félagsins til að sem flestir félagsmenn mæti og taki með sér nýja félaga. auðvitað miður, þá muni Ingi R. Jóhannsson, liðsstjóri og farar- stjóri, koma inn í sveitina sem annar varamaður," sagði Ingimar Jónsson, forseti Skáksambands ís- lands, í samtali við Mbl. í gær. Á SÍÐASTA vetri varð að grípa til allverulegrar skömmtunar á rafmagni til nokkurra stórra orkukaupenda vegna lágrar vatnsstöðu á hálendinu sem dró úr rafmagnsframleiðslunni. Var rafmagn aðallega skammtað til ísal. ^ Járnblendiverksmiðjunnar og Áburðarverksmiðjunnar en einnig til Keflavíkurflugvallar að hluta. Morgunblaðið hafði samband við Halldór Jónatansson aðstoðar- framkvæmdastjóra Landsvirkjun- ar og spurði hann um horfur með rafmagnsframleiðslu í vetur og hvort hugsanlega þurfi að koma til skömmtunar. Énnfremur var Halldór spurður um gang fram- kvæmda við Hrauneyjafossvirkj- un. Svar Halldórs fer hér á eftir: „ Veruleg álagsaukning verður hjá Landsvirkjun á vetri komanda frá því, sem var á síðastliðnum vetri, þar sem seinni ofn Járn- blendiverksmiðjunnar er að koma í gagnið þessa dagana, og stækkun ISAL frá því fyrr á árinu eykur nú vetrarálagið. Er hér um að ræða viðbótaraflþörf vegna Járnblendi- verksmiðjunnar, sem nemur um 32 MW og um 20 MW vegna ISAL. Þá eykst álagið vegna yfirstand- andi tengingar Vestfjarða, Skeið- fosssvæðisins og Vopnafjarðar við kerfi Landsvirkjunar. Komandi vetur getur því orðið Landvirkjun erfiður, enda vantar nú um 1,5 metra á fulla vatnshæð Þóris- vatns. í þessu eru þó ljósir punkt- ar, sem létta munu róðurinn og draga úr fyrirsjáanlegri skömmt- unarþörf og gera nauðsynlega orkuskerðingu minni en ella. Kemur hér til, að vatnsborð Þóris- vatns er nú um 3,5 metrum hærra en á sama tíma í fyrra, og svarar það til um 114 GWst, en miðlun úr Þórisvatni hófst fyrst nú í dag eða tveim vikum síðar en 1979. Þá kemur vísir að vatnaveitum Landsvirkjunar að gagni auk Svartsengis, sem tengist Lands- virkjunarkerfinu með 6 MW við- bót, væntanlega í dag. nk. Halldór Jónatansson. Með hliðsjón af ástandi og horfum í dag þarf almenningur ekki að óttast rafmagnsskömmtun í vetur. Á hinn bóginn verður ekki hjá því komist að skerða afhend- ingu afgangsorku frá Landsvirkj- un, eins og samningar við ÍSAL, Járnblendifélagið og Áburðar- verksmiðjuna leyfa og þörf verður á. Engin leið er að segja til um fyrirfram, hve langt þarf að ganga í þessu efni, þar sem það er mjög háð tíðarfarinu í vetur. Viðræður standa nú yfir milli Landsvirkjun- ar og iðnfyrirtækjanna um, hvern- ig staðið verði að yfirvofandi orkuskerðinu gagnvart þeim. Eru horfur á, að skerðingin komi í gagnið í áföngum, þannig að hún hefjist fljótlega gagnvart ÍSAL og síðan að rúmum mánuði liðnum taki hún einnig til Járnblendi- verksmiðjunnar, en í millitíðinni fær verksmiðjan fulla orku fyrir báða ofnana. Hins vegar mun Áburðarverksmiðjan væntanlega liggja milli hluta í þessu sambandi fyrst um sinn. Framkvæmdir við Hrauneyja- fossvirkjun ganga nokkurn veginn samkvæmt áætlun, þegar á heild- ina er litið og er því enn gert ráð fyrir, að samkvæmt upphaflegri áætlun verði fyrsta vél virkjunar- innar komin í rekstur í nóvember á næsta ári. Ætti Landsvirkjun þannig að vera innan handar að láta í té næga orku veturinn, sem þá fer í hönd. Sjálfstæðisfélag Garðab. og Bessastaðahr.: Geir Hallgrímsson gestur á fyrsta fundi vetrarins Guðmundur ekki með? Florida St. Petersburg Beach Frábær vetrardvalarstaöur. *Feróaskrifstofan Brottför alla laugardaga 2 eða 3 vikur. Gististaðir: COLONIAL GETEWAY INN — ALDEN BRECKENRIDGE — CORAL REEF HILTON INN íslenskur fararstjóri á staönum. Kynnisferöir m.a. Disney-land. Austurstræti 17, símar 26611 og 20100 . Eldri borgarar Reykjavíkur Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar efnir til hópferöar fyrir eldri borgara í Reykjavík til Suöur-Spánar — Costa del Sol — 2. október n.k., í 3 vikur, í samvinnu viö Feröaskrifstofuna ÚTSÝN. Dvalizt veröur á Hótel ALAY — 4ra stjörnu hóteli viö ströndina. Öll herbergi meö einkabaöi, svölum síma og útvarpi. Góður, fallegur garöur með sundlaug. Bjartar og rúmgóöar sameiginlegar vistarverur — salir — Hóteliö er loftkælt. Fullt fæöi. Fararstjórar frá Félagsmálastofnun Reykjavíkur. Nyjung: Aldurstakmark er nú midaö við 60 ára og eldri. Verö kr. 430.000 - + flugvallarskattur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.