Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 5 Margmret Thatcher Sjónvarp kl. 22.40: Hrun Bretaveldis Á dagskrá sjónvarps kl. 22.40 á mánudagskvöld er bresk heimildamynd, Hrun Bretaveld- is (Decline and Fall). Stefna sú, sem ríkisstjórn Margaret Thatcher fylgir, er mjög í anda Nóbelsverðlauna- hafans Miltons Friedmans. Ýms- ir hagfræðingar telja nú, að stefna þessi muni leiða Breta út í ■ miklar ógöngur og jafnvel efnahagslegt hrun. Þýðandi texta er Sonja Diego. — Þetta er nýleg fréttamynd um ástandið i efnahagsmálum Breta, sagði Sonja, — þar sem gerð er grein fyrir framtíðarspá starfshóps breskra hagfraeðinga, svonefnds Cambridge-hóps, en þeir gefa út slíkar spár árlega, rétt áður en efnahagsmálafrum- varp stjórnarinnar sér dagsins ljós. í mynd þessari kemur fram óhugnanleg spá fyrir brezkt efnahagslíf, þar sem því er spáð að með þeirri stefnu í efna- hagsmálum, sem ríkisstjórn Margaret Thatcher fylgir, fari ástandið hraðversnandi í land- inu; atvinnuleysi fari vaxandi og Bretar færist æ fjær því að vera samkeppnishæfir á erlendum mörkuðum. í myndinni er og rætt við þá sem styðja ríkisstjórnina á þeirri braut sem hún hefur markað, og segja þeir forsendur spárinnar hæpnar og niðurstöð- urnar ýktar, enn sé allt of snemmt að leggja dóm á árang- urinn, batinn skili sér þó að síðar verði og það sé um að gera að þrauka af þetta erfiðleika- tímabil. Hamrahliðarkórinn Sjónvarp í kvöld kl. 20.35: „Við skulum til gleðinnar gá“ í kvöld kl. 20.35 flytur Hamrahlíðarkórinn söngdagskrá í sjónvarpi og nefnist hún „Við skul- um til gleðinnar gá“. Stjórnandi er Þorgerður Ingólfsdóttir. Stjórn upp- töku Andrés Indriðason. Á dagskránni eru ein- göngu íslenzk tónverk eft- ir núlifandi höfunda, flest samin fyrir kórinn. Eftir- talin verk verða flutt: Þættir úr Kiljanskviðu, eftir Gunnar Reyni Sveinsson við ljóð Hall- dórs Laxness; Trölla- slagur, eftir Þorkel Sigur- björnsson; Stemmur, eftir Jón Ásgeirsson, textarnir byggðir á þjóðkvæðum; smávinir fagrir, eftir Jón Nordal við kvæði Jónasar Hallgrímssonar. Hljóðvarp í dag kl. 10.25: Markús A. Einarsson flytur erindi í nýjum erindaflokki um veðurfræði Á dagskrá hljóðvarps í dag kl. 10.25 er erindi. Markús A. Einarsson taiar um veður- spár. Þetta er fyrsta af sjö erind- um um veðurfræði sem flutt verða næstu sunnudaga. Það eru veðurstofustjóri og veð- urfræðingar Veðurstofu ís- lands sem flytja erindin. Sunnudaginn 21. sept. talar Borgþór Jónsson um háloft- in, 28. sept. talar Hlynur Sigtryggsson um alþjóðleg veðurmál, 5. okt. talar Þór Jakobsson um haf og loft, 12. okt. talar Trausti Jónsson um ofviðri, 19. okt. talar Adda Bára Sigfúsdóttir um veðráttuna og 26. okt. talar Flosi Hrafn Sigurðsson um Markús Á. Einarsson. loftmengun. Eins og áður segir ríður Markús Á. Einarsson veður- fræðingur á vaðið með erindi sínu um veðurspár. — Ég fjalla fyrst um þróun veðurspámennsku, sagði Markús, — flyt örstutt sögu- legt yfirlit, en held mig að öðru leyti aðallega við veð- urspár hér á Iandi. Ég reyni að gera grein fyrir því, á hverju þær byggja í aðalatrið- um og ræði nokkuð um þau vandkvæði sem eru á gerð veðurspáa. Loks spjalla ég um túlkun þessara spáa. Það má segja að í þessu erindi leitist ég við að gefa yfirlit yfir þennan þátt veðurþjónust- unnar. Við hefjum vetrarferðirnar til London með fyrstu brottför Útvegum miða á vinsælustu söngleikina, Evitu, Talk of the Town, Jesus Christ Superstar o.fl. Miðar einnig fáanlegir á stórleikinn Arsenal - Nottingham Forest. Verð frá kr. 219.000 kr Innifalið er flug, flutningur til og frá flug velli, gisting með morgunverði og ís- lensk fararstjórn Vetrarferðirnar til London hafa löngum slegið í gegn. Helgarferðir, 5 daga ferðir eða vikuferðir. 1RLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.