Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 17 f?l r l^ Umsjón: Gísli Jónsson 67. þáttur Fyrr í þessum þáttum var rætt um málsnilld Stephans G. Stephanssonar, stór- skáldsins sem aldrei gekk í skóla. Enn eru til menn meðal okkar, sem lítillar skólagöngu hafa notið og einskis framhaldsskólanáms og eru þó orðsnjallir og málnæmir í besta lagi. Þeir hafa lesið mikið og alist upp við gott málfar. Einn þessara manna er Gunnar Konráðsson verka- maður á Akureyri. Hann hefur óteljandi sinnum kom- ið skeiðríðandi á hjólinu sínu til mín, hress og feimulaus. Alltaf hefur hann haft eitt- hvað af viti fram að færa um íslenskt mál, og mér hefur virst að smekkvísi hans væri harla óskeikul og dómgreind- in hvöss. Þegar við hittumst síðast, sagði hann mér að fleirtöluáráttan væri orðin svo mögnuð, að í viðtali í Vikunni hefði þess verið get- ið um einstæða móður, að hún þyrfti að sækja tvær vinnur til þess að sjá sér og sínum borgið. Þá þóttu hon- um það lítil tíðindi, sem hann las í fréttagrein í Þjóð- viljanum, að unnið hefði ver- ið „að gerð botnvörpu fyrir trollveiðar" og annað í þeim dúr. Þetta síðasta gefur efni til að rifja upp nýyrðasmíð í sambandi við þess konar veiðar, er þarna var frá sagt. Um Guðmund Björnsson landlækni segir svo í grein eftir prófessor Halldór Hall- dórsson: „Þá gerði hann sögnina toga um það, sem kallað var trolla. og togari um það, sem nefnt var troll- ari eða botnvörpungur. Rétt er að taka það fram, að trolla og trollari heyrist enn, en einkum þó orðið troll um vörpuna. Orðið botnvörp- ungur er nú vart notað í daglegu tali, en botnvörpu- skip helst í eiginnafninu Félag íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda." (Þættir um ísl. mál, Rvík 1964, bls. 148). I íslendingi 10. þessa mán- aðar er fræðslustjórinn á Norðurlandi eystra tekinn tali. I þessu viðtali segir m.a.: „Þá er þar sérkennari, Kristín Aðalsteinsdóttir, í hálfu starfi og verið að ganga frá ráðningu annars sérkennara, Guðrúnu (auðk. hér) Jónu Ásgrímsdóttur, í hálfa stöðu ..." Ég geri ráð fyrir því, að kona sú, sem ráða á, heiti Guðrún, ekki Guðrúna, og er þá eignarfallið Guðrúnu að sjálfsögðu rangt, á að vera Guðrúnar, og má nú kalla að skörin sé farin að færast upp í bekkinn, ef menn kunna ekki að beygja langalgeng- asta kvenmannsnafn á ís- landi fyrr og síðar. Ef hér verður ekki brugðist hart við, getum við búist við því að farið verði að segja til Krist- ínu, Elínu, Margrétu, Ingi- björgu o.s. frv. Við skulum þó vona að hin gamla og góða „sterka" beyging þessara kvenmannsnafna sé ekki í bráðri lífshættu, að vel þurfi að brýna, áður en hún verður skorin niður við trog. Minn- ist ég þá vísunnar sem Jón Friðriksson á Hömrum í Reykjadal orti, þegar honum varð dauðinn hugstæður: Ég er að biða, Hða eftir þér, bölvaður karlinn með stóra, skörðotta ljáinn. En það skaltu vita. og það skal sannast á mér, að þú þarft að brýna á elstu og seigustu stráin. Vitanlega eiga gælunöfn eins og Rúna, Stína og Ella, svo og stuttnefni eins og Inga, þátt í því að beyging hinna „sterku" kvenmanns- nafna brenglast. En það er lítil afsökun fyrir okkur, og aumasta latmæli, ef við tök- um að segja til Þorbjörgu og Sigrúnu í stað Þorbjargar og Sigrúnar, og annað eftir því. Enn eru menn að rugla saman svo algengum sögnum sem hafa og hefja. Hér í Morgunblaðinu var í frétt fyrir skemmstu komist svo að orði: „Var þess krafizt, að for- ysta ASI hefði þegar viðræð- ur við stjórnvöld um lækkun skatta ..," Hér á að standa hæfi í stað hefði. Þetta er viðtengingar- háttur þátíðar af sögninni hefja, en hún beygist sterkt: hefja, hóf, hófum, hafið. Þá myndast viðtengingarháttur þessi af 3. kennimynd með hljóðvarpi, ef hægt er, í þessu dæmi hófum — hæfi. Ekki hef ég ætlað mér að fjalla um stafsetningu í þess- um þáttum. Slíkt eru undan- tekningar. Kvenmannsnafn- ið Oddný Jensdóttir hef ég séð ritað Oní Énsdóttir. Þetta rifjaðist upp fyrir mér, þegar hringt var til mín og spurt, hvort rita mætti Jens með é-i. Ja, hvað má, og hvað má ekki? Auðvitað er það venja að skrifa Jens og önnur þvílík nöfn af erlend- um uppruna með je, en ekki é. Frægt er að sr. Þorleifur Jónsson á Skinnastað, mikill lærdómsmaður í málfræði og málhreinsunarmaður (púr- isti), hélt mjög fram rithætt- inum é í stað je. Hann var þá spurður, presturinn, hvort rita skyldi Jesú með é-i. Þá svaraði sr. Þorleifur hvat- skeytslega, svo að menn hafa jafnvel híað sér við að hafa það eftir: „Það veit ég ekki. Þetta er útlendur andskoti." VERÐ: 139.500.- \Æ FISHER eins og tönlist í litum Kassettusegulbandstæki CR-4110 Ljósadlóðumælir — framhlaöið Cartridge loadlng: Front Nr. of heads: 2 (Hard permalloy rec./playback, terríte erase) s Wow & flutter: Less than 0.1% WRMS RMgnal-to-noise ratio: 60dB (Dolby on) Frequency response: 30-15.000HZ (Cr02 30-12.5O0HZ (normal) Fast forward / rewind tíme: 90 sec. (C-60 tape) BORGARTUN118 REYKJAVÍK SiMI 27099 SJÓNVARPSBÚÐIN Nú þarf enginn að fara í hurðalaust... Inni- og útihuróir í úrvali, frá kr. 64.900.- fullbúnar dyr með karmalistum og handföngum Vönduð vara við vægu verði. H BÚSTOFN Aðalstræti 9 (Miðbæjarmarkaði) Símar 29977 og 29979 Skipulag skjalavistunar- kerfa Dagana 2. október kl. 09—17 og 3. október kl. 09—12 heldur Stjórnunarfélag islands námskeiö um Skipulag skjalavistunarkarfa. Námskeiöiö verður haldið að Hótel Esju 2. hæö. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða ráögjaf- arnir Michael S. Preston og Kevin Batchelor hjá bandaríska fyrirtækinu Alexander Qrant &Co. — Fjallað verður um grundvallaratriöi við skipulagningu og stjórn skjalavistunar — Gerö veröur grein fyrir hinum ýmsu tækjum til skjalavistunar, m.a. kostum og göllum míkrófilma og örskyggna. — Kynnt verður hvernig nýta má ritvinnslu- tæki viö skjalavistun og almenn skrifstof- ustörf og sýndar kvikmyndir um notkun slíkra tækja. — Fjallað veröur stuttlega um tímastjórnun og sýnd kvikmynd sem fjallar um tíma- stjórnun. Námskeiðið er ætlað skrifstofustjórum, deildarstjórum, framkvæmdastjórum og öðr- um þeim sem skipuleggja skjalavistun og annast innkaup á tækjum og öörum útbún- aöi fyrir skjalavistun. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins. sími 82930 SUÓRNUNARFÉIAG ÍSUNDS SÍDUMÚLA23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930 a nœstunni Ódýru jólafargjöldin Verö báðar leiðir: Kaupmannahöfn Glasgow London Luxemborg Ósló Stokkhólmur kr. 125.000.- kr. 93.100.- kr. 107.700.- kr. 132.700.- kr. 113.900. kr. 142.600. (Brottfararskattur kr. 8.800.- ekki innifalinn). Vinsamlegast bókiö sem fyrst. Athugio: Kynniö ykkur vandlega alla skilmála áður en bókun fer fram. FERDASKRIFSTOFAN URVAL VID AUSTURVÖLL SÍMI 26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.