Morgunblaðið - 21.09.1980, Side 14

Morgunblaðið - 21.09.1980, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 Til sölu — Laus strax 4ra herb. íbúö um 100 fm. í efra Breiöholti. Góö íbúö og sameign. Stórar suöur svalir. Uppl. í síma 77966 eftir kl. 19 eöa hjá fcorður Einbýlishús á einni hæð Glæsilegt einbýlishús meö frábæru útsýni á Arnar- neshæö. 4 svefnherb., tvær stofur auk sjónvarps- króks. Suöurlóö. Stærð húss 152 fm. auk 45 fm. tvöf. bifr.geymslu. Afhendist fokhelt innan mánaðar. Verö aðeins 52 til 55 millj. Lán getur fylgt. Kjöreign? Dan V.S. Wiium lögfræðingur Ármúla 21, R. 85988 • 85009 Garðastræti 45 Símar 22911—19255. Jón Araaon, lögmaður málflutnings- og lastsignasala. Opiö í dag 1—4. Kópavogur — Einbýli Glæsilegt einbýlishús samtals um 235 ferm. viö Birkihvamm. Innbyggöur bílskúr Smekkleg og vönduö ný viöbygging. Ásgaröur — Raöhús Lítiö snoturt raöhús í rólegu hverfi. Fellin — Raðhús Sérlega vandaö og vel hannaö raöhús um 137 ferm. Kaplaskjól — 100 ferm. 4ra herb. hæö (3 svefnherb.) Vesturbær — 3ja herb. Nýtísku um 88 ferm. íbúö á hæö Laus fljótlega. Hafnarfjörður Um 106 ferm. hæð viö Álfaskeiö m.a. þvottahús og búr innaf eldhúsi. Vesturbær — 2ja herb. Um 65 ferm. vel meö farin íbúö á góöum staö. Mosfellssveit Einbýlishús um 215 ferm. auk bílskúrs. Allt á einni hæö. Húsiö er nú í smíöum en vel íbúöarhæft. Einnig fullgeröar eignir og í smíöum á Stór-Reykjavíkursvaaöinu og Þorlákshöfn. Ath. Fjöldi úrvals eigna einungis í makaskiptum. Víhu byggja einbýfíshús? < Húseiningaverksmiöjan SAMTAK HF. á Selfossi framleiöir margar geröir einbýl- ishúsa úr völdum viðartegundum. Húsin eru samsett úr 30—40 einingum, auö- flytjanleg hvert á land sem er. Enginn ætti aö útloka timbur þegar reisa á einbýlishús. Hringiö í dag og fáiö sent í pósti, teikningar, byggingarlýs- ingu og verö húsanna. Hrlngiöí 99/2333 strax idagl SÍMI: 99-2333 AUSTURVEGI38 800 SELFOSSI Síðsumarsýningar að Kjarvals- stöðum hafa undantekningarlaust staðið yfir í nokkrar vikur í ár og því bregður undirrituðum er skyndilega kemur fram sýning er stendur einungis rúman vikutíma. Fyrir vikið munaði minnstu að þessi listdómur birtist of seint, því að um nóg annað er að skrifa af sýningavettvangi í höfuðborginni þótt Myndlistarhúsið á Miklatúni eigi að sjálfsögðu að hafa forgang að mínu mati. Vilhjálmur Bergsson hefur um árabil staðið í fylkingarbrjósti myndlistarmanna af yngri kynslóð enda hafa vinnubrögð hans ein- kennst af seiglu, úthaldi og ákveðnum sígildum vinnubrögðum sem eru næsta fátíð í íslenzkri myndlist síðustu ára. Sýningu sína að Kjarvalsstöðum nefnir Vil- hjálmur „Ljós og víddir" og er það réttnefni, því að alheimurinn og víddir hans er það myndefni sem gengur eins og rauður þráður í gegnum myndsköpun hans alla og er hans eina ástkona í myndlist- inni. Ekki hvarflar að Vilhjálmi að bregðast þessari ástkonu sinni, heldur sýnir hann henni þá yfir- Vilhjálmur Bergsson við nýjustu mynd sina. „Tveir tengdir heimar“. syning Vilhjálms Bergssonar skilvitlegu tryggð að jaðrar við píslarvætti. Slík fórn uppsker að sjálfsögðu árangur því að málverk Vilhjálms standa vissulega fyrir sínu og eru með því traustasta handverki sem frá pentskúf ís- lenzks málara kemur. A þessu eru þó annmarkar, og eru helst þeir, að myndir Vil- hjálms eru flestar hverjar þungar og tormeltar og sjálfsagt erfiðar sem skilirí á veggjum í heimahús- um. Léttleiki og yndisþokki virðast vera atriði sem þessi listamaður forðast flestum ef ekki öllum íslenzkum myndlistarmönnum fremur. Vilhjálmi er hinn afmark- aði myndheimur, sem hann hefur tileinkað sér og hefur trú á, allt sem gildir hefur í heiminum, — annað kemur honum ekki par við í sínu eigin málverki þótt sjálfsagt kunni hann margt vel að meta sem aðrir gera og hafa gert á myndlist- arvettvangi. Vilhjálmur telur sjálfur „að það sem sé að gerast í myndlist á vorum dögum, sé sjálf útfærslan á hugmyndum brautryðjendanna". Það er margt til í þeim framslætti og rétt er að tæknilega eru mögu- leikarnir meiri en hinsvegar er vafasamara að halda því fram, að það sé í þá veru, að möguleikarnir felist í því að meiri ró og jafnvægi skapist í myndfletinum við út- færsluna. Ætli það sé ekki frekar á alla vegu, og við það má bæta að það er á fárra færi að keppa við meistara miðalda og endurreisnar um ró og jafnvægi á myndfletin- um. En allir mega hafa sínar skoðanir og þar á meðal Vilhjálm- ur Bergsson og hann er vís til að fylgja þeim fast eftir. A sýningu Vilhjálms eru 73 myndir ef taldar eru 10 teikningar, allt hitt eru olíumyndir unnar í sígildri akademískri efnisáferð er hann mun hafa tileinkað sér á listaháskólaárum sínum ytra. Það er sterk heildarmynd yfir sýningunni, jafn og þungur stíg- andi og það er markviss vitund og kraftur í hverri einustu mynd. Vilhjálmur hefur haft að reglu að sýna jafnan eldri myndir með hinu nýjasta er frá hendi hans hefur komið og hefur það hlotið nokkra gagnrýni starfsbræðra hans er nefna þetta endurteknar yfirlitssýningar. En sjálfur sé ég ekkert athugunarvert við þessa venju því að myndlistarmenn ís- lenzkir, eru að stórum hluta enn sem komið er einu kynningar- og dreifingaraðilar listar sinnar hér- lendis og er það þeirra stærsta vandamál og dragbítur á frama- ferli. Ég merki ekki miklar breytingar á myndum Vilhjálms, heldur jafn- an og hægan stígandi, helst eru það síðustu myndirnar t.d. „I ljósheimi" (60) og „Tveir tengdir heimar no. 2“ (62) þar sem merkj- anleg eru ýmis frávik frá hefð- bundnum vinnubrögðum er þó ekki svo mikil að myndirnar skeri sig úr. Það er ómaksíns vert að fylgjast með baráttu Vilhjálms Bergssonar við sinn þrönga og afmarkaða myndheim, þótt innan hans spili miklar víddir og ættu sem flestir að leggja leið sína í Myndlistar- húsið á Miklatúni þar sem nú standa yfir tvær merkar sýningar. Jafnframt eru menn hvattir til að staldra við, fá sér hressingu og huga að ágætu lesefni um sjón- menntir er jafnan liggur þar frammi. Bridgedeild Breiðfirðinga Vetrarstarf deildarinnar hófst sl. fimmtudag. Var þátttakan frekar dræm og má þar m.a. um kenna frétt í þættinum sl. fimmtudag sem var villandi. En sem sagt sl. fimmtudag var spilað í einum 14 para riðli eins kvölds tvímenningur. Röð efstu para: Elín — Sigrún 199 Albert — Sigurður 188 Inga — Gunnþórunn 177 Magnús — Þorsteinn 167 Jóhann — Sigríður 159 Meðalskor 156. Á fimmtudaginn kemur hefst vetrarstarfið af fullum krafti með tvímenningskeppni sem verður væntanlega 3—5 kvölda keppni. Spilað er í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Tafl- og bridgeklúbburinn Aðaltvímenningur félagsins verð- ur spilaður næstu fimm fimmtu- daga og hefst 25. september nk. Spilað verður með Mitchell-fyrir- komulagi og verður Agnar Jörgens- son keppnisstjóri. Spilað verður í Domus Medica og hefst keppnin kl. 19.30 og eru spilarar hvattir til að mæta stundvíslega. Þriðjudaginn 16. sept. sl. var haldinn aðalfundur TBK og voru eftirtaldir aðilar kosnir í stjórn: Sigfús Orn Árnason, Sólveig Kristánsdóttir, Ragnar Óskarsson, Sigfús Sigurhjartarson, Geirharður Bnlflge Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON Geirharðsson, Sverrir Kristinsson, Gissur Ingólfsson. Stjórnin mun skipta með sér verkum. Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 16. september var annað spilakvöld vetrarins og var spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað var í einum tólf para riðli. Úrslit urðu þessi: Þorleifur Þórarinsson — Friðjón Margeirsson 138 Baldur Bjartmarsson — Kjartan Kristófersson 129 Guðbjörg Jónsdóttir — Katrín Þorvaldsdóttir 123 Meðalskor 110. Á þriðjudaginn kemur verður einnig spilaður eins kvölds tvímenningur en 30. september hefst þriggja kvölda tvímennings- keppni. Allt spilafólk er velkomið meðan húsrúm leyfir. Spilað er í húsi Kjöt og fisks (efri hæð) að Seljabraut 54 og hefst keppnin kl. 19.30 stundvíslega. Keppnisstjóri er Hermann Lárus- son. Frá keppni hjá Bridgodeild BreiðfirAinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.