Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 15 „Eg var örugglega hamingjusamasti mað- ur á jarðríki, daginn sem ég steig fæti mín- um á vestur-þýzka grund árið 1974 eftir tuttugu ára útlegð í Síberíu í Sovétríkjun- um," sagði Anton Bosch, þýzkur verk- fræðingur búsettur í Niirnberg, í samtali við Morgunblaðið, en hann var staddur hér á landi fyrir skömmu. Bosch-ættin Anton Bosch er af hinni þekktu þýzku ætt, Bosch, en langafi Antons var bróðir Ro- berts Bosch, sem stofnaði fyrir- tækið Bosch, en það er eitt af fremstu fyrirtækjum Vestur- Þýzkalands í dag í framleiðslu ýmiss konar rafeindatækja. „Ættin er mjög stór, enda voru forfeður mínir iðnir við kolann, liðlega 2 milljónir manna af þýzku bergi brotnir skyldu flutt- ir til Sovétríkjanna. Hópurinn, sem ég lenti í ásamt móður minni og tveimur ungum systk- inum, var fluttur í gripaflutn- ingalest þar sem plássið var vægast sagt af skornum skammti. Hverjum var ætlað pláss fjórum sinnum 22 sentim- etrar og þetta voru ekki einn eða tveir dagar sem fólkið átti að dvelja í þessum vögnum, nei, framundan var a.m.k. þriggja mánaða ferðalag. Ferðin hófst og fólkinu varð fljótlega ljóst að hverju stefndi. Við fengum nán- ast ekkert að borða og drekka og fólkið var engan veginn klætt í þann kulda, sem er á þessum slóðum. Frostið var á bilinu 2—30 gráður. Systkini mín lét- ust bæði á leiðinni. Gróf um okkur í moldarhauga Þegar við komum loks á leið- arenda í miðjum Úkraínufjöll- um, blasti við okkur heldur nöturleg sjón. Það var ekkert húsaskjól til staðar og landsvæð- ið var- vægast sagt frekar hrjóstrugt. Það var því ekki annað fyrir þetta fólk að gera en að grafa sig inn í moldarhauga Anton Bosch. I.JAsmynd Mbl. Krtetinn. ,yar örugglega hamingju- samasti maður á jarðríki" áttu 12—16 börn hver, t.d. átti Langafi minn 14 börn. Langafi bjó í Ulm i Mið-Þýzkalandi, en flutti þaðan 1865 austur á bóg- inn, til austurhéraða landsins, þar sem nú er austur-evrópskt land," sagði Anton ennfremur. Áttu í vök - segir Anton Bosch, þýzkur verkfræðingur, um þá stund, þegar hann sté á vestur-þýzka grund í f yrsta sinn í 20 ár, 1974, eftir útlegð í Sovétríkjunum í kjölfar Síðari heimsstyrjaldarinnar að verjast Anton sagði, að Þjóðverjarnir, sem eftir fyrri heimsstyrjöldina voru komnir langt út fyrir landamæri Þýzkalands, hafi átt æ meira í vök að verjast. Þeim var bannað að læra tungumál sitt, urðu þess í stað að læra rússnesku og rúmensku á sum- um svæðunum og kirkjustarf- semi var bönnuð í þeirri mynd, sem hún var í. Fæddur 1934 Anton fæddist á stað, sem nú heitir Rent, á landamærum Rúmeníu og Rússlands, árið 1934. Á þeim tíma ríkti algjör skálmöld, ýmist voru það Rússar eða Rúmenar, sem gerðu fólkinu lífið leitt. Árið 1936 voru um 20% vinnufærra manna fangels- aðir af Rússum og rúmu ári síðar var landamærunum lokað. Síðar gekk lífið svipað fyrir sig þar til skömmu áður en Þjóð- verjar réðust inn í Rússland. Þá réðust rúmenskar herdeildir inn í bæinn og hertóku hann. Ástandið óbærilegt -flótti „Ástandið var orðið algjörlega óbærilegt fyrir þetta fólk og á árunum 1941—1944 flúði það í stórum flokkum vestur á bóginn. Okkar fjölskylda fór í gegnum Serbíu, Austur-Búlgaríu, Rúm- eníu, Ungverjaland, Tékkósló- vakíu og inn í Þýzkaland þar sem heitir Weissefeld, en það er skammt fyrir utan Leipzig, sem nú er í Austur-Þýzkalandi. 2 milljónir fluttar til Síberíu Þetta fólk hélt nú, að það gæti farið að anda léttar, en það var nú öðru nær. í stríðslok, þegar stórveldin fóru að makka með menn og lönd, var ákveðið, að og búa þar í hálfgerðum hellum, eða moldarkofum. Karlmennirnir voru þegar drifnir í skógarhögg undir eftir- liti og fengu fyrir það smánar- laun, eða um 25 rúblur á dag, en til að gera sér grein fyrir því hversu lítil upphæð það var, þá kostaði brauðhleifur 220—250 rúblur. Ástandið var þannig, að börn og gamalmenni fengu nán- ast ekkert kjarnmeti, það var nauðsynlegt að karlmennirnir, sem unnu fyrir lífsviðurværi fjölskyldunnar, fengju það litla sem var á boðstólum. 2 metra snjó- 20% af mum létust lag hópi Okkur þótti nóg um þá miklu umhleypinga, sem voru allt haustið, svo maður tali nú ekki um kuldann, en þegar vetur konungur reið í garð fór gaman- ið veruiega að kárna. Yfir hávet- urinn var snjólagið um tveir metrar og kuldinn oft á tíðum óbærilegur. í þorpinu, sem ég bjó í, ef þorp skyldi kalla, bjuggu um 60 fjölskyldur með um 400 mönnum. Af þeim létust rúm- lega 80, eða um 20%, fyrsta veturinn úr hungri og vosbúð. Næsta vetur á eftir var ástandið heldur skárra og aðeins nokkrir létust. Það var svo eftir þrjú ár, að við fengum fyrstu kjötbitana á „Róbinson Krúsó-eyju", eins og við nefndum samfélagið okkar. 2 milljónir - svæð- ið 2 km i þvermál Árið 1948 var kannað hversu margir Þjóðverjar, eða fólk af þýzku bergi brotið, var á svæð- inu. í ljós kom, að um 2 milljónir manna voru þarna samankomnir og svæðið var um 2 kílómetrar í þvermál. Á þessum árum fór að bera á því, að menn reyndu að flýja og Rússarnir fengu af því fréttir. Því var komið á skrán- ingarkerfi, þannig að menn þurftu að mæta í hverri viku til að sanna að þeir væru á staðn- um. Fyrstu fjögur árin stóð börn- unum ekki til boða að sækja skóla, en eftir 1949 var ákveðið að börnin skyldu hefja nám í rússneskum skólum. Ég hóf þeg- ar námið og lauk því sem líkja mætti við gagnfræðapróf 1951, en ég þurfti að sækja skóla, sem var í um 120 kílómetra fjarlægð frá heimili mínu, og þangað var aðeins hægt að komast í fylgd með lögreglumönnum í sérstök- um vögnum. Eftir gagnfræða- prófið fór ég í tækninám og lauk prófi í rafmagnsfræðum árið 1953. Fljótlega eftir það fékk ég vinnu sem raftæknir, en það var mikill munur frá því, sem áður var. Landið í járn- kló Stalins Á þessum árum hélt Stalín landinu í algjörri járnkló, það þorði varla nokkur maður að anda. Ef þú spurðir menn um eitthvað, sem varðaði ríkið, hrukku menn þegar í kút. Árið 1956 var frelsi okkar svo aukið til muna, þannig að við gátum ferðazt í átt til Kyrrahafs. Undir 1960 fengu íbúar þessara svæða svo leyfi til að flytjast búferlum til heitari svæða og fjölskylda mín fluttist til svæðis í námunda við Svartahaf. „Það eru engir Þjóðverjar hér" Áður en lengra er haldið, er kannski rétt að víkja að því, að' á þessum árum voru menn farnir að gera alvarlegar tilraunir til að fá brottfararleyfi, en ekkert gekk. Undirskriftalista tugþús- unda Þjóðverja var smyglað til þýzka sendiherrans og Konrad Adenauer kanzlari spurðist fyrir um málið þegar hann kom í heimsókn árið 1955. Svar Rússa var hreint og klárt: í Rússlandi eru engir Þjóðverjar né þýzkætt- aðir menn. Ég var á þessum tíma margbeðinn að undirrita papp- íra þess efnis, að ég væri þar með orðinn sovézkur borgari að fullu. Ég neitaði þessu staðfast- lega og sagðist ekki geta breytt þeirri staðreynd, að ég væri Þjóðverji, og vildi þess vegna brottfararleyfi til Vestur-Þýzka- lands, en ekki sovézkt vegabréf. Á árunum 1956—1962 gat ég haft bréfasamband við föður minn, sem bjó í Vestur-Þýzka- landi, en árið 1962 ' var þetta stöðvað fram til ársins 1973. Kvðldskóli í rafmagnsverkfræði Árið 1962 tók ég ákvörðun um að fara í kvöldskóla til að nema rafmagnsverkfræði. Þá var ég giftur maður og átti tvö börn. Kona mín var einnig þýzk. Þetta var gífurlegt erfiði. Ég þurfti að fara upp rúmlega sex á morgn: ana til að mæta í vinnu. í vinnunni var ég fram undir klukkan hálfsex á kvöldin og klukkan sex hófst svo skólinn. Heim var ég kominn um hálf- tólfleytið á kvöldin. Þetta gekk svona í fimm ár og ég get ekki neitað því, að oft var ég að því kominn að gefast upp, en með uppörvun frá konu minni gekk þetta allt að óskum og árið 1969 útskrifaðist ég með prúf í raf- magnsverkfræði. Bað um brottfarar- heimild á hverju ári Á hverju einasta ári sendi ég inn umsókn um brottfararleyfi fyrir mig og fjölskyldu mína, en það var alltaf skellt skollaeyrum við því. Sömu sögu er að segja af hundruðum þúsunda manna, sem eins var ástatt fyrir og mér. Fyrir hverja umsókn þurfti að greiða 400 rúblur á mann, sem voru um þriggja mánaða laun. Fyrir okkur var þetta sjöfalt, þ.e. öll fjölskyldan. Tilkynningin kom 1973 Það var svo árið 1973, sem ég fékk allt í einu tilkynningu um, að við yrðum flutt vestur á bóginn, þ.e. ég, kona mín og börnin, en ekki tengdaforeldrar mínir og móðir. Við fórum fyrst til Póllands og síðan til Austur- Þýzkalands, en þurftum að dvelja nokkurn tíma á hverjum stað. Til Vestur-Þýzkalands komum við svo í apríl 1974. Hvílíkur léttir. Ég hef ekki í annan tima verið hamingjusam- ari. En hvernig í ósköpunum stóð nú á því, að Rússar féllust á brottför mína? — Jú, það var ákveðin skýring á því. Við höfð- um einfaldlega verið seld úr landi, eins og þrælar hér forðum. Vestur-þýzka ríkisstjórnin hafði þurft að borga stórfé fyrir okkur reyndar nokkra tugi þúsunda annarra Þjóðverja, sem svipað var ástatt um. Samkvæmt því sem ég hef komizt næst þurfti ríkið að greiða Rússum á bilinu 35—40 þúsund mörk fyrir hvern einstakling, eða um það bil 9—11 milljónir íslenzkra króna. Þessar tölur hafa þó ekki verið gefnar upp opinberlega. Flóttamenn í heimalandinu Annars var þetta mjög sér- kennileg tilfinning að vera kom- inn „heim" til Vestur-Þýzka- lands. Það var í raun ekki eins og maður væri að snúa heim eftir langa útivist. Við vorum hrein- lega eins og flóttamenn, þurftum að tilkynna okkur sem slík til að byrja með. Ég lenti í tóluverðum vandræðum við að fá prófskír- teini mitt viðurkennt, til þess að geta sótt um starf við mitt hæfi, og svo framvegis. En þetta gekk nú allt saman upp og innan tíðar var eins og við hefðum hvergi annars staðar búið. Við eignuð- umst góða vini og ég komst fljótt í mjög gott starf. Við þurftum að bíða í tvö og hálft ár eftir því að foreldrar konu minnar og móðir mín fengju fararleyfi frá Sovét- ríkjunum. Flestir haf a áhuga á að snúa heim Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að 70—80% þeirra tveggja milljóna Þjóðverja, sem eru í Sovétríkjunum, hafi áhuga á að snúa heim aftur. í þessari „þrælasölu", þegar ég fékk frels- ið, var það aðeins brot af þeim sem sóttu um, sem fengu að fara, eða á bilinu 55—60 þúsund manns. Eina sambandið sem ég hafði öll þessi ár við Vesturlönd, var í gegnum vestrænu útvarpsstöðv- arnar, í Bretlandi, Vestur- Þýzkalandi og Bandaríkjunum. Einu erlendu dagblöðin, sem okkur var leyft að lesa, komu frá Austur-Þýzkalandi, en ég gat fengið eins mikið af vísindatíma- ritum og ég vildi. Frelsi ofar öllu Að síðustu viidi ég mega óska þess, að engir eigi eftir að ganga í gegnum raunir sem þessar, og við Islendinga vil ég bara segja þetta: Frelsi þjóðarinnar er ofar öllu öðru. Varðveitið það því eins og sjáöldur augna ykkar," sagði Anton Bosch að síðustu. Anton Bosch starfar sem raf- magnsverkfræðingur hjá vest- ur-þýzka fyrirtækinu Trans- formator Union, sem er stærsta spennufyrirtæki Evrópu, er reyndar deildarstjóri þeirrar deildar, sem sér um solu til Norðurlandanna, þar með talið ísland. Bræðurnir Ormson hafa umboð fyrir vörur fyrirtækisins hér á landi, en Rafmagnsveitur ríkisins hafa í gegnum árin keypt mikið af spennum frá fyrirtækinu til raflínulagna, en Anton var einmitt hér á landi vegna útboðs hjá Rafmagnsveit- unum þegar Mbl. hitti hann að máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.