Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 FRÁ DALVÍK TEXTI OG MYNDIR HJÖRTUR GÍSLASON Ég er á móti öllum byltinga- hugleiðingum Þegar blaðamaður Mbl. spurðist fyrir um það. hvar Iljálmar Júliusson ætti heima. varð fátt um svör, en þegar honum hugkvæmdist að spyrja um Bomma gegndi öðru máli, hann þekktu ailir. Bommi er innfæddur Dalvik- ingur og hefur alið þar manninn alla sína æfi, ef undan eru skilin fimm ár er hann var leigubilstjóri á Ak- ureyri og tvö ár i Reykja- vik. Hann hefur tekið mikinn þátt í félagslífi Dalvikinga i f jöldamörg ár og var lengi einn af þeirra beztu leik- urum. Ilann er kvæntur Sól- veigu Eyfeld, og hefur hún heldur ekki látið á sér standa i félagsstörfunum. Hún cr, eins ög hún segir sjálf „húsmóðir. amma. mamma. og starfar við Héraðsskjalasafn- ið, er bókavörður og um- boðsmaður Morgunhiaðsins á staðnum“. Bommi sagðist reynd- ar í fyrstunni ekkert hafa að segja mér, sagðist þó myndu svara því sem ég spyrði hann um. Ég læt nú bara lesendur dæma um það hvort hann hafi ekkert haft að segja. Það var miklu færra þegar ég var að alast upp hér, en ég man eftir því að þá voru leikir og strákapör allt öðruvísi, það er miklu þyngra yfir þeim nú og ekki nærri því eins mikill „húmor" í þeim, þau líkjast miklu fremur óknyttum. Við hrekktum Balda Sig. frænda minn einu sinni. Hann átti trillu, árabát með vél, og var tilbúinn í róður, hafði beitt bjóðin og ætlaði af stað um nóttina. Við vorum að fara í róður á vélbát fyrr um nóttina og áður en við lögðum af stað hífðum við bátinn hans upp á bryggjuna. Karlinn kom svo um kl. 4 um nóttina og ætlaði af stað, en fann þá ekki bátinn og hélt helzt að hann hefði lent undir bryggjunni á flóðinu og sokkið. Meðan hann var að svipast um eftir bátnum stóð hann á bryggjunni og studdi sig við hann. Þegar hann svo loksins uppgötv- aði að það var hans bátur, sem hann studdist við, gat ekki með nokkru móti áttað sig á því hvernig hann hefði komizt upp á bryggjuna. Þetta endaði svo með því að hann varð að vekja upp í næstu húsum til að koma bátnum á flot aftur. róandi áhrif á mig og mér finnst gott að sofa fyrir framan það, sérstaklega í lit. Útvarpið hlusta ég nær aldrei á og get því lítið um þaö sagt. Já, svo eru það blöðin. Mér finnst þau gera alltof lítið af því að koma út á landsbyggðina og tala við almúgann. Mér finnst nú Morgunblaðið eiginlega eina blað- ið, hin eru óttalega lítilfjörleg. En ég þarf nú samt að skamma ykkur aðeins, ég vil að forsætisráðherr- ann fái betur inni í blaðinu. Hvernig stendur á því að allt sem Geir segir og gerir kemst bæði fljótt og vel til skila, en frá Gunnari kemur þetta bæði seint og illa? Mér er engin launung á því að ég aðhyllist Sjálfstæðis- flokkinn, þar er stefnan frjálslynd og manni leyfist að hugsa. Nú eru að vísu viðsjár innan flokksins og hann að gliðna sundur fyrir klaufagang og vitleysu. Hjónin Sólveig Eyfeld og Hjálmar Júlíusson. í þessum stólum sat Einar Olgeirsson, þegar síldarútvegsnefnd fór á hausinn. Ég er ekkert klökkur við að segja, að ég ber virðingu fyrir Gunnari Thoroddsen. Hann hefur komið þannig fram fyrir þjóð sína frá fyrstu tíð, hann varð þing- maður 23 ára og hefur gefið þjóðinni og flokknum sitt langa ævistarf og svo er verið að úthýsa manninum á einhverjum annar- legum forsendum, sem við þekkj- um svo lítið til og við viljum ekki trúa neinum ávirðingum á hann. Þetta kann að virðast barnalegt, en mig grunar að það séu fleiri sem hugsa svona. Ég er á móti öllum byltingarhugleiðingum og þess háttar brölti. Mér fannst Gunnar vera að gera rétt og fannst verst að ekki skyldu fleiri verða til þess að fylgja honum. Mannlífið eins ok víðast hvar annars staðar Er gott að húa á Dalvík? „Ég hef búið hér alla mína tíð, nema þessi ár sem ég var á Akureyri, en það eru víst um 30 ár síðan. Ég hef auðvitað unnið ýmis konar störf, en að mestu leyti hef ég verið á sjó og nú síðari árin hef ég verið vélgæzlumaður í frysti- húsinu og mér hefur alltaf likað jafn vel að búa hér. Ég held mér sé óhætt að segja það sé allgott mannlíf hér, félagsmálin eru blómleg, umhverfið gott og að- búnaður þokkalegur. Verzlun er hér að vísu að mestu leyti á einni hendi og það er nú sannleikurinn að þetta er ósköp einhliða verzl- unarmáti og eflaust mikið sótt inn til Akureyrar nema daglegar nauðsynjar. Annars er mannlífið hér eins og víðast annars staðar, fólk reynir að ala börn sín upp í guðsótta og góðum siðum eins og gengur. Ekki nógur „húmor“ í strákapúrum í dag Getur þú ekki sagt mér eitt- hvað frá þvi þegar þú varst aö alast upp? Hestamennskan eina dellan sem ég hef leyft mér Getur þú ekki sagt mér eitt- hvað um leikfélagið? Jú, ég hef leikið heilmikið, bæði hér á Dalvík og Akureyri. Ég stóð í þessu í meira en 30 ár og hafði verulega gaman af því og hlut- verkin orðin helvíti mörg, bæði stór og smá. En þetta var anzi erfitt og nú er ég orðinn ræfill í baki og alveg hættur þessu. Ég hafði gaman af mörgum þessara leikrita, en „Þrír skálkar" finnast mér alltaf skemmtilegastir. Ég hef líka bæði leikið Bör Börson og Jeppa á Fjalli og þeir eru mér ákaflega minnisstæðir og mér þóttu þeir skemmtilegir hvor á sinn hátt. Ég er líka í Hesta- mannafélaginu og það má segja að hestamennskan sé eina dellan sem ég hef veitt mér og í henni er ég algjör sjúklingur. Heyrðu annars, ég má til að segja þér frá þessum stólum, sem ég er með hérna í stofunni, Éinar Olgeirsson sat nefnilega í þeim, þegar síldarútvegsnefnd fór á hausinn 1931. Þá hafði hún aðset- ur á Akureyri. Sigurður P. Jóns- son hér á Dalvík fékk þá stólana fyrir 500 krónur og 500 tunnur af síld, að vísu fékk hann að borga 500 krónurnar í áföngum, en síldina fékk hann aldrei neitt fyrir. Ég keypti þá svo seinna og lét gera þá upp og þó stólarnir væru ekki dýrir þá get ég sagt þér að viðgerðin var ekkert smáræði, kostaði meira en helmingi meira en stólarnir. Gott að soía framan við litasjónvarpið Hvernig lízt þér á fjölmiðlana? Ég er ekki neinn sjónvarps- sjúklingur, en það hefur mjög Þjóðin að verða að hippaþjóðfélagi Hvað segir þú um þjóðmálin? Þjóðin er hreinlega að verða að hippaþjóðfélagi og það má að nokkru leyti kenna samstöðúleysi Sjálfstæðisflokksins, ef hann hefði nú staðið saman hefði verið leikur einn að fá forsetann, en annars voru þetta pólítiskustu forsetakosningar sem verið hafa og með þessu áframhaldi fer maður að hætta að vera bjart- sýnn. Ég held annars að Sjálfstæðis- flokkurinn eigi eftir að rísa sterk- ur upp aftur og hann er eini flokkurinn sem eitthvað getur gert, en eins og er finnst mér hann vanta forystumenn. Þetta brölt manna sem segjast vilja sætta flokkinn er hrein þversögn, þeir eru vísvitandi að kljúfa flokkinn með þessum látum. Ég hef enga trú á því að Gunnar vilji flokknum illt og svo er það allt í einu orðið slæmt fyrir flokkinn að vera í stjórn. Auðvitað gerir stjórnin ekki neitt, það er aldrei gert neitt, heldur bara flotið með verðbólgustraumnum að feigðar- ósi. Hjálmur í gerfi Jochums { „Þremur skálkum“. Ljósm. Páll Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.