Morgunblaðið - 21.09.1980, Síða 18

Morgunblaðið - 21.09.1980, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 eo? Ragnheiöur Harvey „sminkar" Þóri Steingrímsson fyrir töku eins atriöisins. Kvikmyndatökumaöurinn bundinn utan á bílinn og hljóðmaöurinn aftur á palli. Haraldur Friöriksson viö kvikmyndatöku og Eíríkur Guðnason kolakúskur. Erfiðleikar kreppuáranna kvikmyndaðir á Eskifirði „KONAN hans var komin aö barnsburöi og lá í rúm- inu og var alltaf aö tala um aö sig langaði svo mikiö í nýmeti en þau höföu lengi haft lítið aö boröa nema gamlan saltbútung sem hún fékk brjöstsviöa af og hana langaöi mest í fugl.“ Svo segir meðal annars í upphafi smásögunnar „undir eggtíð" eftir Jónas Árnason, en á sögunni byggðu Jónas og Ágúst Guð- mundsson handrit að kvikmynd, sem tekin var í sumar, einkum á Eskifirði. Mynd þessi er framlag íslenzka sjónvarpsins til norrænn- ar dagskrárgerðar um lífið á kreppuárunum og þá einkum ungl- inga og umhverfi þeirra. Er hér um verkefni að ræða sambærilegt við „Sögu úr stríðinu", sem tekin var í Hafnarfirði og suður með sjó fyrir nokkrum árum. Reiknað er með að kvikmyndin verði sýnd í byrjun næsta árs og er kostnaður við gerð hennar áætlað- ur 40 milljónir króna, að því er Morgunblaðið fékk upplýst hjá Hinrik Bjarnasyni, forstöðumanni Lista- og skemmtideildar Sjón- varpsins. Stjórnandi myndarinnar er Ágúst Guðmundsson, kvik- myndatökumaður Haraldur Frið- riksson, Jón Arason sá um hljóðið, Bæjarfulltrúinn lék atvinnu- leysingja og pöntun- arfélagsstjórinn fyrr- verandi innanbúðarmann Gunnar Baldursson um leikmynd og Sólveig Magnúsdóttir var að- stoðarmaður leikstjóra. Með aðal- hlutverk fara Jón Sigurbjörnsson, Arnar Jónsson, Þórunn Jensdóttir, Bjarni Steingrímsson og Þórir Steingrímsson. Húsið rifið að lokinni kvikmyndatöku En það eru ekki aðeins leikarar úr borginni, sem koma fram í myndinni, Eskfirðingar leggjar þar einnig sitt af mörkum, þó svo að hlutverk þeirra séu yfirleitt ekki stór. Á þessu er þó undan- tekning því Ólafur Geir Sverrisson leikur strákinn Bjössa, son fátæka bóndans, og Óskar Garðarsson leikur Edda, bezta vin Bjössa. Þessir ungu herramenn létu vel af leikstörfunum þegar Mbl. spjallaði við þá eystra á dögunum, sögðu þetta skemmtilegt, en heldur erfitt þegar vinnutíminn væri hvað lengstur. Fleiri Eskfirðingar koma við sögu. Hilmar Bjarnason var kvik- myndafólkinu mjög hjálplegur, þúsundþjalasmiður og „allsherj- arreddari" eins og Agúst Guð- mundsson orðaði það. Einnig leik- ur hann atvinnuleysingja og með slíkt hlutverk fara einnig Hrafn- kell Jónsson, verkalýðsfrömuður, ungmennafélagsformaður og bæj- arfulltrúi Alþýðubandalagsins á Eskifirði, Ragnar Björnsson, Gunnlaugur Ragnarsson, Björgúlf- ur Pálsson og Jópas Árnason. Eiríkur Guðnason leikur gamlan kolakúsk í myndinni og loks má nefna Arnþór Jensen fyrrum pönt- unarfélagsstjóra, en hann lék inn- anbúðarmann. Búðaratriðið var tekið í svokallaðri Markúsarbúð, en þar rak Markús Jensen verzlun um tíma. í sama húsi voru flest inniatriðin tekin og gátu kvik- myndatökumenn haft þar alla sína hentisemi á hlutunum þar sem húsið átti að rífa að kvikmynda- tökunni lokinni. Ágúst Guðmundsson hafði á orði að Eskifjörður hefði verið kjörinn til kvikmyndatökunnar. Auk þess að saga Jónasar væri skrifuð inn í stað sem Eskifjörð þá væri allt umhverfi staðarins og sveitirnar eins og í sögunni. Nóg væri af gömlum húsum á Eskifirði, götu- myndir heillegar, varphólarnir stórkostlegir í friðlandinu við Hólmaborgir, bæirnir Bjarg og Utstekkur í Helgustaðahreppi mátulega nútímalegir og fegurð landsins við hæfi efnisins þannig að allt hjálpaðist að. Ýmsa hluti varð þó að flytja austur og má í því sambandi nefna tvo forláta bíla. Annar þeirra, Ford 1929, fannst hjá bónda í Flóanum, hinn, Ford 1934, hjá Jóhanni forstjóra Ábyrgðar. Bíl- arnir voru fiuttir sjóleiðina austur og á Neskaupstað fannst þriðji bíllinn hjá tannlækninum. Esk- firðingar voru síðan liðlegir við að tína til hluti frá kreppuárunum og sagði Ágúst, að ótrúlegustu hlutir hefðu verið dregnir fram í dags- Ijósið. Stelsýki máfsins Efnisþráður myndarinnar er talsvert frábrugðinn smásögunni „Undir Eggtíð“ og ekki er víst, að allir þekki þar sögu Jónasar. í stuttu máli er efni myndarinnar á þá leið, að fátæk hjónin eiga varla til hnífs og skeiðar og það eina sem þau fá í matinn er saltbútungur, en af honum fær konan brjóstsviða. Konan vill helzt fá fugl samt alls ekki máf, því þá segir sagan að barnið verið stelsjúkt eins og máfurinn. Bóndi hennar stelst til að skjóta æðarfugl með þeim afleiðingum, að hann er kærður til sýslumanns. Bjössi sonur bónda og Eddi sonur „ríka mannsins“ koma mikið við sögu í myndinni, en þulur fer með aðaltextann og hugsanir strákanna. Myndin fjallar um erfiðleika kreppuáranna og á nánar tiltekið að gerast árið 1939, atvinnuleys- ingjar eru margir á þessum tíma, haldinn er pólitískur fundur og svo byrjar stríðið ... — áij.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.