Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 19 Leikmynda- sýning Gylfa og Sigurjóns í Torf unni Gylfi Gislason, — á veggnum eru tvö módel af leikmyndum eftir hann. UM ÞESSAR mundir eru Gylfi Gislason og Sigurjón Jóhanns- son, leikmyndateiknarar, með sýningu á leikmyndum i veitinga- staðnum Torfunni við Lækjar- götu. Á sýningunni eru ýmiskon- ar leikmyndir sem þeir hafa gert undanfarin ár. Ætlunin er að Torfan verði fastur sýningarstaður fyrir leik- myndir en það var Lárus Ingólfs- son, leiktjaldamálari, sem reið á vaðið með sýningu af þessu tagi og var hún sett upp um það leyti sem veitingastaðurinn opnaði. Verk leikmyndateiknara koma sjaldan fyrir sjónir almennings öðruvísi en fullmótaðar á fjölum leikhús- anna, eða á skjánum, og er því hér um nokkra nýbreytni að ræða. Það er Félag íslenzkra leik- myndateiknara sem stendur fyrir þessum sýningum og hafa félags- menn áhuga fyrir, að þarna í Torfunni verði að jafnaði til sýnis leikmyndir úr þeim leikritum sem verið er að sýna í leikhúsum borgarinnar í það og það sinnið. Myndi þetta auka tengsl almenn- ings við leikhúsin og auka skilning fólks á hlutverki leikmyndateikn- arans. Sýning sú sem nú er í Torfunni mun standa þar til í lok næsta mánaðar og er hún opin á sama tíma og veitingastaðurinn, — frá kl. 9.00 til 23.30 alla daga. Sigurjón Jóhannsson fyrir fram- an nokkur verka sinna á sýning- unni. Pétur Guójónsson á ferðalagi í NEW YORK í New York gefur aö líta alla heimsbyggöina í hnotskurn. Þar eru öll þjóðemi, öll trúarbrögö, öll form húsageröarlistar, öll þjóöerni matargeröar, allt vöruúrval heimsins, mestur fjöldi skýjakljúfa, er gefur borginni þann stórkostleik, er fyrirfinnst aöeins í New York. Heimsókn á topp Empire State-byggingarinnar, R.C.A.-byggingarinnar eða World Trade Center, 110 hæðir, opinberar hvaö bezt þennan einstæöa stórkostleik. World Trade Center, meö heilu verzlunarhverfi neöanjarö- ar, er syöst á Manhattan-eyjunni, langri og mjórri, liggjandi frá norðri til suöurs, en hjarta New York-borgar er á henni. Hiö fræga Wall Street, sem er líka samnafn fyrir stærsta fjármagns- markað heimsins, er hér. Hér rísa risabankarnir íeigin skýjakljúfum, og hér er stærsta kauphöll heimsins, New York Stock Exchange. Þar gefur aö líta, hvernig jafnvel smæsti fjármagnseigandi getur oröið eigandi og þátttakandi í stórfyrirtækjum Bandaríkjanna. Federal Hall er í Wall Street með minjagripum frá embættistöku George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Trinity Church, ein elzta kirkja í New York, er viö enda Wall Street. China Town er nokkuö til austurs, kínverskt hverfi í miðri New York meö austurlandamat og austurlenzkt vöruúrval. Nokkuö til noröurs er Wash- ington Square, aðaltorg í Greenwich Víllage, sem er listamannahverfi New York. Þúsundir skapandi listamanna eiga hér heimkynni, og hér eru haldnar stórar og litríkar útisýningar. Stórkostleg listasöfn eru í New York. Frægast er Metropolitan Museum of Art á 5. breiögötu í Central Park. Önnur listasöfn, Frick Collection, Guggenheim, og Museum of Modern Art eru meö stöðugar farandsýningar. Madison-breiðgatan ofan viö 60. götu býður upp á fjölda lítilla sölusýninga (galleries). Central Park, Miðgaröur, er stór trjágaröur á miöri Manhattan- eyju. Hann gefur aö deginum í góöu veöri tækifæri til skógargöngu í miðri stórborginni. í honum er dýragaröur. Rétt frá suö-vesturhorni Miðgarðs er Lincoln Center meö Metropolitan-óperunni, leikhúsi og tónlistarhöll. Þar eru fluttar óperur og haldnir hljómleikar og þar fara fram sýningar á leikritum og listdansi samtímis. Nú skal haldiö á 5. breiðgötu miðja og skoöuö St. Patricks-dómkirkjan, gotneskt listaverk í hæsta gæðaflokki. Viö hliö hennar er hiö fræga vöruhús Sack's Sth Avenue. En andspænis henni er Rockefeller Center, samsafn stórbygginga byggðra um 1930, neöanjaröar verzlunarhverfi og skrifstof- ur Flugleiöa. Þetta eru áhugaveröir stoppistaðir á leiö okkar til aöalbyggingar Sameinuðu þjóöanna, eins af fyrstu stórverkum hús- agerðarlístar úr málmi og glerí. Kynnisferðir eru farnar um aö- setrið og upplýsingar gefnar um starfsemi SÞ. Ekkert jafnast á viö ameríska steik, þaö vita þeir, sem kynnzt hafa. Pen and Pencil og The Palm eru frægir steikarstaöir. í hádeg- ismat er skemmtilegt aö fara á Sexurnar, 666, 5. breiögötu, Rainbow Room í RCA-byggingunni og Windows of the World í World Trade Center (laugard. sunnud. og á kvöldin), allir staðirnir á efstu hæð skýjakljúfa með ógieymanlegu útsýni yfir borgina. Einnig í Tavern on the Green, (Crystal room) í Central Park. Snöggur lúxushamborgari á J.P. Clark á 3. breiögötu. Á sunnudögum iöar allt af lífi í verziunargötunni Grant Street í gyöingahverfinu á Lower Eastside. Þar má gera reyfarakaup. Vöruhús eru Macy, Gimbles, og Alexanders. Hærri gæöaflokkar eru í Bloomingdales, B. Altman, Sacks 5th Avenue. Til hvfldar frá stórborginni eru bátsferöir til Liberty Island þar sem Frelsisstyttan er eða hringferð með bát um Manhattan-eyjuna. Einnig ganga fljótaskip upp Hudson-fljótiö. Viö þaö stendur West Point Military Academy, sem er frægasti herfræöiháskóli Bandaríkjanna. Fræg nöfn nemenda: Mac Arthur, Patton, Eisenhower. í minja- safninu er veldissproti Görings. Á austurbakka árinnar í Hyde Park eru heimili Roosevelts og Vanderbilts, sem eru áhugaverö söfn í dag. Ef fara á aöeins stutta ferö í friö og kyrrö þarf ekki út fyrir Manhattan-eyju aö fara, því í Fort Tryon Park er The Cloistera, einstætt safn franskrar og spánskrar miöaldalistar. Þarna er safni uppruna- legra herbergja meö upprunalegum listaverkum komið fyrir í byggingum sem minna á miðalda- klaustur. í sambandi við New York-ferö væri tilvalin 3ja daga ferö til Washington, einnar fegurstu og sérstæðustu borgar heimsins. *.. yíf^"'\£í. M^^ "*** i^yi --' W j^, -j; V ,^i. V -^—^^^si mmmLm^Z^^ \ —:- ^......*~'-*^££zzrÁ.* iLi Efbúrtygguráferötil NEWYORK geturou klippt þessa auglýsíngu útog haft hana með,það gaeti komið sér vei FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.