Morgunblaðið - 21.09.1980, Side 19

Morgunblaðið - 21.09.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 19 Leikmynda- sýning Gylfa og Sigurjóns í Torfunni Gylfi Gíslason, — á veggnum eru tvö módel af leikmyndum eftir hann. UM ÞESSAR mundir eru Gylfi Gislason og Sigurjón Jóhanns- son, leikmyndateiknarar. með sýnintíu á leikmyndum i veitinga- staðnum Torfunni við Lækjar- götu. Á sýningunni eru ýmiskon- ar leikmyndir sem þeir hafa gert undanfarin ár. Ætlunin er að Torfan verði fastur sýningarstaður fyrir leik- myndir en það var Lárus Ingólfs- son, leiktjaldamálari, sem reið á vaðið með sýningu af þessu tagi og var hún sett upp um það leyti sem veitingastaðurinn opnaði. Verk leikmyndateiknara koma sjaldan fyrir sjónir almennings öðruvísi en fullmótaðar á fjölum leikhús- anna, eða á skjánum, og er því hér um nokkra nýbreytni að ræða. Það er Félag íslenzkra leik- myndateiknara sem stendur fyrir þessum sýningum og hafa félags- menn áhuga fyrir, að þarna í Torfunni verði að jafnaði til sýnis leikmyndir úr þeim leikritum sem verið er að sýna í leikhúsum borgarinnar í það og það sinnið. Myndi þetta auka tengsl almenn- ings við leikhúsin og auka skilning fólks á hlutverki leikmyndateikn- arans. Sýning sú sem nú er í Torfunni mun standa þar til í lok næsta mánaðar og er hún opin á sama tíma og veitingastaðurinn, — frá kl. 9.00 til 23.30 alla daga. Sigurjón Jóhannsson fyrir frant- an nokkur verka sinna á sýning- unni. Pétur GuÓjénsson á ferðalagi í NEWYORK í New York gefur aö líta alla heimsbyggöina í hnotskurn. Þar eru öll þjóðerni, öll trúarbrögö, öll form húsagerðarlistar, öll þjóöerni matargeröar, allt vöruúrval heimsins, mestur fjöldi skýjakljúfa, er gefur borginni þann stórkostleik, er fyrirfinnst aöeins í New York. Heimsókn á topg Empire State-byggingarinnar, R.C.A.-byggingarinnar eöa World Trade Center, 110 hæöir, opinberar hvaö bezt þennan einstæöa stórkostleik. World Trade Center, meö heilu verzlunarhverfi neöanjarö- ar, er syöst á Manhattan-eyjunni, langri og mjórri, liggjandi frá noröri til suðurs, en hjarta New York-borgar er á henni. Hiö fræga Wall Street, sem er lika samnafn fyrir stærsta fjármagns- markaö heimsins, er hér. Hér rísa risabankarnir í eigin skýjakljúfum, og hér er stærsta kauphöll heimsins, New York Stock Exchange. Þar gefur aö líta, hvernig jafnvel smæsti fjármagnseigandi getur oröið eigandi og þátttakandi í stórfyrirtækjum Bandaríkjanna. Federal Hall er í Wail Street meö minjagripum frá embættistöku George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Trinity Church, ein elzta kirkja í New York, er viö enda Wall Street. Chlna Town er nokkuö til austurs, kínverskt hverfi í miöri New York meö austurlandamat og austurlenzkt vöruúrval. Nokkuö til noröurs er Wash- ington Square, aöaltorg í Greenwich Village, sem er listamannahverfi New York. Þúsundir skapandi listamanna eiga hér heimkynni, og hér eru haldnar stórar og litríkar útisýningar. Stórkostleg listasöfn eru í New York. Frægast er Metropolitan Museum of Art á 5. breiögötu í Central Park. Önnur listasöfn, Frick Collection, Guggenheim, og Museum of Modern Art eru meö stööugar farandsýningar. Madison-breiögatan ofan viö 60. götu býöur upp á fjölda lítilla sölusýninga (galleries). Central Park, Miögaröur, er stór trjágaröur á miöri Manhattan- eyju. Hann gefur aö deginum í góöu veöri tækifæri til skógargöngu í miöri stórborginni. í honum er dýragaröur. Rétt frá suö-vesturhorni Miögarös er Lincoln Center meö Metropolitan-óperunni, leikhúsi og tónlistarhöll. Þar eru fluttar óperur og haldnir hljómleikar og þar fara fram sýningar á leikritum og listdansi samtímis. Nú skal haldiö á 5. breiögötu miöja og skoöuö St. Patricks-dómkirkjan, gotneskt listaverk í hæsta gæðaflokki. Við hliö hennar er hið fræga vöruhús Sack’s 5th Avenue. En andspænis henni er Rockefeller Center, samsafn stórbygginga byggöra um 1930, neöanjaröar verzlunarhverfi og skrifstof- ur Flugleiöa. Þetta eru áhugaveröir stoppistaöir á leiö okkar til aöalbyggingar Sameinuöu þjóöanna, eins af fyrstu stórverkum hús- agerðarlistar úr málmi og gleri. Kynnisferöir eru farnar um aö- setrið og upplýsingar gefnar um starfsemi SÞ. Ekkert jafnast á viö ameríska steik, þaö vita þeir, sem kynnzt hafa. Pen and Pencil og The Palm eru frægir steikarstaöir. í hádeg- ismat er skemmtilegt aö fara á Sexurnar, 666, 5. breiögötu, Rainbow Room í RCA-byggingunni og Windows of the World í World Trade Center (laugard. sunnud. og á kvöldin), allir staðirnir á efstu hæö skýjakljúfa meö ógleymanlegu útsýni yfir borgina. Einnig í Tavern on the Green, (Crystal room) í Central Park. Snöggur lúxushamborgari á J.P. Clark á 3. breiögötu. Á sunnudögum iöar allt af lífi í verzlunargötunni Grant Street í gyðingahverfinu á Lower Eastside. Þar má gera reyfarakaup. Vöruhús eru Macy, Gimbles, og Alexanders. Hærri gæöaflokkar eru í Bloomingdales, B. Altman, Sacks 5th Avenue. Til hvíldar frá stórborginni eru bátsferöir til Liberty Island þar sem Frelsisstyttan er eöa hringferö meö bát um Manhattan-eyjuna. Einnig ganga fljótaskip upp Hudson-fljótiö. Viö þaö stendur West Point Military Academy, sem er frægasti herfræöiháskóli Bandaríkjanna. Fræg nöfn nemenda: Mac Arthur, Patton, Ejsenhower. í minja- safninu er veldissproti Görings. Á austurbakka árinnar í Hyde Park eru heimili Roosevelts og Vanderbilts, sem eru áhugaverð söfn í dag. Ef fara á aðeins stutta ferö í friö og kyrrö þarf ekki út fyrir Manhattan-eyju aö fara, því í Fort Tryon Park er The Cloisters, einstætt safn franskrar og spánskrar miöaldalistar. Þarna er safni uppruna- legra herbergja meö upprunalegum listaverkum komið fyrir í byggingum sem minna á miðalda- klaustur. í sambandi viö New York-ferö væri tilvalin 3ja daga ferö til Washington, einnar fegurstu og sérstæöustu borgar heimsins. Ef þú hyggur á ferö til NEW YORK geturðu klippt þessa auglýsingu útog haft hana meö.þaö gæti komið sér vel. FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.