Morgunblaðið - 21.09.1980, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.09.1980, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 Ur myndasafni Olafs K. Magnússonar elsku var Ben-Gurion enn aö upp- fræða þá íslensku um land sitt og þjóð. Ólafur vatt sér í hópinn og sagöi viö Ben-Gurion: „Á meðan þér hvílduð yður, herra forsætisráðherra, senduð þér hersveitir yðar á mig.“ „Hvaða hersveitir?“ spurði Ben-Gurion undr- andi. „Allar mínar hersveitir eru heima í ísrael.” „Nei, ég á viö þessar hersveitir þarna,“ sagði Ólafur Thors og benti á ísraelsku blaðamennina, og þeir eru líka reiðubúnir að berjast með yður." Ben-Gurion, sem augsýni- lega misskildi íslenzka forsætisráö- herrann hristi höfuðið og sagði, „Mér er alveg sarna." Ólafur Thors útskýrði fyrir honum hvað hann hefði átt við og lét Ben-Gurion þá í Ijós efa um, að allir blaðamenn stjórnarandstöðunnar í ísrael myndu berjast með sér. Þá sagöi Ólafur Thors: „Stjórnarandstað- an héðan er verri en í ísrael. Hún er verri en arabar." En Ben-Gurion fórnaði höndum, hló og sagði, „Herra forsætisráðherra, ég skal með glöðu geði skipta við yður á aröbum og íslenzku stjórnarandstöðunni." Allir viðstaddir höfðu hina mestu skemmt- un af þessum orðahnippingum for- sætisráöherranna, ekki sízt þeir sjálf- ir. Þeir hlógu og skemmtu sér án tillits til þess sem í venjulegu tali er kallað „diplomatí". — HL. „VIÐ HÖFUM GÓÐ SAMBÖND áá DAVID BEN-GURION, fyrsti forsætis- ráöherra ísraelsríkis, kom í opinbera heimsókn til íslands í september 1962. Ólafur Thors, þáverandi forsæt- isráðherra, var gestgjafi hans hér á landi og þar hittust tveir góöir. Þeir áttu með sér langan fund í stjórnar- ráðinu daginn eftir komu Ben-Gurions og aö þeim fundi loknum sagði Ólafur: „Eins og menn vita lætur mér betur að tala en þegja, en í þetta skipti langaöi mig ekki til aö segja orð. Ben-Gurion er stórfróður á öllum sviðum og með eindæmum geðfelldur maður. Ég hafði jafn gaman af að hlusta á hann og horfa á hann.“ Báðir voru þeir Ólafur og Ben- Gurion með skemmtilega lifandi hár og það var tilefni gamanmála milli þeirra. Sagt er að Ben-Gurion hafi eitt sinn sagt við Ólaf og bent á hár hans: „You have a very lively hair, mr. Thors.“ „Yes,“ svaraði Ólafur um hæl og bætti síðan við: „It's the most independent hair in lceland!" Eins og venja er við hingaðkomur erlendra stórmenna var farið með David Ben-Gurion og fylgdarlið hans í skoðunarferö til Þingvalla og fleiri staðá á Suöurlandi. Athygli vakti hve bílalest þeirra ók hratt, en það stafaði af öryggisástæöum. Ekið var á þeim hraða sem tryggöi, að hugsanlegur tilræðismaöur gæti ekki undir neinum kringumstæðum hæft forsætisráð- herrann. í fylgd með honum var jafnan vopnaður öryggisvörður og ýtrustu varkárni var gætt. Þó tókst svo illa til í ferðinni að bíll Ben-Gurions bilaði úti í miðri á í Ölfusdal og öryggisverðirnir sem voru í bílnum á undan áttuðu sig ekki á því fyrr en þeir voru komnir töluverðan spöl þar frá, en komu svo í loftköstum til baka. Þótti íslendingunum nýstárlegt aö sjá allar þær varúðarráðstafanir sem gerðar voru vegna komu Ben-Guri- ons. Eitt af því sem vakti mesta aödáun og forvitni ísraelska forsætisráðherr- ans var gufuafliö í iðrum landsins. í Ölfusdal var hola látin blása honum til heiöurs og hann varð agndofa þegar krafturinn í holunni var leystur úr læöingi og gufan látin streyma út í loftið. Ben-Gurion tók um eyrun vegna hávaðans og úr svip hans mátti lesa mikla aödáun. Þegar lokað haföi verið fyrir gufuna sneri hann sér að Ólafi Thors og spuröi: „Hvaðan í ósköpunum kemur þetta?" Ólafur horfði sposkur á Ben-Gurion, benti með þumalfingri til jarðar og sagöi: „Viö höfum góð sambönd þar neðra!" Ben-Gurion kunni vel að meta þessa gamansemi og sagðist myndu vilja hafa þessa orku með sér heim. „Ef þér treystið yður til að taka þessa orku með yður heim, tek ég mér það bessaleyfi og lýsi því yfir, að yður er það heimilt," sagði Ólafur Thors og Ben-Gurion svaraði: „Ef ég gæti fariö með þessa orku heim mundi ég ekki skila henni aftur!" Síðan bætti hann viö um leiö og hann benti á gufustrók- inn: „Nú hafið þér loksins sigrað mig, ég gefst upp.“ A Þingvöllum áttu sér einnig staö skemmtileg orðaskipti milli þeirra Ólafs og Ben-Gurions. Blaðamenn höfðu þyrpst kringum forsætisráðherrana, þeir íslensku um- hverfis Ben-Gurion og þeir ísraéisku umhverfis Ólaf Thors. Þegar ólafur haföi svarað spurningum þeir.a ísra- Ben-Gurion hreifst mjög af gufukraffinum úr borholunni sem látin var blása honum til heiöurs. Hann haffti viö orft að rétt vssri nú aft taka eitthvaft meft sér heim af allri þessari orkul Á þessari mynd er Sveinn Einarsson aö lýsa leyndardómum gufunnar fyrir ísraelska forsætisráftherranum. Vift gufugosið í Ölfusdal. Auk Ólafs Thors og Ben-Gurions má þekkja meftal annarra verkfræftingana Gunnar Böðvarsson og Svein Einarsson. Úr móttöku fyrir ísraelsku forssstisráftherrahjónin í Háskóla íslands. Sitjandi frá vinstri aru frú Paula Ben-Gurion, David Ben-Gurion og Ármann Snnvarr. Standandi eru, talift frá vinstri, Halldór Halldórsson, Kristinn Stefánsson, Ólafur Björnsson og Þórir Kr. Þórftarson. Ólafur Thors fylgir Ben-Gurion aö bílalestinni. Aft baki þeirra stendur Haukur Hauksson, blaðamaöur Morgunblaösins. Myndin var tekin ( Valhöll á Þingvöllum þar sem áft var og snæddur hádegisverður. Ben-Gurion les Morgunblaöift af íhygli, lengst til vinstri er eiginkona hans, þá Ólafur Thors og Ingibjörg Thors situr viö hlift Ben-Gurions.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.