Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 21 Útgáfa á Blöndalsættinni Blaðamaður vjð Morgunblað- ið komst að því fyrir skömmu. að Jón Gislason ættfræðingur væri að vinna að útgáfu á Blöndalsættinni. verki, er Lár- us Jóhannesson hæstaréttar- dómari féll frá. og innti hann eftir, hvernig verkinu miðaði áfram: „Ég er búinn að vinna að útgáfu á Blöndalsættinni í rúmt ár. Ég tók við verkinu þar sem Lárus Jóhannesson hæstaréttar- dómari var kominn, er hann féll frá 31. júlí 1977. Lárus var mikill áhugamaður um ættfræði og vann henni mikið, og afkastaði í fræðigreininni ótrúlega miklu. Hann lét eftir sig Blöndalsætt- ina, mikið rit og vel unnið, en auk þess Thorarensensætt og Teitsætt og drög að fleiri ættum. Þessi niðjatöl öll eru mjög vel gerð úr hendi Lárusar, en þeim er ekki að fullu lokið. Nú er meiningin að Bókaútgáfan Skuggsjá í Hafnarfirði gefi þessi verk út, og er Blöndalsættin fyrsta bindi þessa safns." Vann Lárus Jóhannesson eftir hefðbundnum aðferðum í söfnun niðjatala?" „Já. I höfuðatriðum gerði hann það. Hann var afkastamik- ill fræðimaður og safnari, og eru niðjatöl hans óvenjuleg að því leyti, að hann rekur mjög ævi- feril fólksins, persónulegar lýs- ingar þess og persónuleg kynni, séu þau fyrir hendi. Hann er mjög nákvæmur að vitna í heim- ildir, jafnt prentaðar sem skáld- legar og er það afar mikill kostur. Hann rekur kvenleggi eftir Lárus Jóhannesson mjög mikið og er það langtum meira en gert hefur verið í íslenzkum niðjatölum. Blöndals- ættin verður því langtum læsi- legri bók en niðjatöl hafa al- mennt verið." „Hver er forfaðir Blöndalsætt- arinnar?" Blöndalsættin er rakin frá Birni sýslumanni Blöndal í Húnavatnssýslu og konu hans Guðrúnu Þórðardóttur, en þau bjuggu í Hvammi í Vatnsdal miklu rausnar- og myndarbúi. Jón Gíslason Björn var f. 1. okt. 1787, d. 23. júní 1846, en Guðrún er f. 2 okt. 1797, d. 20. ágúst 1864. Þau áttu 15 börn, og áttu 10 þeirra börn. Björn sýslumaður var röggsamt yfirvald, fylgdi fast fram hug- myndum samtíðar sinnar í þátttöku almennings við opin- berar athafnir. Þar af leiðandi stefndi hann öllum Húnvetning- um til Vatnsdalshóla, er hann lét fullnægja dóminum í Nathans- málinu. Enda varð árangur sem erfiði, gjörbreytt siðferðisástand í héraðinu, jafnt á líðandi stund og komandi tímum.“ Lárus Jóhannesson Ætlið þið að hafa myndir í bókinni?" Já. Við ætlum að hafa myndir eins margar og við náum í. Lárus var búinn að safna talsverðu af myndum af elsta fólkinu af ættinni, þar á meðal börnum sýslumannshjónanna í Hvammi og sumum barnabörnum þeirra. Myndir gefa niðjatölum mikið gildi. Það væri gaman að eiga á einum stað myndir af öllum af Blöndalsætt. En slíks verður naumast kostur. En hitt er hægt, að safna miklu af myndum. En til þess að árangur verði af slíkri söfnun þurfum við að njóta aðstoðar ættmannanna í ríkum mæli. Þáð er von mín, að sem allra flestir sendi myndir til ekkju Lárusar Jóhannessonar, frú Stefaníu Guðjónsdóttur, Suðurgötu 4, Reykjavík. Mynd- irnar þurfa að vera merktar og fæðingardagur og ár á hverri mynd og einnir þarf að tilgreina hvert eigi að endursenda mynd- irnar. Best væri, að einn aðili úr hverri fjölskyldu annaðist um myndir sinna nánustu.“ Hver af börnum sýslumanns- hjónanna í Hvammi eiga flesta afkomendur?" Það er Lárus sýslumaður á Kornsá og Sigríður Oddný, prestskona á Tjörn á Vatnsnesi og síðar á Undirfelli í Vatnsdal. Af Blöndalsættinni er margt þekkt fólk bæði utanlands og innan. Má þar nefna dr. Sigfús Blöndal í Kaupmannahöfn og Erling Blöndal Bengtson sellósn- illing. Þar að auki eru af ættinni frægir menn í Vesturheimi. Ég vildi gjarnan greina ýmis ein- kenni Blöndalsættarinnar. Þau eru flest mjög skír, og hafa orðið til mikilla áhrifa í íslensku þjóðlífi. En þess er ekki kostur að sinni.“ Hvenær búist þið við að bókin um Blöndalsættina komi út? „Ég vona, að hún komi út fyrir jólin.“ „Hvað viltu svo taka fram að lokum?" Ég vil beina þeim tilmælum til ættmanna Blöndalsættar, að senda okkur myndir og jafn- framt óska ég eftir að fólk greiði fyrir upplýsingum, þegar til þess er leitað eða jafnvel sendi upp- lýsingar óumbeðið. Ég þakka öllum, sem greitt hafa götu mína í söfnun efnis, og vonast ég eftir að eiga góða samvinnu við ætt- menni Thorarensensættar og Teitsættar þegar þar að kemur. Rætt við Jón Gíslason fræðimann Þverrandi kaupmáttur í vaxandi dýrtíð Eftirfarandi ályktun, sem trúnaðarmannaráð Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur sam- þykkti i fyrrakvöld, hefur borizt Morgunblaðinu: „Fundur í trúnaðarmannaráði Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur, haldinn að Hagamel 4, fimmtudaginn 18. september 1980, átelur harðlega þann seinagang, sem verið hefur á samningagerð við verkalýðsfélögin. Kjarasamningar hafa nú verið lausir í hátt í 9 mánuði og samningaviðræður milli deiluaðila hafa staðið svo til linnulaust þennan tíma og enn sér ekki fyrir lok samningagerðar. Láglaunafólk félaga innan ASÍ getur ekki unað lengur við þetta ástand á sama tíma og kaupmátt- ur þess fer þverrandi í vaxandi dýrtíð og ríkisvaldið hefur samið við opinbera starfsmenn um leið- réttingar á þeirra kjörum frá 1. ágúst sl. Svo virðist, sem ekki sé mögu- legt að ná fram sanngjörnum leiðréttingum á launum launþega innan ASI, nema til komi aukinn þrýstingur frá launafólki. Trúnaðarmannaráð V.R. sam- þykkir því að verða við áskorun samninganefndar ASÍ frá 9. þessa mánaðar um öflun verkfallsheim- ildar og samþykkir að V.R. boði til vinnustöðvunar með tilskildum fyrirvara, ef nauðsynlegt reynist til að knýja fram samninga." AKil.VSINCASIMIVN KK: 22480 CSí' Jttorfluntdnbit) Blöið á meöan smurt er eöa skiljið bílinn eftir. Látíðsmyrja bílínn regfiuega Meó því að láta smyrja bifreiðina reglulega, eykur þú þar með endingu, jafnframt því sem endursöluveró bifreiðarinnar verður hærra. Við hjá Heklu hf. bjóöum uppá fullkomna smurþjónustu á öllum tegundum bifreióa í smurstöð okkar. Líttu við hjá okkur, næst þegar bifreiðin þarfnast smurningar. Laugavegi 170 -172 Sími 212 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.