Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 fltaqpsstÞIafrft Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Að undanförnu hafa Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, og ýmsir aðrir talsmenn ríkisstjórnar- innar haft uppi harða gagn- rýni á bankakerfið. Málflutn- ingur þeirra hefur í stórum dráttum verið á þá leið, að ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar sé býsna gott, staða ríkissjóðs sé óvenju góð og það eina, sem raunveru- lega hafi farið úrskeiðis séu útlán bankanna. Það vanda- mál verði nú að taka föstum tökum og bankarnir eigi ekki að lána meira 'fé en þeir hafi til ráðstöfunar af innlánum og eigin fé. Nú bendir margt til þess, að viðbrögð bank- anna verði þau að taka Gunnar Thoroddsen og fé- laga hans í ríkisstjórninni á orðinu. Að undanförnu hafa bankastjórar Seðlabankans og viðskiptabankanna verið á stöðugum fundum og þeir hafa nú tekið ákvörðun um að draga stórlega saman út- lán bankanna á næstu mán- uðum. Viðbrögð þeirra eru óvenju hörð og ekki ólíklegt að forsætisráöherra og félag- ar hans eigi eftir að sjá hverjar afleiðingarnar verða, ef farið er að óskum hans og ríkisstjórnarinnar í þessu efni. Skuldir viðskiptabankanna við Seðlabankann hafa auk- izt mjög verulega að undan- hefðu atvinnuvegir lands- manna stöðvast og atvinnu- leysi tekið við, en engin starfhæf ríkisstjórn í land- inu. Þessi skýring var rétt. Viðskiptabankarnir tóku í raun að sér að fjármagna óstjórn vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar á þeim tíma. Ef þeir hefðu ekki lánað langt út fyrir hæfileg mörk á þeim tíma, hefðu atvinnuveg- irnir stöðvast. Ástandið nú er mjög svip- að og vorið 1974. Núverandi ríkisstjórn hefur haldið þannig á málum atvinnuveg- anna, að þeir eru komnir í þrot. Útgerðin er rekin með um 14 milljarða halla. Fisk- vinnslan er rekin með um 9 milljarða halla. Ólafur Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað, segir í viðtali olíufélögin. Olíufélögin geta ekki lánað olíuna nema safna miklum skuldum við við- skiptabankana. Þeir geta ekki lánað olíufélögunum nema með því að safna mikl- um skuldum við Seðlabank- ann. Það eru ekki aðeins útgerð og fiskvinnsla, sem standa svo höllum fæti. Atvinnufyr- irtæki í iðnaði og verzlun eru illa stödd. Ekkert má út af bera í rekstri þessara fyrir- tækja án þess að illa fari. Sömu sögu er að segja um fjölmörg ríkisfyrirtæki. Landsvirkjun er rekin með milljarða tapi. Það hallar undan fæti hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Nýlega var upplýst, að Ríkisútvarpið yrði rekið með halla á þessu ári, sem nema mundi á annan milljarð króna. Ætla bankarnir að taka Gunnar á orðinu? förnu. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem það gerist. Vorið og sumarið 1974 var skulda- söfnun viðskiptabankanna hjá Seðlabankanum gífurleg. Skýringar bankastjóranna þá voru þær, að ef þeir hefðu ekki lánað með þeim hætti, sem þeir gerðu á því tímabili, við Morgunblaðið í gær, að hann muni ekki eftir eins slæmri stöðu í sjávarútvegi á þessu ári. Guðmundur Guð- mundsson, útgerðarmaður á ísafirði, segir, að þetta sé allt á hausnum. Vitað er, að útgerðarfyrirtækin hafa safnað miklum skuldum við Bankarnir hafa fleytt þess- um rekstri áfram með útlán- um. Þeir hafa tekið að sér að koma í veg fyrir stöðvun atvinnuveganna á sama tíma og ríkisstjórnin situr aðgerð- arlaus. Ólafur Gunnarsson á Neskaupstað, segist ekki muna eftir öðru eins aðgerð- arleysi stjórnvalda og verður áreiðanlega ekki sakaður um pólitískan fjandskap við nú- verandi ríkisstjórn. Nú segir ríkisstjórnin við bankana: það er ykkur að kenna hvernig ástandið er í efnahagsmálum. Svar bank- anna er þetta: við drögum úr útlánum og þið munuð sjá hverjar afleiðingarnar verða. Ekki mun líða á löngu þar til Gunnar Thoroddsen og félag- ar hans setja fram kröfur um það að bankarnir auki útlán sín til þess að halda atvinnu- vegunum gangandi. Töfraorð þessarar ríkisstjórnar er alltaf það að taka lán. Þegar þeir neituðu hitaveitunni um eðlilega hækkun var lausnar- orðið það, að hitaveitan gæti tekið lán. Þegar fjallað hefur verið um vandamál fisk- vinnslunnar hefur lausnar- orðið verið það að breyta skuldum fiskvinnslunnar í föst lán. En hvaðan eiga þessi lán að koma, þegar ríkisstjórnin er búin að skipa bönkunum að draga saman útlánin og þeir ákveða að verða við þeim fyrirmælum? Það eru mikil átök fram- undan á þessum vettvangi á næstu vikum. Fórnarlömb þeirra átaka verða atvinnu- vegir landsmanna og launa- fólkið í landinu. En ábyrgð- ina bera þeir stjórnmála- menn, sem hafa tekið að sér að stjórna landinu en hafa hvorki hæfni, getu eða þor til þess að gera það. Rey k j aví kurbr éf Laugardagur 20. september ???? ? „Eitthvad verdur ad gera Sumir sjálfstæðismenn hafa sagt, að nauðsynlegt hafi verið að mynda núverandi ríkisstjórn. Mátti raunar heyra á ýmsum, að hvaða stjórn sem var, væri betri en engin. Slíkar fullyrðingar hafa að sjálfsögðu ekki við rök að styðjast og j?eta beinlínis verið hættulegar. I þeim er uppgjafar- tónn, sem er vatn á myllu komm- únista, eins og raunar hefur komið í ljós. Þeir hafa verið bornir á gullstól lýðræðissinna upp í valda- sessinn og stjórna þaðan með þeim hætti, að engu er líkara en þeir hafi meirihluta þjóðarinnar á bak við sig, þó að innan við fimmtungur styðji þá. Þeir lýð- ræðissinnar, sem hafa greitt götu þeirra í valdastólana, verða að axla þunga ábyrgð — og raunar ekki fyrir séð, hversu mikil sú ábyrgð er. I skjóli þeirra hreiðra kommúnistar nú um sig í æðstu embættum, bæði í höfuðborginni, í stjórnarráðinu og víðar. En íslenzka þjóðin hefur ekki fengið neinna meina bót við myndun núverandi ríkisstjórnar, sem forsætisráðherra kallar sjálf- ur miðvinstristjórn í samtali við þýzkt blað — og er þá vægt að orði komizt. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert uppskorið annað en innbyrðis deilur. En skrattanum er skemmt. Hefði mátt ætla, að sjálfstæðis- fólk horfði ekki upp á það orða- laust en hugsaði þeim þegjandi þörfina, sem ábyrgðina bera. Kommúnistar stjórna Kommúnistar stjórna landinu og má raunar þakka það Stein- grími Hermannssyni, formannni Framsóknarflokksins, að þeim er veitt viðnám innan ríkisstjórnar- innar, nú þegar þeir reyna með sérstakri tegund ofbeldis að koma Flugleiðum á kné og gera mestu atlögu að frjálsum atvinnurekstri, sem yngri kynslóðin man. Þau áform þeirra að eyðileggja Flug- leiðir hafa verið afhjúpuð, en ef þeim tækist fyrirætlunin, yrði þess skammt að bíða, að næst yrði ráðizt að öðrum atvinnurekstri einstaklinga, hlutafélaga og sam- vinnufélaga í landinu. Hitt er svo annað mál að kommúnistar hafa kastað grím- unni og enginn virðist ánægðari með Svavar Gestsson og hug- myndir hans um kaupgjalds- og efnahagsmál en Þorsteinn Páls- son, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands, sem hyggst ramma inn síðustu grein Svavars í Þjóðviljanum og hengja hana upp í skrifstofu sinni í Vinnuveitendasambandinu og þá væntanlega á sðmu forsendu og fólk hengdi áður fyrr upp á veggi sína: Drottinn blessi heimilið. Þá þykjast kommúnistar vera á móti varnarliðinu, en Steingrímur Her- mannsson hefur nú upplýst, að þeir hafi ekki andmælt hugmynd- unum um að Flugleiðir fái stóraukna hlutdeild í farþega- og vöruflutningum hersins (gætu misst stólana), þó að þeir afneiti þessu opinberlega (gætu annars misst atkvæði). Tækifærissinn- arnir í Alþýðubandalaginu koma engum á óvart lengur og má Aron fara að vara sig, að þeir steli ekki frá honum aronskunni einn góðan veðurdag. Ailt er þetta þó gert til að styrkja þann marxisma sem al- þýðubandalagsmenn boða, en þó einkum og sér í lagi til að líma þessa tækifærissinnuðu kerfis- karla við ráðherrastóla og önnur eftirsóknarverð embætti í augum hávaðasamra framagosa. I Vísi er um þessi mál rætt í forystugrein af opinskáu raunsæi sl. mánudag og segir þar (ástæða er til að vitna í forystugreinina í heild svo ágæt sem hún er): „Upphlaup tiltekinna tals- manna Alþýðubandalagsins í Flugleiðamálinu hefur vakið mikla reiði og hneykslan. Vinnu- brögðin, talsmátinn og hugarfarið, sem að baki liggja, hafa gengið fram af mönnum. Jafnvel málgögn stjórnarinnar eins og Tíminn hafa fordæmt athæfi Alþýðubanda- lagsins og Alþýðublaðinu hefur ofboðið, enda þótt jafnaðarmenn hafi aldrei verið áhugasamir um framgang einkaframtaksins. Rétt er hins vegar að undir- strika, að því fer fjarri að hér sé um einangrað upphlaup að ræða. Það er ekki tilviljun eða hvatvísi örfárra einstaklinga innan Al- þýðubandalagsins, sem skýrir að- förina að Flugleiðum. Hún er aftur á móti grófasta og augljós- asta dæmið um það hugarfar, sem ríkir meðal sósíalista gagnvart frjálsum atvinnurekstri. Alþýðu- bandalagið áleit, að það gæti kastað af sér grímunni og gengið hreint til verks í þessu máli, vegna þess hversu slök staða Flugleiða er, og vegna þess hversu illa uppsagnir starfsmanna mælast fyrir. Þeir töldu ringulreiðina vera sér hagstæða og hugðust fiska í því grugguga vatni. Vopnin hafa hins vegar snúist í höndum þeirra. Alþýðubandalagið misreiknaði sig, því að bæði eiga Flugleiðir meiri og vinsamlegri ítök meðal almennings en þeir ímynduðu sér, og almenningur er skynugri en svo, að hann geri sér ekki grein fyrir þeim vanda sem áö steðjar. Þessir atburðir varpa umfram allt ljósi á þá pólitísku stefnu og iðju, sem Aiþýðubandalagið hefur að leiðarljósi. Með óvæntum hætti hafa augu manna opnast fyrir skaðsemi þess, að niðurrifsöfl af þessu tagi eru komin til áhrifa á íslandi. I raun og veru eiga eftirmálin að vera þau, að heilbrigt hugsandi fólk endurskoði viðhorf sín og sameinist um að gerá Alþýðu- bandalagið áhrifalaust í íslensk- um þjóðmálum. Völd þessa litla flokks eru ótrúleg og óhugnanleg. Alþýðu- bandalagið hefur átt þátt í þrem ríkisstjórnum af þeim fimm, sem myndaðar hafa verið á þessum áratug. Um þessar mundir er það tvímælalaust með lykilstöðu í stjórnarráðinu. Alþýðubandalagið er stærsti og sterkasti flokkurinn í borgarmál- um. Þar eru hinir flokkarnir skósveinar og tuskubrúður. Alþýðubandalagið hefur hreiðr- að um sig í velflestum verkalýðs- félögum og stjórnar ferðinni í Alþýðusambandinu jafnt sem bandalagi opinberra starfsmanna. Flokkurinn hefur öll tök á fjár- magni hreyfingarinnar og lífeyr- issjóðum. Flokksdindlar hafa komið sér fyrir í bankakerfi, stjórnarráði og opinberum stofn- unum. I mennta- og menningarmálum ráða þeir lögum og lofum, og skiptir þá engu, þótt menntamála- r «^S»*!¦'¦ ráðherrar séu úr öðrum flokkum. Mannaráðningar, hvort heldur það eru skólastjórar eða prófess- orar virðast tryggar þeim sem hafa flokksskírteini í Alþýðu- bandalaginu. Opinberir fjölmiðlar eru óspart misnotaðir og rógsherferðir skipu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.