Morgunblaðið - 21.09.1980, Síða 23

Morgunblaðið - 21.09.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 23 Birgir ísL Gunnarsson * Ur Kínaferð: Hvernig er að vera útlendingur í Kína? Hvernig fólk eru Kínverj- ar? Hvernig skynja gestir stjórn- arfarið? Hverskonar áhrifum verður maður fyrir? Allt eru þetta spurningar sem fróðlegt er að reyna að svara. Svörin geta þó ekki verið öðruvísi en yfirborðsleg eftir tæplega hálfsmánaðar dvöl, en þó skal nokkur tilraun til þess gerð í þessari síðustu grein um Kínaför okkar borgarfulltrúanna. Kínverjar hugsa vel um sína gesti og vilja sýna þeim sem mest og nota tímann vel. Þeir eru árrisulir, umferð virðist komin í fullan gang ekki seinna en kl. 7 og strax kl. 6 að morgni er umferð orðin veruleg og athygli vekur, að fjöldi manna iðkar leikfimi snemma morguns á gangstéttum og auðum svæðum. Okkar dagskrá byrjaði yfirleitt með morgunverði kl. 7 og fyrstu heimsóknir voru farnar um kl. 8. Hinsvegar hætta þeir snemma á kvöldin og dagskrá okkar lauk aldrei síðar en kl. 9:30. Hótel voru góð og öll loftkæld, sem kom sér mjög vel í hitunum. Kínverjar kvarta undan hótel- skorti. Þeir segjast hafa áhuga á að taka á móti fleiri ferðamönn- um, en hótelrými sé takmarkað og því séu ferðamenn ekki fleiri en um 100 þúsund á ári. Kínverskur veizlumatur er með afbrigðum góður og fjölbreyttur og í hverri slíkri máltíð er borinn fram fjöldi rétta — allt að 20 talsins. Venju- legur hótelmatur líkist hinsvegar meir því, sem fá má á kínverskum veitingahúsum á Vesturlöndum. Með matnum veita Kínverjar ágætan bjór, sætt rauðvín og einskonar brennivín í staupum, sem er bæði sterkt á bragðið og að áhrifum. Fyrir matinn er drukkið te og ennfremur að máltíð lokinni. Almennt virðist áfengisneyzla lít- il. Þó að Kínverjar vilji allt fyrir sína gesti gera, gátum við auð- veldlega gengið á eigin vegum út í borgina og aldrei höfðum við það á tilfinningunni, að með okkur væri fylgst, eins og t.d. í Sovét- ríkjunum. Ef gengið var um íbúðarhverfi urðum við hinsvegar fljótt varir við, að við þóttum skrítnir fuglar, börnin störðu á okkur og fullorðnir gáfu okkur auga, enda útlendingar tiltölulega sjaldséðir eins og tala ferða- manna ber vitni um. Kína er kommúnistaríki og þar er Flokkurinn allsráðandi, eins og „Myndin er tekin innan við „Hiið hins himneska friðar", en það var hliðið inn i hina „Forboðnu borg". Það var aðsetur keisarans til forna og þangað fengu engir að stiga fæti nema útvaldir". Að vera gestur í í öðrum ríkjum kommúnismans. Þar ríkir alræði forystumann- anna. Þeir ráða allri fjölmiðlun í landinu og skammta fólki upplýs- ingar að vild sinni. I bókabúðum á hótelunum eða nálægt þeim mátti þó sjá nokkur erlend tímarit eins og Time, The Economist, Der Spiegel og Asian Wall Street Journal, sem er gefið út í Hong Kong. í Kína eru margir pólitískir fangar, en þó ber landið ekki svip lögregluríkis. Fólk er glaðlegt og afslappað, og ber ekki með sér neina þrúgun, eins og t.d. í ýmsum ríkjum Austur-Evi ópu. Okkur var ekið um í stórum embættisbílum, þannig að engum gat dulist, að þar voru einhverjir háttsettir embættismenn eða ríkisgestir á ferð. Almenningur virtist þó bera takmarkaða virðingu fyrir slíkum frammámönnum. Menn viku seint og illa, þegar bílarnir voru að flauta sig í gegnum mannmergð- ina ólíkt því, sem er t.d. í Sovétríkjunum, þar sem slíkir bílar þjóta um á sérstökum ak- reinum og allir hrökkva undan þeim í ofboði. Þó að Flokkurinn stjórni öllum framleiðslutækjunum hafa Kín- verjar í vaxandi mæli notfært sér það einkenni séreignaskipulags- ins, sem kommúnistar gagnrýna hvað mest, þ.e. samkeppnina. Þess urðum við vel áskynja í Kína og hafa þó síðustu vikur verið stigin enn frekari skref í þeim efnum eftir því, sem fréttir herma. Samkeppni er vaxandi milli ein- stakra kommúna og borga og það vakti athygli okkar, að stærri borgirnar hafa nú fengið heimild til að flytja út sínar vörur og hafa því stofnað sérstakar útflutnings- deildir og ráðið sér verzlunar- fulltrúa. Þessari auknu sam- keppni fylgir aukin dreifing valds, þ.e. fyrirtæki fá aukna sjálf- stjórn, t.d. varðandi hráefnisöfl- un, framleiðslumarkmið og mark- aðsöflun. Öll slík sjálfstjórn er þó háð veldi flokksforystunnar. Kínverska þjóðfélagið er þaulskipulagt og þrátt fyrir mannmergðina tilheyrir sérhver einstaklingur einhverri einingu í skipulaginu. Borgum er skipt í hverfi, sem síðan skiptast í götu- ráð. I sveitunum eru það komm- únurnar og á þennan hátt er náð til allra þjóðfélagsþegnanna. Smæstu einingarnar sjá um ýmis dagleg vandamál, en stærri málin eru tekin til meðferðar eftir því, sem ofar dregur í kerfinu. Hver maður er á sínum stað og átt- hagafjötrar miklir, þannig að menn flytjast ekki búferlum nema með samþykki eða fyrir frumkvæði Flokksins. I viðræðum eru Kínverjar opnir og hreinskilnir og hafa kímni- gáfu, sem að mörgu leyti svipar til okkar. Að því leyti eru þeir ólíkir t.d. Japönum eða Indverjum, sem eru mun lokaðri og við Vestur- landabúar eigum erfiðara með að skilja. „Þegar kínverski risinn vaknar, þá má heimurinn fara að vara sig.“ Eitthvað á þessa leið var einhvern tíma sagt. Enginn vafi Kína er á því að þetta fjölmennasta ríki veraldar er að ná meira valdi yfir sjálfu sér. Reynslan ein getur skorið úr um það, hvernig það vald verður notað. Eitt er víst og það er að fróðlegt verður að fylgjast með þróun mála þar í landi og þeim viðhorfum, sem Kínverjar munu í framtíðinni þróa með sér til annarra þjóða. Sjálfir trúa Kínverjar því, að þriðja heimsstyrjöldin sé óum- flýjanleg, „en það er vegna þess að heimsvaldasinnar stefna að heimsyfirráðum og gegn því mun- um við berjast" — sögðu kín- verskir viðmælendur okkar. Lýkur þar með þessum Kína- pistlum. lagðar úr risherbergjum flokks- skrifstofunnar hafa rúið bestu menn mannorði og áliti. Hversu lengi á þetta að viðgang- ast? Hvenær ætla borgaralega sinnaðir menn og flokkar að sameinást gegn þessu niðurrifs- og afturhaldsafli og einangra það frá áhrifum og völdum? Nú er stefnt að því að leggja atvinnu- reksturinn í einelti og grafa undan traustustu stoðunum. Sjá menn ekki í gegnum þessi óþurftarverk, eða á endalaust að binda trúss sitt við þessa skaðvalda og leiða þá til hásætis? Það er von, að spurt sé.“ En hvað segja sjálf- stæðismenn En hvað hafa þá þeir sjálfstæð- ismenn uppskorið, sem sögðu að mynda yrði ríkisstjórn fyrir hvern mun — jafnvel þó kommúnistar réðu ferðinni? Innri átök i flokki sínum, en aðild að ríkisstjórninni hefur magnað þau og aukið innbyrðis deilur og flokkadrætti með sjálf- stæðisfólki, en slíkt getur haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir lýðræðið í landinu, svo að ekki sé talað um það borgaralega þjóðskipulag, sem lýðræðissinnað fólk telur sér skylt að hlú að og vernda. I stað uppgjörs við útsend- ara alþjóðakommúnismans er nú blásið í herlúðra gegn bræðrum og samherjum. Vonandi ber sjálf- stæðisfólk gæfu til að fylkja sér bak við forystu sína og takast á, ef ágreiningur er, á landsfundi flokksins, en styðja þá, sem for- ystan er falin. Það er bæði hjá- kátlegt og lítt traustvekjandi að standa í sífelldu uppgjöri í fjöi- miðlum, sem hafa einatt litla sem enga pólitíska ábyrgð. Úr því sem komið er, má telja fáránlegt, að sjálfstæðismenn geri upp sín mál annars staðar en innan flokksins sjálfs og þá auðvitað á landsfundi hans. Þar er eini rétti vettvangur- inn og verða menn að hlíta því, hvort sem þeim líkar betur eða verr. En kjarni málsins er sá, að þeir beri gæfu til að standa saman. Það er ekki eins og þetta sé í fyrsta skipti, sem sam- flokksmenn greini á um leiðir. Illvígar deilur voru í Framsóknar- flokki og Alþýðuflokki árum sam- an og Alþýðubandalagið klofnaði. En sjálfstæðisfólkið, sem fagn- aði myndun núverandi ríkisstjórn- ar með neikvæðum formerkjum, ef svo mætti segja, hefur uppskor- ið fleiri áhyggjuefni en hér hefur verið rakið, t.d. áframhaldandi vinstri stefnu, sem lýsir sér í aðhaldsleysi og útþenslu í ríkis- fjármálum, skattpíningu svo skefjalausri, að margir standa agndofa og orðlausir andspænis þessari tegund þjóðnýtingar, sem Marx mælti svo mjög með, (svo að ekki sé nú talað um barnaskatt- ana), atlögu að einstaklingnum og frjálsum atvinnurekstri, óðaverð- bólgu sem er meiri en nokkru sinni, síminnkandi kaupmátt og skertar ráðstöfunartekjur, gengis- fellingar í formi gengissiga, sem nægja þó ekki til að halda útflutn- ingsvegunum gangandi, upplausn og rótleysi, sem er að verða þjóðhættulegt sjálfstæði landsins, og nú er farið að bera á lausung og landflótta, sem vegur að rótum þjóðfélagsins, en sérhyggja sjálf- umglaðra, en þó þreklítilla fram- tóninga í æðstu embættum, ríður ekki við einteyming og er nú öllum ljós — og mikið böl. En verst er þó, að flóðgáttir hafa verið opnað- ar fyrir marxisma á íslandi. Það hijóta að vera farnar að renna tvær grímur á þá sjálfstæð- ismenn, sem sögðu um síðustu áramót „að eitthvað yrði að gera“, því að það er nú deginum ljósara, í hvert óefni komið er, og því miður eygjum við engan bata nema horfið verði frá óheillastefnu vinstri aflanna. Árangurinn er upplausn, von- leysi. Kommúnistar hafa verið leiddir í öndvegi, en í röðum lýðræðissinna ber nú of mikið á því að blindur leiði blindan. En vonandi ljúkast augu manna upp fyrir þeirri vá, sem við blasir. Þetta getur ekki verið það ástand, sem þeir sjálfstæðismenn óskuðu sér, sem sögðu á örlaga- stund: „Eitthvað verður að gera.“ En nú mættu sjálfstæðismenn svo sannarlega verða einhuga um, að eitthvað verði að gera, ekki ein- ungis til að koma í veg fyrir frekari áföll sjálfstæðisstefnunn- ar og Sjálfstæðisflokksins, heldur fyrst og síðast til að koma í veg fyrir frekari ófarnað íslenzku þjóðarinnar. Nú þarf hún öðru fremur á að halda sterkum og einhuga Sjálfstæðisflokki, sem er þess megnugur að ieiða þjóðina út úr eyðimörkinni. Sú stund rennur vonandi upp fyrr en síðar. Á því mun velta gæfa lands og þjóðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.