Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 Islenska flugævintýrið lokagrein DC-8 vélarnar hafa verið notaðar í tíu ár, en nú er svo komið að þeirra bíða kannski aðeins verkefni úti í heimi. Tveggja ára tap En hver er staða Flugleiða í dag og hvernig verður starfsemi fé- lagsins háttað á næstunni? Það sem fyrirtækinu hefur verið þyngst í skauti að undanförnu er Atlantshafsflugið, en það hefur verið rekið með tapi í tvö ár. Vegna fargjaldastríðsins hafa ekki fengist inn tekjur í hlutfalli við kostnað og það þrátt fyrir að oftlega séu þoturnar sæmilega þéttsetnar á þessari leið. Flug- menn, og þá helst Loftleiðaflug- menn, hafa sagt að Atlantshafs- flugið sé lífæð félagsins og að það megi ekki leggja niður. Hætti Flugleiðir komi einhver annar aðili og taki markaðinn, sem þá sé endanlega tapaður. Vilja flug- menn að áfram sé þraukað á þessum markaði og virðast ekki fást til að trúa því að gamanið sé að verða búið. Enda hefur einn þeirra sagt að vel ætti að vera hægt að reka Atlantshafsflugið með hagnaði. Yfirmenn þeirra hafa látið þau orð falla, að þeim sé kannski nokkur vorkunn, því þeir sjái aftur eftir vélunum fullt af far- þegum og skilja ekki í öðru en Mynd þessi var tekin í samsæti sem haldið var norska skipa- og flugvélakónginum Ludvig Braathen til heiðurs í ágúst 1968. Með honum á myndinni eru frá vinstri Hákon Bjarnason, Bjarni Benediktsson, Braathen og Kristján Guðlaugsson. Braathen hóf samvinnu við Loftleiðir upp úr 1950 og stóö hún í mörg ár. Fyrirtœki hans annaðist meðal annars allar viðgerðir á flugvélum Loftleiða auk þess sem fyrirtækiö var aðalumboðsaöili Loftleiða í Noregi. Samvinna Loftleiöa við Braathen var félaginu míkíll styrkur á erfiðum tímum. frá New York, en að 50% fragt- flutninga frá Chicago haldist. Þessi spá gerir ráð fyrir kring- um 56% nýtingu flugvélakostsins í áætlunarfluginu, en nægilegt svigrúm er fyrir aukaferðir í áætlun svo og leiguflug. Ferðum verður t.d. fjölgað yfir jól og áramót og þá verða í boði sérstök ódýr fargjöld til og frá landinu. Svo sem sjá má af þessari áætlun er engin þörf fyrir DC-8 þotur félagsins í áætlunarfluginu, sem nú eru fjórar, þrjár í eigu félagsins og ein í leigu. Reynt hefur því verið að finna þeim önnur verkefni og þannig verður ein þotan að líkindum leigð í ár til Senegal með 3—4 stjórnklefa- áhöfnum, 9—12 mönnum og hinar fá verkefni hjá Air India, Air Bahama og Cargolux. Þetta er þó ekki nóg til að útvega öllum DC-8 flugliðum atvinnu og er þá aðeins átt við flugmenn. Ekki hefur fengist á hreint hvað gert verður við þá flugmenn sem þá eru eftir, verða þeir látnir fara, fá þeir líka verkefni erlendis eða verður þörf fyrir eina DC-8 heima í vetur verði Ameríkufluginu haldið áfram í óbreyttri mynd. fullar vélar af farþegum gefi af sér hagnað. Þeir hafi ekki áttað sig á því að fargjöldin séu seld á of lágu verði, það sé í raun borgað með þeim, og þess vegna ekki við því að búast að Atlantshafsflugið gefi fyrirtækinu hagnað, enda hafi flugmenn ekki innsýn í flugrekst- urinn sem slíkan. Þetta séu ágætir menn, færir í starfi sínu og ekki óeðlilegt að þeir hafi ekki sett sig inn í flugreksturinn í smáatriðum. Niðurgreidd fargjöld? Atlantshafsflugið hefur sem sagt ekki gefið af sér þær tekjur sem það áður gerði. Á veturna er lágmarksnýting og þá hefur félag- ið þurft á rekstrarfé að halda til að geta fleytt sér yfir taprekstur fram á sumar. Á sumrin hefur síðan verið hægt að hala inn fyrir tapinu veturinn á undan, en nú dugir það ekki til. Flugleiðir Glaðir á góðri stund — forstjórar Flugleiöa taka lagið á árshátíð starfsmanna Flugleiða fyrir tveimur árum. treysta sér ekki lengur til að reka þetta flug með tapi sumar sem vetur og telur fyrirtækið ekki eðlilegt að það sjái ferðamönnum milli Evrópu og Ameríku fyrir niðurgreiddum fargjóldum á þess- ari leið. Félagið hefur heldur ekki bolmagn til að keppa við erlenda risa um flug yfir hafið, ekki síst þau félög sem sótt geta í ríkis- kassa landa sinna eftir aðstoð þegar illa árar. Engin „átta" í vetraráætlun? Vetraráætlun Flugleiða gerir ráð fyrir svipuðu Evrópuflugi og verið hefur og tveimur ferðum í viku til New York og fer allt flugið fram með tveimur Boeing-727 þotum. Miðað hefur verið við farþega- og fragtspá sem byggð er á eftirfarandi forsendum: a) Miðað er við raunverulega flutta farþega á sama tímabili 1979-1980 að frádregnum 10%, sem er vegna almenns samdráttar í ferðaiögum á Vesturlöndum og vegna þess að farþegum frá Evr- ópulóndum, sem halda áfram frá íslandi til Bandaríkjanna, fækkar. b) í farþegaspá fyrir New York er gert ráð fyrir 90% farþega fyrra árs að viðbættum 80% þeirra, sem fluttir voru á leiðinni Ch icago- Reykj avík. c) Miðað er við óbreytta fragt- flutninga á Evrópuleiðum og til og Kristján Jóhann Kristjáns- son (1893—1969) var einn af aöalstofnendum Loftleiða og stjórnarformaður þess flugfélags frá stofnun þess 1944 og fram til 1953. Hann var einn fjármálamannanna sem gerðu hinn fjarlæga draum um fullkomnar flug- samgöngur á íslandi aö veruleika. Flugmenn til útlanda? Lítum nú á þetta mál frá sjónarhóli flugmannanna. Þeir hafa haft fasta vinnu hjá fyrir- tækinu í áraraðir, vel launaða vinnu og fasta búsetu á íslandi. Nú liggur fyrir þeim að starfa erlendis svo vikum skiptir, fjarri fjölskyldum og heimahögum. Ekki er heldur fýsilegt að hverfa frá landinu með fjölskyldur og rífa sig upp eftir að hafa fest hér rætur og komið sér fyrir eins og menn almennt gera, kannski flytjast brott í skamman tíma. Það er þó alltént betra að hverfa í þannig útilegu en missa atvinnuna alveg, segja menn. Má vel vera, en flugmenn benda á að þeir séu fyrst og fremst íslendingar og vilji hafa hér búsetu og greiða skatta og skyldur hér. Ef Flugleiðir útvega þeim eintóma vinnu erlendis megi alveg eins hugsa sér að fá vinnu hjá erlendu flugfélagi og flytjast úr landi. Nú þegar eru fjölmargir íslenskir flugmenn búsettir er- lendis og enn munu einhverjir möguleikar á störfum fyrir þá, en þar er hringurinn einnig að þrengjast. Varnarliðs- flutningarnir Af þessum sökum er flugmenn óánægðir með þessa samdrátt- arstefnu Flugleiða og vilja að FLUGLEIÐIR OG F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.