Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 29 verða að standa við sinn hluta samningsins um útvegum verk- efna og þótt nú þrengi að vonast menn til þess að rúm sé fyrir bæði félögin. Flugleiðastarfsmenn segj- ast verða að viðurkenna að Arnar- flug hafi vissulega verið til áður en Flugleiðir keyptu meirihlutann í félaginu, en þeir halda því fram, að Arnarflug hafi hagnast um of á samstarfinu og tekið frá þeim verkefni. Lokaorð I greinunum um íslenska flug- ævintýrið hefur verið fjallað um íslensk flugmál, rifjuð nokkuð upp hin næsta ótrúlega saga þeirra og litið á stöðu flugmálanna í dag. Ýmsir erfiðleikar steðja nú að, rétt eins og víðast annars staðar í heiminum og hefur verið fjallað nokkuð um orsakir þeirra. Erfið- leikar Flugleiða hafa verið marg- víslegir síðustu misseri. Einn þáttur þeirra eru margs konar innbyrðis deilur starfsmanna og t.d. sífelldar skærur og kröfur flugmanna, sem oft hafa komið félaginu verulega illa og stórskað- að það fjárhagslega. Kannski eru erfiðleikar af þessum toga ekki óeðlilegir þegar sameining félaga er annars vegar, þegar sameinuð hafa verið tvö félög, sem áður kepptu hvort við annað og hafa slíkar deilur t.d. valdið breska flugfélaginu British Airways vandræðum, en í því sameinuðust félögin BOAC og BEA fyrir rúmu ári. En í dag er stefnt að því að setja niður hvers kyns deilur og for- ráðamenn Flugleiða kappkosta að vinna upp starfsanda í fyrirtæk- inu, halda fundi með starfs- mónnum og fá starfsmenn til að snúa vijrn í sókn. Margir hafa orðið frá að hverfa, en þeir sem eftir eru hafa það verkefni með höndum að koma félaginu yfir erfiðasta hjallann og vona að bjartari tímar séu framundan. Ljóst er að íslensk flugmál hafa byggst upp fyrir áræðni braut- ryðjendanna, frumlegar hug- myndir þeirra, sérstakar aðstæður íslands og nokkra heppni. Amer- íkuflugið var um árabil tekjulind, ævintýri, sem margir nutu góðs af vegna sérstakra aðstæðna, ísland hlaut ákveðnar heimildir til flugs meðal annars vegna veru í Atl- antshafsbandalaginu. Nú hafa að- rir og stærri aðilar komið til, svo margir að Flugleiðir eru að týnast í þessari samkeppni. Ræður þar mestu hin nýja „free skies" stefna Bandaríkjamanna. Nú njóta Flugleiðir ekki lengur neinna for- réttinda og félagið hefur ekki bolmagn til að halda út lengur við óbreyttar aðstæður. Það er ekki af þeirri stærðargráðu að það geti keppt við stóru bandarísku flug- félögin eða ríkisstyrkt flugfélög í Evrópu. Spurt er hvort íslend- ingar eigi að horfast í augu við þann dapra raunveruleika, að úti sé flugævintýri eða að freista þess að skrimta í nokkur ár í viðbót og fara þá leið að láta íslenska skattborgara greiða niður Atl- antshafsflugið, rétt eins og lamba- kjötið. Vegna hallareksturs Flugleiða undanfarin ár hafa forráðamenn félagsins sett fram þrenns konar óskir við stjórnvöld. í fyrsta lagi fyrirgreiðslu ríkisvaldsins við breytingu lausaskulda í föst lán og til þess að greiða fyrir rekstri fyrirtækisins yfir vetrarmánuð- ina. Slíkrar fyrirgreiðslu hafa Flugleiðir áður notið svo og Flug- félag íslands og Loftleiðir á sínum tíma. I öðru iagi hefur félagið óskað aðstoðar ríkisvaldsins varð- andi starfsaldurslista flugmanna. í þriðja lagi að íslensk stjórnvöld sjái til þess, að lendingargjóld verði felld niður, en ríkisstjórn Luxemborgar bauðst til þess að fella niður lendingargjöldin með því skilyrði að íslensk stjórnvöld gerðu slíkt hið sama. í þessu felst ekki nein ósk frá Flugleiðum um að ríkissjóður greiði niður tap- reksturinn, tapið hafa eigendurnir sjálfir borið hingað til. Hitt er svo annað mál, að ríkisstjórn íslands hefur sjálf tekið ákvörðun um það að leita eftir samkomulagi við ríkisstjórnina í Luxemborg um að ríkissjóðir þessara tveggja landa leggi fram fé til þess að halda Atlantshafsfluginu gangandi. Markmið ríkisstjórnarinnar er að tryggja atvinnu þess fólks sem ella stendur uppi atvinnulaust. Mjög er óljóst enn hver verður framvinda mála. Almenn óvissa ríkir um allan heim og nefnt hefur verið að meðal ráða fyrir Flugleið- ir sé að reyna að auka straum ferðamanna til landsins, afla leiguverkefna erlendis og er nú unnið að þeim málum. Þá hefur verið bent á að hjá Flugleiðum sé fyrir hendi ákveðin þekking sem bjóða megi á alþjóðlegum mark- aði. Mörg þróunarlönd eru nú að byggja upp flugmál sín og vantar til þess aðstoð. Þau veigra sér e.t.v. við því að leita til stórþjóð- anna, en smáþjóðin í norðri getur lagt fram sinn skerf. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að veður lægi í flugheimin- um og málin taki að skýrast. Það er hagkvæmt starfsmönnum Flug- leiða, eigendum og íslensku þjóð- inni að Flugleiðir starfi áfram, nái upp úr öldudalnum og fái að blómstra á ný. HL/JT M,(,I»(MÍM«»<»N"«M««"" lllllllll*"1 Myndin var tekin fyrir 10 árum af nokkrum flugfreyjum hjá Air Bahama. t « \ i x — M H %jj* Skíöavélin sem Loftleioamenn bjorguöu al Vatnajökli 1952. Vélin kom heil undan snjónum og var seld til Spánar. Delta - fyrir- mynd í rekstri ENSKA flugtímaritið Flight In- ternational birti þann 23. ágúst síðastliðinn grein um flugfélag, sem gagnstætt mörgum öðrum flugfélögum hefur verið i mikl- um uppgangi siðustu misseri. í tengslum við umfjöllunina um vanda flugsins og framtíð Flug- leiða er ekki úr vegi að greina frá nokkrum þeim atriðum sem gera Delta að því fyrirmyndar- flugfélagi sem það er að mati flugtimaritsins. Greinin hefst með þessum orð- um: „Sérhver hinna 36 þúsund starfsmanna Delta getur hindr- unarlaust gengið á fund forseta fyrirtækisins og borið undir hann vandamál daglega lífsins. Forseti næst stærsta flugfélags Banda- um leggja hlaðmönnum lið. Verk- stjórar eru kosnir af verkamönn- unum og allir yfirmenn hafa unnið sig upp innan fyrirtækisins. Aldrei hefur þurft að fella niður flug vegna verkfalla og ekki hefur þurft að segja neinum upp í 30 ár, þótt starfsliðið og þar með taldir flugmenn, hafi þurft að sinna öðrum verkefnum á erfiðum tímum. Hagnaður fyrirtækisins 1979— 1980 nam 94 milljónum dollara nettó en fyrirtækið hefur skilað hagnaði öll reikningsár í meira en 3 áratugi. Á fyrsta ársfjórðungi 1980 töpuðu ellefu helstu áætlun- arflugfélög Bandaríkjanna yfir 150 milljón dollurum samanlagt, en aðeins tvö þeirra voru rekin ári en meðallaun hinna 36 þúsund starfsmanna fyrirtækisins eru um 20 þúsund dollarar á ári (það jafngildir um það bil 10 milljón- um íslenskra króna). Delta rekur viðgerðarverkstæði fyrir flugflota sinn og þar fer allt viðhald og skoðanir fram. Vélarn- ar eru afskrifaðar á mun skemmri tíma en almennt gerist; það er á tíu árum en flest önnur bandarísk félög afskrifa vélar sínar á 12—15 árum. Afleiðingin er sú, að mati forráðamanna Delta, að þeir eru með mun nýrri flugvélar og því minni viðhaldskostnað. Þess má geta að Delta á alls 205 farþega- þotur af ýmsum stærðum og gerðum, þar af eru 120 af gerðinni Boeing 727-200. Ein af 120 Boeing 727-200 þotum Delta Airlines. ríkjanna (Delta flytur meira en 40 milljónir farþega og skilar meir en 3 milljarða dollara tekjum á ári) hefur alltaf nógan tíma til að ræða við starfsmenn sína um vandamál þeirra, s.s. hávaða í ritvélum eða vöntun á ruslakörf- um. „Þetta kunna að sýnast lítil- fjörleg vandamál," segir David Garret forseti Delta, „en ef þetta eru vandamál í augum starfs- mannsins þá er það einnig mitt vandamál." Sextíu æðstu stjórnendur Delta hafa að meðaltali 26 ára starfs- reynslu að baki hjá fyrirtækinu og þeir líta á góð samskipti við undirmenn sína sem einn mikil- vægasta þátt starfsins. Andinn er því góður í fyrirtækinu og menn rétta hver öðrum hjálparhönd. Vélvirkjar aðstoða þegar mikið er að gera í afgreiðslunni, sama má segja um flugmennina sem stund- með hagnaði. Annað þessara flug- félaga er Eastern sem rekið var með 5 milljón dollara hagnaði og hitt er Delta sem rekið er með 23 milljón dollara hagnaði á þessum tíma. Enginn starfsmanna Delta er í verkalýðsfélagi og telja forráða- menn þess, að það sé fremur afleiðing en orsök velgengninnar. Hreyfanleiki starfsliðsins eykur afköstin og „Enginn hreyfir mót- mælum þótt annar fari inn á verksvið hans," segir einn fram- kvæmdastjóranna. „Við þurfum ekki að bíða eftir rafvirkja til að skipta um ljósaperu eins og gerist hjá sumum bandarískum flugfé- lögum." Þetta stafar af þeim hópvinnuanda sem einkennir fyrirtækið og það skilar sér í góðum hag þess. Meðallaun flug- manna Delta er á bilinu 40 þúsund til 90 þúsund dollarar á Félagið beitir ýmsum aðgerðum til að draga úr eldsneytiskostnaði og auka sætanýtinguna. A reikn- ingsárinu 1979—1980 eyddu flug- vélar fyrirtækisins 2,9 milljón gallónum minna af eldsneyti en árið áður. Þetta var gert með margháttuðum sparnaðaraðgerð- um og má þar nefna til dæmis, að flugmennirnir sjálfir eru gerðir ábyrgir. Þeir fljúga hægar og um leið og vélin lendir er slökkt á hreyflunum; sérstakur rafbúnað- ur er notaður til að aka vél inn á flugstöð. Þar sem ódýrara er að fljúga hægar en venjan hefur verið og borga þá flugmönnunum aðeins meira sparast nokkuð — þar sem flugmenn eru orðnir ódýrari en bensínið! Flugmenn- irnir sjálfir eru áhugasamir í þessu efni og er það enn eitt dæmi þess góða samstarfsanda sem ríkir milli stjórnenda og starfs- manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.