Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 Innritun stendur yfir í síma 52996 kl. 13—19 virkadaga Nýi _ Dansskólinn Kennum Barnadansa, Gömludansana, Samkvæmisdansa og Diskó- dansa. Kennslustaðir Reykjavík, Safnaöarheimiliö Langholtskirkju og Fáksheimiliö. Hafnarfiroi, lönaöarmannahúsiö. Keflavík, Vogar, Garöur, Þor- lákshöfn, Hella, Hvolsvöllur. Kennarar Níels Einarsson, Rakel Guö- mundsdóttir og Rúnar Hauksson. Takmörkum nemendur tíma. hvern Verksmiójusala Buxur á alla aldurshópa Herrabuxur úr flaueli, kakí og denim. Dömubuxur úr flaueli, flannel og kakí. Unglingabuxur úr flannel, flaueli og denim. Barnabuxur úr flannel, flaueli og denim. Sumarjakkar á börn og karlmenn. Geriö góð kaup í úrvalsvöru. Opiö virka daga kl. 9—18. Laugardaga kl. 9—12. BOTHF. MeM¥ Skipholti 7. Sími 28720. j/V^ *'^ l-£? EFÞAÐERFRÉTT-^\ NÆMTÞÁERÞAÐÍ J- MORGUNBLAÐINU ^o * U (.LYSIM.A-SIMINN KR: 22480 3. grein Tillaga að sam- eiginlegri mynt Evrópulanda Það hefir ekki farið framhjá íslendingum frekar en öðrum Evrópubúum að reynt hefir verið á undanförnum áratugum að þjappa Evrópuríkjunum saman. Helst í eina markaðsheild. Þetta hefir enn ekki tekist. Við höfum enn bæði EFTA-ríkin, sem við íslendingar erum með í og svo Efnahagsbandalagsríkin. Hug- myndin að baki Efnahagsbanda- laginu er stór í sniðunum. Að gjöra sameinaða Evrópu að vold- ugu ríki sem stendur jafnfætis risunum í austri og vestri, Sovét- ríkjunum og Bandaríkjum Norð- ur Ameríku. Þetta er fjarlægur dfaumur, en þó ekki óraunverulegur. Þeir tugir þúsunda íslendinga sem hafa nú bæði ferðast til Evrópu og Bandaríkjanna sjá í hendi sér að fylkin í Bandaríkjunum eru bæði jafn fjölmenn og víðlend og mörg Evrópuríkin, sum bæði stærri og víðlendari en þau stærstu. Þó er í Bandaríkjunum miðli Evrópu. Á framhliðinni er mynd af gyðjunni grísku — Evrópu — þeirri er Zeus nam á brott í líki hvíts uxa. Hún er umlukin lárviðarsveig og á þrem stöðum er rómverska talan III, sem á að tákna hin 9 ríki Efnahagsbandalagsins. í innri hring stendur svo EUROPA. Á bakhliðinni eru stafirnir ECU í kross og ártalið 1979. Peningarn- ir eru allir 41 mm á stærð. Gullpeningurinn vegur 50 grömm, silfrið 40 grömm og bronspeningurinn vegur 33 grömm. Verðið hjá frönsku myntsláttúnni er: gull 1.400.000, silfur 77.000, brons 4.700. Það er ekki enn hægt að flytja þessa peninga inn sem mynt þótt ECU sé skráð sem sameiginleg mynteining hjá Efnahagsbanda- laginu. ECU er stytting á Eur- opean Currency Unit, en ECU er gömul frönsk mynteining. ECU er sama orðið og escudo á Portugölsku. Þýðir skjöldur og Franska myntsláttan slær ECU í bronsi, silfri og gulli. Enn er cnginn sameiginlegur evrópskur gjaldmiðill. Mynt ef tir RAGNAR BORG einn gjaldmiðill, ein tunga og ein stjórn, þótt fylkin hafi hvert um sig visst sjálfstæði. En þau standa saman sem ein heild. Evrópa verður sjálfsagt ein- hvern tíma þannig, er gervi- hnettir, sjónvarp og annað slíkt sameinar hana. Ef við lítum til okkar sjálfra skulum við íhuga umræðurnar, sem nú fara fram um gervihnött á vegum Nordsat. Þarna eru rædd smásálarleg einkamál örfárra rithöfunda, sem eru á ríkisjötum, og eiga að ráða því hvað almenningur fær að sjá í sjónvarpi. En verið þið róleg. Þetta gengur allt yfir. Það tekur ef til vill nokkra áratugi og rithöfundasambandið sviptir okkur, sem nú lifum, tækifæri til að njóta tækninnar, en börnin okkar njóta hennar efalaust. Þetta er kannske of langur formáli að mynt-þætti, en skýrir hugsanaganginn. Franska Myntsláttan hefir sent frá sér 3 peninga — hug- mynd að sameiginlegum gjald- er sama orðið og shilling á ensku eða skildingur á íslenzku. ECU var fyrst slegin í Frakk- landi 1266, sem gullmynt á dögum Lúðvíks IX. Þar sem skjöldur var á framhliðinni var myntin kölluð Ecu d'or (eða gullskjöldur). Þessi mynt varð mjög algeng í Evrópu næstu 350 árin. Ecu d'or a la couronne var þannig að kóróna var yfir skild- inum. Líklega er þar komin fyrirmyndin að nafninu á okkar mynt — krónunni. Frakkland var slíkt stórveldi í Evrópu í þann tíma að önnur lönd öpuðu eftir, þar á meðal Danmörk. Fram til ársins 1640 var Ecu alltaf gullpeningur, en frá 1641 voru slegnir silfurpeningar Ecu d'argent eða Ecu blanc. Þetta voru stórir silfurpeningar, somu stærðar og dalirnir þýzku. Ecu blanc, eða hvítur, er sjálfsagt fyrirmyndin að danskri mynt, sem hét „hvid", eða hvítur og var algeng mynt á sautjándu öldinni og sjálfsagt hefir borist hingað til lands. Peningur Loðvíks fjór- tánda, sólkonungsins, var alltaf kallaður Ecu a la perruque — það er hárkolluskjöldur, því kon- ungurinn var með hárkollu. Franska Ecu myntin var notuð fram yfir aldamótin 1800, er hún var innkölluð og 5 franka pen- ingar komu í staðinn. ECU A la Couronne. Slegio á dögum Karls VII Frakkakonungs 1422—61. Hér sést greinilega kórónan yfir skildinum á framhlið peningsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.