Morgunblaðið - 21.09.1980, Side 33

Morgunblaðið - 21.09.1980, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 33 Hrefna Ólafsdótt- ir — Minningarorð Það kom engum kunnugum á óvart, þegar lát Hrefnu Ólafsdótt- ur fréttist. Hún var búin að stríða við vanheilsu árum saman. Að nokkru leyti voru veikindi hennar afleiðing af áfalli, sem hún varð fyrir í strætisvagni í Reykjavík. En hún bar veikindi sín vel og lét ekki undan fyrr en ellin lagðist á eitt með sjúkleikanum. Hún and- aðist á Hrafnistu 14. sept. síðast- liðinn. Hrefnu myndi ekki vera það að skapi, að um hana væri skrifuð löng lofræða. En hitt á ég erfitt með að sætta mig við, að hún fari svo af þessum heimi, að ekki séu skrifuð nokkur orð sem einskonar kveðja frá okkur Þóru, frænku hennar, og þeim hóp, sem í kringum okkur var, þegar nánast- ur var samgangur milli heimila okkar og hennar. Frá þeim dögum er margs að minnast, einstakra atvika og atburða, sem og við- ræðna um málefni samtímans. Hrefna var fædd 5. september 1894 að Reykjum á Skeiðum. Foreldrar hennar voru Guðrún Ólafsdóttir, ættuð af Álftanesi, og Ólafur Ófeigsson. Hrefna ólst upp með móður sinni, sem var ágæt- lega gefin kona, vel sjálfmenntuð og lagði sig fram við að ryðja brautina fyrir einkadóttur sína sem bezt. Þær mæðgur áttu heima austur á Skeiðum hin fyrstu æviár dótturinnar, en fluttu síðan til Reykjavíkur. Hér átti Hrefna sín æskuár og stundaði nám við verzl- unarskólann við góðan orðstír. Að námi loknu lagði Hrefna stund á verzlunarstörf, og réðst árið 1914 til Norðfjarðar. Þar vann hún við verzlun Sigfúsar Sveinssonar. Á Norðfirði kynntist Hrefna ungum manni, sem þar var upp- runninn, Erlendi Pálmasyni kaup- manns Pálmasonar. Hann varð síðar kunnur sjómaður, stýrimað- ur og skipstjóri á togurum. Þegar þau Hrefna giftust, hafði Erlend- ur ekki enn lokið námi. Hefir það sjálfsagt ekki alltaf verið auðvelt fyrir þau hjónin að sjá heimili sínu farborða, því að barnahópur- inn stækkaði og eignuðust þau 7 börn, þar af 5 dætur og 2 syni. En tíminn leið og þau komu börnum sínum upp með miklum sóma. Vann Hrefna þá löngum við af- greiðslustörf í búð. Þegar fram í sótti, var verkahringur hennar tengdur heimilinu að fullu, enda hafði maður hennar þá öðlast sín stýrimannsréttindi og komist í starf. Hrefna Ólafsdóttir var ein af merkustu konum, sem ég hefi haft kynni af. Hún var ekki aðeins skynsöm heldur vitur kona, sem átti til að bera það viðhorf gagn- vart tilverunni, sem felur í sér heilbrigt umburðarlyndi, djúpa al- vöru og græskulausa gamansemi. En ef til vill öllu öðru fremur þá samúð, sem oft fylgir lífsreynzlu á ÞU AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU \l GLVSINGA- SIMIW KR: 22480 "iÉHiWk. erfiðum tímum. Hvenær sem hún kom inn úr dyrunum, ljómaði af henni sú bjarta glaðværð, sem ekki hefir þörf á galsa eða hávaða, en finnur fögnuð í því að vekja brosið hjá samferðafólkinu. Aldrei heyrði ég Hrefnu segja misjafnt orð um nokkurn mann, og var það þó ekki af því, að hún væri ósnortin af þeirri baráttu, sem háð var og er á okkar róstusömu öld. Hrefna var í eðli sínu listræn og smekkvís, og mátti sjá það á mörgu, en ekki sízt heimilinu, sem hún hafði byggt upp. Því er löngum svo háttað um sjómanns- konur, að þær verða að taka á sig skyldur, sem eiginmenn af öðrum stéttum annast. En Hrefna reis undir öllu, sem henni var falið, með sínu andlega þreki og ötul- leik. Það má heldur ekki gleymast, að hjá henni átti móðir hennar sitt síðasta athvarf í þessu lífi. Einhver heimspekingur vildi halda því fram, að í raun og veru væri ekki til nein nútíð, því að framtíðin væri óðar en varði orðin fortíð. En það er þá heldur ekki úr vegi að halda þvi fram, að fortíðin verði framtíð. Áður en varir breytast minningar liðna tímans í tilhlökkun til að sjá það aftur, sem eitt sinn var, og sameinast þeim í nýjum heimi, sem okkur voru samrýndir í þessum. Sannfærður er ég um, að þeir, sem fengu að njóta kærleiksríkra samvista við Hrefnu hér á jörð, muni eiga eftir að sjá hana aftur í þeirri veröld, sem við eigum framundan. Hitt er ég einnig sannfærður um, að þeir, sem notið hafa vináttu hennar og velvildar, láta það ekki bíða endurfundanna að þakka henni fyrir samveruna. Guð gefi, að góðar hugsanir þeirra, sem eftir eru, barna hennar, tengdafólks og vina, verði að ljósgeislum á vegi hennar fyrir handan. En honum, sem er Drottinn beggja heima, felum vér hana og alla, sem henni er annt um. Jakob Jónsson. Þetta gerðist 1978 — Sýrland, Alsír, Suður- Jemen og PLO slíta sambandi við Egypta. 1976 — Olof Palme segir af sér eftir kosningaósigur sænskra sósí- aldemókrata. 1970 — Palestínumenn taka Irbid, aðra stærstu borg Jórdaníu. 1964 — Malta fær sjálfstæði. 1956 — Notendasamtök Súez- skurðar stofnuð á ráðstefnu í London. 1949 — Vestur-Þýzkaland verður sambandslýðveldi — Stofnun kín- verskra alþýðulýðveldisins lýst yf- ir. 1942 — Rússar sækja yfir Volgu. 1939 — Rússar og Þjóðverjar skipta Póllandi á milli sín — Járnvarðliðið myrðir Calinescu, forsætisráðherra Rúmeníu. 1938 — Tékkar samþykkja að láta Súdeta-héruðin af hendi við Þjóð- verja. 1933 — Ríkisþingbruna-réttar- höldin hefjast í Leipzig. 1917 — Lettland fær sjálfstæði. 1907 — Uppreisnir í Suðvestur- Afríku kæfðar. 18% — Kitchener tekur Dongola í Súdan. 1860 — Her Breta og Frakka sigr- ar Kínverja við Pa-Li-Chau. 1809 — Einvígi Castlereagh lá- varðar og George Cannings. 1802 — Napoleon Bonaparte inn- limar Piedmont. 1792 — Stofnun franska lýðveld- isins lýst yfir og tímatal bylt- ingarinnar tekur gildi. 1746 — Frakkar taka Madras á Indlandi. 1745 — Madame de Pompadour sezt að í Versölum sem viðurkennd hjákona Lúðvíks XV — Orrustan við Prestonpans (Sigur Jakobíta á Englendingum). 1620 — Jens Munk kemur til Björgvinjar úr norðvesturleiðar- leiðangri. 1529 — Tyrkir setjast um Vín — Páfi stofnar varnarbandalag ít- alskra ríkja. Afmæli. H.G. Wells, brezkur rit- höfundur (1866—1946) — Gustav Holst, brezkt tónskáld (1874— 1934). Andlát. 1832 Sir Walter Scott, rithöfundur — 1860 Arthur Schopenhauer, heimspekingur — 1957 Hákon VII Noregskonungur. Innlent. 1849 Rosenörn stiftamt- maður skipaður dómsmálaráð- herra — 1851 Kristján Krist- jánsson bæjarfógeti sviptur em- bætti — 1868 d. Bjarni Jónsson rektor — 1821 d. Jón Sigurðsson prestur á Hrafnseyri — 1918 Fyrsta ísl. konan færi ökuskírteini — 1944 Einar Arnórsson ráðherra segir af sér — 1949 Lög um gengisfellingu. Orð dagsins. Hin leynilega upp- spretta kímninnar er ekki gleði heldur sorg; á himnum er engin kímni — Mark Twain, bandarísk- ur rithöfundur (1835—1910). Hortensjarken Trillubáta Útvegum við með stuttum fyrirvara frá Noregi í bátnum er 18 hestafla diselvél — sænsk eöa japönsk. Ganghraði 8 mílur. Báturinn er 6,25 m langur — 2,45 m breiður, hæð stýrishúss 1,80 m. Vegur með vél 1200 kg. Burðarmagn 2 tonn. Verð á gengi ídag ca. kr. 8.500.000- Báturinn er til sýnis aö Laugavegi 178. Nánari upplýsingar sími 86700.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.