Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 35 Unnur Armann - Minningarorð Nú, þegar fagrir haustdagar fara í hönd, hvarflar hugur minn aftur í tímann, þegar við Unnur hittumst fyrst, einmitt að hausti til. Við vorum ungar stúlkur að hefja nám við Verzlunarskóla ís- lands. Þá var Reykjavík ekki eins stór í sniðum, en fyrir ungt fólk utan af landsbyggðinni, hlaut höfuð- borgin að vera ýmsum töfrum búin. Það var því mikils virði að verða þess aðnjótandi að eignast góða vini og félaga. Og ég var sannarlega lánsöm, því Unnur Ármann var einn þeirra. Hún hóf nám í sama bekk og ég þetta haust, og brátt urðum við fjórar vinkonurnar, óaðskiljan- legar í skólanum, Carla, sem nú er látin, Unnur Magnúsdóttir og nafna hennar Unnur Ármann og ég. Vinátta okkar hefur haldist allan veg síðan, þó svo að önn dagsins hafi á stundum gert sam- fundi okkar strjálli en við hefum kosið. Hugur okkar hvor til ann- arrar var þó ávallt hinn sami. Við hittumst alltaf heima hver hjá annarri, ásamt fleiri góðum vinkonum, í gegnum árin, í saumaklúbbnum okkar. Unnur hafði allt það til að bera, sem prýða má hverja manneskju. Hún var greiðug, raungóð og hjartahlý. Unnur giftist skólabróður okkar, Steinþóri Marteinssyni, og eignuðust þau þrjú börn, sem öll bera- foreldrum sínum og uppeldi gott vitni. Heimilið var fallegt og notalegt, þar sem hugur og hönd fóru saman. Eftir að skólagöngu lauk, starf- aði Unnur hjá Nathan & Olsen, en ég hjá 0. Johnson & Kaaber. Það var því aðeins húsasundið á milli okkar, og oft hlupum við á milli, til þess að fá kaffisopa hvor hjá annarri. Við vorum léttar í lund og litum björtum augum til fram- tíðarinnar, sem virtist svo óra- löng. En dagur er fljótt að kveldi kominn, og þegar litið er til baka, þá liðu árin svo fljótt. Og nú, þegar vík er milli vina, verður mér efst í huga þakklæti fyrir góðar stundir, vináttu og tryggð. Þegar gróður skartar fögrum haustlitum, kveð ég Unni vinkonu mína með hlýjum huga og þakka fyrstu kynni okkar í Verzlunar- skólanum forðum. Vini mínum, Steinþóri, börnum hans og fjölskyldu votta ég inni- lega samúð mína. Krístin Magnúsdóttir Föstudaginn 12. september sl., lést á Borgarspítalanum tengda- móðir okkar, Unnur Ármann hét hún þessi elskulega kona. Hún var fædd 4. febrúar 1912. Dóttir hjón- anna Valdimars Ármann kaup- manns og Arndísar Ármann, sem búsett voru á Hellissandi. Á ungl- ingsárum gekk hún í Verslunar- skóla íslands, og útskrifaðist það- an 1931. Síðan starfaði hún hjá Nathan & Olsen þar til hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum Steinþóri Marteinssyni 1937, eign- uðust þau 3 börn. Þegar við, fyrir mörgum árum, komum inn á heimilið við Skeið- arvog, fundum við strax að þar áttum við annað heimili. Unnur hafði til að bera mikla þolinmæði og skopskyn gott, hag fjölskyldu sinnar bar hún mjög fyrir brjósti og þegar við svo stofnuðum okkar eigin heimili með börnum hennar, varð umhyggja hennar ómæld. Barnabörnin fæddust eitt af öðru, og alls urðu þau fimm, áttu þau hug hennar allan til síðustu stundar. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast slíkri konu, sem Unnur var. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt." Tengdabörn. Sumri er tekið að halla, en fegurð og dýrð þess hefir staðið óvenju lengi. Það haustaði hins- vegar snögglega í huga mínum er mér barst fregnin um andlát kærrar mágkonu minnar, Unnar Ármann, sem lézt að kveldi 12. september. Andlát hennar kom á óvart, enda þótt allir vissu að hún hafði átt við mikla vanheilsu að stríða síðustu árin, en andlegu jafnvægi og óvenjulegri lífsorku hélt hún til hinztu stundar. Þó var dauðinn henni ef til vill líkn í nauð. Unnur Ármann var fædd 4. febrúar 1912 á Hellissandi. Hún var dóttir hjónanna Arndísar Ármann, Jónsdóttur, hreppstjóra frá Munaðarhóli á Snæfellsnesi, og Valdimars Ármann, útgerð- armanns og kaupmanns, Bjarna- sonar frá Viðfirði. Unnur var elzt fimm barna þeirra hjóna og átti hún glöð og hamingjurík bernsku- ár. En geta má nærri hvílíkt áfall og lífsreynsla það hefir verið fyrir 13 ára telpu, þegar faðir hennar lézt árið 1925, aðeins 37 ára að aldri. Hann var öllum, sem hann þekktu, harmdauði. Sárastur var þó harmur ekkjunnar, sem stóð uppi með fimm kornung börn. Arndís var prýðilega vel gefin kona, fríð sýnum, nærgætin og ósérhlífin, enda hugljúf öllum sem kynntust henni. Hún lézt árið 1945, aðeins 54 ára að aldri. Ég get ekki stillt mig um að tilfæra fáein atriði úr lífi Valdi- mars og starfi, tekið úr minn- ingargrein um hann eftir séra Guðmund Einarsson, þáverandi sóknarprest á Hellissandi: „Hann varð verzlunarstjóri milli tvítugs og þrítugs og hefir stjórnað verzl- un Bræðranna Proppé á Hellis- sandi frá byrjun, enda meðeigandi að henni. Hann var stærsti út- gerðarmaður á utanverðu Snæ- fellsnesi og byrjaði fyrstur að láta veiða síld í Jökuldjúpinu til út- flutnings. Auk þess var hann framkvæmdastjóri fyrir íshúsfé- lag Hellissands um mörg ár og undir stjórn hans var það eitt með arðbeztu hlutafélögum landsins. Hann var áræðinn framtaks- maður á sama tíma og hann var hygginn og hagsýnn kaupsýslu- maður, var ábyggilegur og sam- vizkusamur, svo hann naut trausts hvers manns, var ljúfur og lipur í allri framkomu við æðri sem lægri og því öllum kær." Eg hygg að ekki sé ofmælt að Unnur hafi tekið í arf alla þá beztu eðliskosti sem eru eignaðir foreldrum hennar, sem að framan greinir. Hún sýndi það í lífi sínu og starfi. Unnur lauk prófi frá Verzlunarskóla íslands árið 1930. I nokkur ár starfaði hún á skrif- stofu Nathan og Olsen hér í borg eða þar til hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Steinþóri Mar- teinssyni. Þegar ég kynntist Unni var hún ung og falleg, óvenju þróttmikil og sterkbyggð. Mér fannst það færi ekki á milli mála að hún væri heilsteypt koma, greind og góðvilj- ug og vönduð til orðs og æðis. Síðar á lífsleiðinni, er ég kynnt- ist henni betur, komst ég að raun um að mér hafði ekki sjátlazt. Hún var mannkostakona, traust og ósérhlífin, ávallt reiðubúin að veita hjálp og aðstoð þar sem hún taldi þess þörf. Það var fjarri henni að vera tvíráð, heldur gekk hún að hverju verki með horskum hug. Aftur á móti bar hún ekki tilfinningar sínar á torg. Allt lífsstarf Unnar var helgað heimilinu, eiginmanni og börnun- + um þrem, Marteini, Valdimar og Arndísi. Síðar þegar bðrnin giftu sig átti hún ánægjustundir á heimilum þeirra með barnabörn- unum. í önn dagsins gafst tími til að sinna félagsstörfum. Til dæmis tók hún þátt.í starfi Oddfellow- reglunnar og það veitti henni mikla ánægju. Góð kona er gengin og sár harmur kveðinn að öllum, sem þekktu hana. Ég þakka hin ljúfu og góðu kynni. Systkini hinnar látnu minnast góðrar systur og þakka umhyggju hennar og kær- leika. Ástvinum öllum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Þórhallur Arason. Á morgun verður til moldar borin elskuleg frænka mín og vinkona Unnur Ármann. í hálfa öld höfum við átt samleið, áratugum saman höfum við verið snar þáttur í lífi hvor annarar. Feður okkar voru systrasynir. Það var því ósköp eðlilegt, er faðir minn kom eitt sinn úr höfuðstaðn- um, að með honum kom frænka hans, falleg stúlka, er ljómaði af lífsgleði. Það var Unnur og ætlaði hún að dvelja hjá okkur stuttan tíma. En tvö urðu sumrin, það segir að kynnin urðu góð. Ég man það, að mér fannst mikið skilja á milli okkar í fyrstu, ég einrænn telpukrakki ófermd, hún Reykja- víkurdama við nám í Verslunar- skóla íslands. Hún varð strax hvers manns hugljúfi á mínu fjölmenna æskuheimili og varð eins og eitt af okkur systkinunum og vinkona frændsystkina okkar. Þessi sólríku sumur urðu henni mjög minnisstæð, hún naut þess að dvelja í þessu einangraða og friðsæla þorpi og mundi hún margt betur en ég, hvað gerðist þar á þeim tíma. Ekki man ég eftir að hafa komið til Bíldudals á undanförnum áratugum, án þess að spurt væri um Unni. Unnur var vinmörg, enda hugljúf, orðvör og prúðmennskan var ætíð hennar förunautur. Hún átti góða æfi. Henni hlotnaðist svo margt af þeim jarðnesku gæðum, er bjóða upp á gott líf, en hún ávaxtaði líka sitt pund ríkulega. Hún átti góða foreldra, traustan eiginmann, góð börn, kær og samrýnd systkini, tengdaforeldra er hún mat mjög mikils, enda eignaðist hún þar önnur foreldra- hús og var mjög kært með henni og öllu hennar tengdafólki. Börnin hennar þrjú, synirnir Marteinn flugvélstjóri, Valdimar husgagnasmiður og dóttirin Arn- dís húsmóðir og háskólanemi og makar þeirra eru öll hið mesta manndómsfólk. Barnabörnin voru henni mikill gleðigjafi. Við systkinin frá Valhöll kveðj- um nú Unni frænku okkar og þökkum henni langa samleið. Við sendum eiginmanni hennar, börnum. barnabörnum, systkinum og tengdafólki innilegar samúð- arkveðjur. Ég hugsa mikið til frænku minnar elskulegrar, einkadótturinnar Arndísar, því Unnur var henni bæði móðir og frábær félagi, en við hlið Arndísar stendur styrk stoð. Unnur Ágústsdóttir, frá Bildudal. Minningarathöfn um móöur okkar GUDBJÖRGU JONSDOTTUR sem lést 13. sept. sl. fer fram frá Fossvogskirkju miövikud. 24. sept. kl. 10.30 f.h. Jarösett verður frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um föstud. 26. sept. kl. 2.00 e.h. Fyrir hönd vandamanna Guðfinna S. Wium, Osksr Stemdórsson t Hjartans þakkir færum viö öllum er auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför föður, tengdafööur og afa okkar EINARS OLAFS JULIUSSONAR Rénargötu S A (fré Seyðísfiröí) Júlíus Einarsson. og barnabörn Brynja Lárusdóttir + Innilegar þakkir flytjum viö öllum ættingjum og vinum sem sýndu okkur hlýhug og samúö viö andlát og jaröarför ELOF WESSMAN, klæðskerameiatara. Brseðraborgarstig 4 Dagný Wessman. börn. tengdabom og barnabðrn. t Vio þökkum af alhug vináttu og samúo vegna fráfalls mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa ERLENDARÓLAFSSONAR. Barónsstíg 21, Jóhanna V. Sæmundsdóttir. Sigríður Th. Erlendsdóttir. Hjalti Geir Kristjénsson, Guðríöur Ó. Erlendsdóttir. Gisli Guðmundsson, Guftrún Erlendsdóttir. Örn Clausen og barnaborn + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og jarðarför föður okkar, tengdafööur og afa, BJÖRNS SIGRUÐSSONAR, frá Kloppustoðum. Börn, tengdaborn og barnabörn. + Innilegar þakkir öllum þeim, sem votttiöu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns og föður okkar ERLENDAR JONSSONAR fré Jarðlangsstöðum. Helga Jónsdóttir, Þuríöur Erlendsdóttir. RagnhiMur Erlendsdóttir, Erna Erlendsdóttir, örn Erlendsson, barnabörn. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur, tengdafööur og afa ÞORIS H. BERGSTEINSSONAR murarameistara Þuriour Sigmundadóttir, Svava Þónsdóttir, Norman Eatough, Sigmundur Þorisson, Minnio Eggartsdóttir, örn Þónsson og barnaborn. + Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug vlö andlát og jaröarfðr frænda okkar SIGURBJÖRNS HALLDÓRSSONAR bónda, Hafshjaleigu Djuparhreppi Sérstaklega viljum viö færa öllu starfsfólki deildar A-4 Borgarspít alanum þakkir fyrir einstaka umhyggju og alúð í langri sjúkralegc hans. Unnur Simonar og fjttlskylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.