Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 Örn Steinþórsson prentari - Minning Fæddur 1. desember 1931 Dáinn 4. september 1980 Örn Steinþórsson, svili minn, er látinn. Fregnin kom ekki á óvart. í langan tíma var séð aö hverju stefndi. í um það bil 10 ár barðist Örn hetjulegri baráttu við sjúk- dóm þann, sem að lokum varð honum að aldurtila. Örn fæddist á Akureyri 1. des- ember 1931 og var sonur hjónanna Sigrúnar Ingimarsdóttur, kenn- ara, og Steinþórs Jóhannssonar, kennara. Örn átti tvær alsystur, Valborgu, sem lézt á fyrsta ári og Bryndísi, námsstjóra, búsett í Reykjavík. Þau systkin voru sam- rýnd og reyndist Bryndísi honum ávallt sem bezta systir. Tæpra átta ára flutti Örn suður á Akranes með móður sinni og síðari manni hennar, Hans Jörg- ensen, skólastjóra, og þar ólst hann upp ásamt hálfbræðrum sínum: Ingimar, verkfræðingi, búsettur í Kópavogi, og Snorra, iðnrekanda, búsettur á Akureyri. .,.* Var jafnan hlýtt samband innan fjölskyldunnar. Gagnfræðaprófi lauk Örn á Akranesi og var vaxandi náms- maður. Hlaut hann viðurkenningu fyrir námsárangur og prúðmann- lega framgöngu. Hann var einnig liðtækur í fimleikum og íþróttum. Örn kaus að halda norður og hóf hann nám í handsetningu í Prent- verki Odds Björnssonar á Akur- eyri 28. sept. 1948 og lauk því 28. sept. 1952. Þar naut hann velvild- ar Sigurðar 0. Björnssonar, hús- bónda síns. í prentsmiðjunni sem annars staðar kom þessi hægláti og prúði maður sér vel. Brátt varð ljóst, að verkin léku í höndum Arnar og kom það því fljótt í hans hlut að annast viðhald og viðgerðir vélanna. Tví- TORFÆRU Ktr r Nl verður haldin snnnudaginn < /- ^y^kl. /V*^ í nágrenni Grindavíkur KOMID OG SJÁIÐ SPENNANDI KEPPNI STYRKID GOTT MÁLEFNI Keppendur lati skrá sig í síma 92-3228 og 92-3605 B|ttraunar«v«mn STAKKUR vegis fór hann til útlanda til þess að kynna sér viðhald véla og tækja. Sótti hann þriggja mánaða námskeið við uppsetningu og við- gerðir á Linotype-setjaravélum í Brooklyn, New York, árið 1959, og aftur 1966 sótti hann námskeið í Hollandi og Þýzkalandi í meðferð og viðgerðum á vélum. Var eftir Erni sótzt til þess að annast slík störf. Hinn 23. febrúar 1952 kvæntist Örn Helgu Magnúsdóttur frá Ólafsfirði. Var hjónaband þeirra farsælt og þau samhent og sam- huga. Þeim varð fjögurra barna auðið, en þau eru: Guðfinna Ásdís, f. 28.11. 1951, fóstra og húsmóðir í Kópavogi, gift Þorsteini Kr. Björnssyni, tæknifræðingi, Sigrún Ingibjörg, f. 28.5. 1955, sjúkraliði og húsmóðir á Akureyri, gift Guðmundi Péturssyni, vélstjóra, Erna Sigurbjörg, hárgreiðslu- nemi, f. 19.5. 1962, heitbundin Haraldi Ólafssyni, nema, og Magnús Þór f. 23.2. 1971, en hann var sérstaklega kærkomin afmæl- isgjöf á giftingardegi Arnar og Helgu. Barnabörnin þrjú: Helga Krist- ín, Ingvar Örn og Ragnheiður voru sannir sólargeislar í lífi Arnar. Tengdaforeldrar Arnar í Ólafs- firði, þau Guðfinna Pálsdóttir og Magnús Gamalíelsson, útgerðar- maður, tóku honum sem einum úr fjölskyldunni og reyndist Örn þeim sem bezti sonur og börnum þeirra eins og góður bróðir. Var ávallt einkar kært og hlýtt milli þeirra. Á hverju sumri var farið norður í Ólafsfjörð að heimsækja ömmu og afa. Jafnan var þá komið við á Akureyri og Helga og Örn heim- sótt. I þeim ferðum áttum við margar ánægjulegar samveru- stundir. Nú er skarð fyrir skildi. Fjölhæfni og dugnaður Arnar kom vel í ljós, þegar þau hjón hófu að reisa íbúðarhús sitt að Löngu- mýri 19, en þau fluttu inn í það rúmu ári eftir að Örn hófst handa um framkvæmdir. Að vísu var þá margt ógert, en bráðlega tókst að ljúka verkinu. Sökum fjölhæfni og handlagni sinnar var Örn allt í senn: múrari, rafvirki, pípulagn- ingamaður og smiður. Húsið var því að mestum hluta hans eigið handverk, enda lagði hann mjög hart að sér. Örn var fremur hár vexti, skol- hærður og grannholda, hýr og ljúfur í lund. Það, sem mér er minnisstæðast í fari Arnar, er hin aðdáunarverða karlmennska og æðruleysi, sem einkenndi hann í langri sjúkdómsbaráttu. Alltaf var Örn glaður og bros- andi, þegar ættingja og vini bar að garði og aldrei heyrðist hann kvarta eða harma hlutskipti sitt. Sannarlega var það einstök hug- prýði. Helga stóð við hlið manns síns og í veikindum hans sýndi hún fádæma fórnfýsi og dugnað. Við hjónin vottum Helgu, börn- um þeirra, tengdabörnum og öðr- um ættingjum dýpstu samúð. Á saknaðarstundum er minningin um góðan dreng bæði björt og hugþekk. Fjölskyldan þakkar trausta og hlýja vináttu alla tíð. Útför hans fór fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. september. Gottf reð Árnason ^fe^ ÞU AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU ui;i.vsi\(,a- SIMIW KH: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.