Morgunblaðið - 21.09.1980, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 21.09.1980, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 Örn Steinþórsson prentari - Fæddur 1. desember 1931 Dáinn 4. september 1980 Örn Steinþórsson, svili minn, er látinn. Fregnin kom ekki á óvart. í langan tíma var séð að hverju stefndi. í um það bil 10 ár barðist Örn hetjulegri baráttu við sjúk- dóm þann, sem að lokum varð honum að aldurtila. Örn fæddist á Akureyri 1. des- ember 1931 og var sonur hjónanna Sigrúnar Ingimarsdóttur, kenn- ara, og Steinþórs Jóhannssonar, Minning kennara. Örn átti tvær alsystur, Valborgu, sem lézt á fyrsta ári og Bryndísi, námsstjóra, búsett í Reykjavík. Þau systkin voru sam- rýnd og reyndist Bryndísi honum ávallt sem bezta systir. Tæpra átta ára flutti Örn suður á Akranes með móður sinni og síðari manni hennar, Hans Jörg- ensen, skólastjóra, og þar ólst hann upp ásamt hálfbræðrum sínum: Ingimar, verkfræðingi, búsettur í Kópavogi, og Snorra, iðnrekanda, búsettur á Akureyri. Var jafnan hlýtt samband innan fjölskyldunnar. Gagnfræðaprófi lauk Örn á Akranesi og var vaxandi náms- maður. Hlaut hann viðurkenningu fyrir námsárangur og prúðmann- lega framgöngu. Hann var einnig liðtækur í fimleikum og íþróttum. Örn kaus að halda norður og hóf hann nám í handsetningu í Prent- verki Odds Björnssonar á Akur- eyri 28. sept. 1948 og lauk því 28. sept. 1952. Þar naut hann velvild- ar Sigurðar O. Björnssonar, hús- bónda síns. I prentsmiðjunni sem annars staðar kom þessi hægláti og prúði maður sér vel. Brátt varð ljóst, að verkin léku í höndum Arnar og kom það því fljótt í hans hlut að annast viðhald og viðgerðir vélanna. Tví- TORFÆRU- verður haldin sunnudaginn /- *6p**k\. /*/*** í nágrenni Grindavíkur KOMIÐ OG S3ÁIÐ SPENNANDI KEPPNI STYRKID GOTT MÁLEFNI Keppendur láti skrá sig í síma 92-3228 og 92-3605 B|öraun«r*v»itin stakkur vegis fór hann til útlanda til þess að kynna sér viðhald véla og tækja. Sótti hann þriggja mánaða námskeið við uppsetningu og við- gerðir á Linotype-setjaravélum í Brooklyn, New York, árið 1959, og aftur 1966 sótti hann námskeið í Hollandi og Þýzkalandi í meðferð og viðgerðum á vélum. Var eftir Erni sótzt til þess að annast slík störf. Hinn 23. febrúar 1952 kvæntist Örn Helgu Magnúsdóttur frá Ólafsfirði. Var hjónaband þeirra farsælt og þau samhent og sam- huga. Þeim varð fjögurra barna auðið, en þau eru: Guðfinna Ásdís, f. 28.11.1951, fóstra og húsmóðir í Kópavogi, gift Þorsteini Kr. Björnssyni, tæknifræðingi, Sigrún Ingibjörg, f. 28.5. 1955, sjúkraliði og húsmóðir á Akureyri, gift Guðmundi Péturssyni, vélstjóra, Erna Sigurbjörg, hárgreiðslu- nemi, f. 19.5. 1962, heitbundin Haraldi Ólafssyni, nema, og Magnús Þór f. 23.2. 1971, en hann var sérstaklega kærkomin afmæl- isgjöf á giftingardegi Arnar og Helgu. Barnabörnin þrjú: Helga Krist- ín, Ingvar Örn og Ragnheiður voru sannir sólargeislar í lífi Arnar. Tengdaforeldrar Arnar í Ólafs- firði, þau Guðfinna Pálsdóttir og Magnús Gamalíelsson, útgerðar- maður, tóku honum sem einum úr fjölskyldunni og reyndist Örn þeim sem bezti sonur og börnum þeirra eins og góður bróðir. Var ávallt einkar kært og hlýtt milli þeirra. Á hverju sumri var farið norður í Ólafsfjörð að heimsækja ömmu og afa. Jafnan var þá komið við á Akureyri og Helga og Örn heim- sótt. I þeim ferðum áttum við margar ánægjulegar samveru- stundir. Nú er skarð fyrir skildi. Fjölhæfni og dugnaður Arnar kom vel í ljós, þegar þau hjón hófu að reisa íbúðarhús sitt að Löngu- mýri 19, en þau fluttu inn í það rúmu ári eftir að Örn hófst handa um framkvæmdir. Að vísu var þá margt ógert, en bráðlega tókst að ljúka verkinu. Sökum fjölhæfni og handlagni sinnar var Örn allt í senn: múrari, rafvirki, pípulagn- ingamaður og smiður. Húsið var því að mestum hluta hans eigið handverk, enda lagði hann mjög hart að sér. Örn var fremur hár vexti, skol- hærður og grannholda, hýr og ljúfur í lund. Það, sem mér er minnisstæðast í fari Arnar, er hin aðdáunarverða karlmennska og æðruleysi, sem einkenndi hann í langri sjúkdómsbaráttu. Alltaf var Örn glaður og bros- andi, þegar ættingja og vini bar að garði og aldrei heyrðist hann kvarta eða harma hlutskipti sitt. Sannarlega var það einstök hug- prýði. Helga stóð við hlið manns síns og í veikindum hans sýndi hún fádæma fórnfýsi og dugnað. Við hjónin vottum Helgu, börn- um þeirra, tengdabörnum og öðr- um ættingjum dýpstu samúð. Á saknaðarstundum er minningin um góðan dreng bæði björt og hugþekk. Fjölskyldan þakkar trausta og hlýja vináttu alla tíð. Útför hans fór fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. september. Gottfreð Árnason ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Al (iLVSIN(».\- SÍ.MIW KK: 22480

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.