Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 Tilraunir til að klífa norðurvegg Eig- ertinds eru sjálfsmorðs- tilraunir á ábyrgð við- komandi f jallgöngu- manns. Þeir, sem gera slíkar tilraunir, geta ekki átt von á því að sjá björgunarmenn úr björgunarsveitum Svissneska alpaklúbbsins, þegar eitthvað fer úr- skeiðis. Eitthvað á þessa leið hljóðuðu yfir- lýsingar forsvarsmanna björgunarsveita Svissn- eska alpaklúbbsins á árunum 1930-1938, þegar hver f jallgöngumað- urinn af öðrum týndi lífi við tilraunir sínar til þess að klífa hinn hrikalega norðurvegg Eig- ertinds, sem er um 2000 metra hár frá rótum f jallsins, en Eigertindur sjálfur er 3970 metra hár yfir sjávarmáli. Sat við rætur Eigertinds Ástæða þess, að ég rifja þetta upp nú, er sú, að fyrir skömmu sat ég við rætur Eigertinds ásamt tveimur félögum mínum, bíðandi eftir því að skaplegt veður kæmi, til þess að leggja til atlögu við tindinn Mönch, sem er við hiið Eigertinds. — Þá skyndilega rofaði til í þokunni og Norðurveggurinn fór smámsaman að koma í ljós, þar til dýrðin blasti þarna við okkur í öllu sínu veldi. — Innst inni höfum við félagarnir sjálfsagt allir hugsað það sama, „mikið væri nú gaman ef maður væri nægilega vel þjálfaður til að sigra djöfsa", en það verður nú að bíða betri tíma. Plestir þeir, sem sigrað hafa Eigertind í gegnum árin eru ýmist atvinnufjallgöngumenn, eða þá menn, sem eru öllum frí- stundum í fjöllum, og hafa þau við bæjardyrnar hjá ser. Mestmegnis klettaklifur Við venjulegar aðstæður, er Eig- ertindur mestmegnis klettaklifur, nema hvað klífa þarf nokkra snjó- og ísflekki á leiðinni upp. Hér á landi éru aðstæður til klettaklifurs mjög slæmar vegna þess hversu bergið er laust í sér. Snjó- og ísklifursaðstaða er hins vegar með ágætum, enda er það mun meira stundað hér á landi. Þeir sem helst stuhda klifur hér á landi, eru félagar hinna ýmsu björgunar- og hjálparsveita, og má segja, að fjallaklifur hafi hafizt fyrir alvöru upp úr 1970, en fyrir þann tíma má segja, að það hafi einungis verið „Fjallamenn", sem eitthvað stund- uðu klifur hér á árunum 1930—1940, en „Fjallamenn" var félagsskapur áhugamanna um fjallaferðir og var einn helzti forsvarsmaður þeirra Guðmundur Einarsson frá Miðdal, sem meðal annars kleif nokkra hæstu tindi Aipanna. Sút og sigrar Hinn illkleyfi Norðurveggur Eig- ertinds var fyrst klifinn árið 1938, en f jallið hef ur tekið sinn toll, mikill fjöldi fjallgöngumanna hefur látið lifið við tilraunir við að klifa Norðurvegginn á þessum rúmlega 40 árum, sem liðin eru frá þvi hann var fyrst sigraður Margir týndu líf i Já, það voru margir sem týndu lífi sínu á árunum 1935—1938, við að reyna að sigra þennan hrikalega tind, og reyndar hafa fjölmargir farizt eftir það, en þekktasti harm- leikurinn átti sér eflaust stað árið 1936, þegar austurríski atvinnu- fjallamaðurinn Toni Kurz, ásamt þremur félögum sinum, gerði atlögu að tindinum. Fyrsta alvörutilraunin til að klífa tindinn hafði verið gerð árið áður og þá týndu tveir menn lífinu. Þótt Kurz væri aðeins 23ja ára gamall var hann talinn einn fremsti fjallgöngumaður þessa tíma. Allt gekk að óskum til að byrja með ... Það var snemma morguns 18. júlí 1936, sem þeir félagarnir lögðu af stað í mjög góðu veðri. Allt gekk að óskum tvo fyrstu daga klifursins, og höfðu þeir þá lagt að baki um tvo þriðju hluta leiðarinnar. Það átti hins vegar ekki fyrir þeim að liggja, að sigra tindinn, því um nóttina skall einn af hinum illræmdu Eig- erstormum á, með mikilli snjókomu. Allir klettar urðu við það ísaðir og mjög erfiðir yfirferðar, auk þess sem ekki sást út úr augum fyrir snjókomunni. Niður! Þeir félagarnir urðu fljótlega ásáttir um, að þeirra eina undan- komuleið væri að halda niður aftur. Að halda klifrinu áfram væri hreint sjálfsmorð. I miðjum Eigerveggnum eru útsýnisgluggar frá Jungfrau- lestinni, sem gengur í gegnum fjallið og einmitt þangað ætluðu fjórmenningarnir að hatda, en lestin heldur síðan áfram í gegnum tind- inn Mönch upp í skarðið milli Mönch og Jungfrau, en það nefnist Jungfraujoch og er í um 3476 metra hæð yfir sjávarmáli. Það er hæsti staður, sem járnbrautarlest fer upp í. Menn á ferð Albert von Allmen, umsjónar- maður ganganna, hafði heyrt af för þeirra fjórmenninganna, og lagði því saman tvo og tvo, og taldi víst, að hann ætti von á þeim inn í göngin á hverri stundu. Hann rölti því í rólegheitum út að glugganum og opnaði þar stóra tréhurð og rýndi upp í vegginn. — Var það sem honum heyrðist, voru þarna menn á ferð? Já, það fór ekkert á milli mála, hann heyrði mannamál. „Við erum að koma í teu Hann kallaði upp í vegginn og svarið kom um hæl: „Við erum að koma til þín í te og allt gengur að óskum." Albert var sannfærður um, að mennirnir væru ekki nema um 150 metra fyrir ofan gluggann og hann kallaði aftur til þeirra og sagði að teið yrði tilbúið eftir tíu mínútur og snéri síðan við inn í skrifstofuna. Hann hitaði vatnið og beið hinn rólegasti. Hann fór reyndar að ókyrrast þegar liðinn var einn klukkutími og hann fór verulega að óttast, að eitthvað hefði komið fyrir, þegar ungu mennirnir voru ekki komnir eftir tvo tíma. Hann gekk því fram að gluggunum á nýjan leik. Hann kallaði upp vegginn og ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.